Alþýðublaðið - 16.04.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.04.1940, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAG 16. APRÍL 194« AlÞÝÐUELAÐIÐ Bsar tiorvaldssðn skák- meistari íslanls 1940. .--------UM DAGINN OG VEGÍNN ----------------------- | Fréttamennska útvarpsins. Hvað er hægt að finna að nýja | þulnum? ÞjóSsöngvarafob í bréfi frá M. Stríðið, dýrtíðin og Íi'átæklingarnir. Verðlagsnefndin, kolin, álagningin á ýmsar vörutegundir. -------— ATHUGANIR HANNESAR Á .HGRNINU. -—— SKÁKÞINGI ÍSLANDS fyr- ir árið 1940, er nýlega lok- ið. Þeir, sem fylgst hafa með þinginu frá upphafi, munu yfir- leitt vera sammála um, að sjald- an hafi orðið eins hörð átök um %rsta sætið og einmitt á þessu móti. Fjórir efstu mennirnir eru löngu landkunnir fyrir afrek sín á skákborðinu og mjög svip- aðir að styrkleika, enda mátti lengi vel varla á milli sjá. hver sigra mundi. í síðustu umferðum tókst Eim ari Þorvaldssyni, þó að ná for- ystunni, halda velli og þannig verða skákmeistari íslands 1940. Sigur Einars á þessu móti er Mjög glæsilegur. Af 8 skákum vann hann 5 og gerði þrjú jafntefli = 81,25%. Hann var sá eini, sem engri skák tapaði, allir hinir meistararnir urðu að láta sér það lynda að vera að velli lagðir. Næstur varð Ásmundur Ás- geisson með 6 vinninga. . 3. Bggert Gilfer með 5íú vinning- 4. Árni Snævarr með 414 vinn- iag. 5. og 6. Sturla Pét- ursson og Hafsteinn Gíslason með 3 vinninga hvor. 7.—9. Áki Pétursson, Jóhann Snorrason og Seemundur Ólafsson með 2Vi vinning hver. Skákin milli Ásmundar og Einars ræður í rauninni úrslit- um mótsins, finnst mér því vel viðeigandi að hún birtist hér jafnframt. Mvítt: Ásmundur Ásgeirsson. Svart: Einar Þorvaldsson. Drottningarindverskt. 1. d2—d4 Rg8—f6 2. Rgl— n e7—e6 3. c2—c4 b7—b6 4. Rbl—c3 Bc8—b7 5. g2—g3 Bf8—b4 6. D1—b3 Bb4Xc3 7. b2Xc3. 7. DXc3 er tvímælalaust betra, eftir hinn gerða leik hefir hvítur verri peðastöðu með til- liti til endataflsins. 7. —o— d7—d6 8. B71—g2 Rb8—d7 9. 0—0 0—0 10. Rf3 —d2 Bb7Xg2 11. Kgl'Xg2. e6 —e5 12. e2—e4 Hf8—e8 13- Db3—c2 Rd7—b8! 14. Bcl—b2 Rb8—c6 15. Hal—el Rf6—h5. Hvítur ógnaði 16. f4, en þessi leikur útilokar þann möguleik fyrst um sinn. 16. Rd2—f3 Dd8—c8! Hótar 17. —o— R—f4f næst D—g4. 17. h2—h3 Rc6—a5 18. Dc2 —e2 Dc8—e6 19. d4—d5? Betra er R—d2. 19. —o— De6—e7 20. Bb2— cl g7—g6 21. Bcl—g5 De7— d7 22. Rf3—d2 f7—f6 23.. Bg5 —h6 He8—e7 24. g3—g4 Rh5 —f4 25. Bh6Xf4 e5X±'4 26. De2—f3 g6—g5 27. Df3—d3 Dd7—e8 28. Hfl—hl De8—g6 29. f2—f3 h7—h5 30. Kg2—f2 h5Xg4 31. h3Xg4 He7—h7 32. Dd3—bl! Nær jafnvægi á h-línunni og hótar jafnframt 33. D—b5. 32. —o— Kg8—g7 33, Hhl Xh7 Kg7xh7 34. Hel—hlf Kh7—g7 35. Dbl—b5 Dg6—e8 3«. Db5xe8 Ha8xe8 37. Kf2 —e2 He8—h8 38. HhlXhS Kg7 EINAR ÞORVALDSSON Xh8 39. Ke2—d3 Kh8—g7. í þessari stöðu bauð Einar jafntefli, en Ásmundur hafnaði. Rannsóknir á stöðunni hafa leitt í ljós, að veikleika gætir fremur í stöðunni hjá hvítum. 40. Rd2—bl Ra5—b7 41. Rbl —a3 Rb7—c5f 42. Kd3—e2 a7 —a6 436. Ra3—c2 Kg7—f7 44. Rc2—d4 Rc5—a4 45. Ke2—d2 Ra4—b2 46. Rd4—e6 Rb2Xc4f 47. Kd2—-e2 c7—c5! Vinningsleikurinn. — Þess- um leik mun Ásmundur ekki hafa reiknað með þegar hann lék sínum 41. leik og hugðist að sækja á reitinn c7 og vinna þannig. 48. Re6—d8f Vonlaust væri R—c7 vegna K—e7! 49. RXa6 Kd8 50. R— b8 R—e5! 51. R—c6 RXc6 52. dXc6 c5—c4! og vinnur létt- 48. _o— Kf7—e8 49. R—c6 b6—b5 50. Ke2—d3 K—d7 51. K—e2 K—c7 52. R—e7 R—e5 53. R—g8 R—d7 54. R—e7 a5 55. R—c6 K—b6 56. R—e7 b4 57. R—c8f K—c7 58. R—a7 R—e5 59. cXb4 aXb4 60. R— b5f K—d7 61. R—a7 R—f7 62. R—c6 K—c7 63. R—e7 R—e5 64. R—g8 c5—c4 65. RX±6 RX f3! 66. Kxf3 b2—b3. Gefið- Endataflið er mjög nákvæmt og þarfnast víða skýringa, sem því miður er ekki'rúm fyrir. Núverandi skákmeistari ís- lands, Einar Þorvaldsson, er öll- um íslenzkum skákmönnum löngu kunnur. Hann var skák- meistari íslands 1928. síðan hef- ir hann oft teflt á kappmótum með þeirri útkomu, sem hver meistari er fullsæmdur af. Sem dæmi má nefna, að á Islands- þingi 1935 og 1938 fær hann í bæði skipti önnur verðlaun. Á haustmóti Taflfélags Reykja- víkur 1937 fékk hann önnur verðlaun. Var skákmeistari Reykjavíkur 1938. í úrslita- keppninni um Argentínuförina var hann no. 3 og nú árið 1940 Skákmeistari íslands. Hann hefir keppt fjórum sinnum sem fulltrúi íslands á erlendum skákmótum. í Ham- borg 1930; Folkesíone 1933. Munchen 1936 og Buenos Aires 1939. Heildarútkoma hans á þessum mótum mun vera kring um 50% — og má það teljast ágæt frammistaða- Þetta yfirlit gefur talsverða hugmynd um frammistöðu Eip- ars frá því hann byrjaði að tefla opinberlega. Að vísu hefir hann ekki oft verið efstur, en minna má líka gagn gera. Stíll hans og frammistaða hér heima og erlendis sýnir greini- lega, að hann er tvímælalaust mjög sterkur skákmaður og erf- iður viðureignar, sennilega ein- hver öruggasti meistarinn. Þess vegna, Einar Þorvaldsson: „Til hamingju með unninn sigur-“ í raun og veru er það afar athyglisvert og einkennandi, að flestir beztu skákmenn landsins svo sem Einar Þorvaldsson, Ás- mundur Ásgeirsson og Jón Guð- mundsson eru allir handverks- menn og eiga ættir sínar að rekja til alþýðunnar. Þetta mun vera mjög sjaldgæft víðast er- lendis, eins og bezt má sjá af því, að á skákmótinu í Buenos Aires í sumar munu þeir þrír hafa verið þeir einu af hátt á annað hundrað keppendum, sem talist gætu til „hinnar vinnandi stéttar.“ Hafa nú þessir menn, sem vinna erfiðisvinnu, haft beztu aðstöðuna til að ná góðum ár- angri. sýna framtak sitt, vilja og þrek, eða aðrir af sama bergi brotnir. sem sýnt hafa dugnað sinn og afköst á öðrum vett- vangi? Þess vegna vaknar hjá mér sú spurning: — Hvaðan er kjarni íslenzku þjóðarinnar kominn? Er það ekki einmitt frá hinni vinnandi stétt — al- þýðunni, fólkinu, sem framleiðir verðmætin og byggir landið? ÓIi Valdimarsson. HOSALEIGULÖGIN Frh. af 1. síðu. húsaieigu eða annara samnings- rofa af hálfu leigutaka. I Reykjavík skai skipa húsa- leigunefnd. Eiga sæti í henni þrír menn, tveir skipaðir af ríkis- stjórninni, en hæstiréttur skipar þ^nn þriðja, og , er , hann for- maður nefndarinnar. Þrír vara- menn skulu skipaðir á sama hátt. Skyit er að leggja fyrir húsa- leigunefnd til samþykktar alia leigumála, sem gerðir eru eftir gildistöku þessara laga. Heimilt er leigutaka, telji hann húsnæði leigt óhæfilega hátt vegna ásigkomulags þess, að beiöast mats húsaleigunefndar á húsaleigunni. Utan Reykjavíkur skulu fast- eignanefndir í bœjum og útttekt- armenn í hreppum ásamt hrepps- nefndaroddvita gegna þeim störf- um, sera með lögum þessum eru lögð undir húsaleigunefndina í Reykjavík. Sá, sem áskilur sér hærri leigu en heimilt er samkv. lögunum, tekur við hærri leigu eða brýtur ákvæði þeirra á annan hátt, skal sæta sektum frá 5—2000 krónum. Ie TT* ST. EININGIN nr. 14. Fundur miðvikudagskvöld kl- 81/?- —. Hagnefndaratriði: stud. theol. Magnús Már Lárusson: Erindi. Einnig upplestur? Fjölsækið fundinn. Æt. ST. IÞAKA nr. 194. Fundur í kvöld á venjulegum stað og tíma. Ýms fundarstörf. Br. Steindór Björnsson flytur er- indi. Útbreiðið Alþýðublaðið! YMSIR RÍFAST núna út úr fréttastarfsemi ríkisútvarps- ins. Starf fréttastofunnar er vitan- lega mjög erfitt, en ef útvarpiS tilkynnir að á vissmn tíma verði útvarpað fréttnm, þá verður að gera það, ef þær eru til, og má það ekki fara eítir því, hvort fréttamönnunum sjálfum finnast fréttirnar vera merkilegar eða ekki. — Ríkisútvarpið má ekki „plata“ svona oft þesSa 40—50 þúsund hlustendur, sem beðið hafa eftir fréttum undanfarna daga. NÆSTA MÁL Á DAGSKRÁ er Helgi Hjörvar, nýi útvarpsþulur- inn. Vitanlega fara nú skammirnar að dynja á honum. Að líkindum kemur enginn æfintýraprins, festir sér hann fyrir konu og fer með hann úr landi. Um þennan nýja þul vil ég hér með hefja umræð- ur. Röddin er góð, framburðurinn ágætur, hraðinn í sjálfum fréttun- um góður og það er mikill kostur — en það er annar galli á honum, sem er mjög slæmur. Hann „rövlar“ allt of mikið. frá eigin brjósti um fréttirnar. Hann á ekki að segja eitt einasta orð um þær. „Litlar merkilegar fréttir", „ómögulegt að reiða sig á það hvort þetta sé rétt... “ „Yf- irleitt er ákáflega erfitt . . .“ o. s. frv. Ekki eitt orð um þetta, Helgi minn! Bara fréttirnar sjálfar! SÖLVHÓLSGATAN er svo að segja alveg ófær. Hvernig stendur á því að ekki er gert svo við þessa götu, að hún geti talist fær? Þetta er þó mjög fjölfarin gata. „EINSTÖKU SINNUM hafa heyrst raddir um, að „Ó guö vors lands,“ sé ekki sem heppilegastur þjóðsöngur og aðallega færð fyrir því þau rök, að lagið sé of erfitt til söngs, fyrir allan almenning, en auk þess er eins og yfir því hvíli einhverjir helgitöfrar, sem valda því, að menn veigra sér við að taka það föstum tökum. Þetta kem- ur greinilega fram í flutningi þess, hvort sem um hljóðfæraleik eða söng er að ræða. Oftast hljómar það sem raunalegur útfararsálmur, en ekki hvetjandi óður til þess fall- inn að vekja hrifningu og guðmóð ættjarðarástar, eða þjóðernis- kendar.“ Þetta segir M. í Bréfi til mín nýlega. „ÞJÓÐSÖNGVAR annarra landa — er við þekkjum bezt — til dæmis Norðurlanda og Frakklands, eru mun hressilegri. Eins og kunnugt er, sýnum við þeim nú ekki meiri hlífð en svo, að við notum þá alla við ýmsa íslenzka texta). Frum- textar þeirra eru að vísu annars eðlis en kvæði Matthíasar, sem er Kofsöngur trúarlegs efnis, en þrátt fyrir það virðist ekki ástæða til að taka á ljóði og lagi þeim silki- hönskum, sem þjóðsöng, og venju- lega á sér stað. Má í þessu sam- bandi minna á hinn alkunna lof- söng Beethovens: „Þitt lof, ó drottinn vor,“ sem ætíð er fluttur með krafti og myndugleik, eins og höfundurinn hefir ætlast til.“ „EINHVER KYNNI að koma með þá athugasemd, að höfundur „Ó guð vors lands“ hafi markað skýrt meðferð þess með styrkleika og hraðatáknum, en slíkt er eigi að síður háð skilningi og smekk þeirra er söngstjórn hafa á hendi. Einnig má geta þess, að lagið mun upphaflega ekki samið í þeim til- gangi að það yrði hefðbundinn þjóðsöngur og ætti því minningu hins ágæta tónskálds, ekki að vera* nein vansæmd gerð, þó meðferð lagsins væri höfð í betra samræmi við núverandi hlutverk þess. — Hljómplata sú, ' er um nokkurn tíma undanfarið, hefir verið leikin við dagskrárlok útvarpsins, er gott dæmi um þunglamalega meðferð á þjóðsöng vorum. Plata, (leikin af hljómsveit), er notuð var um skeið þar áður. finnst mörgum mikið betri. Hversvegna var breytt um?“ ÁRNÝ SKRIFAR: „Sennilegt er það, að þeir, sem búa í Reykjavík nú, þurfi ekki að óttast þann skar- þef af stríðinu að falla í valinn íyrir sprengjum eða öðrum dráps- tólum þess hernaðar, sem háður er nú. íbúar höfuðstaðar íslands geta þess vegna notið lífsins í starfi og hvíld, eftir atvikum. En það er dýrtíðin, sá vígreifi vágestur og af- kvæmi ófriðarins, sem allir horfast í áugu við nú. Þótt margir geti mætt þessum óvini þannig, að þeir haldi velli og voninni um, að tóra, eru hinir öreigarnir einnjg margir sem spyrja: „Á hverju eigum við að lifa?“ Og þetta er fólkið, sem sú margmenna fátækrastjórn R- víkur hefir haldið í viðjum hugs- ana sinna hingað til. Og þetta fólk mun nú þegar vera farið að liða skort á daglegu brauði. Hvað er nú þarna í framsýn, ef sú dökka hugs- un borgarstjórans okkar, sem hann lét nýlega í ljós á Alþingi, fær að ráða framvegis? Eftir því, sem ég hefi hlerað hugsanir manna, vérð- ur niðurstaðan þessi: Fólkið deyr drottni sínum fyrir skort á bróður- legri hluttekningu samfélagsins, fátækrastjórn Rvíkur til verðugs lofs í seinni tíma sögu 20. aldar- innar.“ „ÓSKÖP held ég að blessuð verðlagsnefndin sé syfjuð, Hannes minn, eða það finnst okkur, sem þurfum að kaupa nauðsynjar dag- lega. Reyndar tilkynnir hagstofu- stjórinn að dýrtíðin hafi ekki vax- ið nema um 21%, og dettur mér ekki í hug að rengja hanri, — en „bölvaðar staðreyndirnar“ eru á annarri skoðun, segir Gamli — og hann heldur áfram: KAFFI, ÓBRENNT, kostar nú í heildsölu 2.10 kg„ en stærri kaffi- brennslurnar, sem flytja inn beint, munu ekki kaupa það yfir. 1.85 til 1.90. Við brennsluna rýmar kaffið um 20% og brennslukostnaður mun vera um 25 aurar á kgr., en umbúðir líklega 10 aurar. Kaffið kostar því stærri brennslurnar tæplega yfir 2.60. Heildsölu- verðið er 3,60, en smásöluverðið 4.00 til 4.20 kgr., væntanlega eftir gæðum. Er því heildsöluálagningin um 1 krónu, en smásöluálagningin 40 til 60 aurar. Er þetta ekki nokkuð mikið? En kaffi er nauð- synjavara okkar fátæklinganna, sem ekki getum keypt rándýra mjólk.“ „EN ÞAÐ er lítið ’oetur sett með margar aðrar nauðsynjavörur. — Hvaða vit eða þörf er til að sam- anlögð álagning smásala og heild- sala á nauðsynjar sé 30 til 60% og jafnvel hærri, eins og nú mun undantekningarlítið. Og í skjóli nýkeyptra vara hafa kaupmenn og kaupfélög getað hækkað eldri birgðir. Með því er ekkert eftir- lit. Innlendar iðnaðarvörur hækka líka stöðugt, oft tilefnislítið. Kaffi- bætir.hefir til dæmis hækkað um 40 aura og sum þvottaefni um meira en helming." „í HAUST átti ”jafnt að ganga yfir alla.“ Eitthvað held ég þetta hafi brenglast strax í meðförúnum, í birgðasöfnun einstaklinga og hér aða. Til dæmis er mé» sagt, að verzlun á Siglufirði hafi getað birgt sig svo vel af hrísgrjónum, að hún geti enn selt þau á 40 aura kgr., en hér er verSið löngu hækkað í 1 krónu. Rúgmjöl er mér sagt að kaupmenn hér hafi keypt austur á Selfossi — og selji það með prýði- legum hagnaði, þó það hafi sjálf- sagt verið vel verðlagt áður.” Frk. af 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.