Tíminn - 24.01.1963, Side 8

Tíminn - 24.01.1963, Side 8
RÆTT VID JÓN BERG JÓNSSON, SEM VAR MEIRA EN 40ÁRÁ LÍFSINS ÓLGUSJÓ „NU A EG HVERGI HEIMA" ÞEGAR vig komum til Hafn- anfjarðar fjórir saman í bíl, var fyrst ekið niður að höfn að finna togarann Röðul. Það var þungbúið loft, farig að bregða birtu upp úr nóni. Við sáum ekki vel fyrir okkur &kip in fyrr en að þeim var komið, sáum fyrst hvar togari lá, og þá var það Bjarni riddari. En næst komum við að Röðli. Þar fóru tveir úr og út í til að verða þar vísari þess hversu stæði á mannfalli því hinu mikla, sem þar hafði orðið. Síð an ók Guðjón Ijósmyndari með mig upp á Sólvang, gekk með mér upp á efstu hæð og þar spurðum við, hvar Jón Bergur Jónsson byggi. Okkur var vís- að á stofu 14. Þar inni voru fjórir íbúar fyrir. Við kynnt- um okkur og spurðum, hver væri Jón Bergur. Þá anzaði mikill maður vexti, sitjandi á stól, svartur á brún og brá. — Hann var eitthvað að bardúsa, þegar vig komum inn, og ég spyr, hvað hann sé að gera. — O, ég er að hnýta öngla á lóðartauma, svo að ég eigi fyr- ir tóbaki. — Vonandi sæki ég ekki illa að, það var hálfgert búð að Ieyfa mér að heimsækja þig, eða hefur þú ekki heyrt um það? — Við erum komnir frá Tim anum til að gera þér ónæði stundarkorn, ég talaði við hús- ráðandann hér í símanum um daginn. Má ekki Guðjón taka mynd af þér í snarheitum og ég svo að sitja hér eftir? — Það er meira en velkom- ið að þið fáið sæti, en hvorki er ég uppáfærður til að sitja fyrir á ljósmynd eða að ég viti hvað þið ætlið að spyrja um. Síðan leggur hann taumana frá sér býður mér sæti á stóln- um, sem hann sat á og sezt sjálf ur á rúmstokkinn. Guðjón tek- ur myndina og fer svo aftur niður að höfn til að hitta þá aftur úti í Röðli. — Þú hefur víst frá ýmsu að segja. Hefurðu ekki alltaf ver- ið á sjónum og siglt um öll höf? — Ég hef að vísu lengur stundað sjóinn en nokkuð ann að, en ekki hef ég nú verið á öllum höfunum, o-nei, það er of mikið sagt. — En stundað sjóinn til skamms tíma? — Þangað til fyrir réttum þrem árum. Þá hafði ég verið á togara héðan, Bjarna riddara, um veturinn. Ég var í fimmta túmum á honum, og við vorum í þann veginn að sigla heim frá Bremerhaven í Þýzkalandi. Þá fékk ég skyndilega blæð- ingu inn á mænuna. Ég lam- aðist afar illa, en furða, hvað maður er búinn að ná sér aftur. Ég lagðist hingað inn um haust ið, í september 1960 og hef verið hér síðan. — Hvenær fórstu fyrst að stunda sjóinn? — Það var heima í Vest- mannaeyjum, þegar ég var 16 ára. Ég er fæddur í Ólafshús- um í Vestmannaeyjum. Þar bjó pabbi, Jón Jónsson, og stund- aði bæði sjó og búskap. En faðir hans var Jón Bergsson, sem lengi bjó í Skálholti og á Hólum í Landeyjum. Pabbi átti einn fjórða í tíu tonna bát, sem hét Svanur, og ég byrjaði með því að róa á hans parti, gerði það í tvær vertíðir. — Atti sjórinn ekki vel við þig frá byrjun? — Nei, það var nú öðru nær. Eiginlega var ég í byrjun bæði sjóveikur og sjóhræddur. A. m. k. var ég skítsjóveikur al'la þessa fyrstu vertíð. Og það var nú svona á sjónum við Eyj- ar, að þar fórust alltaf þetta 5—10 bátar á hverri vertíð. Mér varð oft hugsað til þess, þegar við vorum að fara í róð- ur, skyldum við nú ná landi, ætli við verðum ekki næstir? Það var erfitt að verjast þeirri hugsun. Já, og það var ekkert skemmtiverk að standa skjálf- andi og kúgast að verki í hverj- um róðri, enda strengdi ég þess heit, að ég skyídi stein- hætta til sjós, ef ég lagaðist ekki á næstu vertíð. En þá fór sjóveikin heldur að fara af mér. Ég reri því aftur þann vetur á Svani. En svo skeður það næst í minni sjómennsku- sögu, fyrir tilstilli Sigurðar apótekara Sigurðssonar , (sem var sami og skáldið Sigurður slembir eða frá Arnarholti), að ég varð einn í þeim hópi, sem fór til útlanda að sækja Þór, sem seinna varð fyrsta varðskipið, en fyrst keypt hing að sem björgunarskip Vest- mannaeyja. Ég og fleiri héldu, að þetta væri ósköp fínt skip, en það fór heldur af því mestur glans- inn, þegar nær kom. Þetta var gamall togari, sem fyrir mörg- um árum hafði verið dubbaður eitthvað upp og notaður fyrir gæzluskip í Danmörku. En þeg ar við sáum hann, var hann allur í skít og ryði. — Varð þér þetta minnis- stæð ferð? — Ég held það hafi nú verið söguleg ferð. Við vorum ekki fyrr komnir út á Skagerak en við lentum í norðvestan stór- viðri og gerðum lítið betur en að draga á móti mótvindinum í 32 tíma. Allan þann tíma lak dallurinn, hafði komið að hon- um dekkleki, kolin fóru ofan í kjölsogið og engin leið að dæla. Ég ætti víst að muna eftir þessu, því að ég og einn maður annar vorum í svo að segja stanzlausum austri allan tímann. Þá höfðu fimm aðrir gefizt upp. Sá, sem með mér var við austurinn, hét Þórður Sveinsson frá Breiðafirði, ég frétti að hann hefði dáig í ein- hverri dokkinni í Englandi löngu síðar. Þegar veðrið lægði, fórum við inn að bryggju í Kleven, höfninni hjá Mandal í Noregi. Þar voru ræst sogin og slegið í dekkið, og var því lok- ið eftir tvo daga. Þá var lagt af stað og fengum við dágott veður yfir Norðursjóinn, en þegar við komum að Pentlands firði, hvessti af norðan. Loks komumst við heim eftir hálfs mánaðar siglingu, í febrúar 1920, og voru þá sumir farnir að óttast um okkur. — Varstu lengi dáti á Þór? — Eins og ég sagði áðan, var Þór ekkj varðskip fyrst i stað, meðan ríkið hafði ekki tekið við honum, hann var eign Vest mannaeyja, en yfirmennirnir, sem voru á honum í byrjun, urðu síðar kunnir á varðskip- um, skipstjóri var Jóhann P. Jónsson, 1. stýrimaður Friðrik V. Ólafsson (síðar sjómanna- skólastjóri) og 2. stýrimaður Einar Einarsson (síðar á Ægi). En gamli Þór gerði gagn sem 'slíkt löngu áður en hann gerð- ist varðskip. Togararnír urðu strax hræddir við okkur og veiðafæratjón bátanna fór hraðminnkandi. Flestir togar arnir í landhelgi voru útlend ir, helzt brezkir. Ég man að við lentum í kasti við einn sem var með vörpuna úti i miðjum ál. Jóhann lét hann vita af því, að hann væri í landhelgi. En vig höfðum ekki vald til að taka skip. Hvort sem Bretinn vissi það eða ekki, þrjózkaðist hann við. Jóhann lét sigla kringum hann og lét kinnunginn á Þór gamla skella á kinnungi togarans. Og |það nægði, sá brezíki varð hræddur og hólkaði sér í burt. Svo önnuðumst við ýmislegt annað, tengdum saman sæsím- ann, þegar strengurinn slitnaði, sóttum vörur til Reykjavíkur og eitt og annað. Einu sinni höfðum við í togi uppskipun- arbát, sem Gunnar Ólafsson og Jóhann Þ. Jósefsson keyptu. — Þegar við -komum á móts við Selvog, hvessti á móti okkur. og báturinn fer að liðast sund- ur innan skamms. Skipstjóri spurði, hvort nokkur skipverja væri fús til að fara út í bát- nn og vera þar við austur. — Enginn væri skyldugur, en fylgzt yrði með þeim, sem það gerði og hann strax tekinn upp í, ef versnaði. Ég gaf mig loks fram og var í bátnum að ausa í 6—7 tíma að við komum til Eyja. Þá rétti Jóhann Þ mér 20 krónur. sem þá var meiri peningur en nú, og lengi upp frá því var Jóhann mér innan handar. Þegar kom fram á sumar, voru allir undinnenn á Þór afmunstraðir. Við Iágum þá utan á togaranum Draupni í Reykjavíkurhöfn, og ég gerði mér lítið fyrir, tók pokann minn, flutti hann yfir í Draupnj og réði mig á hann. — Svo að þá hefur byrj- að fyrir alvöru togaramennska þín, eða hvað? — Það var byrjunin, að ég fór á Draupni tvítugur, ég er fæddur aldamótaárið. Nú á honum var ég part úr tveim árum, og vig sigldum á Eng- land með aflann. Svo var ég aftur eina vertíð heima í Eyj- um á bát, sem Karl hét og pabbi átti. Þá tek ég upp á því næst að ganga í Sjómannaskól- ann, lauk vig hann á tveim vetrum, var þann fyrri til jóla og seinni fram í aprfl. Þá voru um sextíu í skólanum. Flestir tóku hann á tveim vetrum, nema helzt kom fyrir að menntaskólanemar eða Flens- borgarar gátu tekið hann á einum vetri, af því ag þeir voru búnir að læra það mikið í_ tungumálum og stærðfræði. Útskrifaður úr skólanum réði ég mig svo á togarann Gull- topp með Jóni Högnasyni og meg honum var ég tvö ár, síð- ara á Karlsefni. Svo 1925 tek ég enn að mér formennsku á bát frá Eyjum. Sá hét Laxfóss, 34 tonna skip, sem lá í Slippn- um í Reykjavík, þegar ég tók við honum. Þetta þótti aldeilis ekkert smáskip, þegar það birt ist loks í Vestmannaeyjahöfn, en það var nú ekki alveg strax. Nefnilega var einn galli á gjöf Njarðar. f bátnum var Fönix- mótor, og í hann var akkúrat ekki til eitt einasta varastykki í öllum heiminum. Faktorían hafði farið á hausinn, þegar búið var að framleiða tvær véi- ar. Svo það var ekki gott í efni þegar bilun kom fram, sem ekkj lét á sér standa. Átta sinnum lögðum við af stað á Laxfossinum til Eyja, og alltaf bilaði sama stykkið, við kom- umst ekkj einu sinni út að Engey áður en við urðum að snúa við. Svo lágum við utan á Jóni forseta við Hauks- bryggju og oft munaði minnstu ag báturinn brotnaðj í aftaka- veðri. Loks þegar við kom- umst út úr höfninni, settum við upp segl og höfðum það í tveim slögum austur á móts við Eyjar. Enda þótt skipið ökrölt- gengi á miðin, varg ekki ýkja mikill aflinn. Þó söxuðum við þetta 32—33 þúsund af fiski áður en við hættum, eftir vetr arvertíðina. Um vorið keypti Gunnar Ólafsson skipið og skírði upp Þorgeir goða. Ég held hann hafi seinast farið niður með síldarfarm út af Skaga. Um tíma var ég með Emu fyrir Árna Böðvarsson, en illa gekk fiskiríið og svo var ég aftur einn vetur á Karlj föð ur míns, sem ég minntist á áð- ur. GUNNAR BERGMANN Jón Bergur Jónsson. 8 TÍMINN, fimmtudaginn 24. ianúar 10«»

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.