Alþýðublaðið - 23.05.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.05.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON T.ADin MIÆkV 11/ ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR FIMMTUDAG 23. MAÍ 1940 117. TÖLUBLAÐ Látlausar orustur alla leið frá Somme norður í Belgíu. __-------------«.----------------- Fyrir sunnan Somme eru Frak%ar að koma sér fyrir í sterkum varnarstððvum STÓRORUSTUR geisa nú á öllu svæðinu sunnan frá Somnlefljóti og norður að Gent í Belgíu. Eru orusturnar sérstaklega harðar í grennd við Cam- brai, sem virðist vera á valdi Þjóðverja, og við Arras, sem Bandamenn tóku aftur af Þjóðverjum í gærmorgun. í tilkynningum Frakka og Breta í morgun er þó sagt frá því, að Frakkar séu aftur komnir inn í úthverfi Cam- brai, og Bretar haldi öllum sínum stöðvum fyrir norðan Arras, en það er viðurkennt, að Þjóðverjar hafi á einum stað, hjá Oudenarde, komizt yfir ána Escaut í Belgíu, hér um bil miðja vegu milli Gent og landamæra Frakklands. Vígstöðvarnar í Belgíu eru ennþá miklu austar en þær voru í heimsstyrjöldinni. Óljóst er enn, hvernig ástandið er á svæðinu frá Arras suður að Somme, þar sem Þjóðverjar brutust með fámenn- ar vélahersveitir í gegn í fyrradag. Segjast Þjóðverjar halda áfram sókn sinni til Ermarsunds þar á 50 km. breiðu svæði. Tilkynnt var hins vegar af Bandamönnum í gær, að Þjóð- verjar héfðu verið reknir burtu úr Abbeville niður við ósa Somme, og er það því þar með viðurkennt, að þeir hafi komizt þangað í fyrradag. Franskur her var í gærkveldi sagður á næstu grösum við Amiéns, en engar nánari fregnir hafa borizt af bardög- um þar í morgun. Fyrir sunnan Somme eru Prakkar sagðir vera að koma sér fyrir í sterkum varnarstöðv- uln, Sem ná þaðan austur með fljótinu Aisne, á syðri bakka þess, aíla leið til Rethel, en þar beygir herlínan í norðaustur til Montmedy, sem liggur suðaust- ur af Sedan og við enda hinnar eiginlegu Maginotlínu. leypnð voogóður. Reynaud, forsætisráðherra Frakka, átti síðdegis í gær tal við Weygand, yfirhershöfðingja, sem þá var nýkominn til Parísar frá vígstöðvunum i Norður-Frakk- landi. Weygand fullvissaði for- sætisráðherrann um það, að hann væri viss um úrslitasigur Banda- Heilan mánuð á leiðinni frá Danmörku hingað! —,--------------1—^.------------------------------ Samtal við Svein Björnsson sendiherra. C»VEINN BJÖRNSSON **-* sendiherra kom heim í nótt með Dettifossi frá Am- eríku. Alþýðublaðið hafði stutt samtal við sendiherr- ann í morgun, en þá var hann í þann veginn að ganga á fund ríkisstjórnarinnar. . Sveinn Bjbrnsson fór frá Danmörku 15 dögum eftir her- töku landsins, fór hann um Ber- lín, til ítalíu og tók þar haf- skipið „Rex" til New York. Þar tók hann Dettifoss hingað. Með sendiherrahum er sonur hans Hinrik, sem undanfarið ár hefir starfað í utanríkis- þjónustu Danmerkur. Annaxs er fjölskylda sendiherrans enn erlendis. Sendiherrann er mjög orðvar og verst raunverulega allra frétta. Hann kvaðst hafa haft tal af ýmsum forystu- mönnum í dönskum stjórnmál- um, þar á meðal Stauning for- sætisráðherra og líedtoft Han- sen rétt áður en hnnn fór. Vit- anlega ber allt líf í Danmörku — og þá fyrst og fiamst í Kaup- mannahöfn — svip hertökúnn- ar. Blöðin og útvarpið eru und- ir ritskoðun o. s. fiv. — og erf- iðleikar eru miklir á ýmsum sviðum. Ekkert kvaðst ijendihérrann geta sagt um þaí', hve lengi hann dveldi hér. H mn kvað óll- um íslendingum í Danmörku líða vel og hefði ,iann í sam- Frh á 4. síðu. manna, ef hver maður gerði skyldu sína. Reynaud komst svo að orði, er hann skýrði frá þessu í franska útvarpinu, að ef Frakkar gætu Frh. á 4. síðu. Attlee talar á útifundi. Rðttækar rðistaf anir brezka pings ins tíl að trynnja signr í striðinn. —------------------?------------------:—¦ Stjórnin fær ótakmarkað vald yfir ollum at- vinnufyrirtækjum og öllum vinnukrafti i landinu. "O REZKA ÞINGIÐ samþykkti í gær í einu hljóði, eftir *-if tveggja og hálfrar klukkustundar umræður, lög, sem eru algert cinsdæmi í sögu Bretlands. Með lögunum er hrezku stjórninni veitt ótakmarkað vald yfir öllum auðæfum landsins, öllum fyrirtækjum og öllum vinnukrafti, í því skyni, að einbeita allri orku þjóð- arinnar að því að sigra í styrjöídinni. Samkvæmt lögunum tekur stjórnin við yfirstjórn allra atvinnufyrirtækja í landinu, einnig bankanna, og fær fullt vald til þess að ákveða bæði vinnulaun og vinnustunda- fjölda. Allur ágóði af rekstri fyrirtækjanna umfram það, sem venjulegt er, verður tekinn sem skattur í ríkissjóð, stríðságóði verður með öðrum orðum skattlagður um 100%. Fulltrúar verkamanna og, atvinnurekenda utan þings, sambandsstjórn verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda- samtökin, hafa einnig lýst yfir fullu fylgi sínu við þessa iöggjöf °g stofnað með sér sameiginlega nefnd til þess að greiða fyrir framkvæmd hennar. Stofnað verður sérstakt framleiðsluráð, sem ætlað er að efla alla framleiðslu í landinu í þágu hernaðarins svo sem frekast er unnt. Forseti þess verður Alþýðuflokksmað- urinn Arthur Greenwood, sem nú er ráðherra án sérstakr- ar stjórnardeildar í stríðsráðuneyti Churchills. Framsðgaræða Attlees. Við umræðurnar um lagafrum- varpið í neðri málstofu brezka þingsins hafði Mr. Attlee, hinn þekkti leiðtogi brezka Aipýðu- flokksins og nú innsiglisvörður ikonungs í stríðsráðuneyti Chur- chills, orð fýrir stjórninni. Hann kvað frumvarpið ekki komið fram vegna pess, aó stjórnin efaðist um, að yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar vildi starfa fyrir land sitt á peim hættutimum, sem nú væru, heldur til þess að gefa ríkisstjórninni nauðsynlegt vald til að beina starfskröftum hvers manns a8 þvi hlutverki, sem nauðsynlegt væri. og bæri ekki að skilja það svo, að með því þyrfti að vera átt Greenwood. við skotfæra- og hergagijafram- leiðslu. Launagreiðslur yrðu í samræmi við það, sem ! í gildi væri samkvæmt samningum at- vinnurekenda og verkamanna, en annars það, sem sanngjarnt væri. Um eignir manna sagði hann, að við yfirráðum sumra þeirra tæki ríkisstjórnin nú þegar, en annara síðar, og rekstri fjeirra öílum. Ný fyrirtæki yrðu stofnuð, ef þurfa þætti, önnur lögð niður Frh. á 4. síðu. Bretar afnema innfliitningstoll á ísuöum og f rystnm flsU. v ?............ Munar milljónum króna á fisk" sölii okkar til Bretlands. "D ÍKISSTJÓRNINNI "T harst seint í gærkveldi svohljóðandi símskeyti frá sendiráði íslands í London, Pétri Benediktssyni: Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.