Tíminn - 08.02.1963, Blaðsíða 1
ílufrma&o
a
Sl III MI AMISIIUAH 1 lli SIMI :r.ri2IIO
LUMA
ER UÓSGJAFl|Z
33. tbl. — Föstudagur 8. febrúar 1963— 47. árg.
Rússar iðnir við kolann hja andfætlingum
Enn uppvísir
að njósnum
í Ástralíu
NTB—Canberra, 7. febrúar.
Ástralskir sjónvarpsnotendur fengu
í dag aS fylgjast með leitlnni aS
manni nokkrum, sem stundaS hefur
njósnir fyrir Sovétríkln í Ástralíu.
Um leiS voru sendar út myndir af
manninum um allar sjónvarpsstöSv
ar landsins og blöSin flúttu einnig
myndir og langar greinar um sfS-
asta njósnamáliS í Ástralíu.
Aðeins fáum stundum áður
hafði fyrsti sendiráðsritari Sovét-
ríkjanna í Canberra, Ivan Skrip-
ov, verið lýstur persona non grata
í Ástralíu, og honum veittur 7
daga frestur til þess að yfirgefa
landið.
Þessi dularfulli maður hafði
tekið við böggli frá kvennjósn-
ara, sem í rauninni var í þjón-
ustu leyniþjónustu Ástralíu. Bögg
ull þessi hefur feikimikla þýðingu
f þessu reifarakennda máli, þar|
eð í honum var senditæki af sömu
gerð og það sem fannist hjá njósn-
ara-parinu Peter og Hele Kroger,
sem dæmd voru í 20 ára fangelsi
fyrir njósnir fyrir Sovétríkin árið
1961.
Ástnalski utanrlkisráðherrann,
Sir Garfield Barwick, sagði að
sjtómin hefði komizt að því, að
Skripov hefði stundað njósnir
fyrir Sovétríkin. Skripov er þrek
lega vaxinn, feitlaginn maður
með stingandi augu og svart hár,
og kom síðast fram opinberlega
á miðvikudaginn. Hann talar góða
ensku, og hefur góða kímnigáfu
og umgekkst mi'kið ýmsa af ástr-
ölsku þingmönnunum.
Skripov er fyrsti sovézki seridi-
ráðsmaðurinn, sem kom til Ástr-
alíu, eftir að stjórnmálasamband
var tekið upp aftur milli land-|
anna, eftir að sambandinu var j
slitið árið 1954 sem afleiðing afj
Petrov-máiinu. Það, sem þá gerð-|
ist, var, að starfsmaður sovézkaj
sendiráðsins Petrov að nafni og j
kona hans, báðust landvistarleyf-1
is í Ástralíu, sem pólitískir flótta!
menn.
Skri.pov-málið byrjaði f marz
Framh. á bls. 15.
16 SÆTA VÉL BJÖRNS
/ VESTFJARÐAFLUG!?
BÓ-Reykjavík, 7. febr.
Sá orðrómur hefur ver*
ið á kreiki, aS hér væri nýtt
flugfélag í uppsiglingu, —
Björn Pálsson og fleiri.
Björn fór nýlega utan og
festj kaup á 16 farþega vél í
Englandi, og fór alla leið til
Túnis til að skoða vélina, sem
hafði verið í notkun í Persíu.
Vélin hefur nú verið flutt til
Englands. Auk þess hefur Björn
á að skipa tveim vélum, fyrir
6 og 3 farþega, svo sæitifjöld-
inn er 25, þegar nýja vélin kem
ur £ gagnið. Bjöm mun hafa
sótt um ríkisábyrgð til kaup-
anna, en hann mun raunar vera
einn um fyrirtækið.
Þá hefur Bjöm sótt um heim
ild til áætlunarflugs á Snæfells
nes og Vestfjarðarkjálkann, en
hann réði til sín flugmann um
síðustu aramót. Má vænta nán-
ari fregna af þessu fyrirtæki
Björns áður en langt líður.
Þessa mynd tók ijósmyndari TÍMANS—GE, af samninganefndum BSRB og ríkisstjórnarinnar, þegar fundur þeirra hófst í gær. Eins og sjá má
á myndinni hafa kjararáSsmenn flestir Vísi á borðinu fyrlr framan sig, en þaS blað fluttl í gær fregnir um efni tilboðsins nokkrum klukku-
tímum áður en kjararáði var afhent það og fengu kjararáðsmenn fyrstu fregnir af því í blaðinu. Samninganefnd ríkisstjórnarinnar hafði þagað
sem vendilegast yfir efni þess við blöðtn, og aðrir en hún og ríkis%tjórn in ekkl haft tlllögurnar undlr höndum. En einhvern veginn hefur efnl
tillagnanna samt lekið til Vísis úr fjármálaráðuneytinu, Það skyldi þó aldrel hafa verið yfirmaðurinn, ráðherra sjálfur, sem rauf þögnina?
STJÓRNIN FER LÍTT
TIL MÓTS VID BSRB
KB—Reykjavík, 7. febrúar.
Tillögur ríkisstjórnarinnar um
kjarasamninga apinberra starfs-
manna voru lagðar fram í dag. —
Felst í þeim tillögum nokkur kaup-
hækkun, en þó til mikilla muna
minni en kjararáð BSRB fór fram
á í tillögum sínum í nóvember. —
Virðlst greinllegt af tlllögunum, að
ríklsstjórnlnni er ekki hugleiklð að
ná sáttum, heldur kýs að iáta málið
enda fyrlr kjaradómi.
Samninganefnd ríkisstjórnarinn
ar afhenti kjararáði BSBR tillög-
urnar á fundi, sem aðilar áttu með
sér í dag. Er í tillögunum gert
manna frá því sem nú er. Flokka
skiptingu er breytt til samræmi:
við tillögur BSRB, en þó hverg
nærri gengið eins langt. Er ger
ráð fyrir nokkrum breytingum á | ráð fyrir 25 launaflokkum,
laúnakjörum opinberra starfs
Framh. á bls. 15.
KRISTJAN THORLACIUS, FORMAÐUR BSRB SEGIR:
TILLÖ6URNAR FJARSTÆÐA
//
Kristján Thorlacius
//
KB—Iteykjavík, 7. febrúar.
Tíminn átti í kvöld tal við
Kristján Thorlacius, forseta
BSRB, um tilboð ríkisstjórnar-
innar, sem lagt var fram í dag.
Kristján kvað kjararáð enn
ekki hafa athugað tilboðið
nema lauslega, og gæti því ekki
sagt neitt um röðunina i
flokka, sem er nokkuð önnur
en var í tillögum bandalagsins.
En varðandl laun mætti segja,
að ríkisstjórnin gengi svo
skammt til móts við tillögur
kjararáðs, að tillögur þess væru
meira en 100 prósent hærri en
tilboð ríkisstjórnarinnar.
Sem dæmi má nefna, sagði
Kristján, að í greinargerð er
sagt, að kjör samkvæmt til-
boðinu séu miðuð við laun
verkamanna og iðnaðarmanna,
en í því sambandi má benda
á, að til eru samningar, sem
ríki og bær hafa gert við vissa
hópa iðnaðarmanna, þar sem
launakjör eru betri en boð'ið er
í tillögunum. Þá má geta þess,
að í tilboðinu er verkamönn-
um í vörugeymslum ætlaðar
kr. 5.000 í mánaðarlaun, en
samkvæmt kjarasamningi Dags
brúnar hafa pakkhúsverka-
menn kr. 5.222 fyrstu tvö
árin. Þess ber hér einnig að
gæta, að hiá verkamönnum,
sem starfa hjá því opinbera er
ekki um neina teljandi yfir-
vinnu að ræða.
— Annað dæmi eru talsíma-
konur, en samkvæmt tillögun-
um eiga laun þeirra eftir 10
ára þjónustu að verða aðeins
4% hærri en núverandi há-
markslaun, þ. e. þær fá ekki
einu sinní þá 5% hækkun, sem
aðrar atvinnustéttir hafa verið
að fá að undanförnu. Fyrst eft-
ir þriggja ára starf er gert ráð
fyrir að laun talsímakvenna
verði sem næst jöfn núverandi
Framhald á 15. síðu.