Tíminn - 09.03.1963, Blaðsíða 2
Eg var þekktasti
ræfill í heimiiium
Hinn heimsfrægi jazzieikari, Chet Baker, segir frá
átakanlegri reynsiu í sambandí við eituriyf.
í tvö ár var ég einn frægasti
jazztrompetleikari í heiminum.
Eg vann fyrir þúsund pundum á
viku og liföi lúxuslífi. Eg var
tilbeðinn af jazzaðdáendum í
fimmtiu löndum. Gagnrýnendur
töluðu um mig sem eftirtektar-
ver'ð'a nýja stjörnu, sem skapaði
ferska og lifandi (nútíma hljóm-
li'st.) , En einn góðan veðurdag .
stakk ég dælingarsprautu í hand
legginn á mér, og eftir það breytt
ist líf mitt í hryllilega óendan-
lega martröð. Eg hafði fest sjálf
an mig í eigin neti, og gat ekki
losnað.
Eiturlyfin átu upp í mér sál-
ina og sjálfsvirðinguna, þau
sökktu mér niður í spillingar-
dýki, eyðilögðu starfsferil minn
og heilsu, og réðu yfir hverri
hoigsun minni og loftinu, sem
ég andaði að mér.
Eiturlyíin eyðilögðu alla mögu
leika á því, að ég gæti lifað ham-
ingjusömu lífi í hjónanbandi.
Sambönd mín við konur urðu
skammvinn og ómerkileg. Eg mót
mælti ekki einu sinni, þegar ein
þeirra lítillækkaði sig til að út-
vega mér peninga fyrir eitur-
lyfjum.
I staðinn fyrir að vera einn
bezti jazzleikari, sem um gat,
varð ég einn þekktasti ræfill í
heiminum. Lögregla, læknayf-
irvöld og tollverðir í óteljandi
löndum, og alþjóðalögreglan,
F.B.I'. og the British Home
Office, allt þetta fólk fylgdist
nákvæmlega með mér.
Eiturlyfjaneytendur alls stað-
ar að reyna að hafa upp á mér
i þeirri von, að ég geti hjálpað
þeim um smáskammt. Eg gerði
mér alltaf ljóst, að erfitt mundi
verða að hætta þessu, en ég
íipyndaði mér ekki, að það
mundi verða eins erfitt og raun
varð á. Það geta engin orð lýst
því, hve hryllilegt það er, að
stöðva eiturlyfjanotkun undir
læknishendi.
í átta ár hef ég dælt það miklu
af eiturlyfjum i mig, að það
mundi nægja til að drepa 2.500
heilbrigðar manneskjur. Hand-
leggir mínir hafa fengið yfir 30.
000 nálarstungur af morphini
eða heroini sprautuðu beint i
æð.
Hendumar, sem ég spila með
oru skaddaðar, öróttar og risp-
aðar, en það eru ein greinileg-
ustu einkenni eiturlyfjaneytanda,
sem þar að auki er „mainliner"
(tekur eiturlyfið beint í æðarn-
ar).
Hvers vegna fórnaðl ég öllu
fyrir eiturlyfin, velgengni, pen-
ingum, vinsældum, en þetta eru
allt mjög mikilvægir hlutir fyr-
ir nútima jazzleikara.
Það var ekki að tilgangslausu
að ég gerði þetta. Þetta var ósjálf
ráð sjálfseyðilegging. í fyrstu tók
ég marijuana til að sannfæra
sjálfan mig um að ég væri sjeni,
og ég sagði við sjálfan mig, að
ég gerði þetta fyrir hljómlistina.
Hljómlistin er allt mitt líf og
eiturlyfin gerðu það að verkum,
að ég gat tjáð mig betur, fljót-
ar og fullkomnar. Eg var viss
um að eiturlyfin hjálpuðu mér
til að fullkomna leik minn.
Var ekki Charlie „Bird“ Park-
er, einn f-remsti jazzleikari sem
nokkurn tíma hefur verið uppi í
Ameríku, eiturlyfjaneytandi?
Gat ég ekki vcrið jafnstórkostleg
ur með hjálp eiturlyfja.
Þetta er þessi sígilda spurning,
sem þúsundir jazzleikara spyrja
sjálfa sig, og ég gaf sjálfum mér
rangt svar Charlie Parker var
nefnilega sjení, hvort sem hann
var undir áhrifum eða ekki. Eit-
urlyf og brennivín drápu gamla
manninn, og samt tók hann aldr-
ei eins stóra skammta af eitur-
lyfjum og ég hef tekið.
Ef hægt er að fullkomna leik
sinn með einhverju, þá er það
ekki með eiturlyfjum. Þau eru
einungis i'örður á leiðinni til
geðveikrahælisins eða grafarinn
ar.
Það þykjast kannski margir
hafa heyrt þetta allt saman áð-
ur, og margir halda því fram að
til séu náungar, sem reyki mari-
juana, án þess að verða nokkuð
meint af, ug liði stórkostlega vel.
Eg vilái þá bæta því við, að ef
einhver nefur næga reynslu tii
að tala um hrylling eilurlyfja
neyzlunnar. þá er það ég, og ég
byrjaði að reykja marijuana.
Eg var kornungur, þegar ég
fyrst kynntist marijuana. Pabbi
var hljóðfæraleikari, og mamma
var afgreiðslustúlka i snyrti-
vöruverzlun. Pabbi lék á banjo
og gítar i útvarpshljómsveit í
Oklahoma City. Þegar ég var smá-
strákur sa ég oft hljómsveitar-
félaga hans reykja marijuana á
sviðinu. Það var í kringum 1930,
áður en lögin voru hert í sam-
bandi við eiturlyfin.
Þegar ég ' var þrettán ára
keypti paöbi trompet handa mér,
og síðan þá hef ég tjáð mig með
hljómlistinni.
Eg gekk i herinn, þegar ég
var sextán ára, en sagði mig úr
honum, þegar ég var átján. Þá
hafði ég lært eitthvað að spila,
og fór til Californiu í skóla til
að læra ýmislegt viðkomandi tón
fræði. Þar hitti ég gamalreynd-
an hljómlistarmann, sem spilaði
á bassa. Hann kom auga á hæfi-
ieika mina og bauð mér að spila
með sér á kvöldin.
Meðan á því stóð bauð hann
mér einhvern tíma að reykja
marijuana. Eg jáfaði því fúslega,
þar sem ég vildi ekki vera öðru
vísi en hinir. Enda var allt í
lagi til að Dyrja með, ég var ekki
nema átján ára og mér fannst
þetta gott. Þetta yar ný skemmt
un bæði hressandi og skemmti-
leg — og mannskemmandi. í
fyrstu reykt ég mjög lítið dag-
lega, en það var nóg samt.
Þar sem við spiluðum sá ég
aðra hljómlistarmenn nota eit-
urlyf á bak við tjöldin, bæði
cocaine, morphine og heroin, og
annaðhvort með því að anda því
að sér, sprauta því í vöðva eða
beint í æðina. Eg sá hljóðfæra-
leikarana verða að aumingjum
fyrir áhrif eiturlyfjanna, og fyr-
irmyndir mínar hrundu til
grunna. Það varð til þess að ég
kom ekki nálægt eitrinu í mörg
ár, en ég átti eftir að falla aftur.
Og þótt einkennilegt megi virð
ast voru það hin hræðilegu
áhrif, sem eiturlyfjanotkun hafði
á einn samstarfsmanna minna,
sem komu mér til að byrja aft-
ur.
Árig 1.956, þegar ég hafði tvisv
ar verið kjörinn bezti trompet-
leikari heimsins, fór ég í hljóm-
leikaferð um Evrópu með eigin
jazzhljómsveit. Trommuleikar-
inn, var einn sá bezti í heimin-
um, en hafði verjð í eiturlyfjum
dálítinn tíma, en ég hélt honum,
vegna hæfileika hans. Píanóleik-
arinn var stórkostlegur hljóð-
færaleikari að nafni Dick Tward
zik. Við komum fyrst til Parísar
og rétt fyrir fyrstu hljómleikana
dró hann mig til hliðar og spurði
mig, hvort mér væri ekki sama
þó að hann fengi sér eiturlyf.
Eg sagði, að mér væri sama,
hann væri fullorðinn maður og
yrði að gera það upp við sjálf-
an sig, en ég varaði hann við því,
að taka eitrið daglega.
Hann og Chuck, trommuleik-
arinn, hurfu svo það sem eftir
var næturinnar, og frá og með
þeirri stundu voru þeir stanz-
laust undir áhrifum eiturlyfja.
Við höfðu ákveðið að spila inn
á nokkrar plötur í bakaleiðinni
i Paiís. S(í fyrsta tókst vel, band
ið var gott og músikin var hreint
og beint ólýsanlega góð. Næsta
upptaka átti að vera daginn eft-
ir, en þegar við komum í upp-
tökuna sást ekkert til Dicks.
Loks sendi ég Chuck á hótelið
til að vitja um hann.
Hálfri stundu seinna kom
Chuck til baka, grátandi og nötr
andi. Og það tók okkur fimm mín
útur að komast að því að Dick
væri dáinn. Chuck og hótelstjór
inn höfðu brotizt inn í herbergið
og þar hafði Dick legið á gólfinu
ljósblár að lit og sprautan var
enn föst i handleggnum á hon-
um.
Eftir þetta var mikið talað um
það í París, að ég hefði borið
ábyrgð á dauða Dicks, ég heyrði
jafnvel, að foreldrar hans
kenndu mér um, hvemig fór.
Hljómsveitin leystist upp og
mánuði síðar sneri ég aftur til
Bandaríkjanna. Það var dag
nokkurn í New York, sem nokk-
uð kom fyrir, sem kom mér al-
gjörlega úr jafnvægi.
Eg var á gangi eftir Broadway,
þegar aðlaðandi svertingjastúlka
vatt sér að mér og sló mig harka
lega í andlitið. Síðan kjökraði
hpn hágrátandi: Þetta hefurðu
fyrir það, sem þú gerðir Dick.
Hún haíði verið stúlkan hans.
í nokkra stund var ég alveg ut-
an við mig, en siðan náði ég í
leigubíl og fór til eiturlyfjaneyt-
anda, sem ég þekkti í Harlem.
Hann hafði einnig mikla eitur-
lyfjamiðstöð. Eg lét hann hafa
tuttugu dollara og bað um fjóra
skammta, og það fljótlega.
Þetta var byrjunin. Flestir
byrja á þvi að anda eitrinu að
sér, síðan fara þeir í sprautur
og loks í sprautur beint í æðina.
Eg byrja'li á æðasprautunum,
þannig að ég var fordæmdur frá
upphafi. Eg komst brátt i kynni
við eiturlyfjamiðlana í Harlem
og i gegnum aðra hljóðfæraleik
ara komst ég í sambönd við miðl-
ara í öðrum borgum.
Þarna byrjaði ég að drepa
sjálfan mig lifandi, eyðileggja
mannorg mitt og sál, og endir-
ínn varð ekki nema hársbreidd
frá dauðanum.
Aðeins eitt
Já, allt hefur okkur tekizt,
nema aðeins eitt, segir ritstjóri
Alþýðuma.nnsins í bláði sínu,
sem út kom 19. þ.m. Og þetta.
eina, sem rétt aðeins tók því,
að það væri nefnt, er verð-
bóigan. Það var þó höfuðvið-
fangsefni núverandi ríkisstjórn
ar, bæði að hennar dómi og
annarra. Sjálfur höfundur verð
bólgunnar á fslandi, Ólafur
Thors, fékk það verkefni á-
samt því að stýra fundum í
ríkisstjórminni, að glíma við
verðbólgudrauiginn. Ólafur
kannaðist við kauða og hafði
talað til hans fyrr, allt frá því
að hann vakti drauginn upp
og sendi hann inn á hvert
hcimili í landinu. Það var nú
ekki svo afleit sending, sagði
Ólafur þá. Hún jafnaði stríðs-
gróðanum út á meðal manna,
og ekki þurfti nema eitt
„pennastrik" til a ð kveða
hann niður. En þessi uppvakn-
ingur frá Stríðsárunum er nú
orðið svo illa þokkuð ókind,
að sjálfum forsætisráðherran-
um var falið það aðalverk að
ganga af honum dauðum. En
það er eins og þetfca ætli að
snúast við. Draugurinn situr
enn við hvers manns borð og
etur dyggilegia af hverjúm
bita cg sopa, sennilega taut-
andi fyrir munni sér: „Einn
spón fyrir pabba.“ Og það verð-
ur sennilega verðbólgudraugur
inn, sem sigur ber af hólmi í
glímu þeirra Ólafs. n
Glöggt er hvaö
hann vill
Samkvæmt símskeyti hingað
til lands frá norsku fréttiastof-
unni NTB, hóf Ólafur Thors
ræðu sína á fundi Norðurlanda
ráðs með því, að hann vildi
helzt ekki segja neitt um Efna.
hagsbandalagsmálið vegna
væntanlegra kosninga á fs-
landi, Sagði hann síðan, að fs-
land þyrfti að komast inn á
„sameiginlcga markaðin,n“, en
ætti erfitt með að greiða „inn-
göngugjaldið“.
Mynd af staðfestu afriti
frcttaskeytisins hefur verið birt
í Tímanum. Af einhvcrjum á-
stæðum stakk Mbl. skeytinu
undir stól og kallaði Mbl. það
„furðulegan fréttaflutning“
hjá Tímanum að birfca skeytið,
þó að þar.na eigi í hlut viður-
kennd fréttastofa.
Vera má, að cinhverjum úr
stjórnarliðinu þyki forsætisráð-
herrann komast óþægilega að
orði, en ekki verða aðrir sak-
aðir um það. Hins vegar mun
almeniuingur ekki fallast á, að
síður beri að ræða afstö'ðuna
til Efnahagsbandalagsins fyrir
kosningar en cftir. Og glöggt
þykjast menn sjá livað íslenzki
forsætisráðherrann vill.
Ólafur Björnsson
og spariféö
Stjórnarliðið hefur lengi
gunrað af því, að sparifjáreig-
endur græði á háu vöxtunum.
En nú segir Ólafur Björnsson
prófessor í Mbl. 19. febrúar:
„Raunverulegir innlánsvextir
verða þá nafnvextir að frádreg-
inni rýrnun kaupmáttar höfuð-
stólsins á tímabilinu.“ Prófess-
orinn er hagfræðingur og þing-
nraður í Sjálfstæðisflokknum.
Oig nú geta menn farið að at-
huga hvernig vaxtareikningur-
inn kemur út, t. d. af 20 þús-
und króna innstæðu í ársbyrj-
un 1900. Kaupmátt innstæð-
unnar í ýmsum tilfellum má
Framhald á 15. síðu.
2
T í MIN N, laugardaginn 9. marz 1963