Tíminn - 09.03.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.03.1963, Blaðsíða 8
ÉliflHEl Hugsanir heillar þjóSfélagsstétlar felldar f sama farveg. HEILAÞVOTTURINN — eða skoðanamótunin, eins og Kínverjar kalla hann — var upp tekinn vegna nauðsynjar á því að kenna stríðsföngum rétt fræði. Koumintang-hermenn, sem teknir voru til fanga í borgarastyrjöldinni, sættu ó- væntri mildi í allni meðferð. Eftir nokkurn fangatíma var 'þeim ráðlagt ag „spýta gall- inu“, þ. e. segja frá þeirri þjónkun, sem þeir hefðu orðið að sæta. Þeir voru fengnir til þess að „grafa fyrir ræturnar“ o. s. frv. þ. e. a. s. að viður- kenna, að félagslegar orsakir lægju til þjáninga þeirra. Loks. var þeim gefið færi á að ganga í ,,Eins-hjarta-hreyfinguna“ — það er að segja til þjónustu við kommúnismann. Liðsforingjar fengu einstakl- ingsibundnari umönmm, og á grundvelli reynslunnar, sem af því fékkst, var sett sama kerfi til hugarfarsumskipta hjá menntamönnum á Yena-tíma- bilinu 1935—-1945. Byrjag var eftir rússneskri fyrirmynd. Há- skólarnir í Yennan voru eft- irmyndir Sun-Yat-Sen-háskól- ans í Moskvu. Vegna einangr- únar og vöntunar á námsefni, þróaðist sjálfsathugun í náms- aðferðum, og hún hefur síðar tekið skoðanamótunina á sina arma. Úrslitaskrefið að full- komnun þessarar aðferðar var stigið í umskólun innan flokks ins 1942—1945. Eftir það varð skoðanakennslan fastur þáttur í starfi flokksins. Sumar fyrirmyndir þessarar hugarfarsmótunar eru greini- lega rússneskar. Kgnnisetning- in, gagnrýni og. sjálfsgagnrýni, játningaáátríða, samsekt 'í glæp um — allt þetta átti sér stað i Rússlandi, áður en það var við- tekið í Kína. Einkum var á- herzla sú, sem lögð er á sam- sektina og syndina, þáttur, seih aldrei hefur átt rætur í kín- 11. og síðasta grein SVEN LINÐQVIST versku hugarfari eða erfðavenj- um, en hefur flutzt inn frá hinum Gyðing-kristna hug- myndaheimi í Rússlandi. I Rússlandi var skoðana- kennslan eins konar sakarlúkn- ing, en 'í Kína hefur henni verig beitt til þess að breyta viðhorfi heilla þjóðfélagsstétta — menntamönnum. Grundvöll ur þessa er að sjálfsögðu hin rótgróna þörf Kínverjans til þess að vera í samræmi við sam félagið og eiga heima í hópi eða fólagi. Þetta má orða á þessa leið: Kínverjinn gerir fúslega játningar, sem unnt er að dýpka með hugarfarsmótun. — Sjálfsbetrunarkenningin, sem er kjarninn í fræðum Konfúsí- usar, á vafalaust sinn ríka þátt í þessu. Bæði Konfúsíus-isminn og kommúnisminn gera ráð fyr ir því, að maðurinn eigi og geti bætt sjálfan sig, fyrst og fremst meg viðleitni til þess að bæta umhverfi sitt, og síðan samhæfa sjálfan sig nýjum að- stæðum Kenning Konfúsíusar var sú, að maðurinn ætti að geta „fylgt óskum þjarta síns, án þess að misstíga sig“. Hann áleit þó, að þurfa mundi sjö- tíu ára viðleitni að ná þvi marki. Og sá, sem trúir Konfús- íusi, á ekki við neina lauslega skýrgreiningu á persónuleikan- um með þessu, heldur þjálfað- an hæfileika til þess að geta tekizt á herðar þær skyldur, sem krafizt er. ★ ÉG JÁTA. Eftir valdatöku kommúnista flokksins 1949 voru hinir svo- nefndu byltingarháskólar flutt ir til Peking og þar voru stofn- aðir fleiri. Það var gert að skil- yrði starfa í þágu hins nýja ríkis að hafa verið á skyldu- námskeiði í einhverjum þess- ara háskóla. Á námskeiðum þessum var nemendum skipt í litla hópa og fyrstu dagana var hópnum leyft að lesa og nema eins og menn vildu sjálfir. Stemmningin var mikil, áhuginn góður og traust ið einlægt. Sjálft námið,var haf ig með geysilöngum fyrirlestri um marxistíska söguskoðun. — Eftir það voru einstakir þætt- ir fyrirlestrarins ræddir í smá hópum í eina eða tvær vikur. Stjórnendum námskeiðsins var ætlað að vera mjög hlutlausum fyrst í stað en hvetja til frjálsra umræðna. Eftir ákveð- inn tíma, nokkrar vikur, var krafizt nákvæmrar .greiningar á viðhorfi og framkomu nem- enda. Allir nemendur urðu að skrifa „hugsanaágrip" sem síð- an var rætt og gagnrýnt í náms hópnum. Gagnrýni leiddi af sér andgagnrýni, og samræmið „Þu skalt elska þjóSina”, hét fyrsta grein SVEN LINDQVIST, og hann lokar hringnum með því aS segja frá kerfinu, sepi kennir ungum aS afneita feðrum sínum TÍMINN. laugardaginn 9. marz 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.