Tíminn - 27.02.1963, Side 7

Tíminn - 27.02.1963, Side 7
Utgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Frarakvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritst,jórar Pórarinn Þójarinsson (ábl, Andrés Knstjánsson. Jón Helgason og Indrið) G. Þorsteinsson Fuiltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri: Sigurjón Daviðsson Ritstjórnarsknfstofui i Eddú húsinu Aígreiðsla, auglýsmgar og aðrai skrifstofur i Banka stræti 7, Símar 18300—18305 - Augiýsingasimi 19523 Af greiðslusími 12323 - Askriftargjald kr 65 00 a manuði innan lands. t lausasölu kr 4.00 eint - Prentsmiðjan Edda h.f - ,,Kæna smáríkis” ÞaS er venja ríkisstjórna að nota viss hátíðleg tæki- færi til þess að koma á framfæri þeim stefnuskrármálum sínum, er þær telja mikilsverðust Það er því ekki and- stætt venju, að ríkisstjórnin notaði 100 ára afmæli Þjóð- mínjasafnsins til þess að koma á framfæri stefnu sinni í sjálfstæðismálum þjóðarinnar. Hitt er svo annað mál, hve vel sjálfstæðisstefna ríkisstjórriarinnar samrýmist þessu afmæli. Við þá athöfn, er 100 ára afmælis Þjóðminjasafnsins var minnzt síðastliðinn sunnudag, flutti Gylfi Þ. Gíslason árnaðaróskir frá ríkisstjórninni og ávarp frá henni. Meg- inefni þessa ávarps var óbeinn dýrðaióður um Efnahags- bandalag Evrópu og nauðsyn þess að ísland innlimist í það. Ráðherrann sagði m. a.: „Tuttugasta öld er tími fjöldaframleiðslu, stórs markaðs, kjarnorku og geimferða. Tvö mestu stórveldi Vesturlanda og þá um leið veraldar eru til orðin við samruna þjóða og þjóðarbrota, jafnvel ríkja. í Aust- urlöndum eru að rísa upp risaveldi, sem eru ólíkari hið innra en Evrópa, og greinist hún þó í sundurleitar þjóð- ir og mörg þjóðríki. Hvarvetna gætir viðleitni til þess að efla samvinnu, tengjast böndum, mynda bandalög. Hvers vegna? Vegna þess, að fjöldaframleiðsla og stór markaður, kjarnorka og geimferðir krefjast stórra átaka, sterkra afla, mikils valds". í framhaldi af þessu sagði ráðherrann: „Ágreiningur getur varla verið um það, að þetta er að gerast í heiminum um þessar'mundir. Um hitt get- ur mönnum sýnzt mjög sitt hvað, hvort hér stefni í rétta átt eða ranga. En ef menn á annað borð óska bættra lífskjara, ef menn keppa að auknu öryggi, þá virðist þetta leiðin í þá átt. Það, sem er að gerast í kringum okkur, er, að stórveldi eflast, bandalög mynd- ast, olnbogarúm hinna smáu minnkar, skilyrði þeirra til þess að tileinka sér hlutdeild i framförum skerðast, kæna smáríkis dregst aftur úr hafskipi stórveldi* “ða bandalags." Loks fórust ráðherra svo oi’ð: „Einn mestur stjórnmálaskörungur á' fyrri hluta þessarar aldar sagði ekki alls fyrir löngu, að svo virt- ist nú komið, að helzta ráðið til þess að efla sjálfstæði þjóðarinnar væri að fórna sjálfstæði hennar. Þetta kann að hljóma sem öfugmæli. En orðið sjálfstæði er hér auðvitað notað i tvenns konar merkingu. Átt er við það, að svo virðist sem ein tegund sjálfstæðis verði ekki efld nema á kostnað annarrar." Það niun áreiðanlega engum dvijast, hvað átt er við í þeim ummælum, sem hér er vitnað til. Öll eiga þau að vera óbeinn áróður fyrir því, að íslandi muni farnast bezt með því að tengja kænu sína í haískip Efnahagsbanda íagsins eða jafnvei með því að yfirgefa hana alveg og ganga um borð í hafskipið. Það sé eina leiðin til bættra lífskjara og aukins öryggis. Þeix-, sem hafa áður verið í einhverjum vafa um, að rík- , ísstjórnin stefni að nánari aðild íslands að EBE, hvort heldur sem það vrði kölluð aukaaðxld eða full aðild, þurfa ekki að vera i neinum vafa um það eftir þessa ótvíræðu stefnuskrái'ræðu, sem hún lætur fylgja á sjálfu hundrað ára afmæli þióðminjasafnsins. En skyldi það vera i anda stofnenda safnsins að 100 ára afmælis þess sé minnzt með slíkri sjálfstæðis- og stefnuskrárræðu? Og er það í anda íslenzku þjóðarinn- ar í dag? son er sigiranlepr foríngj Forysta hans mun minna maira á Attlee en Gaítskell. EG VAR staddur í Bretlandi um það leyti, sem Harold Wilson var kjörinn formaður Verkamannaflokksins. Að sjálf sögðu var margt skrifað um hann í brezku blöðin í tilefni af þessu og voru dómarnir um hann ekki allir á eina leið, en þó flestir nokkuð líkir. Eg gerði mér far um að fylgjast með því, sem blöðin skrifuðu um Wilson og ætti ég að á- lykta eitthvað af þessum skrif- um, væri það fyrst, að Wilson virðist líklegur til að reynast farsælli foringi en Geitskell var. Verkamannaflokkurinn virðist sigurvænlegri undir for ustu hans en Gaitskells. Það, sem þeir Geitskell og Wilson áttu sameiginlegt var einkum það,- að þeir voru hag fræðingar að menntun. Munur- inn var hins vegar sá, að hag fræðin hafði gert Geitskell að ofmiklum fræðimanni. Hann batt sig að hætti margra hag fræðinga við viss atriði og skorti því oft víðsýni og sál- rænan skilning. Wilson er hins vegar of víðsýnn gáfumaður til þess að verða þræll hagfræði- kenninganna á þennan hátt- Hann hefur næmari skilning á mannlegum eiginleikum og læt ur það ekki síður móta við- horf sín. Hinn þröngi sjóndeild arhringur Gaitskells, gerði hann að einbeittum og harð- snúnum foringja, en varð þess aftur á móti valdandi, að hon- um gekk illa að samræma mis munandi sjónarmið og halda stórum flokki saman. Það var fyrst seinustu misserin, er hon um virtist hafa vaxið svo víð- sýni, að hann fullnægði þeim skilyrðum, er forusta í stórum flokki útheimtir. Því má segja, að hann hafi fyrst verið að ná fullri viðurkenningu, er hann féll frá. SPÁDÓM4.RNIR um flokks- forustu Wilsons ganga mjög í þá átt, að hún muni minna meira á forustu Attlees en Gaitskells. Attlee sat og hlust- aði á flokksfundum og var ;svo laginn að finna samnefn- ara fyrir hin mismunandi sjón- armið. Gáfur Wilsons eru tald- ar vænlegar til þess að gera honum siíka forustu mögulega. Hins vegar spyrja margir, hvort Wilson hafi til að bera festu Attlees, þegar í odda skerst. Þvj er haldið fram, að hann sé yfirleitt heldur seinn að 'taka ákvarðanir, hugsi ráð sitt vel og beri off lengi vel kápuna á báðum öxlunum. Þetta hafi að vísu ekki komið að sök hingað til, en geti frek- ar orðið það eftir að hann er orðinn flokksformaður og jafn- vel forsætisráðherra. Sú að- staða heimti of skjótar ákvarð- anir. Wilson er og nokkuð talið það til foráttu ,að hann eigi fáa nána kunningja eða vini. Hann blandar ekki geði við menn á þann hátt, þótt hann komi vel fyrir á mannamótum og fundum. Utan hins pólitíska starfs kann hann bezt við sig heima hjá sér eða að vera einn Annars veitir hið pólitíska starf honum litlar tómstundir en hann er starfsmaður mikill Sumir blaðamennirnir telja. Mynd þessi var tekin nýlega af Wilson, konu hans og yngri syni. — Fjölskyldulif Wilsons er sagt mjög goff. að það sé stundum erfitt að átta sig á Wilson. Nokkurn veg inn öllum kemur þó saman um að hann sé hygginn vel og kunni að jafnaði fótum sínum forráð. Hann sé því ólíklegur til að tefla af sér. WILSON er það mikill styrk ur, að hann er viðurkenndur bezti eða annar bezti ræðumað- ur brezka þingsins. Sá, sem keppir hér við hann um fyrsta sætið, er Macmillan. Wilson flytur ekki aðeins snjallar og rökfastar framsöguræður, heldur er manna fimastur i orðasennum, og er oft skemmti lega orðheppinn. Hann er fljót- ur að finna snögga bletti á and stæðingunum og fylgir vel eft- ir. í seinni tið hefur hann mjög sótzt eftir að komast í ná- vígi við forsætisráðherrann og nýlega skorað á hann j sjón- varpseinvígi, líkt og þeir Kenn- edy og Nixon háðu fyrir sem- ustu forsetakQsningar. Heldur virðist líka grunnt á því góða milli þeirra, eins og sést á því, að þegar Macmillan bauð Wilson velkominn sem flokks- foringja í þinginu, gat hann ekki sjállt sig um að bæta því við, að hanri vonaðist til að Wilson mundi una því vel i mörg ár a skipa sæti formanns stjórnarandstöðunnar. Wilson svaraði um hæl að hann von- aðist til að sitja þar nógu lengi til að gera sætið þægilegt fyrir Macmillan. íhaldsblöðin viður- kenndu, að Wilson hefði borið sigur af hólmi í þessum orða- skiptum. - WILSON hefur jafnan tii- heyrt vinstra armi Verka- mannaflokksins. Hann er það heppinn að taka við flokksfor- ustunni, þegar deilur milli vinstra armsins og hægra arms ins í flokknum eru með allra minnsta móti. Flokkurinn er í meginatriðum sammála um stefnuna bæði í utanríkismál- um og innanríkismálum. í utamikismálum virðist Verka*nannaflokkurinn ckki síður líklegur til að ná góðri samvinnu við Bandaríkin en rhaldsflokkurinn, einkum þó á sviði varnarmálanna. Wilson hefuir lýst yfir fullum stuðn- ingi við Nato. Jafnframt hefur hann lýst yfir því, að hann telji. Bandaríkin ein eiga að annnst kjarnorkuvígbúnaðinn, en hin Natoríkin eigi að efla því meira annan vígbúnað. Ha-an vill stuðla að auknum sar.iskiptum við Bandaríkin og samveldislöndin brezku. Hann segist viljg hafa góða sannvinnu við hir Vestur-Evr- ópuríkin, en hins vegar ekki kaupa hana neinum afarkost- um. Hann vill því aðeins taka þátt í EBE, að það starfi á efnahagslegum grundvelli ein- gðngu, en ekki sem pólitískt bandalag, og að þátttakan í því torveldi ekki samskípti við Bandaríkin, samveldislöndin og A.-Evrópu. Hann leggur Sherzlu á, að reynt verði að semja við Rússa um Berlín, og telur viðurkenningu á Austur- Þýzkalandi vel geta komið til greina, ef það gæti greitt fyrir samkomulagi. Strax eftir að Wilson hafði verið kjörinn formaður, bauð Krustjoff honum til Moskvu, en Gaitskell var fcúinn að þiggja boð þangað rétt áður en hann dó. Wilson tók þessu boði B Framhald á 13 siðu | I I I T í M I N N, miðvlkudagur 27. febrúar 1963. t

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.