Alþýðublaðið - 17.02.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.02.1940, Blaðsíða 2
LAUGAKDAGUR 17, FEBR, 194Q. ALÞÝOUBLAÐSÐ H.GANDER/EN UMRÆÐUEFNI DAGSINS. Ljóti andarunghm. 56) Svo flaug hann í trogið, þar sem smjörið var, og því næst í mjöltunnuna, og þá var hann orðinn skrýtinn í útliti. 57) Konan æpti og barði hann með eldskörungnum, og börnin hlupu á eftir andarunganum til þess að reyna að ná honum. - ¦-.¦ :. <_* - "prw v&\ ~_»«s_! _ ------ __ . Wfffi^k ___»t_S__/Ní?_ ^í '.^7- A^.-_FÍ__555^/ . \-C7 - *al- '^&}Í£l^^^__ÍSÍ_^í_ :" .. /Ijt**3^ 58) Það var heppilegt að dyrnar voru opnar. og andarunginn flaug út í runnana, þar sem ný- falíni snjórinn var, og lá þar eins og í dvala. 59) En það væri allt of rauna- legt að skýra frá öllum þeim þrautum. sem ljóti andarung- inn varð að þola um veturinn. 1. 2. 3. 4. Títuprjónar. Lýsið er nú komið upp í 80— 90 krónur. Samt sem áður neita útgerðarmenn að greiða sjó- mönnum meira fyrir lifrina en þeir fengu.fyrir stríðið. Sjómenn afla svo að segja alls þess g.aldeyris, sem þjóðin fær. Samt sem áður gefur viðskipta- málaráðherra þær fyrirskipanir til útgerðarmanna, að draga skuli úr þeim gjaldeyri, sem sjómenn hafa fengið samkvæmt samkomulagi, er þeir hafa gert við útgerðarmenn og gengur miklu skemmra en þeim taer samkvæmt lögum. Sjómenmrnir sigla nú með af- urðir landsmanna gegnum tundurduflasvæðin. fram hjá kafbátum og svo að segja með sprengikúlur sprengiflugvél- anna yfir höfði sér. Samt sern áður er áhættuþóknun þeirra skorin við nögl og hún ekki einu sinni öll skattfrjáls. ÞaS er engin ástæða til þess fyrir sjómennina að þola kúgun og órétt af hendi útgerðar- manna. Það er auðfundið, að hagsmunirnir rekast nú harka- lega á og að útgerðarmenn ætla að taeita öllum ráðum til þess að draga sem mest í sinn hlut á- kostnað sjómannanna. Sjó- mennirnir hafa sýnt fullan þegn skap á þessum tímum. Þeir hafa ekki reynt að nota hina erfiðu tíma til ósanngjarnra krafa. Því síður géta þeir þolað það að stríðsgróðalöngun einstakra manna sé fullnægt á þeirra kostnað. 5. Ekkert annað talað en Alþýðu- blaðið talar máli sjómannanna. Hin blöðih þegja. Morgunblaðið og Vísir láta sér nægja að tala um það. að Sjálfstæðisflokkur- inn sé flokkur allra stétta og Tíminn berst áfram fyrir því að réttlæta verðhækkunina á . kjötinu, Loks í dag skrifar Mgbl. um gjaldeyrismálið, af því að þar á Framsóknarmað- ur í hlut. Hins vegar segir blað- ið að útgerðarmennirnir séu til alls góðs búnir. Við bíðum og sjáum hvað setur. 6. Sjómenn ættu nú að muna það á sjómannadaginn í vor að gera hann að fyrirspurnadegi. Þá eiga þeír að spyrja útgerðar- mennina, spyrja ráðherra Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins, spyrja þingmennina og spyrja þá, sem nú skipa þann hóp, sem veitir þeim harðvítugasta andstöðuna. Þá mætti vera að blíðusvipurinn og helgislepjan strykist af. and- litunum. 7.Í Vaxandi kafbátahernaður. vax- andi hætta vegna flugvélárása. „Málhreinsunarfaraldur" í „fágunarsíunni." Handhægt erlent orð. Neftóbakskarl- arnir og kaupmennirnir. Nef- tóbaksbitinn kostaði upp í 60—70 krónur! Sigurður Heiðdal sver fyrir blikkdósa- neftóbakið. Gamall bóndi dásamar heyið — og rifjar upp gamlar minningar. Staka um sveinapróf hárgreiðslu- kvenna. Háspenna! Lífs- hætta. M. G- og hrossaketið. Dæmi um vitleysur og trú- girni. —o— ATHUGANIR HANNESAK Á HORNINU. —o— ÞAfi ER EINS og nú sé faraldur í sumum mönnum, sem kemur fram í því, að þeim finnst að alltaf sé verið að misþyrma ís- lenzkri tungu. Ég hefi orðið mikið var við þetta, enda hefi ég birt nokkur bréf um þetta efni/ og þó ekki nærri öll, sem mér hafa bor- izt. Ég' skal játa það, að ég er eng- inn „fágunarsmiii", eins og þessir umvandarar kalla sig\ hins vegar vil ég helzt að íslenzkan sé hrein og vel skrifuð og vel töluð. , ÉG VERö EKKI.uppnærnur, þó að ég sjái í rituðu máli og heyri í töluðu máli evrópisk orð, sem okkur finnst að okkur vanhagi um til að koma nógu vel örðum að því, sem manni býr i brjósti. Ég hefi aldrei getað felt mig , við neinn rembingshátt út af þjóðerni eða tungu — og fyllist alltaf uppreisn- arhug, þegar ég verð var við slíkt. Ég vil nota orðið pólitík, diplomati, agitasjón, pressa (um blaðakostinn almennt), róman, rómantíska, ball og ýms önnur orð, af því að mér finnst að með þeim komizt ég nær því að segja það séni ég meina, en með því að nota þau orð, sem þessi orð hafa verið þýdd með. — Svona nú! Nú geta allir árar sleppt sér lausum og hellt sér yfir mig! , „NEFTÓRAKSKARLAR" pg' „skerínefsmenn" halda áfram að senda mér hnútur, sem síðan er ætlast til að ég sendi áfram til tó- bakseinkasölunnar. Ég er ösku- vondur út af því, að karlarnir skuli ekki geta fengið að halda áf ram að skera í nef ið f yrir kaupmennina, því að þeir fengu nokkra aura fyrir það. Hins vegar játa ég, að hér er úr vöndu að ráða. Kaupmennirnir geta eins og áður látið karlana skera, en þeir vilja það ekki vegna þess, að nú, eftir að blikkdósirnar komu á Vaxandi andstaða' útgerðar- manna og annarra slíkra gegn lífsafkomumöguleikum sjó- mannastéttarinnar. — Það er svo sem samræmi í hlutunum! y+z. markaðinn með hinu ákveðna tó- baksmáli og verði, geta kaupmenn- irnir hvorugu ráðið sjálfir. :. MÉR ER SAGT, að áður hafi kaupmenn jafnvel selt bitann skor- inn og í 25—50 aura skömmtum, á 60—70 krónur. Bitann, óskorinn, keyptu þeir á 13 til 14 krónur! Segjum 14 krónur. Karlarnir fengu 2 krónur fyrir skurðinn. Samtals 16 krónur. Með því að selja neftóbakið úr bitanum fyrir 60 krónur hafa þeir því haft íyrir afgreiðslustörfin 44 krónur á hvern bita! Þetta nær vitanlega ekki nokkurri átt. Eftir að blikkmálin komu til sögunnar, er þetta ekki hægt, nema að kaupendurnir heimti af kaupmanni sínum skorið tóbak upp á gamla mátann og í smáskömmtum. Kaupmanninum er alls ekki gert að skyldu að selja blikkdósatóbakið. . SIGCRÖUR HEIÐDAL skrifar mér; „Viltu vera svo góður, að skila til allra tóbakskarlanna, sem eru í þeirri trú, að ég sé eitthvað viðriðinn tóbakSskurð einkasöl- unnar, að svo er ekki. Ég veit ekki til, að neinum hafi nokkurn- ííma komið til hugar, að veita mér atvinnu við það starf. Ég býst við, að Spegillinn leiðrétti sjálfur sína villu í þessu efni, en það er svo langt þangað til að hann kemur út næst, ef ekki er leiðrétt strax, þá yerða þeir svo margir, sem verða búnir að hugsa illa um mig um leið og, þeir taka í nefið, að við slíkt er ekki unandi fyrir mann, sem hefir jafn sann-íslenzka til- finningu fyrir góðu neftóbaki eins og ég." FYRIR UTAN GLUGGANN minn staðnæmist vöubíll með há- fermi af heyi. Gamall maður, með svarta oturskiríhshúfu og styðst við staf, kemur gangandi nokkuð frá bifreiðinni og ætlar auðsjáan- lega ekki að henni, en þegar hann sér heyið, gengur hann ótrúlega hratt að því, skoðar það í krók og kring, stingur andlitinu inn í það og strýkur um það á víð og dreif. Svo horfir hann á það góða stund og labbar svo áfram, en lítur þó við og við aftur. — Þetta hlýtur að vera gamall teóndi, sem rifjar upp gamlar minriingar um breiða „stabba," heystól og hlöður, jötur og bása og stalla. , SVEINN sendir mér eftirfarandi stöku: ,,Ég fékk hér um daginh úr borg- inni blað — af blöðum má orðsnilli kenna. Sitt var af hverju. — Qg seið-' magnað það um sveinapróf hárgreiðslukvenna." Sveinn bætir við: „Veiztu hve- nær prófið á að fara fram. og hvar. Mig langar nefnilega að mætá, eins og fleiri. HÁSPENNA, LÍFSHÆTTA! •— Allir þeir, sem gert hafa það að vana sínum á undanförnum árum að heimsækja skotið við Útvegs- bankann, beint á móti Veggfóðrar- anum, eru alvarlega aðvaraðir. Þar er mér sagt, að séu einhver djöf- ulsins vélarbrögð, upphugsuð af bankastjórunum og útbúin af f remstu rafmagnsvísindamönnum borgarinnar! M. G. SKRIFAR: „Leyfist mér að leggja orð í belg með ritsnill- ingunum um Fjalla-Eyvind? Mér þótti vænt um, þegar Alþýðublað- ið kom með útvarpserindi prófess- ors Sigurðar Nordals um Fjalla- Eyvind . Jóhanns Sigurjónssonar. Mér þótti honum takast þar vel upp eins og öftar, og mér þótti vænt um, að hann lét opinberlega í ljósi þessa skoðun sína á hinum ólíku endalokum leikritsins. Ég hefi alltaf verið meðal þeirra, sem vildu láta leikinn enda samkvæmt sögunni, eins og höfundurinn upp- haflega gerði, og sjálfsagt var, úr því að sögulegum atriðum var fylgt og sögulegar persónur notaðar. Þáð atriði, sem er þarna um að ræða, og varð þeim Eyvindi og Höllu til lífs, er merkilegt frá ýmsum hlið- iim séð. Það hefir meðal annars verið skoðað sem hálfgert krafta- verk, og að ganga alveg fram hjjá því, væri að fara illa með sögu- heimildir. Það getur vel verið, að botn sá, er höfundurinn setti í leikinn seinna, sé tilþrifameiri og skáldlegri, en hann á ekki við Ey- vind og Höllu, og þess vegna missir list höfundarins gildi sitt í með- vitund margra, sem þekkja sögu- atriðin. Og þökk sé þeim Nordal og Guðbrandi fyrir að þeir kjósa fremur sögulegu leikslokin." SEM DÆMI um þær sögur, sem myndast manna á meðal og hverju menn, sem eru þó með fullu viti geta trúað; birtí ég eftirfarandi bréf: „Mig langar til að spyrja þig, Hannes minn, hvort nokkuð muni vera hæft í þeim orðróm, sem um bæinn gengur, að síðan mjólkur- sölunefnd ákvað hið óhæfilega háa verð á ísl. smjöri, hafi safnazt svo" miklar birgðir fyrir hjá Samsöl- unni, sem óseljanlegar eru, að nú liggi ekki annað fyrir en að keyra það í sjóinn vegna þess, að það sé að verða ónýtt." -EINNIG HEFIR HEYRST að mjólkurbú eitt, ekki langt héðan, hafi þegar látið aka nokkrum „bílhlössum" af smjöri út í mýrar eða mógrafir. Mér finnst þetta ganga glæpi næst að fara svona með þessa vítamínríku vöru, þar sem vitanlegt er, að fjöldi fólks, þó einkanlega börnin, þurfa hennar með, ef verðinu væri stillt í hóf." , ÉG MÓTMÆLTI verðhækkun- inni á smjörinu í haust. En það, sem sagt er hér að framan, er al- gerlega tilhæfulaust og ekki heil- vitamönnum sæmandi að trúa slíku. Hannes á horninu. Eftirlann fyrlr ekbjar ttanskra sjómanna. KHÖFN í gœrkveldi. FÚ. FULLTRÚAR FJÖGURRA fjögurra stærstu þing- flokkanna í Danmörku hafa orðið ásáttir um að leggja tii að tekin verði á fjár- lög mikil f járupphæð, er verja skuli til þess að greiða ekkjum danskra sjómanna og fiski- manna árleg heiðurslaun,, Er ætlast til, að hver ekkja fái á ári 800 kr. og 200 kr. að auki árlega með hverju barni, sem er í ómegð, til 18 ára ald- urs. ¦---•*• Poul Ammendmp klæðskeri, Grettisgötu 2, homið við Klapp- arstíg, simi 3311. Saumar, hreins- ar og pressar. Breytir og gerir við karlmannaföt. L fíokks vinna. Sanngjarnt verð. Efni fyrirli andi. Tek efni i saum. Auglýsið í Alþýðublaðinu! fe_ööis___._«-iii Í0r9se„ding I «» -55» -SB |j til kaupenda út um land. |j i Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. 1 Sg^. JOHN DICKSON CARR: HoFðin í nw§ ndasafeinis. S3_ á því máli. Hún beið þangað til ég hafði kveikt í vindlingn- um hennar. Svo sagði hún: — Ég hefi ekki mikinn áhuga á morði ungfrú Martels. En mér datt ekki í hug, að yður myndi sjást yfir það, að morðinginn hlýtur að vera kvenmaður, sem ekki tilheyrir félagi Svartgrímumanna. — Hvernig getið þér verið svona viss um þetta? — Morðinginn var að leita að einhverju, sem hún hafði fest í gullfesti um hálsinn. Hún horfði hvasst á mig: — Er það ekki bersýnilegt? — Við höfum þegar komizt að þeirri niðurstöðu, að það hafi .verið silfurlykill. — Þá erum við á sama máli. Mér þykir vænt um, að ég skuli hafa komizt að sömu niðurstöðu og hinn frægi Bencolin. Jæja, kæri vín, hvers vegna þurfti morðinginn að ná í lyk- ilinn? Auðvitað til þess að komast inn í kiúbbinn. Hvernig kpmust þér sjálfur inn í kvöld? — Ég fékk lánaðan lykil hjá einum meðlimanna. — Já, þér hafði fengið lánaðan lykil hjá karlmanni ög lyk- illinn hefir verið rannsakaður við dyrnar. Jæja, hvaða gagn hefði morðingjanum getað orðið að lyklinum, ef hann hefði verið karlmaður? Ég fer að halda, að þessi Bencolin sé ekki eins gáfaður og af hefir verið látið. Það er áreiðanlegt. að kvenmaður hefir tekið lykilinn. Og þessi kvenmaður hefir hlotið að líkjast ungfrú Martel ofurlítið, að minnsta kosti að vaxtarlagi. Hún hallaði ser aftur á bak og teygði úr handleggjunum. — Jæja, sagði ég brosandi, — nú eigið þér aðeins eftir að koma með skynsamlega skýringu á því, hvers vegna morð- inginn hafi viljað komast inn í klúbbinn. — Ég er hrædd um, að nú sé til ófmikils mælzt. — Eða ef þér gætuð skýrt okkur frá því, hvort nokkur kvenrnaður hefir komið inn í klúbbinn í gærkveldi með lykil ungfrú Martels? Hún svaraði fremur þurrlega: — Ég býst ekki við því, að yður langi til þess að fara og spyrja verðina. Éða langar yður til þess? — Nei, en þér getið gert það. — Hlustið nú á.mig, kæri vin. Hún dró stóran reyk ofan í lungu. — Mér er alveg sama, hver 'myrti ungfrú Mártel. Mér dytti aldrei. í hug að hjálpa yður til þess að finna morðingj- ann, því að það liggur í augum uppi, að það hefir ekki getað verið herra Galant, hver svo sem það hefir verið. Allt og súmt, sém mig langar til, er að geta komið honum fyrir katt- arnef. — Morðin standa í sambandi hvort við annað. — Hvernig þá? — Þegar við erum búin að finna morðingja ungfrú Martels, þá kemur röðin að herra Galant. Hún. reykti þögul stundarkorn og kinkaði svo kolli. — Jæja, segjum það þá. En hvaða skilyrði setjið þér? — Fyrst er það, hvort þér getið komið mér héðan burtu. Getið þér það? Hún yppti öxlum: — Eitthvað verður að gera. Bráðum eru þeir' búnir að leita að yður um öll herbergin og þá koma þeir hingað. Auðvitað gæti ég kallað á menn mína, safnað öllum gestunum saman og látið menn mína fylgja yður út. Ég véit ekki livort Galant þorir að gera nQkkuð, Hún klemmdi saman augnalokin og virtist hugsi um stund. Ég hristi höfuðið. — Það getur ekki gengið. Galant myndi að vísu ekki leggja til bardaga við yðar menn, en hann gæti komizt burtu, áður en lögreglunni yrði gert viðvart. — Nú líkar mér við yður, sagði hún. — Þér eruð maður með stáltaugar. Þá getið þér farið í dularbúningi út um aðaldyrn- ar. Ég fer með yður. Þér getið farið út sem elskhugi minn. — Það væri ef til vill reynandi, sagði ég. — Það getur orðið hættulegt, ef þeir uppgótva, hver þér eruð. Aftur reyndi ég að bera mig karlmannlega. — Trúið mér, ungfrú. sagði ég, — ég hefi lent í fleiri ævintýrum hér í nótt en ég hefi ratað í síðastliðin sex ár. Og þetta ævintýri ætti að enda vel. Eigið þér nokkuð að drekka? — Verið nú skynsamir! Þér verðið að skilja frakkann yðar og hattinn eftir hér inni. Ég get útvegað yður annan frakka og annan hatt. Þér verðið að taka af yður bindið og láta hatt- inn slúta, svo að heftplásturinn sjáist ekki. Ég held, að ekki blæði úr yður lengur. Skyrtan yðar er líka alblóðug, þér meg- ið ekki láta hana sjást. Hafið þér grímu? — Ég týndi henni einhvers staðar, sennilega úti í garðinum. — Þá næ ég í grímu handa yður, sem nær yfir allt and- litið. Og að lokum. þetta: Þeir munu gæta dyranna vel, og þeir munu sennilega biðja alla að sýna lykil sinn. Þeir munu sennilega hafa komizt að því núna, hvaða Iykil þér hafið notað. Ég þarf því að ná í annan lykil handa yður. Bíðið meðan ég útvega hann. Á meðan getið þér fengið yður glas af brenni- víni, það er þarna í skápnum. Hún flýtti sér aftur, út um dyrnar. En í þetta skipti lokaði hún ekki dyrunum. Ég stóð á fætur. Mig yerkjaði e.nnþá í höfuðið og svimaði. Svo komst ég að skápnum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.