Tíminn - 09.03.1963, Blaðsíða 1
58. tbl. — Laugardagur 9. marz 1963 — 47. árg
í GÆR var peysilfatadagur< í Verzlunarsknlaniim. en það er gamall siður nemenda í IV. bekk, að
skrýðast viðhafnarbúningi einhvern góðviðrisdag í síðasta mánuði fyrir próf og fara syngjandi
um götur borgarinnar. Blaðið spurði Jón Gíslason, skólastjóra um þennan sið, er hann kvað
hafa loðað við í skólanum svo lengi, sem hann rekur minni tii. Hann kvaðst hafa furðað sig á,
hvernig nemendum tækist að komast yfir þá búninga, sem heyra þessum sið og spurzt fyrir
um útvegun í skólanum í gærmorgun. Nemendur sögðu engan veginn fyrirhafnarlaust að kom-
ast yfir búningana og stundum væru sömu fötin fengin að láni ár eftir ár. Strákarnir kvörtuðu
undan skorti á pípuhöttum, en höfðu veður af, að tollur á þeirri gerð höfuðfata mundi lækka á
næstunni. og kæmi það IV. bekknum til góða næsta ár. — (Ljósm.: TÍMINN-RE).
VEGABRÉF
A AD TAKA
UPP í VOR
KH-Reykjavík, 8. marz.
Löngum hefur verið
kvartaö undan því, hve
erfitt væri að framfylgja
öiium þeim boðum og
bönnum, sem ugnlingum
eru sett í skemmtanalíf-
inu, vegna þess að ekki
hefur verið hægt að krefj
ast skilríkja af þeim. Nú á
loks að bæta úr þessu, og
standa vonir til, að vega*
bréfaskylda unglinga, og
eitthvað fram eftir aldri,
verði komin á innan
skamms.
Til þessa hefur aðeins verið
hægt að fá vegabréf, en ekki
skylda. Dyravörðum skemmtistaða
og annars staðar hefur verið leyfi
legt að neita unglingum um inn-
göngu eða aðra þjónustu, hafi þeir
verið í vafa um tilskilinn aldur
og viðkomandi ekki getað sýnt
skilríki. En erfitt hefur reynzt að
framfylgja aldurstakmörkunum,
'ig hefur það ekki sízt komið í ljós
í sambándi við áfengiskaup. Verða
margir, sem fagna væntanlegri
vegabréfaskyldu.
Reglugerð um vegabréfaskyldu
hefur verið í undirbúningi í dóms-
málaráðuneytinu um nokkurt
skeið, en nú mun hún vera langt
komin. Ekki mun þó vera að fulln
Framh. á bls. 15.
BÆJAR
STJÚRI
RÁÐINN
JÞ-Seyðisfirði, 8, marz.
f igærkvöldi náðiist loks sam-
komulag milli fulltrúa fjögurra
lista í bæjarstjórn Seyðisfjarðar-
kaupstaðar um stjór.n bæjarmála
á yfirstandandi kjörtímabili. Bæj-
arstjóri verður ráðinn Hrólfur
! Ingólfsson, framkvæmdastjóri í
I Vestmannaeyjum. Þeir, sem að
' samkomulaginu standa eru: Af A-
listia Gunnþór Bjömsson, af B-
listia Jó,n Þorsteinsson, af G-Iista
Steinn Stefánsson og af H-lista
Kjartan Ólafsson og Emi'l Emils-
son. Ákveðið er, a'ð ganga frá ráðn
ingu bæjarstjóra á næsta bæjar-
stjórnarfundi.
KEYPTU RETT I KLAK
STOD SINNIA 1,7 MILU
HRÓLFUR INGÓLFSSON
JK-Reykjavík, 8. marz.
Ríkið hefur nú keypt
jörðina Mógilsá í Kolla-
firði fyrir 1,7 milljónir
króna, eöa aöeins 300.-
000 krónum ódýrar en
Jón Erlendsson bóndi
vildi fá fyrir hana. Kaup-
in voru gerð fyrir nokkr-
um dögum.
Þar með hefur ríkið eignast all-
an veiðirétt í laxaklakstöð sinni í
Kollafirði. Skapast nú fyrst mögu
ieiki á að nýta þessa aðalklakstöð
íandsins, er ríkig á alla Hvítá og
einnig strandlengjuna út með
Kollafirði að norðanverðu.
Til þess að nýta jarðarkaupin
;>em bezt hefur verið afráðið, að
skógrækt rikisins fái mestan hluta
jarðarinnar og setji þar upp til-
raunastöð. Mógilsá á allt land í
hlíðum Esju frá jörðinni Kolla-
firði og út að Esjubergi, og er
það land talið akjósanlegt til til-
rauna með skógrækt í mismunandi
hæðt, því að Esjan skýlir fyrir
norðanáttinni.
Ríkið keypti jörðina Kollafjörð
í ágúst 1961 fyrir offjár. Veiði-
málastjóri hefur síðan látið setja
þar upp fullkiomna klakstöð í
fjárhúsi og fjósi bæjarins. Ætlun-
ín var, að þarna yrði fullkomn-
asta klakstöð landsins og miðstöð
íaxauppeldis Áin Hvítá, sem renn
ur á mörkum Kollafjarðar og Mó-
gilsár, reyndist hins vegar vera of
,'itil fyrir klakstöðina, auk þess
sem bóndinn á Mógilsá átti hálf-
an veiðirétt í ánni. Nú hefur rík-
íð eignast Hvítá og allt vatnasvæði
hennar og er nú hægt að veita
ollu rennandi vatni þarna í eina á.
svo að nægilegt vatnsmagn fáist
íyrir stöðina.
Hljómsveitarstjórinn
missti niður um sig!
NTB-Lincoln, Bretlandi,
8. marz.
MAURICE nokkur JACOBSON,
67 ára gamall, er söngstjórl I
Bretlandl. í dag átti hann aS
stjórna barnakór á kirkjutónlist-
arhátiS í Lincoln. Hann hóf upp
armana, og um leiS féllu bux-
urnar niSur um hann. Áheyrend
ur ætluSu aS rifna af hlátri, en
kórinn söng áfram eins og ekk-
ert hefSI I skorizt, SíSan hélt
Jacobson buxunum upp um slg
meS annarrl hendi, en beitti
hinni til aS stjórna kórnum, sem
i voru 400 manns.