Tíminn - 09.03.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.03.1963, Blaðsíða 9
sem ríkt hafði, leystist um sinn upp í andstæður. Sumir stúdentanna reyndust nú vera flokksfélagar, og þeir urðu nú virkari og reyndu að vekja áhuga og hugsjónahrifí) ingu. Þrýstingur jókst, og ekki aðeins hugmyndir, heldur líka rætur þeirra voru teknar til athugunar. Eins konar keppni hófst og rak menn á- fram. Reyndi ernhver að draga af sér, var rætt alvarlega við hann í einrúmi, og einhver leið- togi námskeiSsins grandskoðaði hugmyndaheim hans með sam tölum og reyndi að leysa úr vanda hans. Sumt ungt fóik varð haldið eins konar hrifn- ingarvímu. Þeir, sem reyndu að þoka sér út úr straumnum, fengu umvöndun á fjöldafund- um námskeiðanna. Allt námskeiðið stefndi að lokajátningu, alveg eins og meðhöndlunin í fangelsunum. TU játningarinnar var mönn- um ætlag ráðrúm í tíu daga, og játningin var síðan rædd í hópnum, og síðar urðu allir að veita ábyrga viðurkenningu á játningu hvers og eins með undirskrift sinni. Þetta plagg verður síðan fylgiskjal manns- ins alla ævina, og yfirmenn hans nota þag síðar til mats á manninum. í skýrgreiningu sinni á sál- fræðUegum þáttum í þessari hughvarfakeðju, bendir Robert Lifton á þýðingu þess, að þátt- takendur eru oft látnir afneita feðrum sinum. Lifton álítur, að varla sé unnt að ofmeta þá þýðingu, sem sonarlotningin hefur haft í kínverskum erfðavenjum. — Skyldan við foreldrana var bjarg í lífi hverrar ungrar manneskju. í hinni fastmótuðu Kína»menningu hafði engin æskubylting unnið sér hefð, og þar var því heldur ekki um að ræða neina eiginlega æsku- menningu. Ungt fólk hafði ekki meg sér félög og lét hvergi að sér kveða í samfélaginu. Tog- streitan milli ungra og ald- inna var engin eða aðeins i leynum. Þessi fjötrun allra til- hneiginga til breytingar á fjöl- skylduvenjum, hefur að sjálf- sögðu viðhaldið kyrrstöðunni í kfnverskri menningu. Byltingahreyfingar í upp- hafi tuttugustu aldar voru ekki aðeins stjórnmálalegar, heldur einnig sálfræðilegar — þær voru uppreisn æskunnar gegn hinu hefðbundna foreldra valdi. Nú vildi æskan slita fjötr ana í skyndi, og það var óhugs andi, að slík skyndibreyting gæti átt sér stað án harðra á- taka. Sú kynslóð, sem losnar, ber merki þess, að lausnin úr venjufjötrunum og þörfin til uppreisnar knýja hvor aðra fram í sakbitnu ráðleysi. Kerfi hugarfarsmótunafinn- ar urðu að taka þessar tilfinn- ingaleifar frá hinni arflægu for eldradýrkun til meðferðar. — Flokkurinn varð að fullnægja bæði uppreisnarþörfinni og dýrkunarþörfinni. Með því að afneita valdi föður síns, fær sonurinn útrás uppreisnarþrár sinnar, og um leið slítur hann tengslin við hig liðna að veru legu leyti, og afneitar — oft, bæði raunverulega og tákn- rænt — áður viðteknum menn ingararfi og byggir á nýjum grunni. Samtímis krefst flokk- urinn dýrkunar hans og full- nægir þeirri þörf hans, sem erfðavenjan hefur myndað. Nú eins og áður er þess krafizt, að hann sé trúr og hlýðinn, fórn- fús og agasamur — lotningar- fullur sonur hins nýja stjórn- kerfis. Að lokinni hugarfars- mótun beitir þessi sonur kom- múnismans erfðabundinni holl- ustuhneigð stani í þjónustu trú ar sinnar á framfarirnar. Lifton vekur einnig athygli á þeim atriðum, sem takmarka möguleika hugarfarsmótunar- innar til þess að umbreyta fólkinu. Slík umskipti verða ekki sárs aukalaus. Þau krefjast undir- okunar verulegs þáttar per- sónuleikans, og það magnar hjá sumum beiskju, sem getur blossað upp, þegar minnst var- ir og valdið gagnstæðri hugar- farsbreytingu. Þetta virðist ein mitt hafa átt sér stað í ríkum mæli á „hundrað blóma vor- inu” — 1957. Vegna sjaldgæfni sinnar vek- ur sérhver röksemd, sem geng ur gegn línu skoðanamótunar- innar, mjög á sér athygli. Ef árangur skoðanaskiptanna á að verða varanlegur, verður að loka leiðum slíkra röksemda, og það er allt annað en auðvelt á vorum dögum. Þannig virðist ókyrrðin meðal stúdentanna í Peking vorið 1957 hafa átt upp tök sín í því, að nokkrir stúd- entar lásu ákæruræðu Krústj- offs á hendur Stalín í bóka- safnseintaki af brezka komm- únistablaðinu Daily Worker. — Sams konar göt geta dottið á net skoðanaaðhaldsins, þegar umhverfið sýnir hrópandi mótsagnir við kennisetningar áróðursins, og það hefur átt sér stað í Kína — ekki sízt á síðustu árum. ★ SKOÐANAMÓTUNIN OG KREPPAN. Árangurinn af skoðanamót- uninni minnkar eftir því, sem aðferðinni er beitt oftar við sama mann. Ef reynt er hvað eftir annað að móta hug sama manns, vex uppgerðarhæfni hans hraðar en stjórnmálahrifn ing. í Kína hittir maður ósjaldan fólk, sem augsýnilega hefur verið „heilaþvegið", einkum aldraða menntamenn, og verð- ur þess áskynja, að dapurt og hvarflandi augnaráð ásamt auð mýktarframkomu ber því vitni, að það hefur beðið sálrænt skip brot. Mjög oft hittir maður einnig ungt fólk, sem er blind að af ofurást á flokknum. í hrifningarvímunni hefur stjórn málasannfæringin tengzt náið tilfinningahita kynþroskaskeiðs ins. En enginn byggir nútíma heimsríki á þessum mannteg undum. Síðan Robert Lifton lauk at- hugunum sínum á aðferðum skoðanamótunarinnar, hafa þær verið samræmdar og felld ar að reglum. Það er ekki leng ur krafizt hinnar algeru um- skipta, sem talið var áður að ættu ag verða á öllum „hugs- andi“ mönnum eftir valdatöku kommúnista. Nú fer stjórn- málafræðslan fram sem fastur þáttur í skólastarfinu og at- vinnulífinu. Það var á tímum „stóra stökksins", sem menn reyndu síðast að kalla fram al- ger, persónuleg umskipti. Nú hneigjast menn jafnvel að því, að þessi aðferð sé hættuleg og beiting hennar hafi verig mis- tök. Kreppa síðustu ára í Kína hefur augsýnilega dregið úr ár- angri skoðanamótunarinnar. — Stjórnin hefur beðið ósigur. sem áróður getur ekki þurrkað út. Fulltrúar flokksins og stjórnarinnar geta því ekki lengur borið fram kröfu um hviklausa trú á óskeikulleik valdhafanna. Kreppan hefur meira að segja leyst margt Framh á bls 15 TÍMINN, laugardaginn 9. marz 1963 UNGMENNAFÉLÖGIN í Árnes sýslu hafa í vetur tekið til flutn- ings allmörg leikrit. Eins og kunn ugt er hafa verið byggð þar mynd- arleg félagsheimdi sem kalla á aukna félagsstarfsemi, sem er haldið uppi með loflegum áhuga, þrátt fyrir fámenni og miklai* arnir í sveitunum. Margar þessar leiksýningar hafa verið með ágæt- um, enda. víða orðið sviðvant fólk, sem stundað hefur nokkra leiklist um margra ára bil. Þá hafa sum ungmennafélögin ráðizt í það að fá æfða leikara til tilsagnar og leiðbeininga. En það er nú svo að þess háttar aðstoð fyrir fámenn byggðarlög er afar dýr, svo að þau fá'varla undir risið. Hér er vandamál á ferðinni, sem þarf að finna lausn á. — Að visu er það svo ag viðurkennd leikfé- lög út um land fá nokkurn styrk af almannafé, en hæpið er að slíkt nái til allra er vissulega þyrftu á slíku að halda. Væri ekki hyggilegt að fela Þjóðleikhúsinu að annast um aðstoð við ung- mennafélög, kvenfélög og önnur þau félög, sem hafa áhuga og að- stöðu til að halda uppi leiksýning- um. Væri Þjóðleikhúisinu greitt úr ríkissjóði fyrir þessa aðstoð, þannig að þeir sem aðstoðar nytu þyrftu ekki að greiða nein laun, heldur aðeins uppihald leiðbein- enda. Þá gæti Þjóðleikhúsið veitt ómetanlega hjálp með lánum á gtrvum og jafnvei í tilvikum leik- tjöldum. Gæti þetta verið í vörzlu leiðbeinanda og nokkur leiga greidd fyrir. — Þannig held ég að þjóðfélagið geti bezt stutt almenn ing út um hinar dreifðu byggðir er halda vill uppi nokkurri leik- menningu. En nóg um þetta að sinni. Helena, kona hans Margrét Björnsdóttir Vermundur Bjartmar Guðmundsson Herlöf ,stúdent Gísli G. Guðmundsson Ejbek, stúdent Ingjaldur Ásmundsson Skrifta-Hans Eiríkur K. Eiríksson Pétur Ásgeár Gunnlaugsson ' Leikstjóri var, eins og áður seg- ir Margrét Bjömsdóttir. Leiktjöld og búningar voru að mestu frá Leikfélagi Vestmannaeyja. Ég tel ekki ástæðu til að tala um frammi- stöðu einstakra leikenda, þó nokk uð væri hsegt um að tala, en að- eins þakka þeim öllum fyrir á- læðið, að hafa brotið ísinn og haf- »ð leikstarfsemi í þeirra glæsilega félagsheimili. Alveg sérstaklega ber leikstjór- anum þakkir, fyrir framtak sitt og góðan leik, en á hennar herð- um hvílir þettg fyrirtæki öðrum fremur. Leikendum öllum'var klappað lof í lófa að sýningunni lokinni og lejkstjóranum bárust blóm. Ungmennafélagið ,,Vaka“ mun hafa sýningar á Ævintýrinu víða um Suðurland og mun marga fysa að sjá þar gamlan kunningja í meðferg þeirra Vökufélaga. — Hinn 9. þ. m. laugardag verður leikurinn sýndur í Grindavík og sunnudaginn 10. í samkomuhúsi Njarðvíkur, Krossinum. Ungmennafélagið „Vaka“ í Vill ingaholtshreppi réðist í það stór- virki, ef svo mætti segja, að æfa leikritig Ævintýri á gönguför, eft- ir J. C. Hastrup og fór frumsýn- ing á því fram sunnudaginn 24. febrúar s. 1. í félagsheimili sveitar ir.mar, Þjórsárveri Margir biðu með nokkurri éft- irvæntingu eftir þessari sýningu á þessum kunna gamanleik, þar sem vitað var að fæstir af leik- endum hefðu nokkra reynslu á leiksviði. Þar sem við bættist. að leikstjórinn var húsfrú þar í sveitinni, Margrét Björnsdóttir, Neistastöðum. — Að vísu hafði hún eitthvað komið nálægt leik- sviffi áður, en töluverðan kjark þurfti til þess að leggja í að taka Ævintýrið undir þessum kringum stæðum til sýningar, þar sem al- menningur þekkir þetta leikrit vel. Ég verð að segja það, að mig furffaði á hversu sýningin tókst vel og merkileg tilbreytni að sjá algera nýgræðinga á sviðinu. Við það er eitthvað ferskt og frum- legt. Frá leiklistarsjónarmiði var að vísu margt ófullkomið. Engu að síður var sýningin heilsteypt og hraði góður. Mest skorti á að söngurinn væri eins og þurft hefði að vera, einkum hjá stúdentunum. En hvað um það, sýningunni var ágætlega tekið og skemmtu leik- húsgesta sér hið bezta. Hlutverkum var þannig skipað: Svale, assior Slgurður Björnsson Lára, dóttir hans Guðbjörg Gestsdóttir Jcvhanna, frænka hans Sesselja Úlafsdóttir Krans, kammerráð Eiríkur Magnússon REYKJAVÍKURBÖRNIN hafa notið þess ríkulega í 60 ár að lcoma i Sunnudagaskóla KFUM til að heyra Guðs orð, syngja og biðja saman. — Fjölmarglr, bæði eldrl og yngrl eiga nú kærar endurminningar frá góð- um stundum í þessum sunnudagaskóla, er markað hafa spor er ekki mást. — Myndln er tekin í Sunnudagaskóla KFUM 24. febrúar s. I. og sýnlr hluta hinna rúmlega 230 barna, sem komu þar þann dag. Sunnudagaskdli KFUM sextíu ára Sunnudagaskóli KFUM í Reykjavík varð 60 ára föstu- daginn 8. marz. Hann var stofnaSur árið 1903 af Knud Zimsen verkfræðingi og síð- ar borgarstjóra í Reykjavík. Áður hafði Jón Helgason, síð- ar biskup, haldið uppi barna- guðsþjónustum með aðstoð prestaskólanema. Annars má telja Knud Zimsen brautryðj- anda hér á þessu sviði, en hann kynntist og starfaði við sunnudagaskóla í Kaupmanna höfn frá 1897 og meðan hann dvaldist við verkfræðinám þar í borg. Hér heima veitti hann sunnudagaskólanum forstöðu af miklum áhuga og fórnfýsi alla tíð meðan heilsa hans leyfði Það var árið 1780 að ritstjóri ?ð nrfni Robert Raikes byrjaði hinn fýísta sunnudagaskóla, er sög'ir i iara af, í bænum Gloucester á Eng- landi. Nú eru sunnudagaskólar starfandi um allan hinn kristna i heim og í þá safnast milljónir barna á hverjum sunnudegi. Sunnudagaskóli KFUM hefur i fundi sína yfir vetrarmánuðina ‘á hverjum sunnudagsmorgni kl. 10,30 í húsi KFUM og K við Amt- mannsstíg. Þar eru börnunum kenndir ritningartextar kristi- j legir söngvar og bænir. Litlar j B'blíulitmyndir með áprentuðum textum þeim. sem kenndir hafa verið í skólanum. fá börnin með i sér heim. Við skólann starfa allmargir ! sunnudagaskólakennararar og er j börnunum jafnan skipt í smá í ílokka eftir aldrj nokkurn hluta •mdartímans. 60 ára aímælis skólans verður sérstaklega minnzt sunnudaginn ; 10 marz n.n. með barnaguðsþjón- ustu í Dómkirkjunni kl. 11 f.b. Formaður KFUM, sér» Bjarni Jónsson vígslubiskup mih annast ; guðsþjónusruna. Aðrar barnadeildir KFftJM og K Framhald á 13. síðu c

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.