Tíminn - 15.02.1963, Side 16

Tíminn - 15.02.1963, Side 16
 íflttl Föstudagur 15. febrúar 1963 39. tbl. 47. árg. Blómlegt starf KEA ED-Akureyri, 14. febrúar. í FYRRADAG var haldinn fundur í félagsráði KEA í Gildaskála KEA. Maeftir voru 30 fulitrúar frá deild- um félagsins, sem nú eru 24 talsins. Félagsmenn í hinum ýmsu deildum félagsins eru nú 5318 og fastráðnir starfsmenn munu nú vera um hálf't flmmta hundrað. 730 MEIRAR EN VATNIÐ EKKERT ÞJ—Húsavík, 14. febr. Borinn er nú kominn 730 metra iilSur, en ennþá finnst ekkert vatn. í nótt urðu bormenn varir við það, að' kælivatnið hvarf jafn- óðum úr hoiunni. Við rannsókn kom í ljós, að þeir höfðu hitt á sprungu, en ekkert vatn hefur enn komið í ljós. Mun haldið áfram aö dýpka þessa holu niður í a.m. k. 1000 metra, þar eð mælingar sýna, að hitinn vex, eftir því sem Cgðar dregur. REYKJANES AUKAKJÖRDÆMISÞING Fram- sóknarmanna i Reykjancskjör- dæmi verður iialdið sunnudaginn 17. febrúar n. k. kl. 14 að Tjarnar- götu 26 í Reykjavík. Dagskrá: 1) Jón Skaftason alþingismaður flyt- ur ræðu um stjórnmálaviðhorfið. 2) Ákveð'ið framboð við alþingis- kosningarnar 1963. 3) Önnur mál. — Rétt lil setu á þinginu hafa þeir sömu, er sátu kjördæmisþing- ið í október síðastliðnum. SKORIN UPP MED HARINU GS-ísafirði, 14. febrúar. — Fyrir nalkkrum dögum fór ung blómarós, sem vinnur á simstöðinni hér, á hár- greiðslustofu, sem út af fyr- ir sig er ekki í frásögur fær andi. En sem hún sat undir hárþurrkunni með rúllur í h. rinu fékk hún svo heiftar legt botnlangakast, að flytja varð hana á sjúkrahúsið í svo miklum flýti, að ekki vannst tími til að taka úr hárinu á henni. Þar var hún svo skorin upp, með rúll- urnar í hárinu. Uppskurð- urinn heppnaðist vel sem oetur fór, og senn mun ung frúin svara aftur í símann. í skýrslu framkvæmdastjórans, Jakobs Frímannssonar, kom fram, að vörusala félagsins í flestum deildum þess hefur aukizt á árinu sem leið og meðalaukning nemur 12—14%. Vörusala verksmiðjanna hefur einnig aukizt, einkum hjá smjörlíkisgerð, Sjöfn og pylsugerð inni. Innlögð mjólk á árinu var 16.183.083 lítrar og er það um 7% aukning frá árinu áður. Út- borgað var til framleiðenda mjólk urafurða á árinu kr. 56.059.668,75 eða sem næst 346 aurar á lítra. í sláturhúsum félagsins var alls slátrað 49,974 kindum og nam kjötþunginn 737.079 kg, eða um 4% meira en árið áður. Ullarinn- legg nam 62,588 kg og er þar um sama magn að ræða og árið áður. í hraðfry-stihúsum félagsins var unninn mun meiri fiskur en árið áður. Þau eru f Hrísey og á Dal- vík og þar voru unnin 912.462 kg. fisks og er það 13% aukning frá fyrra ári. Á saltfiskframleiðslu varð 4,5% aukning. Allmikið var um verklegar framkvæmdir á árinu. Opnuð var ný kjörbúð að Strandgötu 25, lok- Framhald á 15. síðu. FLEIRI EINN ÁRÁSARMADUR? JK-Reykjavík, 14. febrúar. MAÐURINN, sem tekinn var fast- ur í gær, grunaður um árásirnar á kvenfólkið, játaði I morgun að vera valdur að meirihluta árásanna, sem sagt hefur verlð frá i fréttum. Síðar tók hann aftur játninguna, og nú er upplýst, að fleiri en hann hafa gert kvenfólki ónæði á götum bæjarins í vetur. Tvenn atvik valda því, að lög- reglan grunar fleiri um slíkt. — Annað er, að konan, sem ráðizt var að í Norðurmýrinni á mánu- dagskvöldið, kannast ekki við hinn handtekna sem hinn seka. Auk þess hafði maðurinn ávarpað hana og farið að tala um veðrið, um leiff og hann þreif til hennar, en í hin skiptin hafði árásarmaðurinn ekki mælt orð af vörum. Þá var í gærkveldi kvartað yfir tveimur árásum, eftir að handtekni maður inn var kominn á bak viff lás og slá. Um hálf átta-leytið var' ráð- izt á 15 ára stúlku við anddyri Hamrahlíðarskólans. Hún sló til hans með tösku, gat losað sig og hljóp undan honum. Hann elti hana skamma hríð og gafst síðan upp. Innan klukkustundar frá þess um atburffi var kært yfir því, að maður væri að hræða börn inni i Laugardal. Þar handtók lögregl- an drukkinn mann, sem líklegt er talið að hafi verið að hræffa börn- in, enda var hann undarlegur í hátterni. í dag hafa nokkrar konur verið látnar segja álit sitt á því, hvort handtekni maðurinn sé hinn sami og árásarmaðurinn. í flestum til- fellum bendir allt til þess, aff hann sé rétti maðurinn, en oft er erfitt að átta sig á því, þar sem venjulega var dimnu, þegar árás- irnar voru framkvæmdar, og lýs- Framhald á 15. síðu. „Dimmuborgir” frumsýndar næst UM NÆSTU mánaðarmót verður frumsýnt nýtt íslenzkt leikrit í Þjóð leikhúsinu og er það leikritið „Dlmmuborgir" eftir Sigurð Róberts- son. Þetta er sjötta frumsýnlngln hjá Þjóðlelkhúsinu á þessu lelkári. Höfundur leiksins, Sigurður Róbertsson, er fæddur að Hall- gilsstöðum í Fnjóskadal j Suður- Þingeyjarsýslu árið 1909 Sigurð- ur fluttist til Akureyrar og var búsettur þar í mörg ár og þar hóf hann ritstörf sín. Árið 1945 flutt ist hann til Reykjavíkur og hefur dvalið hér síðan. Ungur að árum fór Sigurður að fást við ritstörf og kom fyrsta bók hans út árið 11938 og var þáð smásagnasafn, er heitir „Lagt upp í langa ferð". Á næstu árum hafa komið út I eftir hann nokkrar bækur, bæði ' skáldsögur og smásögur og einnig [ befur hann gefið út tvö leikrit. ! „Maðurinn og húsið“ 1952 og |, Uppskera óttans“ 1955 Dimmuborgir er fyrsta leikrit ! Sigurðar, sam hefur verið sýnt á leiksviði i Æfingai a leiknum hafa nú staðið yfir j nokkurn tíma og er Gunnar Eyjólfsson leikstjóri, en aðalhlutverkið er leikið af Ævari Kvaran. Auk hans fara þessir leik arar með stór hlutverk í leiknum Valur Gíslason, Rúrik Haraldsson, Sigríður Hagalin, Kristbjörg Kjeld, Bryndís Pétursdóttir Brynja Benediktsdóttir og Jón Sigurbjörnsson. Dimmuborgir er nútímaleikrit . tíu atriðum og gerist í Reykjavík Leiktjöld eru gerð af Gunnari Bjarnasyni. (Frá Þjóðleikhúsinu). •k MONIKA RAGBY, 21 árs gamall Svíi, var kjörinn „ung- frú Sámeinuð'u þjóðirnar“ í samkeppni á sunnudaginn var. Monika ar tízkusýningardama heima í Stokkhóimi. Skipin merkt eftir skoðun MB-Reykjavík, 14. febrúar. Eins og skýrt var frá í blaðinu í dag, er enginn opinber aðili, sem sér um það, að óskoðuð skip séu ekki á sjó, og sumir telja vandkvæðum bundið að koma sliku eftirliti á. í þessu sambandi er rétt að minna á tillögu, sem síðasti aðalfundur slysavarnadeild arinnar Ingólfs hór í Reykjavík samþykkti og þar var borin fram af skrifstofustjóra Slysavawiafé- lags íslands, Henry Hálfdánar- 'Syni, en þar segir m. a.: „Þá ger- ir fundurinn það að tillögu sinni til skipaskoðunar ríkisins, að á skoðuð skip verði sett, við hverja skoðun, sérkennileg og áberandi merki þess, að skoðun hafi farið fram, svo að það sé sýnilegt áhöfninni og hverjum, sem vill' fullvissa sig um það“. Vissulega ætti það ekki að vera ofraun skipaskoðun ríkisins og henni vafalaust kærkomið, að koma slíkum merkjum greinilega fyrir. Ef til vill myndu sjómenn þá síður ráða sig á skip, sem hættuleg eru öryggi þeirra, og sömuleiðis ætti að vera unnt fyrir lögreglu allra útgerðarstaða að stöðva fljótlega öll þau skip, sem ekki hafa sína pappíra í lagi, hvað skoðun snertir. AKRANES FRAMSÓKNARFÉLAG Akraness lieldur skcnnntisamkoinu í félags- heimili sínu, Sunnubraut 21, n.k. sunnudag kl. 8,30. Spiluð verður framsóknarvist og sýndar kvik- myndir. Aðgöngumiðasala verður viff innganginn. Öllum heimill að- gangur. SIGURÐUR RÓBERTSSON — höfundur „Dimmuborga".

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.