Tíminn - 08.02.1963, Blaðsíða 8
Skíðaskip á 150 km. hraða
'•*>*»■= ,t. i m« -ov.í iíi'jvt ,»iíi!iM)ííi . th.'i.- i.,, rnuni9 msa rifitsrt .191 ■tuifKÍ fn'o JBSífrnnnpso . h> •‘■•a 11
Undanfarið hefur furðu-
legur farkostur þotið um
Long island-sundið. Þessi
nýstárlegi farkostur, sem
er 31 metri á lengd, ýfir
upp sjóinn, það lætur hátt
í honum, og aftur úr hon-
um stendur veikur strók-
ur, eins og úr þotu. Þessi
furðulegi bátur geysist
áfram með 110 km. hraða
eða meira, lætur vel að
stjórn, fer í S-sveigjur og
tekur U-beygjur og hvað-
eina á ofsahraða.
umiangstoiklar tilraunir á skip-
inu, bæði á Sundinu og úti á
Atlantshafi. Búizt er við, að
þegar árið 1963 geti farþegar
tekið sér far með þessari hrað-
skreiðu drottningu úthafanna.
Denison er ætlað að flytja
farþega á vegum Garce Lines,
og verður það í förum milli
Port Everglades í Florida og
Bahama-eyja. Ef þetta reynist
vel, mun sá spádómur sannast,
að farkostir, sem þessir verði
vinsælir með eindæmum, enda
hraðskreiðari en venjuleg skip
og sparneytnari en flugvélar.
Við fyrstu sýn virðist Deni-
son, þar sem það liggur við
bryggju, ekki líklegt til stór-
átaka. Framskíðin eða vængirn
ir, sem lyft er upp, gnæfa yfir
skrokknum eins og mávsvæng-
ir. Einnig stendur afturskíðið
upp úr sjónum, ásamt einu
skrúfunni, sem á skipinu er.
Þannig úr garði gert siglir svo
Denison hægt til sjávar með
11 hnúta hraða. Tveir þotu-
hreyflar undir skrokknum
knýja svo skipið út á útsævi,
fram hjá öllum tálmunum.
Síðan er skiðunum stungið
ofan í vatnið með vatnsþrýsti-
dælu og þeim læst. Um leið er
gastúrbína, sem er 14.000 hest
afla sterk, sett í gang, skrúfan
tekur að hamast-------og skipið
þýtur af stað eins og þota, sem
er’að héfja sig til fliigs. Þegar
skipið er komið á 26 hnúta
hraða, lyftist það upp á skíðin.
Þessi skíði, sem lyfta skrokkn-
um eins og flugvélavængir,
halda nú skrokknum öllum á
lofti, þannig að núningsmót-
staðan verður hverfandi. Og nú
getur þetta furðuskip komizt
upp í allt að 60 hnúta hraða.
Skipstjórinn og stýrimaður-
inn sitja hlið við hlið í stjórn-
klefanum eins og flugstjóri og
aðstoðarflugmaður, hver við
sitt stýri, sem er eins og flug-
vélastýri, en bak við þá sitja
vélamaður og siglingafræðing
ur. Þegar stýrinu er snúið,
hreyfir það annan hvorn stýris
vænginn, sem komið er ’íýrif1
báðum megin við skutskrúfuna.
í upphafi hverrar ferðar og í
ferðalok, þegar skíðin eru dreg
in upp og litlu þotuhreyflarnir
knýja Denison, er sama stýri
notað til að stjórna skipinu.
Annað tæki um borg í Deni-
son, og hið mikilvægasta, er
sjálfvirkt: Það er tækið, sem
heldur skipinu á réttum kili.
Þetta sjálfvirka tæki finnur
þegar í stað, ef eitthvað ber út
af, skipið veltist óeðlilega mik
ið og annað slíkt — og er þann
ig skipinu haldið á réttum kili
á sjálfvirkan hátt, með því að
blöðkur á skíðunum hreyfast
eftir því, hvernig er í sjóinn.
Þessi fljúgandi fleyta ýfir
svo, lítið sjóinn, að minnstu
bátar í nágrenninu vagga
naumast, þótt báturinn þjóti
fram hjá á fleygiferð. Þegar
betur er að gáð, sést, að báts-
skrokkurinn er ekki ofan í vatn
inu — — honum er haldið uppi
með eins konar vængjum, sem
standa niður úr skrokknum til
beggja hliða og niður úr skutn-
um.
Þetta er hraðskreiðasta skip
veraldar-------gamall draum-
ur, sem nú er loks orðinn á-
þreifanlegur veruleiki úr alu-
minium og stáli. Skipið ber
nafnið HS („hydrofoil ship“)
Denison, fyrsta, en langt frá
því síðasta skip sinnar tegund-
ar, því að þegar er farið að
vinna að smíði sams konar
skipa í Bandaríkjunum.
Það voru Grumman flugvéla-
verksmiðjurnar, sem byggðu
þetta skip fyrir bandarísku
sjávarmáladeildina. Denison er
90 smálestir á þyngd og fer
með 60 hnúta hraða. Því var
hleypt af stokkunum í júní
1962 í Oyster Bay, New York.
Upp frá því hafa verið gerðar
dóuna
aia'íög
8
TIMIN N , föstudaginn 8. febrúar 1963