Tíminn - 28.02.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.02.1963, Blaðsíða 14
ESa ef til vill var önnur leið til úrlausnar, sem að minnsta kosti kæmi í veg fyrir ógæfuna. Þegar Rupprecht krónprins hafði fyrst heyrt um samsærið, hafði hann gefið út stutta yfirlýsingu, þai sem hann krafðist þess, að upp- reisnin yrði bæld niður þegar í stað. Nú ákvað Hitler að ' fara fram á það við Rupprecht, að hann miðlaði málum milli sín og Lossow og Kahrs, þannig að mál- um yrði lokið á friðsamlegan og heiðarlegan hátt. Neunzert nokk- ur liðsforingi var sendur af stað í skyndi til Wittelsbach-kastala í nánd við Berchtesgaden og1 skyldi hann flytja þetta viðkvæma mál, en hann var bæði vinur Hitlers og Rupprechts. Þar eð honum tókst ekki að útvega sér bifreið til fararinnar, varð hann að bíða eftir lestarferð, og komst ekki á ákvörðunarstaðinn fyrr en á há- degi, en þá höfðu atburðirnir tek- ið stefnu, sem hvorki Hitler né Ludendorff höfðu gert ráð fyrir né talið mögulega. Hitler hafði skipulagt uppreisn, en ekki borgarastyrjöld. Þrátt fyrir sinn óhemjulega ákafa, hafði hann nægilega stjórn á „sjálfum sér til -þess að gera sér fulla grein fyrir því, að hann hafði ekki yfir að ráða nægilegum liðsstyrk til þess að bera lögreglu og her ofur- liði. Hann hafði viljað gera bylt- ingu í samráði við herinn, en ekki gegn honum. Enda þótt hann hefði virzt blóðþyrstur í síðustu ræðum sínum, og meðan hann hélt þrí- menningsstjórn Bayern í greip sinni með því, að beina stöðugt að þeim byssunni, þá hryllti hann við þeirri hugsun, að mennirnir, sem sameinuðust í hatri sínu á lýðveldinu, úthelltu blóði hvers annars. Sama máli gegndi um Luden- dorff. Hann mundi með glöðu geði hengja þá Ebert „og Co.“ upp, eins og hann sagði við konu sína, og horfa síðan á þá dingla í gálgan um, en hann vildi ekki drepa lög- reglumenn og hermenn, sem a.m. k. í Múnchen, 'rúðu eins og hann á gagnbyltingu þjóðarinnar. Ludendorff bar nú fram við hinn hikandi unga nazistaforingja uppástungu frá eigin brjósti, sem ef til vill gæti enn fært þeim sig- ur, en um leið komið í veg fyrir blóðsúthellingar. Þýzki hermenn, jafnvel þýzkir lögreglumenn — sem aðallega voru fyrrverandi hermenn — myndu aldrei þora að skjóta á hinn fræga foringja, sem leitt hafði þá til sigurs bæði á Austur- og Vesturvígstöðvunum, það var hann viss um. Hann og Hitler myndu halda til miðborg- arinnar með fylgismönnum sínum, og ná henni. Lögregla og her myndu ekki aðeins láta hjá líða að skjóta á hann, heldur myndu þau ganga í lið með honum og berjast undir stjórn hans, sagði hann. Hítler var dálítið vantrúað- ur á þetta, en samþykkti það þó. Það virtist ekki vera um aðra leið að ræða. Krónprinsinn hafði ekki svarað bæn hans um málamiðlun., Klukkan var að verða 11 að morgni hins 9. nóvember, daginn, sem lýst hafði verið yfir lýðveldis- stofnun í Þýzkalandi, þegar þeir Hitler og Ludendorff héldu út úr garðinum hjá Búrgerbraukeller með um þrjú þúsund stormsveitar menn og héldu í áttina að mið- borginni. Við hlið þeirra í farar- broddi gengu Göring, yfirmaður S.A., Scheubner-Richter, Rosen- * berg, Ulrich Graf, lifvörður Hitl- ers og hálf tylft annarra nazista- foringja og foringja Kampfbund. Swastiku-flagg og fáni Bund Ober land voru borin fyrir liðinu Rétt fyrir aftan þá kom hikstandi flutn ingabíll hlaðinn vélbyssum og skytt um. Stormsveitarmennirnir voru með bysaur við öxl, og á sumum byssanna voru byssustingir Hitl- er sveiflaði byssunni sinni í kring- um sig. Þetta var ekki sérlega ógn- vekjandi her, en Ludendorff. sem stjórnað hafði milljónum beztu hermanna Þjóðverja, virtist álíta hann nægilegan fyrir það verk, ■sem honum var ætlað að vinna. Aðeins nokkrum hundruðum metra norðan við bjórkjailarann varð fyrsta hindrunin á vegi upp- reisnarmanna. Sveit vopnaðra lög- reglumanna stóð á Ludwig-brúnni, sem liggur yfir Isar-ána á leiðinni að miðborginni. Göring stökk 32 iiam, avarpaði foringjana og hót- aði að skjóta nokkra gísla, sem hann kvaðst vera með aftast í sveit sinni, ef lögreglumennirnir •skytu á menn hans. Hess og nokkr ir aðrir höfðu safnað saman nokkr um gíslum um nóttina, þar á með- al tveimur ráðherrum, og hafði það verið gert einmitt í þes'sum tilgangi. Hvort sem Göring var að skrökva eða ekki, trúði lögreglu- foringinn auðsjáanlega að hann segði satt, og lét hann fara óáreitt- an yfir brúna með lið sitt. Við Marienplatz mætti Nazista-, flokkurinn miklum mannfjölda, sem var þar samankominn til þess' að hlusta á ræðu Juliusar Strei-' cher, Gyðinga-ofsóknarans frá Núrnberg, sem komið hafði til Múnchen um leið og honum bár- ust fregnir af uppreisninni. Þar sem hann vildi ekki missa af bylt-, . ingunni, lauk hann í skyndingu1 ræðu sinni, og fylgdist með upp- rei'snarmönnum, og hélt fast á I eftir Hitler. sem einr.a helzt líktist vatns- leiðslu, voru samankomnir um eitt hundrað lögreglumenn vopnaðir vélbyssum. Þeir voru á hernaðar- lega mikilvægum stað, og í þetta sinn létu þeir ekki undan og viku úr vegi. Enn einu sinni reyndu nazist- arnir að beita orðum til þess að komast áfram. Einn þeirra, hinn tryggi lífvörðúr Ulrich Graf, gekk fram fyrir hópinn og hrópaði til. lögregluforingjans. „Skjótið ekki! Hans hágöfgi Ludendorff er á leið- inni!“ Á þessu háskalega, úrslita- augnabi:ki mu,ndi þýzkur uppreisn armaður, jafnvel gamall áhuga- glímumaður og hnefaleikari eftir því að nefna hefðarmanninn sín- um rétta titli. Hitler bætti viS: „gefizt upp!, gefizt upp!-‘, en hinn óþekkti lögregluforingi gafst ekki upp. Greinilegt var, að nafn Lud- endorffs hafði engin töfraáhrif á hann, þdta var lögreglan, ekki herinn. Stuttu eftir hádegj fóru upp- reisnarmennirnir að nálgast tak- | markið, hermálaráðuneytið, þar j sem Röhm og stormsveitarmenn j hans voru nú umkringdir af her- j mönnum úr Reichswehr. Hvorki ! umsátursmennirnir, né þeir, sem í umsátrinu voru, höfðu hleypt af einu einasta skoti. Röhm og menn hans voru allir fyrrverandi her- menn, og þeir áttu marga félaga frá vígvöllunum hinum megin við gaddavírsgirðinguna. Hvorugur að- ilinn hafði kjark f sér til þess að úthella blóði. Til þess að komast til hermála- ráðuneytisins og frelsa Röhm, fóru Hitler og Ludendorff með lið sitt í gegnum hið þrönga Residenz- strasse, sem liggur út á hið stóra Odeonsplatz, rétt við Feldherrn- halle. Við endann á þossu stræti, Aldrei var vitað með vissu, hvor aðilinn skaut fyrsta skotinu. Hvor ásakaði hinn. Einn af áhorf- endunum bar síðar, að Hitler hefði skotið fyrst, annar hélt, að Streicher hefði gert það, og fleiri en einn nazisti skýrðu höfundi þessarar bókar frá því síðar, að það hefði einmitt verið þetta verk, sem gerði Streicher svo kæran Hitler. En hvað sem öðru leið, hleypti einhver af skotinu-, og á næsta augnabliki glumdi skothríðin frá báðum hliðum, og kvað um l«ið upp dóminn yfir vonum Hitlers. Scheubner-Richter féll til jarðar helsærður. Göring særðist hættu- lega á mjöðminni. Áður en ein mínúta var liðin, var skothríðinni hætt, en strætið var þegar þakið líkömum hinna föllnu — sextán 43 taka orð hennar alvarlega. Það var ekki fyrr en hr. Twindleham grátbað mig að rannsaka málið, og að auki sú staðreynd, að ég j hafði verið veikur og þurfti aðj hressa mig, og í þriðja lagi verð1 ég að játa eftir að ég las bréfið1 frá Frances um dauða Sylvesters, að mig fór að gruna að þetta væri, kannski „mál“. En eg var þó engan veginnj sannfærður enn og ég vildi ekki! að neinn vissi um ástæðuna að ég, kom til Mbabane. Eg vildi geta' hitt fólkið þar og hlýtt dálítið á kjaftæðið fyrst. Og hvað háfði ég heyrt? Eg hafði heyrt svo mikið um Elisa- beth hjá ungfrú Abby og hr. Twindleham ,að ég bjóst við að verða vonsvikinn. Frances átti ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni, en ég heyrði fljót- lega um Guy og Elisabeth og ,raun ar þurfti ekki annað en gjóta aug- nnum á Guy til að sjá, að honum leið engan veginn vel. Eg uppgötv- aði einnig, að allir karlmenn voru hrifnir af Elisabeth, en konur treystu henni ekki. Eg kynntist Monicu og komst að þeirri niður- stöðu, að hún væri sú manneskja, sem bezt gæti hjálpað mér. Hún var málinu óviðkomandi og hún var skynsöm, ung kona. Auðvitað hafði ég mikinn áhuga á Gertrude Alden, bæði vegna þess að ungfrú Abby og hr. Twindleham voru sannfærð um, að hún ætlaði að myrða Elisabethu. Eg heyrði fljót- lega að um hana voru skiptar skoðanir í Mbabane. Frances þoldi hana ekki, en samt hafði ég heyrt, að hún hefði í fyrstu dáð hana mjög. Monica sagði hreinskilnis- lega, að Gertrude væri drottnun- arsjúln kviidndi og ég myndi fliót.- lega s/:itj<i', við bvað hún ættl. Eg hafCi et'ki skilið það. Aðrir töivðu um hvað frú Alden vært viðmóts- ANDLIT KONUNNAR Clare Breton Smith blíð — gáfuð og svo elskuleg við Elisabethu og kæmi fram við han,a eins og dóttur sína. Eg sat við barinn í klúbbnum og hafði eyrun opin. Það var gagn- legt fyrir mig að kynnast Guy, einkum og sér í lagi vegna þess, að hann var eiginmaður Frances. En því lengur sem ég hlustaði á, það sem aðrir sögðu, því síður varð ég fær um að draga álykt- anir. Dauði ungfrú Abbyar hafði ver- ið ömurlegur — sjálfsagt slys? Dauði Sylvesters var efalaust voða legri. En ég gat ekki komizt til botns í því, hvers vegna hann hafði farið, en ekki Elisabeth á elleftu stundu. Þegar Guy spurði mig, hvort ég vildi þiggja að búa hjá þeim, þá ég strax boðið. Það- var gott fyrir okkur öll. Eg sá að þau áttu í mikl- um erfiðleikum og utanaðkomandi aðili gat ef til vill létt andrúms- loftið. Það gaf mér einnig tóm til að fylgjast nánar með Frances. Loks komst ég að þeirri niður- stöðu, að hún þjáðist af tauga- veiklun á háu stigi. Eg taldi, að hún leyndi hatri sínu á Elisabeth með því, að þykjast hata frú Ald- en. Hún þorði ekki að láta Guy komast að því, að hún hataði El- isabeth, því að þá hefði hann að eilífu verið henni glataður. Því taldi hún viturlegra að hata frú Alden. Eg varð mjög hrifinn af Ger- trude Aldcn. Hún var gáfuð, víð- I förul, skemmtileg. Það var mjög fróðlegt að heyra hana segja frá Afríku og siðum hinna innfæddu. Eg komst að þeirri niðurstöðu, að hún — án þess að vita það sjálf — stryki einstaka manneskjum öfugt um hárið og það væri þess vegna að þeim gazt ekki að henni. I Það var fyrir milligöngu Mon- icu, að ég hitti ELisabeth. Eg var j sannfærður um að í ljós kæmi, að hún væri ósköp hversdagsleg, | ung stúlka. Hversdagsleg! Hún var eins og skínandi ljós, sem lýsir j upp hið dimmasta skot. Augu hennar voru full af sorg og trega, ; en sýndu jafnframt greind, sem 1 ekki fylgir oft slíkri fegurð. Hún ■ var hæversk, þokkafull og í hæsta I máta töfrandi. Það var einhver sérstakur blær yfir henni, sem ég I skildi ekki í fyrstu hvað var. . . . Eitthvað barnslegt og . . . I Við fórum ekki í samkvæmið, eins og Monica hafði ráðgert. Við ■sátum kyrr og töluðum saman í staðinn. Það var erfitt að stilla sig um að horfa á hana. Hverj einasta hreyfing hennar ,töfraði! mig. Eg reyndi að hlæja að sjálf- um mér. Á mínum aldri! Eg var i enginn óreyndur hvítvoðungur.. jEða var ég það? Eg fann til kyn- legrar feimni í návist hennar —1 Jmig langaði til að hafa áhrif áj 'á hana . . , Hún talaði um allt annað en afa sinn. Eg reyndl nokkrnm sinnum, en hún varð frávita, og loks varð ég að gefast upp. Og svo rann upp fyrir mér ijós,; ég fann orðið sem ég hafði ekki áttað mig á og sem gæti lýst Elisa beth. Hún var tuttugu og eins árs. Eg vissi, að hún hafði verið gift í fjögur ár. Samt sem áður var ég sannfærður um, að hún hefði aldrei tilheyrt karlmanni. Það myndi varpa ljósi á svo margt. Að- dráttarafl hennar á karimenn, og algert grunleysi hennar um þau áhrif, sem hún hafði á karlmann. Eg biygðaðist mín hálft i hvoru, þegar ég neyddi hana til að með- ganga, að hjónaband hennar hefði aldrei verið raunverulegt hjóna- band. Eg hugsaði með mér, að Sylvester hefði efalaust verið ein- stakur maður, en ekki sérlega kænn. Eg fékk tækifæri til að taia við frú Alden, þegar ég ók Elisabeth faeim á búgarðinn. Eg hafði ófús orðið vitni að því, þegar hún kast- aði sér í fangið á Guy, eftir frétt-1 irnar um dauða manns síns. En | reiði mín dvínaði, þegar ég skildi, ■ hversu óhamingjusöm hún var. Ogl ég skildi enn betur. hvað hún var, barnslega saklaus. Það var sak- j leysið, sem gat reynzt henni hættu legt. Frú Alden og ég höfðum um nóg að tala. Það kom j Ijós, að við höfðum bæði verið í Esther- í Surrey. Eg sagði henni ekki, hvað ég hafði haft þar fyrir stafni. En ég bjargaðl tmgri stúlku, sein lent hafði ! klainlri frá að »era dæmd fvrir n Það hftfði lltíð aLvarlega út fyrir henni, en sem betur fór, komst ég á spor, svo að tókst að hafa upp á hinum raun- veruiega morðingja. Það var skömmu eftir, að frú Alden hafði fengið smákast, að Monica sagði mér frá fyrirætiun- um Gertrude, að fara til Rhodesiu. — Er það ekki dásamiegt! EL- isabeth verður loksins frjáls. Það var dásamlegt, og það virt- ist eyða öllum grun, sem ungfrú Abby og hr. Twindleham höfðu haft á Gertrude um illar fyrirætl- anir hennar. Á leiðinni út á búgarðinn rif- umst við Frances heiftarlega. Eg var ruddaiegri við hana, en é% hafði ætlað mér, en ég reyndi að- eins að koma henni í skilning um, hversu brjálæðislegar ásakanir hennar voru og hvernig þær gætu eyðiiagt allt fyrir henni. sjálfri. Þegar ég hitti Élisabethu aftur, varð mér ljóst, hve mikiis virði hún var mér. Eg reyndi að tj'i henni tilfinningar mínar, en tæki- færi gafst ekki — Nicholas! Rödd Frances vakti mig upp úr hugleiðingum minum. — HádegisverðuriTm er ti; reiðu og á eftir vill Carmichal majór tala við okkur Við töluðum •'!cVert saman rneð an við borð "'iuin ^ances sneri'. varla á inatnum og i'd erfitt með að sitja kyir rifV:,' hKt'.gdl ég ti sJúkrahúsnriTis rar kom- iji til ,;í. Vsfði tpwti «rftir. .Ettjd' V.-4 . i.!,r r-inni: T Í M T N V. fimmtrtd»jur »*. lÞfi? 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.