Tíminn - 16.01.1963, Síða 15
Undamærastríð
Framhald aí 3. siðu
Sovétríkjanna um það, að í stað
herliðs Bandamanna í Vestur-
Berlín komi iið undir fána S.Þ.
Kvað hann þessa alþjóðlegu stofn-
un ætti að vera reiðubúna að taka
að sér ýmisleg alþjóðleg mál, og
Vesturveldin yrðu ejnnig að viður-
kenna vald hennar.
Um landamæradeilu Indverja
og Kínverja sagði Ulbricht, að
hún væri ónauðsynleg, og kvað
Kínverja ekki hafa ráðfært sig við
Austur-Þýzkaland, né skýrt því
frá framvindu málanna. „Við
óskum þess, að hægt verði að
leysa deiluna á friðsamlegan hátt,
og að hún verði leyst hið bráð-
asta. Við höfum alltaf haft vin-
samlegt samband við Indverja, og
óskum eftir að það haldist í fram
tiðinni," bætti hann við.
Því var haldið fram, að setn-
ingarræða Ulbrichts myndi leiða
til harðorðrar sv.arræðu frá for-
manni kínversku sendinefndar-
innar, en hann er Wu Hsui-Chuan,
sá sami, sem setið hefur þing ann
arra kommúnistaflokka í Evrópu
að undanförnu.
Framsóknarmenn
í Hafnarfirói
Framhald al bls. 1,
Framsóknarmenn gátu að sjálf
sögðu ekki unað þessu og gerðu
m.a. þá kröfu að verkstjórinn
héldi starfi sínu áfram svo og þeir
verkamenn, sem sögðu upp starfi
sínu.
Var hér um fullkomið réttlæt-
ismál að ræða, svo og hitt, að aug-
ljóst var, að allri starfsemi Bæj-
arútgerðarinnar var teflt í hættu
þar sem gera mátti ráð fyrir að
verkamenn mundu hliðra sér við
að vinna hjá fyrirtækinu f mót-
mælaskyni.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir,
tókst ekki að fá Sjálfstæðisflokk-
inn til að ganga að þessum kröf-
um.
Málið var síðan tekið fyrir á
fundi í fulltrúaráði Framsóknar-
félaganna í Hafnarfirði, hinn 7.
jan. s.l., þar sem rædd var hugs-
anleg málamiðlun, en ákveðið að
halda sig við fyrri samþykkt í mál
inu, þar sem pi.a. var krafizt, að
verkstjórinn héldi sinu fyrra
starfi svo og þeir verkamenn, sem
sögðu upp. Fengi’St það ekki fram,
þá yrði samstarfinu slitið svo sem
nú hefur orðið raunin á.
ÞORRABLÓT
FRAMSÖKNARFÉLÖGIN í Gull-
brinigu- og Kjósarsýslu efna til
þorrablóts í Gla'ðheimum, Vogum,
lauigardaginn 26. janúar 1963.
Hefst kl. 20. Úrvals þorramatur á
borðum. Ómar Ragniarsson
skemmtir . Aðgöngumiðar seldir á
eftirtöldum stöðum: Siigfús Kristj-
ánsson, Keflavik, sími 1869. Guð-
mundur Þorláksson, Hafinarf’irði,
sími 50356. Grímur Runólfsson,
Kópavogi, sími 23576 og Guðlaug-
ur Aðalsteinsson, Vogum, sími
ÍOB.
Jörð til sölu
/
Jörðin Efrí-Svertingsstaðir I í Miðfirði, Vestur-
Húnavatnssýslu, er til sölu og laus í næstu fardög-
um. Jörðin er vel í sveit sett. Rafmagn frá ríkis-
rafveitu. Áhöfn og vélar geta fylgt í kaupunum.
Skipti fyrir húseign í Reykjavík koma til greina.
— Tilboð sendist Guðmundi Jóhannessyni, Efri-
Svertingsstöðum, fyrir 15. m^rz n.k.
Húnvetningar í Reykjavík
Skemmtikvöld verður í Sjálfstæðishúsinu fimmtu-
daginn 17. þ. m. og hefst kl. 21,00
Góð skemmtiatriði.
Húnvefningar fjölmenniS og hafið meS ykkur
gesti.
HÚNVETNINGAFÉLAGIÐ.
Heybruni
F.amhald af 16. síðu
og er fjós í öðrum hlutanum, en
hlaða og fjárhús í hinum. Skemm-
an er nokkuð frá bænum, og að-
eins örspöl frá Hvolsvelli.
Súgþurrkun er í hlöðunni og
kom eldurinn úr stokkunum í
gólfinu, Fyrsta verk slökkviiiðs-
manna var að forða fénaði og
hrossum úr fjárhúsinu, en síðan
var tekið til við að rífa heyið upp.
Sumt var fært út úr hlöðunni en
annað fram í fjárhúsið. Þegar
blaðið talaði við Þorlák, var búið
að flytja um 400—500 hesta út
úr hlöðunni og færa álíka mikið
til í faenni, en Þorlákur gizkaði á,
að um 2000 hestar hefðu verið í
henni.
Svo rnikill hiti var í heyinu, að
eldur kom upp í því, sem hafði
verið flutt úr hlöðunni. Slökkvi-
starfið hefur verið hin versta
vinna, og rómaði Þorlákur frammi
stöðu slökkvilið'smanna. Stækjan,
hitinn og ekki sízt reykurinn gerðu
mjög erfitt fyrir.
Um kvöldið barst talsverður liðs
aukj frá starfsmönnum kaupfélags
ins á Hvolsvelli, og yfirbreiðslur
bárust frá kaupfélaginu á Selfossi,
svo að heyið, sem út var rutt, verð-
ur varið, þótt skipti um veður. —
Annars sagði Þorlákur, að ein-
stök veðurblíða hefði létt talsvert
fyrir störfunum.
Þorlákur kvaðst vona, að slökk-
viliðsmenn hefðu nú náð yfirtök-
um á eldinum, en starfið væri þó
tæpast hálfnað. Einnig væri ekki
vogandi að fara frá því, fyrr en ör-
uggt væri, að ekki kviknaði í því
aftur. — Það getur kostað nokk-
urra daga vakt.
Nuddlæknar
Framhald af 1. síðu.
kæmi í veg fyrir ,að sjúklingar
fengju þessa meðhöndlun á sjúkra
húsi eins og vera bæri.
í Félagi íslenzkra sjúkraþjálf-
ara eru 23 meðlimir, og að
minnsta kosti tíu þeirra starfa hér
í bænum. Þetta er sérmenntað
fólk, sem alls ekkj gegnir sama
hlutverki og nuddkonur, og starf
ar það undir handleiðslu lækna.
En með núverandi fyrirkomulagi
fá hvorki sjúkraþjálfarar né sjúkl'
ingar þeirra nokkurn skapaðan
hlut úr sjúkrasamlagi, nema nudd
læknir hafi annazt sjúklinginn og
sendi til hans sjúkraþájlfara. Ef
hjartasérfræðingur eða berklasér-
fræðingur verður sjúklingi sínum
úti um sjúkraþjá’lfun kemur
Sjúkrasamlagið þar hvergi nálægt,
Nú eru nuddlæknar í bænum
fjórir, svo það liggur í augum
uppi, að ekki nema lítið brot af
öllum sjúklingum, sem þurfa
GLÆSILEGT FRAMTÍÐAR-
STARF VERZLUNARSTJÓRN -
SKRIFSTOFUHAID HÁTT
KAUP - FRÍTT HÚSNÆÐI
Vér viljum ráða verzlunarstjóra og skrifstofumann til
kaupfélags úti á landi strax eða síðar i vetur.
Verzlunarstjórinn þarf að hafa nokkra reynslu af inn-
kaupum og smásöluverzlun, en skrifstofumaðurinn þarf
að hafa bókhaldsþekkingu og helzt æfingu í vélabókhaldi.
Nánari upplýsingar gefur Starfsmannahald S.Í.S., Sam-
bandshúsinu.
STARFSMANNAHALD S.I.S.
Brennivínsmálin
til saksöknara
BÓ-Reykjavík, 15. janúar.
SAKSÓKNARI ríkisins hefur nú
fengið niðursföður rannsóknar á á-
lagningu vei'tingahúsanna sex til
umsagnar, Saksóknaraembættið hef
ur afhent blaðinu gögn um rann-
sóknina, og birtist sýnishorn af
þeim í meðfylgjandi skrá.
Upplýsingar um verð eru yfir- \
leitt samkvæmt framburði yfir-
þjóna og forráðamanna húsanna,
hvort sem þær eru réttar eða
rangar að einhverju leyti, en við
rannsóknina hjá Glaumbæ var
einnig stuðzt við nótubækur.
Mismunur á söluverði og réttu verði í fimm veitingaliúsum:
Tegumi Röðull Klúbbur- urinn
Vodka 73,00 60,00
Gin 58,00 48,00
Genever 62,00 29,00
Brennivín 29,00 27,00
Whisky 23,00 18,00
Cordon Verte 49,50 13,50
Cordon Rouge 36,00 0,00
Liebfraumilch -r- -t-
Sauternes 1,50 6,50
Geisweiler 3,00 3,00
St. Emilion 0,00 ?
Hanappier — 0,00
Skráin er miðuð við heilar flösk-
ur og sömu víntegundir og getið
var um varðándi álagningu í
Glaumbæ í blaðinu 11. þ.m. Vodka
er miðað við Stolichnaja, en þeirr-
ar tegundar er ekki getið í skýrslu
um Hótel Borg og Þjóðleikhús-
kjallarann. Whisky er miðað við
Vrat 69 og tegundir á sama verði.
Fleiri þessara tegunda er ekki get
ið í skýrslu um Þjóðleikhúskjall-
sjúkraþjálfunar við, eru á þeirra
vegum. Þar að auki þjást margir
sjúklinganna af sjúkdómum, sem
nuddlæknar hafa ekkert með að
gera. Það væri t. d. að fara hálf-
gerðar krókaleiðir, ef skurðlæknir
sem vildi láta meðhöndla sjúkiing
eftir uppskurð, þyrfti að kalla á
nuddlækni til að skera úr um mál
ið.
Þegar samningi lækna við Sjúkra
samlagið var slitið fyrir fáeinum
árum, ætluðu sjúkraþjálfarar að
nota tækifærið og reyna að rétta
hlut sinn. Þeir skrifuðu Sjúkra-
samlaginu í þeim tilgangi að
semja við það, en fengu ekkert
svar, og frekari tilraunir voru all-
ar árangurslausar. Nýju samning-
arnir gengu því í gildi, án þess
að nokkiyð fengizt að gert.
Nú er málið aftur á döfinni,
þar sem læknar hafa sagt upp áð-
urnefhdum samningi, frá og með
1 apríl næstkomandi. Félag ís-
lenzkra sjúkraþjálfara hefur enn
reynt að skrifa Sjúkrasamiaginu,
en ekkert svar fengið. Þá var tek-
ið til bragðs að fara og tala við
yfirmenn samlagsins, en þeir hafa
eytt öllum málaleitunum. Þá
sneru sjúkraþjálfarar sér til
Læknafélagsins og báðust aðstoð-
ar.
Blaðinu er kunnugt, að Lækna
félagið sendi fyrirspurn um mál-
ið til nuddlækna, og höfðu þeir
fund með sér um þetta á mánudag
inn, en aðspurðir segjast þeir
ekki hafa tekið neina afstöðu til
málsins ennþá.
Hótel Borg Sjálfstæðis- Þjóðlh.-
húsið kjallarinn
? 38,00 9
16,00 4,00 7,00
29,00 4,75 5,60
3,00 21,00 3,00
8,00 -t- 8,00
14,50 0,00 9
1,00 0,00 9
0,00 0,00 9
1,50 0,00 9
0,00 0,00 9
0,00 ? 9
27,00 ? ?
arann og önnur hús. Eins og skrá-
in ber með sér, skakkar sum
stáðar all miklu frá réttu verði,
annars staðar er um lítilvægan af-
rúnning að ræða. Þrjár tegundir i
hafa verið seldar undir heimilu j
verði. Útreikningur á sterkum vín
um er miðaður við útreikninga
sakadómaraembættisins á réttu
verði hverrar tegundar í heilflösk-
um.
Viljaleysi til úrbóta
Framhald af l síðu.
framkvæmdum í þessum efn-
um.
Ofan á þetta bætist svo, að
í'íkisstjórnin hefur ekki tímt |
að taka af þeim gífurlegum !
umframtekjum, sem hún hefur
fengið vegna síldveiðanna, til
þess að halda uppi hæfilegri
síldarleit og athugunum á
göngu síldarinnar, — Verður
a® gera harða hríð að því, að
athugaðar verði nægilega ræki
lega sídlargöngur allt umhverf
is landið allan ársins hring.
Sýning framlengd
MÁLVERKASÝNING Helga Berg-
manns í Málverkasýningunni á
Týsgötu 1 hefur verið framlengd
og lýkur henni í kvöld.
Sýningin hpfst fyrlr jól og átti
að ljúka fyrir síðustu helgi. En
vegna mikillar aðsóknar var á-
kveðið að framlengja hana til mið
vikudagskvölds. Síðustu daga hafa
selzt 12 myndir á sýningunni. —
Flestar eru þar til sýnis landslags
myndir, frá Snæfellsnesi og Vest-
mannaeyjum.
Hádegisklúbbur
Hádegisklúbburinn kem-
ur saman í dag, mi8-
vikudag, á sama staS og
tíma.
Þökkum hjartanlega öllum þeim er auösýndu okkur s.onúö og hlut:
tekningu við andlát og jarðarför
JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR
frá Kirkjubóli, Skutuisflrði.
Steinvör Oísladóttir
Gfsii Þorieifsson
T f M I N N, miðvikudagur 16. janúar 1963.
/
15