Tíminn - 24.01.1963, Side 3

Tíminn - 24.01.1963, Side 3
ðLDUNCARNIR Á FUNDI í PARlS Myndin var tekin af þeim de Gauile Frakklandsforseta og Adenauer kanzlara Vestur-Þýzkalands, þegar þeir hófu viðræður sínar I í Elysee-höllinni í París 21. janúar s.l. Að viðræðum þeirra Ioknum var nndirritaður samnmgur um samvinnu milli þeirra. § ^ | Hgp f I j Monnet segir, að Bn ar verði að ganga í El ít- BE iNHB—tNew York, Brussel, 23. Janúar. Jean Monnet einn af hag- fræSingum frönsku stjórnar- innar, og sá, sem talinn er vera „faðir" Efnahagsbanda- lags Evrópu sagSi í New York í dag, aS hann áliti, aS Bretum myndi takast aS gerast aSilar aS Efnahagsbandalaginu, enda yrSu þeir aS verSa þaS. Monnet var að veita viðtöku svofcallaðri Frelsisbjöllu, sem hon um var veitt í viðurfcenningar- skyni. Sagði hann við þetta tæki- færi, að það væri lífsspursmál, að Bretar fengju inngöngu í EBE með sömu skilyrðum og aðrir að- ilar þess. Monnet minnti menn á það, að í tveimur heimsstyrjöldum hefðu brezkir hermenn barizt á vígvöll- unum í Evrópu, og undirstrikaði að Bretar væru og yrðu að vera Muti af Evrópu. Orð Monnets voru í algjörri and stöðu við yfirlýsingu de Gaulle Frakfclandsforseta á blaðamanna- fundinum í París fyrir nokfcru, en einmitt þau orð, urðu þess vald- andi, að hætt var um sinn við á- framhaldandi viðræður milli Breta og EBE í Briissel. Monnet nefndi hins vegar hvorkí forsetann, né yfirlýsingar hans, einu orði. Næsta skrefið er að fullkomna sameiningu Evrópu og síðan smátt og smátt að koma á sterku sam- bandi á svipuðum grundvelli milli Bandaríkjanna annars vegar og Evrópu hins vegar. Þá eru þau skilyrði fundin, sem tryggja var- anlegan frið milli Sovétríkjanna og okkar, sagði Monnet. Christian Herter fyrrum utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sem r.ú er sérlegur ráðgjafi Banda- ríkjaforseta um verzlunarmál, sagði, að löndin við Atlantshafið yrðu að tengjast sterkari böndum og koma á með sér meiri einingu, annars verða þau veikari og veik ari, og missa að lokum frelsi sitt og sjálfstæði. Heldur virtist léttara yfir mönn um í Briissel í dag, þar eð líkur bentu til þess að de Gaulle hefði samþykfct uppástungu Adenauers um að Efnahagsbandalagið skuli rannsaka nánar ýmis vandamál í sambandi við aðild Breta að banda laginu. Þó virtist greinilegt, að de Gaulle óskaði enn eftir því, að samningaviðræðum væri hætt að fullu og öllu, þótt hann hefði fall- izt á nokkurn frest. Túlka menn ástandið þannig, að fundur ráðherranefndarinnar, sem haldinn verður á mánudag- inn kemur, verði ekki sá síðasti. þrátt fyrir allt, en erfitt verði að hefja raunhæfar viðræður við Breta að nýju. í' Luxemborg hafa farið fram viðræður að undanförnu um að- ild Breta að Kola- og stálsamsteyp unni, en Frakkar hafa ekki tekið þátt í viðræðunum. Viðræðurnar hafa gengið vel. Nefnd EBE í Brussel kom sam- an til fundar í dag, í fyrsta sinn síðan átökin urðu út af aðild Breta að bandalaginu. Ekkj vildi nefnd- in taka afstöðu til málamiðlunar- fillögu Adenauers, þar eð henni hafði enn ekki borizt texti henn- ar. Nefndin mun halda áfram fundi sínum á laugardaginn. BRETAR SETA LAGT NATO TIL KJARNORKUVOPNAHER NTB-London, 23. janúar. I því, að láta framleiða kafbáta af I kafbátum. Þessir bátar eiga einn- Peter Thorneycroft varnar- I gerð'inni Hunter-Killer, og væri ig að vera búnir Polaris-eldflaug- málaráðherra Breta sagði í j Þeim ætIa3 ^ fylgjast með óvina-1 um._ Rússar einir græða Framhald af 1. siðu. Evrópu-löndum, og heldur ekki í Bandaríkjunum. Þvcrt á móti sé þetta ógnun gegn öllu því, sem tekizt hefur að gera frá stríð'slok- um. Rétt sé, að Þjóðverjar þarfn ast vináttu Frakfca, en þó ekki meira en þeir þarfnast vináttu Bandaríkjanna og Bretlands. Þeg ar vestur^þýzka stjórnin þurfj að velja þá verði hún alltaf að velja heimsveldið Bandaríkin, segir General-Anzeiger. Blaðið Die Welt I Hamborg seg ir, að nú þurfi V-Þjóðvcrjar að velja á milli Frakka og Bandaríkj anna, og Bretar hafi átt að vera tengiliðurinn milli Bandaríkjanna og Evrópu, í fyrsta lagi á sviði efnahagsmála, en þó einnig á stjórnmálasviðinu. Þess verði að gæta, að V.-Þjóðverjar einangrist nú ekfci vegna Frakka. Moskvu-blaðið Pravda segir, að ein grein samningsins milli Frakka og Þjóðverja beinist að Vestur- Berlín, þó ekki hvað snerti her- neðri málstofunni í dag, að Bretar myndu geta lagt NATO til her búinn kjarnorkuvopn- um, sem yrði hluti af samsi-' inlegum kjarnorkuher NATO- ríkjanna, og um leið gætu þeir sjálfir haft sinn eigin kjarn- orkuher. Var þetta svar við spumingum stjórnarandstöðunnar um það, hverju hlutverki brezkur kjarn- orkuher gæti þjónað í sambandi við vamir Bretlands, ef Bretar legðu NATO til lið í sameiginleg- an kjamorkuher. Thorneycroft skýrði frá því, að brezkar skipasmíðastöðvar væru færar um að framleiða kafbáta, sem nota ætti fyrir Polaris-eld- flaugar, og kvað hann stjórnina hafa tekið ákvörðun um, að láta hefja framleiðslu þessara kafbáta. Þá sagði hann, að flotamálaráðu- neytið athugaði möguleiJkana á Fara Katangaher menn til Angóla? ERFIÐLEGA GENGUR AÐ SAMRÆMA LAUNAMÁLIN NTB-Brussel, 23. janúar. Nefnd sú, sem fjallað hefur um launamál kvenna í EBE-löndunum, liefur farið þess á leit við Ráð- herranefndina, að hún minni rík- isstjórnir aðildarríkjanna á þær skuldbindingar, sem þær hafa gert í sambandj við samræmingu launa kveniia og karla í löndunum. Ráðherranefndin samþykkti fyr- ir rúmu ári, að sumarið 1962 ætti mismunur launanna aðeins að vera orðinn 15%, en þessu hefur ekki alls staðar verið framfylgt. Rannsóknir nefndarinnar sýna, að í Þýzkalandi er munurinn allt of mikill og í Belgíu nemur hann í mörgum tilfellum 20%. Hollend- ingar virðast hafa misskilig sam- þykktina, segir nefndin, en í ítal- íu gengur samræmingin vel, og í Frakklandi einu hefur nefndinni ekki tekizt að finna neitt til þess að setja út á. mál, hér hafi Frakkar því tekið opinberlega afstöðu með v-iþýzku stjórninni í tilraunum hennar til að ná yfirráðum yfir V-Berlín. Rauða stjarnan, blað Sovéthers- ins, segir, að þessi nýi samningur muni nú f enn ríkari mæli binda Frafcka við þýzka stríðsvagninn og opna Þjóðverjum leiðir að frönsku kjarnorkuvopnuum. Við stödum nú gegn samsæri vestur- þýzkra og franskra vopnaverk- smiðja, sem beint er gegn Sovét- samveldinu og hinum sósíalistísku löndum, segir blaðið. Observatore Romano, málgagn Vatikansms varar við þeirri hættu, sem kunni að stafa af þessu samstarfi Frakka og Þjóðverja. Eining Atlantshafslandanna, sem fram að þessu hefur tryggt öryggi Vestur-Evrópu, er nú í hættu. Það er álit blaðsins, að Sovétríkin muni hagnast á ðeiningunni, sem komið hefur upp vegna stefnu de Gaulles, og spáir því, að Sovét- ríkin munj reyna að auka á þessa óciningu. La Voce Republicana, ítalskt blað, fordæmir samning- inn, og segir að innihald hans fari langt fram úr svartsýnustu spá- dómum, sem gerðir hafi verið. Hvetur blaðið Evrópubúa til þess að beita sér gegn því, að Evrópu verði stjórnað frá París og Bonn. NTB-Kolwesi, 23. jan. í dag hélt Moise Tshombe for- seti Katanga enn einu sinni frá Kolwezi til Elisabethville, og sagðist hann nú ætla að snúa sér að því að leysa stjórn málaleg vandamál i sambandi við sameiningu Katanga og Kongó. Forsetinn kvaðst ekki ætla að bíða lengur eftir öðrum til þess að hefja þetta starf, heldur ætl- aði hann nú þegar að hefjast handa um að framkvæma áætlun Thants framkvæmdastjóra S.Þ. um sameininguna. Katanga-her hefur verið ætlað að láta af hendi öll vopn sín, en það er álit manna, að hinir vel vopnum búnu hermenn, sem nú eru samankomnir í nánd við landa mæri Angóla, skammt frá Kol- wezi, muni hverfa yfir landamær- in um leið og hermenn Samein- uðu þjóðanna nálgast þá. Tshombe hefur sagzt vera mjög ánægður með það, hvernig koma S.Þ.-hermannanna til Kolwezi fór fram, en þar gengur lífið sinn vana gang aftur. Hefur einn af starfsmönnum Union Miniere námafélagsins látið uppi þá skoð- un sína, að líklega hafi nú allar sprengjur verið fjarlægðar úr námagöngum og mannvirkjum fé- lagsins. í fyrsta sinn i dag, síðan 3 janúar s.l., var unnið í námun- um. Joseph Ileo, fyrrum forsætisráð i herra Kongó. kom í dag til Elisa- ip.thville, t.il þess að taka þar við I starfi sinu, sem fulltrúi Kongó- stjórnar á staðnum. Atvinnuleysi og lausar stöður í V.-Þýzkalandi NTB-Nurnberg, 23. jan. Tala atvinnulausra í Vest- ur-Þýzkalandi, að Berlín undanskilinni, var 142.350 í lok ársins 1962. Lausar stöð- ur á sama tíma voru 549,- 100. / Konungleg trúlofun -'NTB-Khöfn, 23. jan. Opinber tilkynning var gefin út bæði í Kaupmanna- höfn og Aþenu í dag, þar sem frá því var skýrt, að Anna Marie Danaprinsessa og Konstantin krónprins Grikkja hefðu opinberað trúlofun sina. Anna Marie er yngsta dóttir Danakon- ungs, og aðeins 16 ára göm- ul. Konstantin er einkason- ur grísku konungshjónanna, og er hann 23 ára. Brúð- kaupið mun fara fram á næsta ári. [ N N , fimmtudaginn 24. janúar 1963

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.