Tíminn - 10.03.1963, Page 6
Vor lánveitinga
og loforða
Menn, sem vita lengra en
nef þeirra nær, eru farnir að
spá þvl, að vorið 1963 verði
peningasælt og loforðasælt.
Undanfarin misseri hafa ver-
ið tekin erlend lán, sem dreg-
ið hefur verið að ráðstafa,
sparifé hefur verið fryst í
Seðlabankanum og mikið fé
hefur safnazt í atvinnuleysis
tryggingasjóð. Víðs vegar hef
ur líka skapazt hin mesta fjár
þröng. Þess vegna er því spáð,
að fyrir kosningarnar verði
farið að veita úr þessum gildu
sjóðum og jafnframt muni
vera ávísað ríflega á þá af
frambjóðendum stjórnar-
flokkanna og þess þá ekki
alltaf gætt, hvort næg inn-
stæða sé fyrir hendi.
En þó peningum verði þann
ig ráðstafað og mörg lán veitt
og boðin, verða loforðin, sem
verða á té látin, þó langtum
stórfenglegri. Það er nú kom-
ið á þriðja ár síðan stjórnin
fékk norska hagfræðinga til
að gera drög að eins konar lof
orðalista, en þeir norsku
höfðu hann hvergi nærri
nógu veglegan, enda töldu
þeir næsta ógerlegt að gera
nokkurn slíkan lista sökum
þess, hve mikil óvissa ríkti í
efnahagslífi íslendinga.
Minna ábyrglr hagfræðingar
hérlendir voru þá látnir taka
við og hafði þvi verið heitið,
að áætlun þeirra skyldi gerð
opinber fyrir alllöngu síðan.
Þetta hefur dregizt, því að
ráðlegast mun hafa þótt, að
menn kynntust ekki efndun-
um fyrir kosningar.
Hrímkalt haust
Hinir fróðu menn, sem
álitnir eru geta skyggnzt
nokkuð fram í tímann, telja
sig geta séð meira en pen-
ingasælt og loforðasælt kosn-
ingavor. Þeim virðist annar
blær verða yfir haustinu ef
núv. valdhafar stjórna áfram
Þá muni sannast orð skálds-
ins um hrimkalt haust og
horfna sumarbliðu. Þá verði
sjóðirnir þrotnir og þá verði
talið nauðsynlegt að fara að
frysta peningana aftur. Þá
munu mörg fallegustu loforð-
in fölna og gleymast, a.m.k.
þeim, sém gáfu þau. Þá mun
því vera meira á loft haldið,
að laun opinbérra starfs-
manna og fleiri stétta, hafi
hækkað og nú vofi vá mikil
yfir útflutningsatvinnuveg-
unum. Enn einu sinnl mun
verða sagt, að óhjákvæmilegt
sé að höggva skarð I verðgildi
krónunnar. Náttúrlega verð-
ur því haldið fram jafnframt,
að það megi auðveldlega gera
án þess að skerða nokkuð
kjör launþega
Nýtt sjálfstæði
Hinir visu menn sjá fyrir
meira en nýja aðgerð á krón
unni, ef ríkisstjórnin heldur
velli. Það verður einnig haf-
izt handa um að veita þjóð-
inni nýtt sjálfstæði. Sjálfs-
forræðið, sem Jón forsetij
barðist fyrir á öldinni, sem j
leið, er orðið úrelt sjálfstæöi |
að dómi hinna vitrustu og |
framsýnustu manna núv. J
stjórnarflokka, eins og Gylfa
Þ. Gíslasonar, Gunnars
Schram, Benedikts Gröndals
og Eyjólfs Konráðs. Þess
vegna verður að fórna því og
fá hið rétta sjálfstæði nú-
tímans í staðinn. Þetta sjálf-
stæði er fólgið í því að ganga
með einum eða öðrum hætti í j
Efnahagsbandalag Evrópu og
verða þannig aðnjótandi
fjöldaframleiðslu hringanna,
geta orðið þátttakandi i geim
ferðum og hlotið önnur slík
hlunnindi, sem talin voru upp
í þjóðminjasafnsræðu ríkis-
stjórnarinnar. í staðinn verð-
ur bara að fórna því, að út-
lendingar fái jafnrétti við ís
lendinga til atvinnureksturs
og landsnytja á íslandi.
Að visu verður þvi ekki
hampað fyrir kosningar, að
þessu nýja sjálfstæði verði
komið á eftir þær. Enn eru
margir íslendingar svo gam-
aldags, að þeir trúa enn á
hið úrelta sjálfstæði Jóns
Sigurðssonar. Þess vegna hef
ur Bjarni Benediktsson fund-
ið upp þá kenningu, að þessi
mál eigi ekki að vera á dag-
skrá i kosningabaráttunni.
Það eigi ekki að tala um þau
fyrr en eftir kosningar.
Loforðin 1959
Ýmsum kann ef til vill að
finnast, að spádómar hinna
fróðu manna, sem raktir eru
hér á undan, beri meiri keim
af hrakspádómum en rökrétt
um spádómum. Þessir menn
segja, að reynslan sýni, að lof
orðum stjórnarflokkanna
megi treysta.
Hafa kannske ekki kosn-
ingaloforðin frá 1959 verið
efnd?
Hefur það kannske ekki
verið efnt að stöðva dýrtíð-
ina og draga úr verðbólg-
unni? Hafa lífskjörin kann-
ske ekki batnað? Þurfa menn
kannske að strita eins lengi
til þess að komast af og i tíð
vinstri stjórnarinnar? Er
kannske ekki orðið miklu
auðveldara nú að reisa bú og
kaupa skip en þá var? Er
kannske ekki orðið auðveld-
ara fyrir unga fólkið að
stofna heimili og eignast eig-
ið húsnæði? Og hefur kann-
ske ekki verðgildi krónunruar
verið styrkt? Hefur „viðreisin-
in‘ kannske ekki heppnazt?
Og síðast, en ekki sízt:
Stóðu stjórnarflokkarnir svo
sem ekki við það loforð sitt
að hleypa ekki útlendum
togurum inn fyrir tólf milna
mörkin?
Er það þá nokkuö annað
en hrakspádómur að spá því,
að annað hljóð verði í stjórn-
arherrunum eftir kosningar
en fyrir þær?
Sýnir ekki öll reynslan, að
Er ■ sjálfstæMS sem Jón Sigurðsson barðist fyrir, orðið úrelt?
það eru menn, sem ekki lofa
upp í ermina?
Óheppni Dana
Það virðist ekki ein báran
stök hjá Dönum um þessar
mundir. Þeir háfa með litlu
millibili misst tvo forsætis-
ráðherra á bezta aldri og sá'
þriðji hefur orðið að hætta
vegna heilsubrests. Markaðir
þrengjast fyrir útflutnings-
vörur þeirra og verðlag á
þeim ^ækkar. Þeir hafa því
orðið að grípa til sérstakra
efnahagsaðgerða til að
tryggja rekstur útflutnings-
framleiðslunnar. Og þá kem-
ur versta óhappið til sögunn-
ar. Danir virðast ekki eiga
neina hagfræðinga, er jafn-
ist á við þá íslenzku. Að
minnsta kosti segja hinir
dönsku hagfræðingar, að það
komi ekki til mála að lækka
krónuna. Það auki bara
dýrtíð og verðbólgu og geri
illt verra. í stað þess að láta
allt hækka, reyna, þeir að
stöðva hækkanir með marg-
háttuðum aðgerðum. Svo ræð
ir stjórnin við launþegasam-
tökin um tillögur sínar áður
en hún leggur þær fyrir þing
ið og miðar þær jafnframt
við það, að bændur megi vel
við una.
Stóratvinnurekendur og
gróðamenn í Danmörku hafa
að vonum lýst óánægju sinni
yfir öllu þessu háttalagi.
Danir eiga bersýnilega ekki
neinn Gylfa eða Bjarna, Jó-
hannes Nordal eða Jónas Har
alz. Þá hefðu þeir getað leyst
allan vanda með einu penna-
striki — gengisfellingu. Og
þá hefði stjórnin ekki verið
að eyða tíma sínum í það að
tala við launþegasamtökin og
að íslendingar væru miklu
frægari, ef land þeirra væri
ekki eins afskekkt og það er.
Það er vafalítið legu lands-
ins að kenna, hve lítið „við-
reisnin" er enn þekkt í öðr-
um löndum og engin þjóð
skuli enn hafa tekið „við-
reisnarstefnuna" til eftir-
breytni.
í öðrum löndum eru menn
enn að basla við þá úreltu
kenningu, að það sé grund-
völlur heilbrigðs efnahags-
lífs að standa sem traustast
vörð um verðgildi gjaldmið-
ilsins. Þess vegna eigi að gera
sem allra sjaldnast og allra
minnstar breytingar á gengi
hans.
„Viðreisnarstefnan" er
hins vegar fólgin í þvi, að
verðfelling gjaldmiðilsins
leysi , allan efnahagslegan
vanda. Hún segir það hreina
vitleysu, sem Erhard hinn
þýzki og aðrir slíkir eru að
klifa á, að halda beri gjald-
miðlinum sem stöðugustum
og hreyfa sem minnst við
skráningu hans, nema þá
helzt til hækkunar.
Hér hefur „viðreisnin" bor-
ið hinn glæsilegasta árangur
að dómi þeirra, sem standa
að henni. Hún hefur meira
að segja haft áhrif á síldar-
göngur og veðurfar, svo að
aldrei hefur aflazt betur við
íslandsstrendur.
Og samt hefur engin þjóð
fetað enn í fótspor íslend-
inga og tekið upp „viðreisnar
stefnuna". Gylfi og Bjarni,
Jóhannes og Jónas eru enn
ekki orðnir neitt frægir.
Svona er það að búa afskekkt
ir og vera á „kænu smáríkis".
Það er ekki undarlegt, þótt
þeir félagar vilji komast í
skipsrúm á „hafskipi stórrík-
því síður verið að taka nokk-
urt tillit til bænda.
Þá hefðu líka danskir stór-
atvinnurekendur og gróða-
menn verið glaðir.
Ólafur hefur fundið
Ólafur Thors sagði á sin-
um tíma, að ekki þyrfti að
kvíða efnahagserfiðleikum af
völdum dýrtíðar og verðbólgu.
Slikt mætti lækna með einu
pennastriki.
Þetta var á þeim árum, þeg
ar tilhugalíf Ólafs og komm-
únista stóð hvað hæst.
Það hefur hins vegar tekið
Ólaf nokkurn tíma að finna
þetta pennastrik. Nú telur
hann sig hafa fundið það, að
ráði færstu íslenzkra hag-
fræðinga. Það er bara að láta
Seðlabankann fella gengi
krónunnar nógu mikið og
nógu oft. Gylfi mun orða
þetta þannig, að ráðið til að
stöðva dýrtíðina sé að auka
hana, sbr. að ráðið t.il að efla
sjálfstæðið, sé að fóma því.
Ólafur rejmdi þetta penna-
strik 1961. Síðan hefur verð-
bólga og dýrtíð magnazt hér
meira en i nokkru öðru landi.
Ráð Ólafs við þeim vanda er:
Nýtt pennastrik eftir kosn-
ingarnar.
Bjarni telur þetta þó vera
eitt af þeim málum, sem ekki
eigi að ræða fyrir kosningar.
Illt er að búa í
pfskekkiu landi
Það er sennilega rétt, sem
haft er eftir þekktum manni,
ísins.
Ingólfur yrði
frægastur
*
j'fc,.
UM MENN OG MÁLEFNI
Margt bendir til þess, að
það yrði þó ekki Gunnar eða
Gylfi, Jóhannes eða Jónas,
sem hlytu mesta frægð, þeg-
ar komið væri um borð í „haf
skipið". Sennilega mun Ing-
ólfur skáka þeim öllum. Ing-
ólfur myndi nefniiega geta
bent stjórnendum „hafskips-
ins“ á einfalt ráð til að leysa
úr öllum lánsbeiðnum, sem
berast þeim, en þær berast
þeim nú úr mörgum áttum.
Ráðið er einfaldlega það, að
þeir, sem þurfa að fá lánin,
skattleggi sig og láni svo sjálf
um sér. Það væri t.d. ekki
ónýtt fyrir stjórnendur „haf-
skipsins" að geta bent van-
þróuðu þjóðunum á þessa ein
földu og bráðsnjöllu lausn.
Já, Ingólfur hefur sennilega
enn betri skilyrði til þess að
verða heimsfrægur en þeir Jó
hannes og Jónas, nema þeim
takist að sanna, að þetta
mikla snjallræði sé ekki fætt
í kollinum á Ingólfi, heldur
sé það runnið undan rifjum
þeirra sjálfra.
En það breytir ekki því, að
svona snjöll úrlausn verð-
skulda^ það sannarlega að
verða heimsfræg.
6
T í MIN N. sunnudaginn 10. mari 1963