Tíminn - 19.01.1963, Blaðsíða 7
Utgetandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs-
íngastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu
liúsinu Afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur ) Banka.
stræti 7 Símar 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523 Af.
greiðslusími 12323 - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan-
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. —
HAROLD WiLSON: 1,111.‘
Það væri mjög alvarlegt mál að
veita Þjóðver jum kjarnorkuvopn
Bretar mega ekki verzla meö kjarnorkumálin í sambandi við EBE.
Sinnuleysið í síldar-
iðnaðmum
Veturinn 1959 lögðu Karl Kristjánsson og fleiri þing-
menn Framsóknarflokksins fram í sameinuðu þingi svo-
hijóðandi tillögu til þingsályktunar:
„Alþingi álvktar að fela ríkisstjórninni að beita sér
fyrir því að athugaðir verði til hlítar möguleikar á að
hagnýta síldarafla landsmanna betur en nú er gert
og þá einkum með það fyrir augum. ið sem mestur
hluti síldarinnar verði fluttur út sem fullunnin neyzlu-
vara."
Þessi tillaga dagaði uppi og fluttu þeir Karl og fleiri
þingmenn Framsóknarflokksins hana aftur á næsta þingi.
Tillagan hlaut nú betri undirtektir og var einróma af-
greidd sem ályktun Alþingis 27. maí 1960.
Síðan þessi tillaga var samþykkt á Alþingi, eru senn
liðin þrjú ár. Ekki bólar þó á þvi að ríkisstjórnin hafi
eitthvað gert í málinu. Hún hefur sofið vært og rótt
á þessu í þrjú ár.
Það er nú ljóst orðið, að Framsóknarmenn hafa hér
hreyft stórfelldu framfaramáli. Það væri hægt að auka
útflutningsverðmætin um hundruð milljóna og atvinnu
í landinu að sama skapi,1 ef síldin væri flutt út betur unn-
in. Þetta gera menn sér nú yfirleitt ljóst, nema ráðherr-
arnir.
Afskipti eða réttara Sagt afskiptaleysi ríkisstjórnarinn-
ar af síldarmálunum er orðið stórt hneyksli. í fyrsta
lagi hefur ríkisstjórnin þrjóskazt við að auka skilyrði fyr-
ir síldarmóttöku eins og nauðsyn hefur krafið og það eitt
orsakað stórfellt tjón. Hér í blaðinu birtist fyrir fáein-
um dögum viðtal við kunnan skipstjóra, og lýsti þessu
ástandi ófagurt, er. þó réttilega. í öðru lagi hefur ríkis-
stjórnin svo alveg vanrækt — þótt fyrir því væri þing-
vilji — að hefjast nokkuð handa um fjöibreyttari síldar-
iðnað í landinu. Ríkisstjórn, sem hefur brugðizt jafn
augljóslega í slíkum stórmálum. á sannarlega annað skil-
ið en að kjósendui framlengi umboð hennar til að sofa
þannig á verðinum.
Slitin í Hafnarfirði
Nokkuð hefur verið rætt um það i blöðunum að und-
anförnu, að rofnað hefur samstarf Sjálfstæðismanna og
Framsóknarmanna í bæjarstjórn Hatnarfjarðar.
Þessi samvinnuslit eiga þó augljósan aðdraganda. í
hæjarstjórnarkosningunum í vor. höfðu kjósendur í Hafn-
arfirði eindregið hafnað meirihluta Alþýðuflokksins og
kommúnista. Það varð ekki vonum tyrr, eins og stjórn
hans hafði verið. Eðlilegt framhald þeirra kosningaúr-
slita var, Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn reyndu
að rétta við það, sem aflaga hafði farið Það hefur hins
vegar sýnt sig, að Sjálfs'tæðismenn naía fyrst og fremst
haft í huga að styrkja sig flokkslega og gengu m. a. svo
hngt að bola vinsælum og gegnum verkstjóra hjá bæj-
arútgerðinni úr starfi. Gegn þessu risu verkalýðssam-
tökin í Hafnarfirði einhuga. Framsóknarmenn studdu
kröfu þeirra. Sjálfstæðismenn vildu hins vegar ekki
beygja sig. Fyrir Framsóknarmenn var þá ekki annað að
gera en að hætta samstarfinu.
Það hefur enn sem fyrr sýnt sig, að erfitt er að vinna
með Sjálfstæðisflokknum, nema hann fái einn öllu að
ráða, eins og í ríkisstjórninni nú.
Vegna veikinda Hugh Gait-
skells, foringja brezka Verka-
mannaflokksins, hefur beinst
aukin athyglj aff þeim George
Brown og Harold Wilson, er
munu nú keppa um forustuna
eftir fráfall Haug Gaitskells.
Wilson hefur undanfarið verið
helzti talsmaður flokksins í
utanríkismáluin og hefur ver-
ið dregin af því sú ályktun,
að hann yrði utanríkisráð-
herra, ef Gaitskell myndaði
stjórn. í efth'farandi grein
hans, er birtist í Sunday Ex-
press síðastl. sunnudag, ræðir
hann sérstaklega um, hvort
rétt sé að gefa fleiri aðilum
kost á að ráða því hvenær
kjarnorkuvopnum sé beitt:
í NÆSTA mánuði fer Har-
old Macmillan til Rómar. Er-
indi hans er að biðja ítölsku
ríkisstjórnina að gera sitt
bezta við að hjálpa Bretum til
að öðlast aðild að Efnahags-
bandalagi Evrópu.
Þetta er auðmýkjandi ferð
fyrir brezkan forsætisráðherra,
og lofar sízt góðu um afstöðu
okkar, ef við sameinumst sex-
veldunum í raun og veru.
Á bak við tjöldin er Mac-
millan að gera aðra tilraun til
að kaupa stuðning við inn-
göngubeiðni sína í Efnahags-
bandalagið. Þeirri tilraun er
veitt minni athygli en undir-
búningnum undir Rómarför-
ina, og þó er hún ekki aðeins
niðurlægjandi, heldur ákaflega
hættuleg.
Það er hörmulegt. að því
harðari, sem fulltrúar sexveld-
anna verða í horn að taka við
viðræðurnar, þvj meira far
gera brezkir ráðherrar sér um
að ganga á eftir þeim með dýr-
um boðum og jafnvel hættu-
legri eftirlátssemi, langt út fyr-
ir svið verzlunar og viðskipta
í MAÍ í vor varað'i ég ríkis-
stjórnina við að reyna að múta
de Gaulle hershöfðingja með
tilboðum á kjaraorkusviðinu.
„Bjóðið ekki“, sagði ég, „kjarn
orkuöryggi okkar falt fyrir
baunaskammt." ,
Að fáum vikum liðnum fór
Macmillan til Parísar og ýtti
undir kjarnorkumetnað hers-
höfðingjans í von um að geta
með því keypt sig undan and-
stöðu Frakka gegn inngöngu
okkar í Efnahagshandaiagið.
Sex mánuðum síðar varð ég
að segja Heath, að við værum
í raun og veru búnir að selja
frumburðarréttinn án þess að
hafa einu sinni fengið bauna-
skammtinn.
Nú stöndum við andspænis
annarri og meiri hættu.
Voldugir menn í Evrópu
hafa þröngvað inn á sjálfs
ánægðan Macmillan og tregan
Kennedy. hugmyndínni um sér
staka kjarnorkuhindrun fyrir
Evrópu. — Efnahagsbandalags-
sprengju
Um síðastliðna helgi kom
Sehröder utanríkisráðherra
Þýzkaiands til London Brezku
ráðherrarnir stjönuðu í kring
um hann, áfjáðir í að öðlast
stuðning hans við umræðurn
ar í Brussel. En það varð brá’t
lióst af frásögnum f blöðun
WILSON
um, að það væri ekki svo auð-
velt að sannfæra Schröder.
Það, sem hann fýsti að ræða,
var Evrópu-sprengjan, með
þýzkan fingur á gikknum.
Það er full ástæða til að ótt-
ast, að Macmillan og félagar
hans séu nægilegir glannar til
þess að gefa þetta á milli, sé
það álitið nauðsynlegt tii þess
að auðvelda inngöngu Bret-
lands í Efnahagsbandalagið.
Þegar við höfum borið þetta i
tal í þinginu og krafizt yfirlýs-
inga um, að ekki komi til álita
að leggja Þjóðverjum kjarn-
orkuvopn í hendur, hvorki sem
þjóð né meðlimum j evrópsku
kjarnorkufélagi, hefur ávallt
verið þagað þunnu hljóði eða
vikið undan, og stöðugt neitað
að svara.
Eg trúi ekki að nokkur brezk
stjóm, sem gæfi sér tíma til
að athuga, hvað slíkt örlaga-
skref gæti kostað, gæti nokk-
urn tíma játað því, sem farið
er fram á við okkur. En ólík-
legra væri, að slík stjórn gæti
tryggt sér fylgi brezku þjóðar-
innar.
Þegar fjallað var um endur-
vopnun Þýzkalands fyrir átta
árum, var þjóðin klofjn j þvi
máli. Eg hef ekki trú á, að
málið hefði nokkurn tíma kom-
izt gegnum fulltrúadeildina ef
þingmönnunum hefði til hugar
komið, að það leiddi til þess,
að Þjóðverjar fengju kjarn-
orkuvopn.
HUGSIÐ ykkur, hvað þeta
þýddi. Það veikti sameiginlega
viðleitni vesturveldanna til
þess að koma upp nægilega
sterkum almennum her til þess
að standast hvaða árás, sem
Rússar kynnu að gera i Evr-
ópu.
Getur verið, að við teljum
ekki líklegt að úr slíkri árás
verði eins og sakir standa, en
okkur er nauðsynlegt, að vera
við öllu búnir Mistakist okkm
að koma upp verulegum her
styrk til þess að tryggja hlé
þá getur staðbundið hernaðar
ævintýrí hjá Rússum eða smá
átök af slysni á landamærum
Austur- og Vestur-Þýzkalands
auðveldlega leitt til k.iarnorku-
styrjaldar á svipstundu.
ÞETTA HEFUR þó í för með
sér aðra og ef til vil! meiri
hættu Ef Þjóðverjar kænui
fingrinum á kjarnorkugikkinn,
væri þar með úti öll von um
samkomulag milli Sovétrkj-
anna og vesturveldanna.
Eins og málum er nú háttað,
er í raun og veru von um að
úr spennunni dragi milli aust-
urs og vesturs. Það væri því
mjög alvarlegt mái að veita
Þjóðverjum kjarnorkuvopn. Eg
hef nokkrum sinnum komið til
Moskvu og er ekki framar í
neinum efa um afstöðu Rússa
til slíkrar uppástungu.
Leiðtogar Sovétríkjanna.
eins og Krustjoff og Mikoyan,
iðnaðarmenn, verzlunarmenn
og almennir borgarar, hafa all-
ir iagt mikla áherzlu á, hve
viðbrögð þeirra við slíku hlytu
að verða hatrömm. Mér hefur
hvað eftir annað verið gert
ljóst, að Rússar lita á Þjóð-
verja bæði með virðingu og
hatri.
Virðing þeirra á Þjóðverj-
um á rætur að rekja allt aftur
til valdatíma keisaranna. Þjóð-
verjar stjórnuðu öllu, sem þá
tókst að láta ganga, allt frá
járnbrautum yfir í skattakerfi
í Rússlandi er til orðatiltæki,
sem sýnir þetta. Verk, sem er
verulega vel unnið, er kallað
„þýzkt verk“. En Rússar hata
Þjóðverja af því, að þeir geta
ekki gleymt tuttugu milljónum
fallinna manna.
MEÐ SAMNINGUM er Þjóð-
verjum nú rneinað að búa til
kjarnorkuvopn á vegum ríkis-
ins. En þýzkir vísindamenn eru
starfandi að kjarnorkumálun-
um, bæði á vegum einstaklinga
og samkvæmt samningum við
ríkisstjórnir annarra landa.
Ef sameiginleg kjarnorku-
hindrun væri fyrir hendi í
Evrópu, væri alveg sama hve
vendilegá henni væri stjórnað
með samtökum margra ríkja
Hver einasti Rússi væri sann-
færður um, að Þjóðverjar, —
áfjáðir í að endurvinna glötuð
iandsvæði, — yrðu áður en
langt um liði, búnir að ná yfir-
ráðunum í sínar hendur.
Ég býst varla við, að Krust-
joff tækist að standast lengi,
ef Vestur-Þjóðverjum væri gef-
ið hlutverk á kjarnorkusvið-
inu, jafn aðþrengdur og hann
er, bæði vegna hinna herskáu
kommúnista í Kína og eir.s
vegna öflugra samtaka ungra á-
kafamanna í hans eigin flokki.
Eina leiðin fyrir hann til þess
að standast slíka raun, væri að
gefa upp á bátinn yfirlýsta
stefnu sína um möguleika á
tilveru í friði samhliða vestur-
veldunum.
HEIMURINN rambaði á
barmi kjarnorkustríðs fyrir fá-
um vikum. Við slíkar aðstæður
er það hlutverk stjórramála
mannani^a að draga úr hætt-
unni á kjarnorkuárekstrum, en
ekki að auka á líkurnar fyrir
þeim.
Við ættum að vera að vinna
að samkomulagi um að tryggja,
að kjarnorkuvopn séu fjarlægð
af hættusvæðum, eins og ná-
lægum Austur-löndum, Mið-
Evrópu. Afríku og Suður-Ame
Framhald á 13 síðu
T í M I N N, Iaugardagur 19. jamiar 1963.
%