Tíminn - 28.02.1963, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.02.1963, Blaðsíða 4
F. 9. sept. 1900. D. 27. ian. 1963. Vinarkveðja Vinur. — Lífs þíns gata er gengin. Gatan mikia ráESin, — fengin. Hilla nú upp ljóssins lönd. Engin er nú sorg hjá sundi, svifu burt við endurfundi, þar, sem vina er hlýjust hönd. Þú varst ávallt góð'i granninn gatan til þín rudd var þanninn, þar var hœgt að skella á skeið þó neðra væri klöpp og klungur, kafasnjór og vegur þungur. Hæg var alltaf himinleið. ffitíð varstu þjónninn þarfi þínu búi og öllu starfi, er þú snertir lífs á leið, — Þetta er hollt að muna og meta, manndómsbrautir kunnir feta, þar til lífsins lauk þitt skeið. Stundum brotnar bára á sandi, — barst þér þungur lífsins vandi, er hún bjó þér sorg og sár, þitt var hjartað harmi slegið, þú hafðir iífsins gæfu þegið. Viða falla regans tár. Fleira og meira fékkstu að reyna, fellur sjaldan báran eina. Svo er oft vort lífsins lag. Það er gott að vaxa í vanda, vitnar það um sterkan anda, þá skín sól við dánardag. Þá var lífsins lindin hreina, lokning þinna sáru meina. Vonin björt og trúin traust. Kærleikur á lífsins landi linar þraut. Og „Vinarbandi“ beittir þú og bót af hlauzt. Okkar leiðir lágu saman, létt var yfir stundum gaman, Þá var bjart um hugans heim. Þetta vil ég þakka af hjarta, það er vegaljósið bjarta, þakka og kveð. - Nú guð þig geym, Þórður Njálsson. Sextugur í dag: Árnþór Þorsteinsson framkvæmdastjóri einksskrifstofa hans er aðeins hornkrókur í elzta hluta verk- smiðjubygginganna, þar sem að- eins rúmast skrifborð og, skrif- borðsstóll og einn stóll handa gestum. Er mér ekki kunnugt um, að sumir, sem líkt væru settir og þótt þeir ættu minna undir sér, mundu krefjast veglegri umbúða utan um „tign“ sína, heldur en Arnþór á Gefjun gerir. Ytra prjál er honum einskis virði og senni- lega andstyggðarefni, sem hann mun lengi varast. Er hann þó eng- inn meinlætamaður og metur jarðneska lífið og heimsins gæði alls ekki minna en það er vert. Iðnaður Sambands ísl. sam- vinnufélaga á Akureyri vekur hvarvetna aðdáun fyrir frábæran myndarskap í hvívetna. En Akur- eyrarbæ og íbúum hans er sam- vinnuiðnaðurinn eins og kjölfesta skipi. Án hans væri alveg óvíst, hvort bærinn héldist á réttum kili. Arnþór hefur orðið þeirrar sérstöku hamingju aðnjótandi að stíga með samvinnuverksmiðjun um flest sín heillaspor og öll nú um aldarfjórðungs skeið, einimitt þann tíma, sem þróunin hefur verið örust og framkvkmædirnar mestar. Að setjast niður og ætla að skrifa afmælisgrein um slíkan mann er því ekki áhlaupaverk, því að það væri j rauninni sama og að ætta að skrifa stóran kafla í iðnaðarsögu íslands á mesta fram- faraskeiði landsins frá upphafi vega. borgara sinna, vegna þess al- menna trausts, sem hann nýtur. Um langt skeið hefur hann ver- ið einn af dugmestu framámönn- um Framsóknarflokksins á Akur- eyri, og skal engin tilraun gerð til þess að meta það nákvæmlega, hve mikinn þátt hann á í vaxandi gengi flokksins á Akureyri, en það vita allir kunnugir, að hlutur hans er stór. Og mestur varð hann, þegar þrekmennið Arnþór tók að sér að skipa baráttusætið á bæjarstjórnarlista flokksins í fyrra og vinna þá eftirminnilegan sigur. Er óhætt að fullyrða, að með tilkomu Arnþórs hafi bæjar- stjórn Akureyrar bætzt mannslið, Framhaid a 15. síðu. MINNING: Ragnar Guðmunds- son frá Hrafna- björgum, Arnar- firði Eins og ég 'sagði fyrr, þá hefur Arnþór helgað sig starfi sínu hjá iðnfyrirtækjum SÍS af einstakri alúð og ósérplægni. Hefur hann varazt að dreifa kröftum sínum i of mjög, og er það vissulega til fyrirmyndar. En hins vegar hefur hann ekki komizt hjá því að gefa sig að ýmsum félagsmálum sam- Arnþór er kvæntur Guðbjörgu Kristínu Sveinbjarnardóttur Kjart anssbnar prófasts í Holti undir Eyjafjöllum' og Sigurlínu Gríms- dóttur frá Nykhól í Mýrdal, mikilli ágætiskonu, og eiga þau nokkur manndómsmikil börn. ☆ Arnór Þorsteinsson kom ungur til Akureyrar og gekk í þjónustu samvinnuhreyfingarinnar, sem hann hefur helgað alla krafta sína síðan, og er vafamál, að sam- vinnuhreyfingin hafi eignazt ósér- plægnari, hugkvæmari og dug- meiri starfsmann en Arnþór Þor- steinsson. Það má með sanni segja, að hann sé vakinn og sofinn í störfum sínum, og hjá honum kemst ekkert annað að en heill þeirra stofnana, sem hann hefur verið settur yfir, og sú hreyfing, sem að baki þeim býr. Hann krefst engra fríðinda eða forrétt- inda sér til handa ,og sízt af öllu hefur hann látið glepjast af þeirri fordild, sem víða gætir i^þjóðlífi íslendinga á. þessum síðustu herr- ans árum. Arnþór Þorsteinsson er ráðsmað ur stærstu iðnfyrirtækja á íslandi og hefur umsjón með rekstri, sem nemur milljónatugum, og ræður yfir hundruðum manna, sem vinna í þjónustu þessara fyrir- tækja. Samt er það staðreynd, að Arnþór Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Gefjunar á Akur- eyri er sextugur í dag. Hann er fæddur að Másseli í JÖkulsárhlíð, sonur Jónínu Guðrúnar Arngríms dóttur og Þorsteins Ólafssonar. Rúmlega tveggja ára að aldri fluttist hann með foreldrum sín- um til Seyðisfjarðar og ólst þar upp að mestu. Hann stundaði þar fyrsta skólanám sitt í hinum á- gæta unglingaskóla Karls Finn- bogasonar og las einnig margt ut- an skóla. Á æskuárum vann hann margvísleg störf og þótti þegar afburða duglegur og áhugamikill, en snemma hneigðist hann að verzlunarstörfum og byrjaði að vinna hjá Nathan & Olsen á Seyð- isfirði, og einnig síðar í Réykja- vík. Árið 1930 tók hann að sér framkvæmdastjórastarf' við Öl- gerðina Þór, sem þá var nýstofn- uð, en þegar hún var sameinuð ölgerðlinni Egill Skállagrimsson, varð Arniþór þar skrifstofustjóri og gegndi því starfi til 1935, en þá varð hann framkvæmdastjóri Mjólkursamsölunnar, sém þá var stofnuð. Hann gégndi því starfi þó ekki lengi, því að um haustið fluttist hann norður til Akureyrar og tók við skrifstofu- og sölu- stjórastarfi hjá verksmiðjum SÍS þar niyrðra. Festi Arnþór þær ræt- ur á Akureyri, að ekki hafa slitn- að síðan, og fyrir tíu árum varð hann framkvæmdastjóri Gefjunar og hefur gegnt þvf starfi með sér- stökum ágætum. Arnþór hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum á Akureyri, eink- um hin síðari ár, og á nú sæti í bæjarstjprri Akureyrar fyrir Fram sóknarflokkinn. í Framsóknar- fiokknum hefur Arnþór starfað mikið • og er þar skeleggur for- ystumaður. Arnþór er samvinnu- maðui" af lífi og sál og hefur unn ið að samvinnumálum með þeim hugsjónaáhuga, sem hann á í svo ríkum mli. Sendum um a!lt land Gúmmívinnustofan hf. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 18955 REYNIÐ (snílncnlal OG SANNFÆRIST UM GÆÐIN Hinir heimsþekktu þýzku hjólbarðar STERKIR - ENDINGARGÓÐIR (onlineníal |-hjólbarði hinna vandlátu Ignlincnlal -hjólbarðar eru mjúkir gerir bílinn stöðugri (onlincntal sparar viðhaldskostnað Mlá allar bílategundir (gnlincnlal snjóhjólbarðar lávallt fyrirligg jandi í öllum stærðum (gniinenlal T í M I N N, fimnitudagur 28. febrúar 1963. 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.