Tíminn - 09.03.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.03.1963, Blaðsíða 6
 ÞINGFRÉTTIR r 1 EYSTEINN JONSSON? formaður Framsóknarflokksins, í umræðum um síldarmálin á Alþingi í gær: Ríkið verður að veita stuðning við að koma nýjum framleiðslu- vörum inn á neytendamarkaðina Miklar umræður urðu í sameinuðu Alþingi í gær við framhald umræðu um þings- ályktunartillögu Helga Bergs um hagnýtingu síldaraflans við Suðurland. Tillaga þessi kveður á um að fram fari ýtar- leg rannsókn á því, hvernig hagnýta megi síldaraflann við Suðurland á sem beztan og verðmætastan hátt og gera á- ætlun um það, á hvern hátt ríkið geti sem bezt stuðlað að þvi, að upp byggist iðnaður, er vinni sem fullkomnastar vörur úr þessum afla. Til máls tókú í gær Lúðvík Jósefs- son, Gunnar Jóhannsson, Ey- steinn Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráð- herra. -Au\ Helgi Bergs mælti fyrir þessari tillögu á miðvikudag í fyrri viku, en hann átti þá sæti á þingi fyrir Ágúst Þor- valdsson, en er nú horfinn af þingi aftur. Viðskiptamálaráð- herra, Gylfi Þ. Gíslason, réðst þá heiftarlega að tillögu Helga kallaði hana innanfóma yfir- borðstillögu, óþinglega oa á- róður af lélegasta taai. Enn fremur sagði hann að SÍS væri sekt um þá vanrækslu. sem orðið hefði í þessum málum. Eystelnn Jónsson sagðist vilja leggja orð í belg bæði til að svara ræðu viðskiptamálaráðherra og til að koma fram sjónarmiðum sín- um í þessu einu þýðingarmesta niáli varðandi afkomu þjóðarinn- ar í framtíðinni. Síldveiði hefur farið sívaxandi við landið ekki sizt við Suðurland og hin nýja veiðitækni hefði valdig algerri byltingu í síldveiðum. Sáralítið af því óhemju magni, sem á land hefur borizt er unnið til mann- eldis. Meiri hlutinn fer í bræðslu og er selt fyrir lágt verð. Ríður þvi á miklu, ag unnt verði að vinna meira af síldinni sem mat- vöru til útflutnings og margfalda þannig verðmæti hennar. Kynning og auglýsing á nýjum vörum á neytenda- mörkuðum er þáttur stofnkostnaðar, sem ríkiS verð- ur aS taka þátt í. Frumhlaupið Kvaðst Eysteinn vona, að frum- hlaup ráðherrans og hinn frunta- legi skætingur hans í umræðun- um um tillöguna yrði einsdæmi, en í þessari ræðu sagði ráðherr- ann, að það væri hrein blekking að ríkisvaldið ætti eitthvað ógert í þessum efniyn og „engin veru- leg rannsóknarefni, sem upplýsa þyrfti“. Vegna þess að SÍS hefur ekki ráðizt í að reisa nðiursuðu- verksmiðju þyrfti ekkert að at- huga — eins og það skipti höfuð- máli varðandi það hvort nauðsyn- Iegt væri að fram færu heildarat- hugun þessara mála. Leyfði ráð- ) herrann sér að deila sérstaklega á SÍS fyrír að starfrækja ekki rnðursuðuverksmiðlju. Það hefur i verið heimild í lögum um árabd ! fyrir ríkisstjórnir að láta reisa og reka niðursuðuverksmiðju. Og hvað má segja um sjávarútvegs- málaráðherrana í þessum ríkis- | stjórnum, sem ekki hafa verið | ófáir úr Alþýðuflokknum, ef það 1 rfÆJtfíl^fanWt iaí54 ráðast á SÍS í þasau sambandi. SÍS hefur f mörg s[nni oilum verkefnum- sem sinna þarf | "egna rekstursfjárskorts. Menn geta svo dæmt um þau smekkleg- , heit hjá 'ráðherranum, að hreyta ■kætingi að SÍS fyrir að hafa ráð- 1 izt í að reisa og reka tilraunastöð j í vinnslu fiskafurða og talið það mælikkvarði á gagnsemi og mikil- vægi þeirrai starfseíní að SÍS hefði ekki enn flutt út nema um í liálfa tunnu af reyktrí síld. Ein- hvern tíma verður að byrja, byrj- ; un hlýtur ekki aðeins að hefjast með fyrstu tunnunni heldur með fyrstu síldinni. Sæmir það ráðherr- um illa að hreyta ónotum í þá, sem eru að þreifa sig áfram með tilraunir á þessu svið'i. Svöruðu á einn veg allir íslendingar hafa um áratugi bundið sig nær einvörðungu við verkun saltsíldar. Aðrar þjóðir verka síldina með margvíslegum og fjölbreytilegum hætti og pakka i margskonar neytendaumbúðir og það er sífellt viðfangsefni að finna nýjar verkunaraðferðir, nýj ar pakkningar og fylgjast með á mörkuðunum, tilreiða hana þann- ig, sem neytendur vilja helzt fá hana. — Er ég fór ag spyrjast fyrir um hjá síldarsaitendum, hverju það sætti, að þeir reyndu ekki að fara inn á nýjar leiðir í síldarverkun, leggðu niður og pökkuðu í neytendaumbúðir og reyndu ag afla sér sölusambanda á erlendum mörkuðum, svöruðu þeir allir á einn veg. Þeir sögðu að Síldarútvegsnefnd hefði einka- leyfi á allri síldarsölu og veitti öli útflutningsleyfi og því tæki því ekki fyrir þá að fara að kynna sér neyzluvenjur erlendis. Hin bjánalega sjálfhelda Vegna þessa flutti ég tillögu ásamt fleirum um að sérverka síld og síld í neytendaumbúðum yrði undanþegin einkaleyfi Síld- arútvegsnefndar og gefin frjáls.l Af því tilefni gaf formaður Síldar- útvegsnefndar út fréttatilkynn- ingu, þar sem hann sagði, að til- löguflutningur minn byggðist á misskilningi. Síldarútvegsnefnd hefði alltaf ætlazt til að síld í neyiendaumbúðum og sérverkuð síld væri frjáls. Þetta reyndist ekki vera rétt hjá formanninum, heldur höfðu síldarsaltendur rétt fyrir sér í þessu, því að af ráð- herrabréfum til síldarútvegsnefnd ar var ljóst, að Síldarútvegs- pefnd hefðj rpgð alla. sölu síldar að gera og -þaiu.vttr «tekertj|undah->j’ skilið., En af.þogaur.gatp. m||nn séfR í hve bjánalegri sjálfheldu þessi mál ö.Il hafa verið hjá okkur. Síldarsaltendur vísuðu þessu mik- ilvæga framfaramáli frá sér og sögðu málið allt vera í þöndum Síldarútvegsnefndar, en Síldarút- vegsnefnd taldi þennan þátt utan við sitt verksvið og algerlega á | valdi síldarsaltenda sjálfra. — | Tillöguflutningur minn bar • þó j þann árangur, að ríkisstjórnin tók! upp í frumvarp sitt um Síldarút- vegsnefnd ákvæði, þar sem síld i neytendaumbúðum og sérverkuð síld var gefin frjáls. Er vonandi að það verði til þess að leysa I krafta úr læðingi og auka frekari i vinnslu síldarinnar. — I ' • Í Einn jiáttur stofn- kostnaöar Hins vegar verða menn að gera sér það ljóst, að þetta er hvergi nærri nægjanlegt. Það þarf að gera meira en gefa þetta frjálst. Það þurfa að fara fram ýtarlegar neyzlurannsóknir, markaðsrann- sóknir og auglýsa og kynna fram- leiðsluna óspart. Það þurfa á grnndvelli markaðs- og neyzlu- rannsókna að fara fram stöðugar framleiðslutilraunir. Það er óhugs andi að vinna nýjum framleiðslu greinum í matvælaiðnaði markaði, án slíkrar starfsemi og það er ekki á færi einstaklinga að ráðast í ■ þetta. Slik starfsemi, neyzlurann- sóknir, kynning og auglýsingar á vörumerkjum, eru í rauninni að- eins einn þáttur stofnkostnaðar nýrrar framleiðslu á þessu sviði. Hér verður ríkisvaldið að hlaupa dyggilega undir bagga. Síldarútvegsnefnd hefur unnið gott starf varðandi sölu saltsíldar, en þetta er meira verkefni en hún j fær valdið, og hér þarf annað og j meira að koma til. i , a§ gafasf upp? i Eysteinn vék að ummælum ráð- herrans um að þær vonir, sern bundnar hefðu verið við niður- lagningarverksmiðju SR. á Siglu- firði hefðu brugðizt. Taldi hann það fjarstæðu, því að full sannað væri, að síldin væri fyllilega sam- bærileg bæði hvað verð og gæði snerti, þegar umbúðavandamálið hefði verið leyst. Sjónarmið ráð- herrans virðist nú að leggja eigi árar í bát vegna þess að erfitt og kostnaðarsamt sé að koma vörunni inn á erlendan markað. Það er einn þáttur stofnkostnaðarins að kynna vöruna og auglýsa, og SR. ‘hefuf ekki boimagn til þess fjár- hagslega, því að ríkisstjórn n hef- ur svelt SR. að lánsfé, svo að þær hafa ekki náð að koma fram nauð- synlegum umbótum á bræðsluverk smiðjunum, en eru samt að baksa við þessa tilraun. Svo kemur ráð- herrann og talar eins og málið sé búið og úr sögunni, að það sé ekk- ert vit að halda þessu áfram, rekstr argrundvöllur ekki íyrir hendi og því eigi að leggja upp laupana. Sá órangur, sem náðst hefur, ætti að hvetja menn til að halda áfram ótrauðir, og því verður ekki trúað fyrr en á verður tekið, að ríkis- stjórnin láti eins og henni komi þetta mál ekkert við. LífsnauÖsyn Það þarf þegar að setja niður nefnd sem safnaði saman öilum þeim upplýsingum, sem þegar liggja fyrir hendi um þessi mál öll. Það þarf að finna hvar skór- in,n kreppir að og hvar hið opin- bera þurfi helzt að hlaupa undir bagga og síðan gera áætlun um stuðning við nýjungar í þessari grein, því að það er óhugsandi, að einstaklingar geti í þetta náðizt nema til komi stuðningur við fyrstu átökin og markaðsöflun- ina. Jafnvel þó menn vilji leggja í þetta. fá menn ekki stofnfé til slíkra framkvæmda. Haraldur Böðvarsson greindi frá því í blaða- grein, að hann hefði misserum saman verið að reyna að kría út fé til að koma upp verksmiðju til j reykingar á síld á Akranesi, en árangurslaust með öllu fram að því. Af því, sem hér hefur verið rakið, , er ljóst, að það er ekki einungis sjálfsagt að fram fari slík heildarrannsókn þessara mála, sem þessi tillaga fjallar um, held- ur er það bpinlínis lífsnauðsyn fyrir þjóðina að það verði gert og hafizt verði strax handa. F.kki hrópa af ríkinu Gylfi Þ. Gíslason sagði að ríkis EYSTEINN JÓNSSON stjórnin hefði bókstaflega gert allt sem í hennar valdi hefði stað- ið til að greiða fyrir framgangi þessara mála og. .ilagt S-áherzlu á aukna sölu saltsildar. En erfið- leikarnir á sölu margs konar síld- arafurða til ‘m'ánn'éldis; ' eru ekki hér heima, heldur á solusviðinu. SÍS hefur fengið að.kenna á þeim erfiðleikurn, sem eru á því að kom- ast inn á niðursuðumarkainn. Það er erfiðast að komasi inn á mark- aðina, og þetta vissi Helgi Bergs mæta vel, og því var árás hans á ríkisstjórnina i þessu sambandi mjög ósanngjörn Það þýðir ekk- ert að hrópa stöðugt að ríkinu, þótt sjálfsagt sé að ríkið sé fúst til samvinnu í þessum efnum. Trúlofunarhringar 'ríljoi afgreiðsla GUÐM ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12 Sími 14007 Sendum gegn póstkröfu 6 T f M IN N, laugardaginn 9. marz 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.