Tíminn - 28.02.1963, Blaðsíða 16
Þýf i þrlggja stráka
60 þúsunda virði
Vorspá
í hrogn-
kelsi
BÓ-Reykjavík, 26. febrúar.
NÝLEGA mátti lesa f Politik-
en, að hrognkelsi væru örugg-
asti vorboðinn. Þegar hrognkelsi
færu að veiðast, þá kæmi vor
háifum mánuði til þrem vikum
siðar.
Veitingamaður í Fjerritslev,
Munksgaard að nafni, uppá-
stendur þetta í viðtali við
fréttamenn, og segir það ekki
hafa brugðist nema tveim sinn
um á 32 árum. Einhvemtíma
spáði hann á hrognkelsi í 17
stiga gaddi við mikil ísalög,
eins og nú er í Danmörku, og
það brást ekki. Eftir röskan
Er nokkuð að marka hann hér?
hálfan mánuð kom vorið.
Danir gerast nú langþreytt-
ir á kuldanum og biðía sjálf-
sagt guð fyrir scr, að hrogn-
kelsaspádómur vertsins í Fjer-
ritslev nái fram ag ganga.
Við höfum spurt hrognkelsa-
veiðara hér, hvort þeir marki
nokkuð í þessu tilliti, en þeir
kváðu nei við. Rauðmagi er nú
farinn að veiðast fyrir norðan,
á Húsavík og Dalvík og hver
veit nema hann flýti fyrir vor-
inu.
ED-Akureyri, 27. febrúar.
LÖGREGLAN hér á Akureyri hef-
ur undanfarið upplýst marga þjófn-
aðl og voru flestir þeirra framdir
af þremur ungum drengjum. Verð-
mæti þýfisins, sem drengirnir höfðu
komizt yfir, er þeir náðust, nam ná-
lega 60 þúsundum króna.
Frá því í október og fram í jan-
úar hefur verið allmikið um þjófn
aði hér á Akureyii. Nú hefur tek-
izt að upplýsa fimmtán þeirra.
Fjórir voru upplýstir fyrir nokkru,
og nú nýverig ellefu. Að þessum
elelfu stóðu þrír kornungir piltar
sem allir hafa nú játað sök sína.
FÆREYJAVAKA
í KÓPAVOGI
Norræna félagið í Kópavogi,
sem stofnað var í vetur, mun efna
til fyistu samkomu sinnar í Félags
heimilinu í Kópavogi n.k. sunnu-
dag 3. marz kl. 8,30 s.d. Er þetta
Færeyjavaka, og er vel til hennar
vandað. Sverrir Dal, þjóðminja-
vörður Færeyja, sem staddur er
liér á landi, mun verða gestur vök
unnar og sýna þar kvikmynd frá
Færeyjum og skýra hana. Einnig
munu verða lesin færeysk ljóð
og fleira gert til þess að minna á
og kynna færeyska menningu. —
Verðmæti þess, er þeir hafa
stolið nemur alls yfir fjörutíu þús
und krónum, þar af 12 þúsund í
peningum, en auk peninganna hafa
þeir stolið miklu af verkíærum
og vörum. Auk þessa þýfis fund-
ust hjá piltunum vörur fyrir um
sextán þúsundir króna, sem aðrir
höfðu stolið, en strákarnir fundið
og hirt.
Auk krafanna um þýfið liggja
nú einnig fyrir skaðabótakröfur
vegna spella fyrir mörg þúsund
krónur.
EKKI NEIN SJOSLYSI
TVO HÆTTUMÁNUDI
MB-Reykjavík, 27. febrúar
Þegar þetta er skrifað, er aðeins I
EÍNVÍGI
í SKÁK
EINVÍGI þeirra Friðriks Ólafsson-
ar, sfórmeistara, og Inga R. Jóhanns
sonar, skákmeistara NorSurlanda,
um heiðurstitilinn „Skákmeistari
Reykjavíkur 1963" hefst á morgun
kl. 8 í Snorrasainum að Laugavegi
18.
Ákveðið hefur verið að skák-
meistararnir tefli fjórar einvígis-
skákir.
í Snorrasalnum fer sjálf keppn-
in fram. Þar verður tveimur sýn-
ingartöflum komið fyrir, og geta
áhorfendur fylgzt með gangi skák-
arinnar jafnharðan og keppendur
lireyfa skákmennina á borði sínu.
■ Framh. á bls. 15
einn dagur eftir af febrúarmánuði
og fyrstu tvo mánuði ársins hefur
ekkert sjóslys orðið, það er að
segja ekki drukknunarslys. Bana-
siys hefur að vísu orðið um borð
í skipi, en af öðrum orsökum. j
Þessir tveir mánuðir hafa samt j
yfirleitt verið einhverjir mestu:
slysamánuðii ársins á sjó, enda þá
verstu veðra von. Séu til dæmis
síðustu fjögur ár tekin þá kemur
í ljós, að árið 1959 farast 43 menn
á þessum tveim mánuðum, 1960
farast 6, 1961 fórust tveir og
1962 fimm. 1
Að vísu er enn allra veðra von
og marzmánuður hefur löngum ver
ið skæður, en vonandi fylgir hann
íordæmi tyrirrennara sinna
tveggja á þessu ári, hvað sjóslys
áhrærir.
:
19 BYLITENGD
jlB
HSiiil
í
:::::::
:Íl|pijlijj»
ED-Akureyri, 27. febrúar.
Einhvern næstu daga verða 19
býli í Fram-Eyjafirði tengd Raf-
magnsveitum ríkisins á orkuveitu j magn á bæi
svæði Laxáivirkjunarinnar. Er þá 1 árdal.
lokið framkvæmdum í Eyjafirði
framan Akureyrar samkvæmt á-
ætluninni, en ennþá vantar raf-'
Sölvadal og Garðs-!
Vetramki vii Eiifeiturninn
PARÍS hefur fengið sinn skerf
af vetrarrikinu i ár, ekki síð-
ur en aðrar borgir í Evrópu. Þar
hefur fallið ckki svo lítill snjór
síðustu dagana, og Parísarbúar
hafa tekið fram skíðin og stunda
vetraríþróttir inni í borginni og
í næsta nágrenni hennar. Það
væri að vísu ofmælt að segja, að
París sé orðin eins mikil skíða-
borg og bæir Alpafjalla, en þeir
eru samt margir, sem nota tæki-
færið til hollrar útivistar, þegar
elcki þarf að sækja að heiman
til ánægjunnar. Nágrenni Eiffel-
turnsins er með vinsælustu skíða
svæðunum í París og hér sjást
nemendur úr verzlunarskóla ein
um á skíðum undir þeim marg-
fræga turni.
I
W
■?< ■!*- ,
is
"iiiij
LISTI LÝDRÆÐISSINNAÐRA
VINSTRI MANNA f IÐJU ER:
C-LISTI