Alþýðublaðið - 12.04.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.04.1940, Blaðsíða 2
FÖSVUííÁQUfl 12. AF?j’-. 1340 ALÞÝd’JSfjaOE& DANSLEIKUR LAUGARDAGSKVÓLD 13. Þ. M. Aðgöngumiðar kr. 3,50 seldir að Hótel Borg (suður- dyr) frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. 1 á laugardag. Eignist eitthvert glæsilegasta skáldritið, sem til er á íslenzku: Halfldór Kiljaa- Saga Ólafs Kárasonar Llósviklngs (Ljós heimsins, Höll sumarlandsins og Hús skáldsins), fæst á 15 kr. óbundin og 20 kr. í bandi séu öll bindin keypt í einu. Notið þessi einstöku kjör, meðan þau standa. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Bðkaverzlnn Heiiskrimlu h.í. Laugavegi 38. — Sími 5055. SVIÞJÓÐ Frh. af 1. sí'ðu. taka Danmerkur og Noregs af hálfu Þjóðverja hafi bjargað allri Skandínavíu og þar með Svíþjóð frá ofbeldi Vesturveld- anna. Pýzkaland ekki I stríði við Noreg!! Seoir taismaðnr pýzku stjórn- arinnar. BERLÍN í gærkveldi, FÚ. rT'í ALSMAÐUR þýzka utan- -*■ ríkismálaráðuneytisins hélt í dag fund með erlendum blaðamönnum í Berlín og neit- aði því, að Þýzkaland ætti opin- berlega í styrjöld við Noreg. Hann minnti á það, að í orð- sendingu þýzku stjómarinnar til stjórnar Noregs hefði verið tekið fram, að aðgerðir Þjóð- verja væru gerðar til verndar hlutleysi Noregs og því í þágu Norðmanna sjálfra. Þá sagði hann, að svör Noregsstjórn- ar, sem að vísu hafi ekki verið sjálfum sér samkvæm, hafi ekki heldur gefið það til kynna, hvorki fprmlega né raunveru- lega, að milli Noregs og Þýzka- lands ætti sér stað styrjöld. Á þetta bendi einnig sú staðreynd, að hernaðaryfirvöld Norðmanna í Oslo hafi lýst yfir, að þau væru fús til að taka þátt í loft- vörnum við árásum brezkra og franskra flugmanna. Bremen enn ofansjávar? Um hinar ensku fregnir þess efnis, að þýzka hafskipinu „Bre- men“ hafi verið sökkt, er það tilkynnt í Berlín, að „Bremen11 hafi reyndar tvisvar áður verið sökkt í fréttaskeytum Vestur- veldanna og þó að henni hafi nú verið sökkt í þriðja sinn, hafi hún komizt klakklaust yfir það og sé nú á öruggum stað. Morsku ferbalýðs [félðgfn eggja verka menn til varnar. Stokkhólmi í morgun. FÚ. NORSKA verkalýðsfé- lagasambandið birti í gær ávarp til verkalýðs- ins í Noregi, og er því lýst í ávarpinu, hvernig fjand- samlegur her hafi ráðizt inn í landið til þess að undiroka landslýðinn, en samvizkulausir æfintýra- menn og svikarar í Noregi hafi gengið á hönd fjand- mönnunum og gerzt verk- færi þeirra til þess að brjóta niður sjálfstæði og frelsi síns eigin lands. Er skorað á alla verka- menn og konur að berjast til þrautar og verja land sitt, hverjar fórnir sem það kann að kosta. Undir þetta ávarp ritar fyrstur Tranmæl ritstjóri, einn af þekktustu forustu- mönnum norska Alþýðu- flokksins. Góður harðfiskur til sölu. Hringið í síma 4923. Sendum. Drengjaföt, matrosföt, jakka- föt, frakkar, skíðaföt. Sparta, Laugavegi 10, sími 3094. HCS. Sólrík timburvilia á fallegri eignarlóð, skammt frá bænum, til sölu. Væg útborgun. — Jón Magnússon, Njálsgötu 13B, heima kl. 6—10. Sími 2252. ibúðir. 2 berbergja á kr. 80,00. 4 herbergja á kr. 160,00, til leigu á Vitastíg 8A, sími 3763. Sýnd- ar kl. 5—8. Útbreiðið Alþýðublaðið! Sbejtí fráViiljálffl! Fiasen í ðsló. T GÆR barst ríkisstjórn- inni skeyti frá verzlun- arfulltrúa íslands í Oslo, Vilhjálmi Finsen. Er skeyt- ið sent frá Oslo 9. þ. m. kl. 2 Vz eða hálfum öðrum tíma áður en Þjóðverjar tóku borgina. Segir í skeytinu að stjórnin og þingmenn- irnir hafi yfirgefið borgina kl. 6 um morguninn. Flug- vélar svéima yfir borginni og mikil skothríð heyrist. Finsen segist dvelja áfrani í Oslo fyrst um sinn og að ölllum íslendingum líði vel. -testamenti 401 ¥ DAG eru talin 400 ár síð- an lokið var prentun Nýja testamentisins í þýðingu Odds Gottskálkssonar og jafnframt liðin 400 ár frá því fyrsta bók var prentuð á íslenzku, að því er menn bezt vita. í tilefni þessa afmælis hefir verið gefinn út smábæklingur: Hið Nýja Testamenti í þýðingu Odds Gottskálkssonar. Fjögur hundruð ára. 1540 — 12. apríl — 1940. Útgefandi er Jóhann- es Sigurðsson, sr. Sigurður Pálsson hefir ritað eftirmála um Odd og starf hans, en Haf- steinn Guðmundsson hefir teiknað titilblað og síðuumgerð ir. Eru þar prentuð nokkur sýn- ishorn af þýðingunni, enn fremur formáli Odds fyrir Op- inberunarbókinni og að lokum eftirmáli Odds. Þá verður guðsþjónusta í kvöld í dómkirkjunni til minn- ingar um 400 ára afmæli útgáf- unnar og verður messunni út- varpað. Dr. Jón Helgason flyt- ur erindi um Odd Gottskálks- son og þýðingu hans. Einar Dorvaldsson sbábmeistári Isiands Hana tapaði enpri skák á skákpinginu. T T RSLITIN á Skákþingi ís- lands urðu þau, að Einar Þorvaldsson var skákmeistari íslands. Heildarúrslit á mótinu urðu þessi: Einar Þorvaldsson fékk 6V2 vinning, tapaði engri skák. Ásmundur Ásgeirsson fékk 6 vinninga, Eggert Gilfer fékk 5 V2 vinning, Árni Snævarr 4 V>. Hafsteinn Gíslason og Sturla Pétursson urðu jafnir með 3 vinninga hvor og Áki Péturs- son, Jóhann Snorrason (skák- meistari Norðurlands) og Sæ- mundur Ólafsson fengu ‘IV2 vinning hver. Eínar Þorvaldsson er alkunn- ur taflmaöur. Hann varð Reykjavíkurmeistari 1938, en íslandsmeistari varð hann 1928. ----— UM DAGINN OG VEGINN-------------------- Tveir dagar í sögu Norðurlandabúa. Tíðindin og áhrif þeirra. Spurningar og svör, vonir manna og framtíðardraumar. Hlutverk og starf Norðurlandabúa í samanburði við at- hafnir stórveldanna. Fyrirspurn til póststjórnarinnar. ------ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. --------- TVEIIt DAGAR í sögu okkar Norðurlandabúa. Hversu ör- lagaríkir hafa þeir ekki orðið- í titrandi undrun höfum við undan- farin ár horft á aðfarir stórþjóð- anna, vaxandi óróa, sífellt vaxandi ofbeldi, svik við gerða samninga og fyrirlitningu á rétti hinna smáu. Á sama tíma höfum við barizt fyrir því og unnið að því að bæta kjör alþýðunnar, auka ör- yggi öreiganna, gera æfikvöld hinna gömlu og útslitnu ekki al- veg eins ömurlegt og áður var og bæta skilyrðin fyrir betri þroska barnanna og unglinganna. Við höf- um viljað lifa í friði við alla, en ætlast jafnframt til þess, að við værum látnir í friði með okkar starf, okkar viðfangsefni. ÞEGAR ÉG VAR búinn að klæða mig á þriðjudagsmorgun- inn klukkan tæplega 8, opnaði ég eins og vant er fyrir Lundúnaút- varpið. Ég varð ofurlítið of seinn á fætur og heyrði því aðeins nokkrar setningar: „Þýzkur her hefir ráðizt inn í Danmörku, danski herinn hörfar. Þýzkur her hefir ráðizt á Noreg.“ Hendur mínar skulfu eitt augnablik. Hvernig myndi fara fyrir félögum mínum, persónulegum vinum mín- um og kunningjum sumum hverj- um? Áttu þeir það eftir- að lenda í þýzkum fangabúðum og' verða myrtir þar, þegar nazistar sæju að þeir væru að tapa stríðinu? Þann- ig er að minnsta kosti hlutverk margra glæsilegra hugsjónamanna og mannvina á þessari járnöld. ÉG FÓR í BÍL á skrifstofuna. Ég ók meðfram höfninni eins og ég geri svo oft. Ég sá danskan vin minn og kallaði til hans. Ég sagði honum tíðindin, en hann svaraði: „Segðu þetta einhverjum öðrum.“ Ég reiddist honum, slík mál hefi ég ekki í flimtingum. Ég svaraði: „Bíddu til hádegis," og hélt áfram. Það fyrsta, sem ég gerði, var að fá staðfestingu á því, sem ég hafði heyrt í brezka útvarpinu, og því miður fékk ég það staðfest. Fregn- in var komin út í glugga Alþýðu- blaðsins og fólk flýkktist að sam- stundis. Maður, sem staðnæmdist við gluggann, sagði: „Aumt er það að vera svo lítill, að. geta ekki mætt þar sem tíðindin gerast og að minnsta kosti innsiglað sinn eigin vilja.“ Mér fannst þetta vel mælt svona á opinni götu að morgni dags. OG SVO KOMU TÍÐINDIN slag í slag. Þýzkur her rseðst inn í Noreg, Danmörk er hertekin, Kaupmannahöfn er fallin, norska stjórnin hefir yfirgefið Oslo, Þjóð- verjar hafa lagt tundurduílum í sænskri landhelgi, Þjóðverjar hafa tekið Bergen, Þrándheim og Nar- vik. Tekið Bergen. Þetta færist óð- um nær manni sjálfum, þegar þýzkur nazistaher veður yfir kæra og kunna borg. Myndu Norðmenn gefast upp fyrir ofbeldinu, viður- kenna sjálfa sig' sem leppríki þýzka nazismans, ofurselja allt og alla geðþótta þýzkra stríðsherra? — Nei. Norska stjórnin ákvað að verjast. Norðmenn biðja Vestur- veldin um hjálp og þau svara með fullkominni liðveizlu. Brezk her- skip ráðast inn í landhelgi Nor- egs, sjóorusta geisar svo að segja fyrir allri vesturströndinni, hún færisí inn í Skagerak, jafnvel inn á Víkina, hinn fagra fjörð, en Os- lo sendur við botn hennar. TÍÐINDIN vekja hér meiri at- hygli en nokkur önnur tíðindi hafa gert. Jafnvel hinn stórmerki- legi fundur alþingis aðfaranótt miðvikudags vekur ekki nærri eins almenna athygli, og þó er þetta að líkindum einn af merk- usfu fundum, sem alþingi hefir haldið. Hér var um að ræða varn- arathöfn hjá alþingi, enginn fjandskapur við bræðra þjóð vora eða tilraun til að notfæra sér hina erfiðu aðstöðu hennar. Hér var aðeins um það að ræða að stað- festa það fyrir heiminum, að hér á íslandi væru íslendingar hús- bændur. MENN BÍÐA ENN milli vonar og ótta. Hvor aðilanna vinnur hina ægilegu sjóorustu, sem ekki er annað að sjá en að geisi alla leið frá Tromsö í Norður-Noregi til Víkurinnar? Ef Bretar vinna, er setulið Þjóðverja í Noregi inni- lcróað og Norðmenn verða einfærir um að eyðileggja það. Það ættu þeir líka að fá að verða einir um. Norðmenn taka vel á móti vinum sínum, sem gista land þeirra, en þeim, sem heimsækja þá á þann hátt, sem Þjóðverjar hafa gert, munu þeir ekki vanda kveðjurnar, ef ég þekki þá rétt. MENN SPYRJA hver annan: „Ef herleiðahgur Hitlers íil Noregs fer í handaskolum. hefir hann þá ekki innsiglað ösigur sinn fyrir fullt og allt? Ég hlustaði á mið- vikudaginn á ræðu hertogans af Wellington og hann sagði, að nú væri Hitler skriðinn úr greninu og nú væri hægt að taka hann glímu- tökum á opnum velli. Hertoginn kvaðst ekki efast um endalok þessarar glímu. Margir halda því fram, að hvorki Hitler persónu- léga né þýzka þjóðin þoli stóra ósigra. Mætti þá vera að þessir at- burðir á Norðurlöndum yrðu til þess að stytta hildarleikinn í heild. Það verður gleðidagur hjá mörg- um, þegar stríðinu lýkur og smá- þjóðirnar losna aftur úr klóm hins þýzka arnar. JÓNSI skrifar: „Getur þú upp- lýst fyrir mig, hvernig á því stend- ur að póststjórnin íslenzka heimt- ar nú alþjóðagjald af Norðurlanda- bréfum, í stað Norðurlandataxta, \ þótt þau séu send yfir Kirkwall j til skoðunar? Ég hefi þessa dag- 1 ana fengið mörg bréf, bæði frá Svíþjóð og Danmörku, — yfir Eng- land — með óbreyttu burðar- gjaldi.“ NEI. Þessu get ég því miður ekki svarað að svo komnu málí. I Trletao Eitt helzta úrræðið til þess að halda hársverð- inum og hárinu heilbrigðu er að nota hárvatnið TRICHOSAN-S. Leiðarvisir um notkun fylgir hverju glasi. Fæst hjá rökurum og mörgum verzlunum. Heildsölubirgðir hjá ÁFENGISVERZLÚN RÍKISINS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.