Tíminn - 19.01.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.01.1963, Blaðsíða 3
MARTIN BORMANN ER BORMANN LÍFS EÐA LIDINN? NTB-Bucnos Aires, 18. jan. Óháða argentíska dagblað ið El Mundo segir í dag, að nazistaforinginn Martin Bormann, sem leitað er að vegna stríðsglæpa, búi að öllum líkindum í Andes- fjöllum í Suðvestur-Argen- tínu. Fyrir skömmu var skýrt frá því, að Bormann muni hafa látizt fyrir nokkr um árum. Þýzkur maður, sem býr í litlu fjallaiþorpi, Bariloche, hef ur skýrt fréttaritara ElMundos, Meyer Gleizer, frá því, að Bormann búi í smákofa við Tronador-fjallið, um 50 km. vestan við Bariloche. Gleizcr fékk sér leiðsögu- mann, og komst að 'kofa nokkr- um, bar sem bjó maður nokkur, sem kallaði sig Mervin, og tal- aði þýzku. Maðurinn neitaði að láta. hafa við sig viðtal. Gleizer lýsir manninum þannig, að hann sé næstum því sköllóttur, helmingur andlits- ins liafi brennzt illa, og á hann vantj hægri handlegg. Fréttamaðurinn skýrir einn- ig frá því, að myndir þær, sem hann tók af þýzku nýlendunni í Baciloohe hafi verig teknar af sér af þýzka ræðismanninum á staðnum. Hafi hann borið því við, að myndir þessar gætu valdið allt of mörgum mann- eskjum erfiðleikum. HEINESEN FÆR HEEÐ- URSLAUN Aðils-Kaupmannaliöfn, 18. jan. AKTUELT skýrir frá því í dag, að 12 þúsund króna lieiðurslaun á fjárlögum, sem skáldkonan Karen Blixen var aðnjótandi, verði veitt ■færeyska rithöfundinum William Héinesen. Hann er þekktasti rithöfundur Færeyinga og hafa sumar bóka hans verið þýddar á íslenzku. — Heinesen hefur verið nefndur í sambandi við Nóbelsverðlaun, þótt hann hafi ekki fengið þau enn. Meg þessum heiðurslaunum hafa Danir sýnt hinum ágæta fær eyska ritihöfundi verðskuldaðan 6Óma. RYTINGUR I BAK BRANDTS NTB-Berlín, 18. janúar. WILLY BRANDT, borgarstjóri Vestur-Berlínar, sagðí í dag, að það hefði verið eins og rýtings- stunga í bakið, þegar Kristilegir demókratar hótuðu að hætta sam- starfinu við flokk hans í borgar- stjórninni, ef hann léti verða af því að' fara til Austur-Berlinar til þess að ræða við Krústjoff for- sætisráðhcrra. Brandt lýsti yfir því, að hann hefði alls ekki hugsað sér þennan fund sem kosningaáróður, en kosningar eiga brátt að fara fram í Berlín. — Það er ekki hægt að leika sér þannig að Berlín, sagð'i Brandt borgarstjóri. Hann lagði áherzlu á það, að fundurinn hefði því aðeins verið haldinn eða ákveðinn, að vestur- þýzka stjórnin hafði lýst velþókn un sinni á honum. Kínverjar klappaðir nið- ur á f undinum í A-Berlín NTB—Berlín, 18. jan. j í dag; 0g var |ítt fagnað af I ur heimsótti hann verksmiðju Kínverski fulltrúinn á þingi þeim sem viðstaddir voru. ■ nándinni og talaði þar til kommúnistaflokksins í Aust- Krustjoff forsætisráðherra j verkamanna- Kinverjanum Wu Hsiu-Chuan ur-Berlín hélt ræðu á þinginu I kom ekki á þingfundinn, held-l var illa tekið, er hann hóf að verja afstöðu stjórnar sinnar, og deila á stefnu sovézku stjórnarinnar. Tal- aði hann í hálftíma, en þá tóku áheyrendur að blístra og stappa í gólfið. Annar kinverskur fulltrúi tók einnig til máls, og kvað hann kín- versku stjórnina ekki breyta stefnu sinni þrátt fyrir svon ó- kurteislega og lítilfjörlega fram- komu fundarmanna. Krustjoff heimsótti í dag verk- smiðju í Austur-Berlín og talaði þar til 6000 verkamanna. Sagði hann, að aðalmarkmiðið ætti að vera að afl fólkinu ríkidæmis, en slíkt mætti ekki takast með því cinu að dansa foxtrot, heldur yrðu menn að vinna. Krustjoff sagði, að enn hefðu Bandaríkjamenn ckki náð fram úr Sovétríkjunum á sviði geimrann- sókna. Þeir segðu alltaf, að þeir yiðu komnir lengra að 5 árum liðnum, en eftir 5 ár myndu þeir enn segja hig sama. V/ÐRÆÐUMIDRUSSEL HEFUR VERIÐ FRESTAÐ NTB-Briissel, 18. jan. Á fundi ráðherranefndar Efnahagsbandalags Evrópu í Brússel í dag var ákveSið, að frestað skyldi frekari viðræð- um þar til 28. janúar n. k. Segja sumir, að útlitið sé þann ig, að helzt megi ætla að þessi tíu daga frestur verði til þess eins, að samningsaðilar geti komið saman aftur til þess að ákveða, að viðræðum skuli hætt fyrir fullt og allt. Bæði Bretar og samningsfull- trúar landanna fimm innan EBE eru órólegir út af niðurstöðum væntanlegra viðræðna, og þykir það ekki boða neitt gott, að Frakk Bramhald á 15. síðu ★ ALLT frá fyrstu tfð, hefur því verið haldið fram, og ef til vill ekki að ástæð'ulausu, að kvenfólkið ráði nokkug miklu í heimi hér. Fonur mikilla og frægra stjórnmálamanna, eru sagðar hafa töluverS áhrif á gang heimsmálanna, og afstöðu manna sinna til þcirra. Til er franskt máltæki, sem segir: — „leiti® konunnar", þ. e. a. s. finnist konan, þá sé upphafs- maðurinn fundinn. Hérna eru tvær konur, hvaða hlutvcrki skyldu þær þjóna? Konan til vinstri er Rutha Tshombe, eig- inkona Tshombes forseta Kat- anga, en vinkona hennar er Yav Osimba, kona varnarmála ráðherra Katanga. Myndin var tekin fyrir nokkru í Róm, er þær höfðu þar skamma viðdvöl. f Bidault gengur Ijésum kgum í Lendon NTB-Briissel, 18. janúar. í dag birtist viðtal við Georges Bidault, fyrrum forsætisráðherra Frakka, í belgíska blaðinu Gazet van Antwerpen. Þar segir Bidault, sem farið hefur huldu höfði um langan tíma, að mikil vandræði muni rísa upp, þegar de Gaulle forseti hverfur af leikvangi stjórnmálanna. Bidault hefur farið huidu höfði frá því hann var sviptur þinghelgi í júlí í fyrra, en hans er leitað, þar eg hann er sagð- ur hafa verið foringi OAS- hreyfingarinnar, eftir að Raoul Salan hershöfðingi var hand- tekinn. Einnig er Bidault for- ingi Franska andspyrnuráðsins. Að sögn Gazet van Antwerp- en var viðtalið við Bidault tek ið í London, en í dag birtir brezka blaðið Daily Express mynd af forsætisráðherranum fyrrverandi, og segir það, að hún hafi verið tekin í miðri London á fimmtudaginn. í viðtalinu við Gazet van Antwerpen segist Bidault vera foringi Franska andspyrnuráðs ins, en ekki megi rugla því sam an við OAS-samtökin. Kvaö hann hreyfingui\a í upphafi ekki hafa verið órólega yfir Framhald á 15. síðu GEORGES BIDAULT T f M I N N, laugardagur 19. janúar 1963. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.