Tíminn - 19.01.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.01.1963, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR ÞINGMÁLAGLEFSUR Jafnvægi í byggS landsins Eitt af merkari málum, sem fyrir þessu þingi liggja, er frumvarp Gísla GuWmundsson- ar og fjögurra annarra þing- manna Framsóknarflokksins um ráðstafanir til aS stuðla að jafnvægi í byggg landsins og stofnun Jafnvægissjóðs, er fái V/2 % af tekjum ríkissjóðs ár- lega til ráðstöfunar. Gísli Guð mundsson hefur lengi verið einn skeleggasti barátturiíaður á Alþingi fyrir að auknar verði af þjóðfélagsins hálfu raunhæf ar og markvissar aðgerðir ti) að stuðla að jafnvægi í byggð landsins og hefur hann á undan fömum þingum flutt frumvörp og tillögur ásamt fleiri þing- mönnum Framsóknarflokksins um það efni. Á síðasta áratug var fram- kvæmd þeirra mála, er stuðl- uðu að jafnvægi í byggð lands ins með þeim hætti að á fjár- lögum var jafnan veitt sérstakt framlag „til atvinnu- og fram leiðsluaukningar“ og var það aðallega notað til lánveitinga í sambandi vi® uppbyggingu at vinnxdífs í sjávarplássum á Norður-, Austur- og Vestur landi. Hæst varð þessi fiárveií ing árið 1957 eða 15 milljónir króna, en var 1962 komin nið’ ur í aðeins 10 milljónir króna þrátt fyrir hina gífurlegu verð rýrnun krónunnar, sem orðið hefur í tíð núverandi ríkis- stjómar. 1961 vom sett lög um atvinnubótasjóð og var með þeim lögum í rauninni ein göngu verið að' álcvéða, að at- vinnuaukningarféð til stuðlun- ar að jafnvægi í byggð lands- ins skyldi ekki vera hærra en 10 milljónir króna næstu 10 árin. $kipulög9 starffsemi f mjög ýtarlegri og glöggri greinargerð, sem fylgir frum- varpi Gísla Guðmundssonar tog þeirra Skúla Guðrinindssonar; Halldórs E. Sigurðssonár: Hall dórs Ásgrímssonar og Ágústs Þorvaldssonar, segir m.a., að frumvarpið sé flutt og byggt á þeirri skoðun, að ekki megi lengur dragast að koma á fót sjálfstæðr; og skipulagðri starf semi til frambúðar í því skyni að stuðla að jafnvægi í byggð Iandsins og sú starfsemihafivið það fjárframlag að styðjast, að verulegs árangurs megi vænta Setja þurfi á stofn sérstaka stofnun með föstum starfsmönn um, er semji áætlanir og geri skýrslur, sem úthlutun fjár- magnsins byggist á, og þannig komið í veg fyrir að þess; starf semi verði fálmkennd, atvikum háð og komi ekki að fulln gagni. ^ífurleg röskun f framsöguræðu sinnj fyrii frumvarpinu vitnaði Gísli Guð mundsson til himíar happ? drjúgu og merku starfsem Norðmanna í jafnvægismálum í Noregi, framkvæmd Norður- Noregsáætlunarinnar svo nefndu, sem mjög góða raun hefur gefið og haldið er nú á fram þar í landi á breiðara gnmdvelli. Hér á landi er slíki ar starfsemi, ekki síður þör? en í Noregi. Gífurleg röskun hefur orðið hér í byggð lands ins, bæði bein og hlutfallsleg. Síðustu tvo áratugina hefur bein fólksfækkun á Vestfjörð um t.d. orðið 18% og i fiórum landshlutum var fjölgunin að- eins 4% — þ.e. mikil hlutfalls- leg fólksfækkun, því á um- ræddu tímabili fjölgaði þjóð- innl í heild um tæplega 50%. En í Kjalamesþingi (vestan fjalls) var fólksfjölgunin hvorki meira né minna en 112% á þessu tímabili og í sex samliggjandi sveitarfélögum við innanverðan Faxaflóa hækk aði íbúatalan á síðustu 20 árum úr 43400 í 90600 — og býr því helmingur þjóðarinnar í þess- um 6 sveitarfélögum. Af þess- um tölum ætti að sjást glögg lega, hve óæskileg þróun byggf, arinnar hefur verið og hver hætta gæti hlotizt af því, ef ekki yrði reynt að reisa henni skorður, en til þess eru raunhæfar ráðstafanir, er stuðla að jafnvægi í byggð landsins, nauðsynlegar. Slíkar ráðstafanir eru öllum lands- hlutum til hagsbóta og ekk: sízt þeim landshluta, sem fjölmennastur er. Hann myndi njóta góðs af í ríkum mæli, ef tækist að stöðva eða minnka fólksstrauminn þangað, því að hið mikla aðstreymi fólks ára- tugum saman hefur skapað þessum landshluta ýmiss kon ar erfiffileika og haft í för með sér mjög mikil fjárútlát fyrir íbúa þessa svæðis. Öf frá b@ildar- sjónarmiöi í öðrum landshlutum mynd' jafnvægissióður styðja þá upp- byggingu: sem að undangeng inni athugun og skv. áætlunum, telst til þess fallin á hverjum tíma ag draga úr fólksstreymi þaðan. Slíkt ber að miða við að hagnýta gæði lands og sjáv ar sem bezt landið um kring — en hér er ekki um það að ræða eins og víða verður misskilið, að hvergi megi leggja niður byggð ból eða flytja á hag kvæmari staði. En björgulega staði ætti ekki að yfirgefa, held ur stefna að því að gera mönii um kleift að koma atvinnu rekstri sínum í það horf, setn óhjákvæmilegt má telja á hverj um tíma. Ráðið til að efla ein- staka landshluta getur i mörg- um tilfellum t.d. verið það, að koma þar upp þéttbýlishverf um eða efla kaupstaði og kauj-, tún, sem fyrir eru. Aukning fólksfjölda á slíkum þéttbýlis stöðum, þótt hún dragi í bil' eitthvað af fólki frá næsta um hverfi, getur verið brýnt hags munamál landshlutans í heild. f bæjum og þorpum skap ast og markaðir og önnur á kjósanleg aðstaða fyrir nálæg ar sveitir. Jafnvægismálið verður þvi að leysa út frá heildarsjónar miði hinna stóru landshluta. Jafnvægisstarfsemin á ekki að vera fólgin í örvun þjóðhags lega óhagkvæmri framleiðsln starfsemi, heldur í því að gera íbúunum kleift að grundvalla búsetu sína og Iífsafkomu á náttúrugæðum til lands og sjái ar ,sem mikill fengur er af fyrir þjó-ðarheildina að dregii' verði í þjóðarbúið. ^isskiiniiigur Það ber æði mikið á þeiir misskilningi, að hin fámenr, ari byggðarlög og atvinnurck reksiur þeirra sé yfirleitt byrí á þjóðarbúskapnum. Athuganii hafa leitt i liós, að í sumum fámeimum sjávarplássum skil- ar hver íbúi að meðaltali svo mikilli gjaldeyrisframleiðslu í þjóðarbúið, að athygli vekur við samanburð við þéttbýlli staði. Þá má það og ekki gleym ast, að engin stétt i þjóðfélag inu mun leggja hlutfallslcga eins mikið af eigin tekjum og með vinnu sinni til uppbygging arinnar i landinu og bænda- stéttin, og það eru verðraæti, sem afhent eru næstu kynslóð um og verða þjóðinni sem framtíðararfur, því að bóndinn, sem fjárfestir í ræktun lands- ins fær ekki fullan arð af land námsstarfsemi sinni, heldur fcllur hann að stórum hluta í skaut næstu kynslóða. A9 halda landinu í byggS f framsöguræðu sinni sagði Gísli G'uðmundsson m.a.: „Það er helzta sjálfstæðlsmál þjóðar innar að halda landinu í byggð og það er af ýmsum ástæðum. Við umræðum það alltof sjahl an íslendingar, hvílíkt ævintýrí það er og náðargjöf forsjónar- innar, ef svo mætti segja, að við 180 þúsundir manna skul- um eiga einir þetta stóra, góða og gjöfula land með ótæmandi möguleikum til framfara fyrir miklu stærri þjóð. Og við skul iim ekki vera alltof vissir um að okkur haldist uppi skaðlaust að óvirða þá gjöf og láta hana falla í auðn og vanhirðu. Ef einhverium þykir hér farið fram á of mikla fjármuni úr almannasjóðum til að sýna fgndimi sóma, þa hafi sá í huga það, sem skáldið sagðj i kon- ungsgarði: Það er dýrt að vera íslendingur, en það borgar sig samt — og þjóðin mun taka sín laun, ef hún er köllun sinni trú“. Eru heimilistæki Húxusvörur? Fyrir þinginu liggur frum- varp frá þeim Þórarni Þórarins syni og Halídóri E. Sigurðssyni um afnám innflutningsgjalds af heimilisvéluin. Á síðustii érum hafa eins'og kunnugt er komið til sögu ýmsar heimilisvélar, sem bæði draga lir vinnu og erfiði. Er heimilisvélar svo sem þvottavélar, ryksugur, hrærivélar og fl. tóku fyrst að ryðja sér til riims hér á landi, tók Iöggjafinn þá fuiðulegu stefnu að líta á þessar vélar, sem létta störf húsmæðrannu í landinu, sem lúxusvöru og tolllagði þær i samræmi við það. Á þvottavél t.d. verður nú að líta sem eitt nauðsynleg asta tæki heimilisins, og er hún eitt af þeim tækjum, sem hvert heimUi reynir að verða sér úti um sem fyrst. En hið sama má segja um flestar aðrar heimilis élar. Vegna hinna háu tolla og aðflutningsgjalda af þessum vélum, eru samt mörg heim- ili, einkum þati barnflestu og þyngstu, mjög vanbúin heim- ilisvélum, þótt þau hafi mesta þörf fyrir slíkar vélar. 40% ¥Í9reisnargia!d» Á heimilisvélar leggjast nú allir venjulegir tollar og skatt ar eins og t.d. vöi-umagnstoll- ír, verðtollur, innflutningssöhi skattur og smásöluskattur. Auk þess Ieggst á þær 40% innflutn ingsgjald skv. viðreisnarlögun- Framhald á 13 síðu MINNING Halldóra Einarsdóttir Egilsstöðum „Og í þeiiri byggð voru fjárhirð ar úti í haga og gættu um nótt- ina hjarðar sinnar. Og engill Drott ins stóð' hjá þeim og dýrð Drottins Ijómaði í kringum þá, og urðu þeir mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá. Verið óhræddir því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýð'num“. Allt frá því fyr'st, að ég leit Fljótsdalshérað. hefur mér dottið það í hug, er ég heyri eða les fram anritaðan kafla úr jólaguðspjall- inu.. Eg sá þá í anda Vellina hjá Egilsstöðum, Eyjólfsstöð'um, Ket- ilsstöðum og Vallanesi. Þeir eru baðaðir í stjörnu- og tunglsskini, aðeins dökkir skuggar inni í Fagra dal, Skriðdr.I og Fljótsdal. lang dekkst er yfir Hjálpleysu. En í þann mund sem engill Drottins birtist og boðar hinn mikla fögn- uð, þá birtir enn meir svo hvergi sér skugga milli Gagnheið'ar og Fella. En þótt þetta hérað sé svo fag- urt, að það minni á þaft mikla og eina, sem öllu mannkyni hefur veitzt, þá geta atburðir daganna, þar sem annars staðar, orðið að harmi. Á síðasta dag jóla, fyrsta sunnu dag þessa nýja árs, varg banaslys í Skriðum á Fagradal. Bíll, sem í voru þrjú systkin, rennur í hálku út af veginum, steypist niður skrið ur, fram af klettum og niður í gegn um ísinn á ánni. Bræðurnir tveir og systir þeirra kastast öll út úr bílnum og systirin deyr á vakarbrúnjnni. Þag er í minningu hennar, Halldóru Einarsdóttur á Egilsstöðum, sem þetta er skrif- af Hér verður þó ekkj getið neinna afreka til auðs eða valda né rakt- ar ættartölur, heldur aðeins þökk uð unnin störf, sem svo mjög virðast hversdagsleg í flestra aug- um. Þegar maður flyzt á ókunnan stað, til lengri tíma, er þag eink- um þrennt, sem mest er undir komið að vel fari til að una sér vel. Qg það eru einmitt hlutir, sem hversdagslegastir eru, eða hús- næði, fæði og þjónusta. Eg sem þessar línur rita, hef dvalizt einn vetur á Egilsstöðum og var þá svo lánsamur, sem marg ir aðrir, að Halldóra Einarsdóttir þjónaði mér í hennar umsjá þurfti ég ekki að hafa áhyggjur af neinu. Núna á þessum tímum áróðurs og blekkinga, vill oft gleymast, eða dragast í hlé, sú manngerð sem fer hægar. Sá sem mest gus- ar er oft meira á orði en hinn, sem vinnur sín störf í kyrrþey. Halldóra Enarsdóttir var hæglát kona, frá henni streymdj ró og friður. Eg held að engum hafi dottið í hug að hafa hátt, á heim- ili hennar. En hversu stórt er ekki það skarð, sem dauðinn skilur eft- ir í slíkum húsum. Halldóra Einarsdóttir hefur Ifk- lega aldrei spurt sjálfa sig, hvort henni þætti eitthvert verk leiðin- legt líklega hefur hún aldrei reynt að komast hjá því að gera það, sem gera þurfti Slíkar konur munu alltaf verða taldar dýnistu stein- ?r veraldarinnar. f dag er Halldóra, ásamt bróður sínum Vigfúsi. borin til moldar á Egilsstöðum. Vandamönnum og vinum öllum sendast intvilegair samúðarkve'ðjur og vil ég þá sér- staklega minnast bróð'ur þeirra, Einars. sem lifir nú einn þeirra þriggja, sem í bílnum voru á Fagra dal. f kvæði einu um konur, stendur m a.: ,,Hún vinnur sín verk í kyrrð, hún vinnur sín verk í duld. Við hana eru allir að endi dags — allir í þakkarskuld." Þessi skal vera endir þessara rninningarorða. Reykjavík, 14. janúar 1963 SMG Jón Hjartarson þingvördur S.l. sunnudag andaðist Jón Hjart arson frá Saur'bæ hér í Reykja- vík nokkuð á níræðisaldri. Hann var fæddur að Sauðanesi í Ásum 5. marz 1879 og ólst upp í Húna- vatnssýslu Hann hóf búskap á Uppsölum í Sveinsstaðahreppi 1906 en fluttist að Saurbæ í Vatns dal 1910 og bjó þar í 15 ár. Síðan fluttist hann til Reykjavíkur og stundaði margvísleg störf um skeið en ojó á Skeggjastöðum í Mosfellssveit nokkur ár. Jón kvæntist 1908 Guðrúnu Friðriksdóttur og eignuðust þau tvö börn, Helgu, sem gift er Árna Steinþórssyni verkstjóra, en hann er látinn og Hjört verzlunarstjóra Eina fósturdóttur ólu þau upp. Margréti, Konu Harrys Frederik- sen framkvæmdastjóra. Jón var mjög vinsæll maður. mikill starfsmaður og gildur borg- ari í hvívetna, Hann var greindur vei. IjóðelsKur mjög og hagmælt- ur Hann vann um tuttugu ára skeið hin siðari ár á Alþingi. Sendisveinn óskast Vívinutími frá 1—6 RITSTJÓRN TÍMANS Sími 18300. 6 T f M I N N, laugardagur 19. janúar 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.