Tíminn - 08.02.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.02.1963, Blaðsíða 7
39Í1É Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkværadastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þói'arinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriCi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur I Eddu húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka- sta-aeti 7. Símar: 18300—18305. - Auglýsingasimi: 19523. Aí. greiðslusimi 12323. — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan- lands. f lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Þegar Alþ.flokkurinn var þjóðvarnarflokkur Rétt fyrir árslokin 1954 lögðu Emil Jónsson, Guðmund- ur í. Gúðmundsson, Gylfi Þ. Gíslason, Eggert Þorsteins- son, Hannibal Valdimarsson og Haraldur Guðmundsson — en þeir mynduðu þá þingflokk Alþýðuflokksins — fram í sameinuðu Alþingi svohljóðandi tillögu um end- urskoðun hervarnarsamningsins frá 1951: „Með tilvísun til 7. gr. varnarsamnings milli Islands og Bandaríkjanna frá 5. maí 1951 og með hliðsjón af því, að samningaviðræður ríkisstjórna Islands og Banda- ríkjanna fyrr á þessu ári leiddu ekki til viðunandi breyt- inga á nefndum samningi, ályktar Alþingi að fela ríkis- sfjórninni, að undanfarinni tilkynningu til Bandaríkja- stjórnar, að fara þess á leit við ráð Atlantshafsbanda- lagsins, að það endurskoði hvort lengur þurfi á að halda aðstöðu þeirri, sem Bandaríkjunum er veitt á íslandi með samningi þessum. Við endurskoðunina skal rikisstjórn- in m.a. leggja áherzlu á eftirfarandi atriði: 1. íslenzkir aðilar annist allar framkvæmdir, sem ákveðnar voru á grundvelli varnarsamningsins frá 1951 og enn er ólokið. 2. Sá hluti Keflavíkurflugvallar, sem eingöngu eða fyrst og fremst þarf að nota í hernaðarþágu, skal þeg- sr í'stáð girtur og umferð um hann bönnuð. Hið sama a við um þau varnarsvæði önnur, sem þegar hafa verið látin í té. 3. Ríkisstjórnin skal þegar hefja undirbúning þess, að íslendingar taki í sínar hendur rekstur, viðhald og gæzlu allra þeirra mannvirkja, sem byggð hafa verið eða óbyggð eru á grundvelli varnarsamningsins frá 1951, en leita skal samninga við stjórn Bandaríkjanna eða Norður- Atlantshafsbandalagsins um greiðslu kostnaðar, sem af því hlýzt, og enn fremur um það, að íslendingum verði látin í té nauðsynleg aðstoð til þess að þeir læri sem fyrst þau störf, sem hér er um að ræða. Ekki skal þó þjálfa íslendinga til neinna hernaðarstarfa. 4. Þegar íslendingar hafa sérmenntaða starfsmenn til þess að taka að sér þau störf, sem um getur í 3. lið, eða ráðið erlenda sérfræðinga til að annast þau, getur Alþingi ákveðið með þi*iggja mánaða fyrirvara, að her- líð Bandaríkjanna skuli hverfa frá íslandi. Meðan það e-nn er í landinu, skal það eingöngu dveljast á þeim stöð- um, sem það hefur til umráða. Fáist ekki fullnægjandi samkomulag um þessar breyt- ingar innan bess tíma, sem í 2. málsgrein 7. gr. varnar- samningsins greinir, skal ríkisstjórnin fylgja málinu eft- ir með því að segia samningnum upo samkvæmt 7. grein hans." í greinargerð tillögunnar segir. að Alþýðuflokkurinn bafi flutt samhljóða tillögu á þinginu 1953. Þegar samningar hófust milli Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins tæpu ári síðar um myndun hræðslu- l'andalagsins svonefnda lagði Alþýðuflokkurinn kapp á, að framangreind tillaga hans, er hafð' dagað uppi í þing- inu, yrði lögð til grundvallar fyrir ^ameiginlega stefnu ílokkanna í varnarmálinu. Niðurstaðan varð líka sú. að hin sameiginlega stefna flokkanna er fólst í þingsálvkt- uninni alkunnu frá 26. maí 1956. bvggðist í aðalatriðum á framanereindn tillögu Aibf'ð’ifioVVuíns. p p fcloridinoar bvffgiu ^i" undir ->ð r: Va við -oV-c-tr) wið haldi og gæzlu varnarstöðvanna. en herinn væn látinn fara. í júlímánuði 1956 tók Alþýðufiokkurinn við utanrík- P í M I N N , föstudaginn 8. febrúar 1963 — RICHARD SCOTT MOWRER: 1 Samtök frjálsra lögfræðinga ákæra stjórnarfarið á Spáni Nýju hegningarlögin vernda ríkisstjórnina, en ekki ríkið SPÁNVERJAR hafa mjög ákaft reynt að öðlast viður- kenningu sem virt aðildarríki að samtökum vestrænna þjóða, en eiga því gjarnan að venjast að verða fyrir hindrunum vegna óvináttu og „skilnings- skorts“. Þeim hefur tekizt að sigrast á sumum þessara hindr- ana og komast fram hjá öðrum. Við þessa viðleitni hafa Spán- verjar hagnýtt sér í ríkum mæli þá spennu, sem stundum hefur gætt í alþjóðamálum vegna kalda stríðsins. En stundum vill það til, að pólitískar ,,vítisvélar“, sem springa, valda Spánverjum mikilli hættu í viðleitninni til að ávinna sér viðurkenningu á alþjóðavettvangi. Þetta veldur ávallt reiði og mikilli æsingu á æðstu stöðum. Ein slík póli- tísk sprenging varð í desem- ber s. 1., þegar alþjóðlega lög- fræðinganefndin j Genf birti skýrslu um Spán. Þetta er nefnd lögfræðinga frá hinum frjálsu þjóðum og nýtur mikils álits. Að baki hennar standa um 40 þúsund málafærslumenn, dómarar og aðrir lögfræðingar frá um 90 löndum. Efnahags- og félags- málaráð Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) nýtur ráða og leið- beininga nefndarinnar. Fram- kvæmdastjóri hennar er Sir Lfiflig, j jMpnro frá Ný j a-S j á- iandi, sem var forseli, allsherj- arþjngs Sameinuðu þjóðanna 1957—1958. Alþjóðlega lögfræðinganefnd in hefur starfað í tíu ár og birt skýrslur um Ungverjaland, Tí- bet, Suður-Afríku, múrinn í Berlín. og stjórn Castros á Kúbu. Og nú hefur nefndin sent frá sér skýrslu sína um nýjustu rannsóknir sínar und- ir nafninu: „Spánn og réttar- öryggið". ÞESSI SKÝRSLA var birt aðeins hálfum mánuði eftir að nefndin birti ádeiluskýrslu sína um Kúbu. Skýrslan gagn- rýnir harðlega hinar vmsu hlið ar spánska einveldisins Þar er meðal annars sagt: „Sam- dráttur valds í höndum Fran- cos hershöfðingja — þrátt fyr- ir þær hömlur, sem hann hef- ur á sig lagt í þessu efni — er eitt mest áberand' einkenni spánska ríkisins". „Á Spáni er varla mögulegt að finna nokk urn vott andstöðu, sem stjórn- in ekki ógni með lagaákvæð- um“. „Hegningarlögin nýju. •sem áttu að vernda ríkið, eru í raun og veru til þess sett að vernda stjórnina. en hún hefur tilhneig'ngu til að kveða nið- ur með harðri hendi hverja þá starfsemi, sem sýnir minnstu viðleitni til ands*öðu“. Spánverjum var kunnugt fyr- FRANCO ir tveimur árum, að lögfræð- inganefndin ynni að rannsókn- um á ástandinu á Spáni. Sagt er, að miklar tilraunir hafi ver ið gerðar til þess á bak við tjöldin, að fá niðurstöðum þessara rannsókna stungið undir stól, eða að minnsta kösti að frestað væri birtingu þeirra um sinn. Þessi viðleitni virtist ætla að bera árangur, þar til að birt var skýrslan um Kúbu 20. nóvember s. 1. Þá var hafin barátta fyrir því innan nefndarinnar, að fá birta skýrslu um niðurstöður rann- sóknanna á ástandinu á Spáni, og hún var birt 6. desember, tveimur dögum eftir 70 ára af- mæli Francos. Nokkuð af reiði Spánverja beinist gegn tíma- setningu birtingarinnar, sem virðist gefa tilefni til þess að álíta, að verið sé að jafna Kúbu Castros og Spáni Fran- cos saman. SPÁNSKA stjórnin hefur hafið gagnárás og tveir ráð- ismálunum og hefur haft þau allan tímann síöan. Honum hefur því gefizt gott tækifærj til að fylgja fram þeirri þjóðvarnarstefnu, sem hann var fylgjandi á árunum 1954—56. er hann var stjórnarandstöðu. Menn ?eta boríð hér saman orð ig efndir í bessun- efnum og dregið a! hv álvktanir dnar um það hvorl Alþýðuflokkurinn sé jafn staðfastur og óhvikull í utan- ríkismálunum og Alþýðublaðið vill nú vera láta! herranna hafa lagt til atlögu. Þessi gagnárás er studd hvass- yrtum blaðaskrifum og kveður þar hvarvetna við hinn sama tón, Fyrirsögn í Falangista- blaðinu Arriba hljóðaði til dæmis svo: „153 blaðsíður full ar af lygi um Spán“. Til þessa hefur skýrslan ekki verið birt á Spáni, né heldur útdráttur úr henni. Sala er- lendra blaða, sem ræða skýrsl- una og vitna í hana, hefur þó verið leyfð á spönskum blaða- sölustöðum, en slikt hefði ver- ið óhugsandi þar í landi fyrir aðeins hálfu ári. Manuel Fraga Iribarne upp- lýsingamálaráðherra hélt blaða mannafund eftir að skýrslan var birt, og á fundi þessum voru fréttaritarar erlendra blaða einnig viðstaddir. Ráð- herrann réðist þar gegn lög- fræðinganefndinni og sagði, að skýrsla hennar væri nýr liður í langri keðju „andspánskra“ árása, sem runnar væru undan rifjum kommúnista. Til þess- ara árása teljast sprengingar í 'spönskum borgum, hópgöng- ur og aðsúgur að bústöðum sendiherra Spánar í öðrum löndum, svo og áskorun The Times í London til spánskra yfirvalda um að sýna mildi, en hún hefur verið ítrekuð 32 sinnum síðan 19. september s. •1., segir í tilkynningu upplýs- ingamálaráðherrans um blaða- mannafundinn. „Nefndin fullyrðir í formála fyrir skýrslu sinni, að hún hafi rætt við starfandi menn við spánskt réttarfar", sagði ráð- herrann. „En nefndin getur þess ekki, hverjir þetta hafi verið, hve margir eða hvaða hópum þeir tilheyrðu'1 Skýrsl- an er(skrifuð í illum tilgangi, sagði hann, þar sem nefndin hefur ekki lagt það á sig að ræða við starísmenn réttarfars stofnana á Spáni og það er auðsætt, að „þeir einu, sem spurðir hafa verið meðan skýrslan var samin, eru fáein- ir flóttamenn“. „Efni skýrslunnar á að sýna, að hið spánska ríki sé afleiðing af hernaðarlegu upp- gjöri en ekki til orðið við langa, sögulega þróun Hins vegar er ekki tekin með í reikninginn sú staðreynd, að Spánn er nú við lok fyrsta ald- arfjórðungsins, sem friður og heilbrigt ástand hefur veitt fólkinu tækifæri til eðlilegra framfara". DÓMSMÁLARÁÐHERRANN talaði við blaðamenn viku síð- ar. Hann sagði. að skvrslu al- þjóða lögfræðinganefndarinnar skorti „hlutlægni. áreiðanleika og heiðarleika". „Á Spáni er enginn dæmdur vegna sannfæringar sinnar í stjórnmálaskoðunum“, sagði hann „Maður er dæmdur, ef hann tekur þátt í starfsemi, sem grefur undan þjóðfélaginu og þeirri skipan. sem á því er. Hin lögiega ríkisstjórn er skyidus? o-e hefur rét* til að vernda sis með he'm með- ulum sem 'öein leggja henni upp í hendur“ Ráðherrann sagði, að „þjóð- Framhald á 13 síðu 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.