Tíminn - 28.02.1963, Blaðsíða 6
Hætt verði að draga menn á
150 þús. króna íbúðarlánunum
Veitt veröi 150 þús. króna lán tii þeirra íbúða, sem byrjað var á eftir gengisfellinguna 1960
Einar Ágústsson hefur á-
samt þeim Ingvari Gísla-
syni, Jóni Skaftasyni, Hall-
dóri E. Sigurðssyni, Sigur-
vini Einarssyni, Jóni Kjart
anssyni, Halldóri Ásgríms-
syni og Helga Bergs lagt
fram tillögu til þingsálykt-
unar um lánveitingar til
íbúðarhúsabygginga. Tillag
an er svohljóðandi:
„Al'þingi ályktar að fela rik-
isstjóminni að gera nú þegar
ráðstafanir til þess að útvega
Byggingarsjóði rikisins allt
það fjármagn, sem þarf, til
þess ag unnt sé án tafar að
veita hámarkslán samkvæmt
lögum til allra þeirra, er sótt
hafa um lán og komið íbúðum
sínum í láns'hæft ástand. Enn
fremur að ríkisstjórnin ákveði
að 150 þús. króna hámarkið,
sem nú er ákveðið í lögum um
lánveitingar Húsnæðismála-
stofnunarinnar, verði látin ná
til íbúða, sem byrjað var á eft-
ir gengisbreytinguna 1960“.
í greinargerð með tHlögunni
segir:
Byggingarsjóður ríkisins
hafði 82 millj. kr. til ráðstöf-
unar á árinu 1962. Þetta reynd
ist algerlega ónóg. Um áramót
in seinustu mun sjóðinn hafa
vantað 92,3 millj. kr. til þess að
fullnægja fyrirliggjandi beiðn-
um. Auk þess hafa á tímabil-
inu 1.1.—15.2. 1963 borizt 190
umsóknir um ný lán og 125 um
sóknir um viðbótarlán. Þá er
nauðsynlegt að veita þeim,
sem hófu framkvæmdir á tíma
bilinu frá gengislækkun 1960
og fram til 1.8. 1961, sama lán
og þeim, sem byrjað hafa bygg-
ingu síðar, þar sem hin mikla
hækkun byggingarkostnaðar,
sem af gengislækkuninni leiddi,
hefur einnig lent á þeim með
fullum þunga. Hinn aukni bygg
ingarkostnaður gerir það enn
nauðsynlegra en áður, að menn
geti fengið hámarkslánin,
strax og settum reglum er full
nægt, en á því hefur, sem
kunnugt er, verið mikill mis-
brestur.
Af því, sem hér hefur verið
rakið, er augljóst, að Bygging-
arsjóður þarf á miklu meira
fjármagni að halda en hann
hafði á s. 1. ári, og því enn
nauðsynlegra, að ráðstafanir
séu hafnar til þess ag tryggja
honum þessi fjárráð.
í tillögunni er ekki bent á
ákveðnar leiðir til að tryggja
sjóðnum þetta fjármagn. Þar
getur verið um margar leiðir
að velja og ekki óeðlilegt að
ríkisstjórnin hafi frjálst val um
þær.
í þessari Ullögu er ekki gert
ráð fyrir hækkun á hámarki
þeirrar fjárhæðar, sem lánuð
er til emstakra íbúða. Ástæðan
er sú. að framsóknarmenn hafa
í öðru þmgskjali flutt tillögu
um heildarendurskoðun lag-
anna um Byggingarsjóð, þar
sem lagt er til, að lánveitingar
til byggingar nýrra íbúða verði
auknar svo, að unnt verði að
lána til hverrar íbúðar af hóf-
legri stærð % hluta af bygg-
ingarkostnaði. Ber að vænta
þess, að niðurstöður þeirrar
endurskoðunar geti legið fyrir
á næsta þingi.
vidskiptahAiaraeherra
VERDUR AD VIDUNDR
Helgl Bergs hafði í gær fram-
sögu fyrir tillögu sinni um hag-
nýtingu síldarafla við Suðurland.
Rveður tillagan á um að ríkis-
stjórnin láti fara fram ýtariega
rannsókn á því, hvemig hagnýta
megi sfldaraflann við Suðurland
é sem beztan og verðmætastan
hátt og gera að þeirri rannsókn
lokinni áætlun um það, á hvern
hátt rflúð geti bezt stuðlað ag því
að upp byggist iðnaður, er vinni
sem fullkonmastar vörur úr þess-
um afla.
Helgi Bergs
sagði þag mikið
framfaraspor þeg
ar tekin var upp
hraðfrysting í
stórum stíl fyrir
20—30 árum, en
síðan er tæpast j
hægt að segja,
að við höfum
tekið upp nýjar j
aðferðir, sem ’
neinni gjöroreytingu hafa valdið. j
Við höldum áfram að salta aflann,;
herða hann og frysta, eins og við j
höfum gert.
Aðrar þjóðir gera meira, þær;
leggja niður í dósir og sjóða nið-
ur, þær reykja og pakka í marg-
vislegar neytendaumbúðir og auka
þannig verðmæti vörunnar stór-
lega. Okkar fiskiðnaður er þannig
einhæfari en flestra annarra, sem
við slíkan iðnað fást, og á það
sjálfsagt sinn þátt í því, að við
getum ekki borgað eins mikið fyr-
ir hráefnið og aðrar fiskiðnaðar-
þjóðir geta gert.
Það er brýnt hagsmunamál að
ráða bót á þessu og efla fiskiðn
aðinn þannig að hann framleiði1
fjölbreyttari og verðmætari vörur !
Við aukum nú tekjur okkar með I
því ag draga sífellt meiri afla úr'
sjónum, án þess að leggja næga 1
áberzlu á að auka það verðmæti,!
sem úr þeim afla er unnið. Við 1
þyrftum að hafa það betur hug-
fast, að með hinni fullkomnu veiði
lækni, sem hefur rutt sér til rúms 1
á síðari árum, þá er vandamál okk
ar ekki lengur fólgið í því fyrst
og fremst að ná aflanum, heldur
í hinu að gera úr honum sem allra
mest verðmæti. Það er auk þess
meira en lítið vafasamt, hve lengi
er hægt að ganga á þag lagið að
euka bara aflamagnið og því verð
ur nauðsymn enn brýnni að auka
verðmæti hverrar aflaeiningar. —
Fiskifræðingar okkar telja, ag nú
séu þorskstofnarnir við strendur
landsins nærri fullnýttir og vafa-
samt sé að gera ráð fyrir, að meiri
sókn í þá geti verið hagkvæm.
Minna er vitað með vissu um
hagi og háttu síldarstofnanna og
hversu mikið er óhætt að veiða
af þeim árlega, og er það hin
mesta nauðsyn, að hig mesta kapp
sé á það lagt að afla fullkominn-
ar þekkingar á þessu sviði.
Með tilkomu fullkominna fisk-
leitartækja, svo og kraftblakkar
og nælonnðta hefur aðstaða til
síldveiða gerbreytzt og síld veið
■«t nú við ýmsar aðstæður, sem áð
ur hefði ekki þýtt að reyna við.
Þannig veiðist nú síld að vetrar-
lagi austur með öllu Suðurlandi og
sjomenn og jafnvel fiskifræðingar
eru þeirrar skoðunar, að þessar
síidargöngui séu árvissar og megi
byggja á þeim veiði að staðaldri.
Alvarlegasr í þessu máli er þó
sð langmest af síldinni fer til
bræðslu og a þann hátt verða fram |
leiðsluverðmætin, sem úr henni
fást, allt of lítil eða lítið brot af
þv< framleiðsluverðmæti, sem fæst
úr hverri tunnu, sem söltuð er,
og enn minna brot af því, sem fæst
með öðrum fullkomnari aðferðum
Hér er því mikið í húfi, að
tanast megi ag vinna sem full-
somnastar afurðir úr þessu mikla
aflamagni.
Suðurlandssíldin er einnmitt tal
in henta mjög vel ti] vmiss konar
vinnslu, sem nýtur vaxandi vin-
sælda á möiKuðunum, s s. súrsun,
reyking o fl. m a sökum þess að
nún er magrari en Norðurlands
síldin.
Ýmiss konar verkun á síldarflök,
um kemur einnig mjög til álita
og komnar eru á markaðinn full-
komnar vélar til flökunar á síld
sem enn kveður of lítið að hér á
landi.
Nú stöndum við frammi fyrir
algerlega nýjum viðhorfum í hafn
arbæjunum á Suðurlandi, ef síld
veiði verður þar árviss atvinnu-
grein, og liggur þá fyrir að taka
afstöðu til þess, á hvern hátt yrði
bezt byggður upp iðnaður á grund
velli þessa afla. Væri þá hin mesta
nauðsyn að nota tækifærið þeg-
ar hægt er ag skipuleggja þennan
iðnað frá grunni til þess að tryggja
sem frekast er kostur skynsamlega
uppbyggingu hans frá byrjun. Sú
athugun, sern lagt er til að fari
tram á þessum málum, verður að
vcra ýtarleg og umfangsmikil. Það
nrr að kalla til ráðuneytis, hina
færustu séríræðinga ekki aðeins
fiskiðnfræðmga og þá sem bezt
kunna skil a markaðsmálunum og
því hverjar vörur er hægast a
selja með beztum árangri. Það
vrrður einnrg að kalla til fiski-
fræðinga til þess að meta það.
hversu traustur grundvöllur þess
ar síldargöngur eru fyrir iðnað-
aruppbyggingu, og láta í Ijós rök-
srtt álit sitt á þvi, að þeir fiski-
átofnar, sem þarna er um að ræða
þoli árlega veiði.
Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamála-
ráðherra, sagði tillögu Helga inn-
antóma yfirborðstillögu, áróðurs-
tillögu með til-
liti til kosninga,
tillögu, sem ekki
væri þinghæf. -
Tillagan væn
um það, hvernig
ríkisvaldið gæti
almennt stuðlað
að auknum síld-
ariðnaði. í þess-
um málum vantar ekki rannsókn-
ir, heldur framkvæmdir og það
er skylda tillögumanns að geta
þess, hvernig hann vildi að stuðn-
ingur ríkisins yrði, hvort meg til-
lögunni væri t. d. átt við að rik-
ið eigi að hjálpa SÍS. Hafi einhver
aðili brugðist í þessum málum, þá
er það SÍS. Þá sagði ráðherrann,
ag hér á landi væru niðurlagning-
arverksmiðjur, en þær væru ekki
nýttar. Þá hefur verksmiðja sú,
sem reist hefur verið á Siglufirði
til niðursuðu og niðurlagningar
ekki gefið eins góða raun og von-
ast hefði verið eftir. Þá sagðist
.Gylfi. . vilja spyrja Helga Bergs
sem eins áf framkvæmdastjóruin
SÍS, hvort ekki væri rétt, að SÍS
hefði borizt tilboð frá sænska sam
vinnusambandinu um aðstog við
að koma hér upp niðursuðuverk-
smiðjum og SÍS hefði athugað mál
ið og komizt að þeirri niðurstöðu,
að ekki myndi borga sig að ráð-
ast í slíka framkvæmd. Sagðist
ráðherrann vita gerla um málði,
ef Helgi vildi ekki svara þessu.
Guðlaugur Gíslason sagði nýtt
viðhorf hafa skapast í útgerðar-
og fiskvinnslumálum á Suður-
landi með tilkomu hins mikla síld
arafla.
Helgi Bergs sagði, að flutning-
ur þessarar tillögu hefði greini-
lega farið í fínu taugar ráðherr-
ans og reitt hann til óskiljanlegr-
ar reiði, sem nú hefði fengið út
rás. Allir viðurkenndu, að ný við-
horf hefðu nú skapazt í þessum
mikilvægu málum, en ráðherrann
teldi enga ástæðu til að fram
fari rannsókn á þeim víðtæku
sviðum, sem hér um ræðir og
fyndist óeðlilegt að rrkisvaldið
hefði þar um forystu. Þetta væri
sérstaklega athyglisvert þar sem
ráðherrann væri einn af forystu-
mönnum Jafnaðarmanna. Þessi
sami ráðherra hefur þó verið að
boða 5 ára framkvæmdaáætlun á
vegum ríkísvaldsins, sem leggja
ætti drögin að uppbyggingunni í
framtíðinni. Þessi framkvæmdaá-
ætlun er reyndar ekki farin að
sjá dagsins ljós ennþá. Nauðsyn
legt yrði þó að telja, að fram færi
rannsókn vegna hinna nýju við-
horfa, sem skapast hafa, áður en
dregnar verða megin línur í ein-
um mikilvægasta atvinnuvegi
landsmanna.
í sambandi við þessi mál og við-
horf ráðherrans væri rétt að geta
þess að ríkið hefði rekið niður-
suðuverksmiðju meg góðum ár-
angri, þ. e. Fiskiðjuver ríkisins.
Það hefði verið ríkisstjórn Alþýðu
flokksins, sem selt hefði fiskiðju-
verið úr höndum ríkisins 1959 i
stað þess að efla fiskiðjuverið og
halda þar uppi tilraunaverksmiðju
í fiskiðnaði.
Þingmenn gætu dæmt um það,
hve smekklegar væru árásir ráð-
herrans á Samband ísl. samvinnu-
félaga í sambandi við þessi mál,
en ekki kvaðst Helgi ætla sér að
standa í yfirheyrslum hjá ráðherr-
anum um rekstur þess fyrirtækis,
sem hann starfaði hjá. Ráðherr-
ann gæti áreiðanlega fengið þær
upplýsingar um starfsemi þess,
sem hann þyrfti á að halda, og
reyndar virtist hann þegar hafa
fengig þær.
Gylfl Þ. Gíslason sagði SlS hafa
borizt tilboð frá sænska samvinnu
sambandinu um að koma hér upp
niðursuðuverksmiðju en SÍS ekki
þekkzt boðið. Verksmiðja SÍS í
Hafnarfirði hefur nær eingöngu
reykt ál og lax og vanrækt síld-
ariðnaðinn. SÍS væri sekt um þá
vanrækslu, sem um væri að ræða
Framh. á bls. 15.
21 Salan
Skipholti 21. Sími 12915
Til sölu vélar í: Dodge ’53
6 cyl, Dodge ’47, Ford ’54,
6 cyl, Ford ’47 8 cyl, Ford
’50 6 cyl, Chevrolet ’52,
Austin 8 ’47, Fordson og
Prefect ’47.
Gírkassar í alla þessa bíla
og ýmsa fleiri.
Housingar Chevrolet ’53
vörubíl tvískiptan, Ford ’47
vörubíl tvískiptan, Chevro-
let ’41 til ’54 einfalt, Ford
’41 til ’47 Chevrolet ’41 til
’52 og Dodge ’52. Ýmsar
grindur og öxlar fyrir kerr-
ur og heyvagna.
í jeppa höfum við fyrirliggj
■ andi vélar, housingar, öxla
! framan og aftan, gírkassa,
millikassa, stýrisvélar,
stýrisenda, bremsuskálar,
kveikjur vatnsþéttar, o. m.
fl.
21 Salan
í Skipholti 21. Sími 12915
T f M I N N, fimmtudagur 28. febrúar 1963.
6