Tíminn - 24.01.1963, Side 7

Tíminn - 24.01.1963, Side 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN f'ranikvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þó.rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- liúsinu Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka. stræli 7 Símar 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523 Af. greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan. lands í iausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Hvað er „viðreisnin“? Stjórnarblöðin hampa nú mjög þeirri staðhæfingu, að þeir, sem ekki vilji styðja ,,viðreisnina“, dæmi sig póli- tískt úr leik. Þeir séu ekki samstarfshæfir. Það er ekki úr vegi áður en slíkum umræðum er hald- ið lengra áfram, að menn athugi hvað „viðreisnin“ er. Að sjálfsögðu er það reynslan sjálf, sem er öruggasta vitnið í þessum efnum. Vitnisburður hennar er sá, að „viðreisnin“ sé fólgin í eftirfarandi: ■ýr ÓDAVERÐBÖLGA. Alþjóðlegar skýrslur sýna, að dýrtíð hefur hvergi vaxið hraðar í Evrópu undan- farin misseri, en á íslandi. ýf VINNUÞRÆLKUN. Vegna hinnsr miklu dýrtíðar og óðavsrðbólgu, lifa vinnustéttirnar ekki lengur sæmi- legu lífi á því kaupi. sem fæst fyrir venjulegan vinnu- dag, heldur þurfa að vinna eftirvinnu og helgidaga- vinnu í um 1000 klst. á ári, ef launin eiga að hrökkva fyrir nauðþurftum. •fc VAXTAOKUR. Alþjóðlegar skýrslur sýna, að vextir eru nú hvergi hærri í Evrópu en á íslandi. í flestum iöndum Evrópu eru forvextir nær þrisvar sinnum lægri en hér. Þetta skerðir að sjálfsögðu getu at- vinnuveganna til uppbyggingar og til að greiða sæmilegt kaup, iafnframt það sem bindur framtak allra efnaminni einstaklinga. ýr LÁNSFJÁRHÖFT. Sparifé landsmanna er fryst í stór- um stíl í Seðlabankanum, en á sama tíma eru bank- arnir látnir neita mönnum um lán til nauðsynlegustu framkvæmda. * KJARASKERÐINGAR. Komið hefur verið í veg fyr- ir, að hóflegar kauphækkanir, er hafa byggzt á auk- inni þjóðarframleiðslu, kæmu launþegum að not- um, með því að ógilda þær jafnóðum méð gengis- fellingum eða öðrum slíkum ráðstöfunum. ýf VERÐRÝRNUN KRÓNUNNAR. Gengi krónunnar hefur verið fellt um pær helming, þótt tekið sé til- lit til þeirra yfirfærslugjalda sem áður voru. Með þessu hafa sparifjáreigendur óbeint verið sviptir miklum eignum. Enn er þó ógnað með meiri gengis- fellingu. ýr MARGFÖLDUN NEYZLUSKATTA. Skattar, sem leggjast á nauðþurftir manna, eins og innflutnings- tollar og söluskattur, hafa verlð margfaldaðir, en óbeinir skattar á lágtekjufólki bó ekki lækkað skv. vísitöluútreikningi Hagstofunnar * RANGLÁTARI EIGNA- OG TEKJUSKIPTING. Hinar miklu gengisfellingar, auknu skattaálögur og aðrar hliðstæðar ráðstafanir hafa stórbreytt allri eigna- og tekjuskiptingu í landinu — gert þá ríku ríkari og fátæku fátækari. Alveg sérstaklega bitnar þetta á ungu kynslóðinni. Hér hafa þá verið dregin fram nokkur höfuðatriði „viðreisnarinnar“, eins og hún birtist i reynd. Þessi reynsla breytir þó ekki viðhorfi stjórnarblað anna. Þau hamra á þvi jafnt og þétt, að „viðreisninm' skuli haldið áfram ef stjórnarflokkarnir sigra í næstr kosningum, og allir skulu úrskurðaðir utangarðs of ósamstarfshæfir, ef þeir fallast ekki á ,,viðreisnina“! En það eru ekkj stjórnarblöðin sem fella dóminn þessum efnum. Það gera kjósendurnir Ef þeir sætta sir ekki við „viðreismna“ og stjórnarflokkarnir rnissa starí hæfan meirihluta á Alþingi. verður hún að víkja. hvori sem foringjum Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins cða ritstjórum Alþýðubl. og Mbi . líkar það betur eð: verr. Úrskurði kiósendanna verður að hlíta, ef ekki á áð afnerna lýðræðið. Eða á lýðræðið að víkja fyrir „viðreisninni“? R|lí¥JUHi» ÞaÖ þarf nýjan Vínarfund til að reyna að sameina Evrópu Fyrsta skrefið í þá átt er aö losna við járntjaldiS Hiífundur þessarar grein- ar, sem uýlega birtist í enska stórblaöinu „The Times“, er unigverskur greifi, sem Iengi liefur barizt fyrir þeirri liug- mynd a'ð sameina Evrópu. Hann hóf þessa baráttu sína alllöngu áður en síðari heims styrjöldin hófst og hefur baldið hennj áfram síðan. Hann veitir nú forustu sér- stökum alþjóðlegum fé'laigs- skap, er hefur sameiningu Evrópu á stefnuskrá sinni. INNRÁS ÞJÓÐVERJA í Pól- land kom af stað síðari heims styrjöldinni fyrir 23 árum Þeirri styrjöld er enn ekki lok ið úr því að stjórnmálasam band er ekki komið á ínilli Þýzkalands og Póllands, Henni hefur aðeins verið breytt í kalt stríð síðan 1950. Það er kominn tími til að hugleiða, hvort ekki sé mögu- legt að binda endi á þessa styrjöld með friðarþingi, þar sem fuiltrúar beggja aðila kalda stríðsiiis ættust við, það er fulltrúar NATO og Varsjár bandalagsins, Vín kynni að vera rétti staðurinn fyrir ráð stefnuna, þar sem Austurríki er hHitlaust og hefur auk þess Ipnrprjð f nánum tengslum við Tékka Pólverja. Ungverja Fyrir eitt hundrað og fimm 'í'i árum tókst á fyrs‘a Vínár b'nginu að binda endi á röð Nirióieons-styrjaldanna. og þá hófst friður, sem entist fast að fiörutíu ánim Á öðru Vínar þinginu ætti að reyna að bfnda endi á aðra heimsstyr.i 8 ötdina og koma aftur á friði í Evrópu. Á þessu þingi þyrfti fyrst og fremst að fást við Þýzkalandsvandamálið og mið depil þess. Berlín ÞÝZKA vandamálið verður því aðeins leyst, að á það sé fremur litið sem lagalegt vanda mál en valdaspursmál Það er spurningin um, hver sé viðtak andi þýzka ríkisjns að alþjóða- lögum Bæði Austur og Vestur. — sem sigur báru úr býtum í síðari heimsstyrjöldinni, — gerðu sér vonir um -að öðlast þetta herfang, sem var dýrmæt- ara en öll önnur. Þau gátu ekki komið sér saman um að skipta því, og þá var úrskurði ágrejn- ingsins frestað. Þriðja ríkið Var afnumið 1945. Þegar ágreiningurinn kom upp milli Sovétríkjanna og Vesturveldanna reyndist hin fyrirhugaða samstjórn ekki framkvæmanleg. Þýzkalandi var skipt í hernámssvæði. Það var fyrst 1949. fjórum árum eftir fall Þriðja ríkisins, að rík in tvö urðu til, Austur- og Vestur-Þýzkaland Vesturveldin sameinuðu hernámssvæði sín ' Sambandslýðveldið, en Sovét ríkin stofnuðu „Þýzka lýðvetd ið“ úr sínu hernámssvæði. . Síðán þetta gerðist heftn Sambandslýðveldið og banda menn þess haldið því fram, að það væri hinn eini löglegi arf taki þýzka ríkisins Sovétríkir og Bandamenn þeirra, ásamt Þýzka lýðveldinu. hafa haldif því fram, að lagalega væru fil WINSTON CHURCHILL — vill einingu allrar Evrópu. tvö þýzk ríki, jafnrétthá til arfs eftir þýzka ríkið Sumir alþjóðlegir lögfræð- tngar hafa haldið fram þriðju skoðuninni, og hún er þessi: 1945 hvarf Þriðja ríkið án þess að skilja eftir sig nokkurn lög- legan erl'ingja, eins og austróm verska heimsveldið 1453 ■ og hið heilaga rómverska heims- veldi 1806. Samkvæmt þessum skilningi eru ríkin tvö, sem sigurvegararnir stofnuðu 1949 í Þýzkalandi, óbundnar stofn- anir. Þar sem þessi tvö þýzku ríki hafa aldrei átt í ófriði, hlyti friðarsamningur við ann- að þeirra eða bæði að vera markleysa. Aðilar að málinu geta ekki ákveðið/ hver hinna þriggja skoðana er í þeztu samræmi við alþjóðalög. Það getur al- þjóðadómstóllinn í Haag einn gert, samkvæmt ósk Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna. Fyrsta skrefið til friðsamlegrar lausnar þýzka vandamálsins er því að fá ákvörðun alþjóðadóm- stólsins í Haag um, hvort arf- takar þýzka ríkisins séu einn, tveir eða enginn. Þessi ákvörð un gæti orðið grundvöllur und- ir friðsamlegri lausn þýzka vandamálsins. Þegar þýzka ríkið var stofn- að 1871, bar á góma, hvort þetta nýstofnaða ríki væri lög- legur arftaki hins heilaga, róm verska heimsveldis. Ráðunaut- )r Bismarcks j alþjóðalögum vöruðu, að Það væri ekki. ÖRLÖG BERLÍNAR eru hluti af þýzka vandamálinu Þar máetti einnig finna fram- kvæmanlega lausn með góðum vilja og gera borgina að sjálf stæðum höfuðstöðvum Samein úðu þióðanna Alþjóðleg staða þessarar nýju heims-höfuðborg- ar yrði þá sambærileg við Vatí- kanið í Róm. Berlín gæti gert tollabandalag við Sambandslýð veldið. Hinn ógnþrungni múr yrði brotinn niður og blómleg Berlín yrði hornsteinn vináttu mijli au-sturs og vesturs. Þessi hugmynd er engin draumsjón. Bandaríkjamaður- inn Spaatz kom fyrstur fram með hana. Margir þýzkir blaða menn hafa stutt hana. Krust- joff krafðist þess sjálfur, að aðalstöðvar Sameinuðu þjóð- anna yrðu fluttar frá Banda- ríkjunum til hlutlauss lands Síðar féllst hann á hugmynd- ina um að gera Berlín að heims höfuðborg. Frakkland og Stóra- Bretland gætu varla snúizt gegn þessu. EF ÓMÖGULEGT reyndist að leysa þýzka vandamálið með friðarsamningi er til önnur leið til að gera endi á kalda stríðið. Það er að semja um vopnahlé milli NATO og Var- s.iárbandalagsins. Menn ættu að minnast þess, að oft hefur verið mögulegt að binda endi á stríð með áralöngu vopna- hléi í stað friðarsamninga. Vopnahléssamningar hafa oft reynzt endingabetri en friðar- samningar vegna þess, að þeir skuldbinda undirskrifendurna um ákveðið árabil, en friðar- samninga er hægt að rjúfa ■ hvenær sem er með því að gefa út s'ríðsyfirlýsingu. Vopnahlés samning milíi austurs og vest- urs mætti endurnýja eins oft og þörf gerðist, eða þar til að- stæður reyndust til að gera endanlegan friðarsamning. Það er bráðnauðsynlegt að breyta verulega andrúmslofti afstöðunnar milli austurs og vesturs. Með þvj eina móti er hugsanlegt að ná samkomulagi um ákveðin atriði. Meðan um- ræðum er fylgt eftir með hót- unum er einskis árangurs að vænta af samningaumleitunum. Annað Vínarþingið ætti því að reyna að leysa með samningum öll ágreiningsefni NATO og Varsjárbandalagsins, sem mögu legt er að leysa eins og sakir standa, en fresta hinum, sem ekki eru leysanleg enn. EF MÖGULEGT er, þarf að viðurkenna óbreytt ástand í friðarsamningi, þegar búið er að koma sér saman um þýzka yandamálið. Reynist ekki unnt aö ná friðarsamningum ættu öll aðildarríki að minnsta kosti að viðurkenna óbreytt ástand í framkvæmd og leyfa þannig ■ítjórnmálasamskipti milli allra Evrópuríkja. Þessi stefna ein gæti leitt til afvopnunar, þar sem allar tilraunir til afvopn- unar hljóta að verða árangurs- tausar meðan kalda stríðið er ekki stöðvað, því að öll ríki verða að leitast við að tryggja öryggi sitt með vígbúnaði með- an það varir Heppnist friðarþinginu að stöðva kalda striðið, yrði víg- búnaðurinn gagnslaus og ekk ert annað en bruði þjóðar tekna. Vígbúnaðarkapphlaup inu lyki þvj með kalda stríð Framhald a 13 síðu T í M I N N , fimmtudaginn 24. janúar 1963 7 * t 11 ,t i . í . ' . v ' ' i' '' ’' ■’ n i i . í ., i ’ '■ )' \ ' ■ i , • \

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.