Tíminn - 10.03.1963, Page 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Pórannn
Þói’arinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur t Eðdu
húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka
stræti 7. Símar: 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523 Ai.
greiðslusimi 12323, — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði tnnan
lands. t lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Sjálfstæðissigurinn
hans Bjarna
Þeir keppast nú við það forustumennirnir í stjórnar-
flokkunum að boða þjóðinni hið nýja sjálfstæði, er eigi
að leysa af hólmi hið úrelta sjálfstæði Jóns Sigurðssonar.
Fyrstur fór fram á vígvöllinn viðskiptamálaráðherr-
ann, Gylfi Þ. Gíslason. Hann notaði 100 ára afmæli
þjóðminjasafnsins til að lýsa yfir því, að ekkert væri nú
meira áríðandi, en að smáþjóðirnar gengu í stórveldi eða
bandalög.
Sjálfstæðisflokkurinn og forustumenn hans vildu að
sjálfsögðu ekki láta Gylfa og Alþýðuflokkinn einan um
það að boða þessa nýju sjálfstæðisstefnu.
Fjármálaráðherrann, Gunnar Thoroddsen, lét því einka-
málgagn sitt Vísi, taka mjög kröftuglega undir ummæli
Gylfa og fordæma harðlega hið úreita sjálfstæði.
Þegar Gunnar var þannig kominn á stúfana, vildi
Bjarni Benediktsson ekki láta hlut sinn eftir liggja.
Bjarni eyðir næstum tveimur síðum Morgunblaðsins í
gær til að sýna fram á það, að raunverulega hafi hann
'og Guðmundur í. verið búnir að marka þessa nýju sjálf-
stæðisstefnu á undan þeim Gylfa og Gunnari.
Bjarni segir nefnilega, að unnizt hafi hinn mesti sigur
í sjálfstæðisbaráttunni með landhelgissamningnum,
sem gerður var við Breta 1961.
Hver var þessi sigur?
Samkvæmt yfirlýsingum Bjarna sjálfs, marggefnum
á Alþingi haustið 1960, voru íslendingar þá búnir að
vinna fullan sigur í baráttunni fyrir 12 mílunum. Það
þurfti því ekki að ræða neitt frekar við Breta um þau
mál. Samt voru viðræður hafnar og samningurinn gerð-
ur. Og sigurinji, sem fólst í samnmgnum var sá, að
Bretar fengu réttmdi til fiskveiða innan íslenzkrar fisk-
veiðilandhelgi. ásamt raunverulegu valdi til að stöðva
frekari útfærslu hennar um óákveðinn tíma.
Sjálfstæðissigurinn, sem þeir Bjarni og Guðmund-
ur í. unnu, var því raunverulega sá, að veita útlend-
ingum, að tilefnislausu, atvinnuréttindi innán ís-
lenzkrar fiskveiðilandhelgi.
Það er m. ö. o. sjálfstæðissigur á máli Bjarna
Benediktssonar að veita útlendingum atvinnuréttindi
í íslenzkri landhelgi og á íslenzku landi.
Það myndi því heita sjálfstæðissigur á máli Bjarna
Benediktssonar ef við semdum pannig um aukaað-
ild að EBE, að útlendingar fengu hér atvinnuréttindi.
Það er þannig sem sjálfstæðishugtakið — nýja sjálf-
stæðishugtakið — er nú túlkað af forustumönnum
stjórnarflokkanna. Af þessu má öllum vera ljóst, hvílíka
sjálfstæðissigra íslendingar myndu vinna í væntanlegum
samningum við EBE. ef núverandi stjórnarflokkar fengu
einir að ráða þeirri samningagerð.
Viðtalið við Pétur
Jafnframt því. sem Bjarni Beneuiktsson hælist yfir
landhelgissamningnum við Breta frá 1961 í Mbl. í gær.
lætur hann bh'ta viðtal við Pétur S/gurðsson, forstjóra
landhelgisgæzlunr.ar. Pétur segir þar, að Bretar hafi
sáralítið notað undanþágurnar.
Mbl bætir því við frá eigin bnósti að augljóst sé, að
undanþágurnar ha^i ekki skert veiðai íslendinga.
Hvað á þetta að þýða?
Er kannske verið með þessu að undirbúa nýjan sjálf-
stæðissigur álíkan þeim, þegar Bretun\ voru fyrst veitt-
ar undanþágur fvrir tveimur áfurn?
JAMES REST0N; " ■■■■■■ ■ > ■ ...
Mannfjölgun í heiminum verður
alltaf meira og meira vandamál
Efnahagsaðstoð Bandaríkjanna sýnir því minni árangur en ella
í ÞINGINU í Washington
er að hefjast hin árlega bar-
átta út af fjárhagsaðstoð við
erlendar þjóðir, og nú er að-
staðan erfiðari en nokkru
sinni fyrr fyrir stjórn
Kennedys.
Vaxandi andstaða gegn
stjórninni stafar einkum af
tvennu. Ráðgeröur halli á
fjárlögum hefur gert þing-
menn erin ákveðnari' í að
lækka öll þau útgjöld, sem
ekki renna til hernaðarþarfa.
í öðru lagi eykst mannfjölg-
unin í öðrum heimshlutum
meira en gróandinn í efna-
hagslífinu þar og eykur á
mannleg, efnahagsleg og
þjóðfélagsleg vandamál,
þrátt fyrir nálega 90 þús.
milljón dollara framlög
Bandaríkjanna í styrkjum og
lánum síðan stríðinu lauk.
SAMTÖK til framfara í
Suður-Ameríku, sem Kenne-
dy hefur beitt sér fyrir, eru
táknræn í þessu efni. Þau
hafa bæði valdið forsetanum
og andstæðingum hans mikl-
um vonbrigðum. Samtökin
voru grundvölluð á þeirri
skoðun, að þúsund milljónir
dollara á ári I tíu ár nægðu
til undirstöðumenntunar
•íbúanna og útrýmingar sulti
og þörf fyrir verulega aðstoð
eriendis frá. En jafnvel
helztu aðstoðarmenn foíset-'
ans játa, að hann hafi bæði
gert ráð fyrir minna fé og
styttri tíma en þörf sé á til
þess að ná markinu.
Mannfjölgunin í Suður-
Ameríku er nú meiri en nokk
urs staðar annars staðar í
heiminum ,'eða um 2,5%.
Samkvæmt skýrslum Samein
uðu þjóðanna er mannfjölg-
unin 1,7% í Bandaríkjunum
og Kanada, í Asíu (að und-
anteknu Japan) 2,3%, Afríku
1,9%, Evrópu 0,8%, Sovét-
ríkjunum 1,8%. X Japan hef-
ur tekizt með mjög róttæk-
um ráðstöfunum að minnka
mannfjölgunina niður í 1%.
MANNFJÖLGUNIN í heim-
inum befur tvöfaldazt síðam
að aðstoð við erlendar þjóð-
ir hófst árið 1945. Stafar
þetta einkum af fækkun
dauðsfalla, vegna tilkomu
ágætra lyfja og skordýraeit-
urs. Mannfjölgunin er nú um
2% á ári og alltaf aö aukast.
Með 2% fjölgun tvöfaldast
íbúatala jarðarinnar á 35 ár
um, úr 3 þús. milljónum í 6
þús. milljónir. Fjölgunin er
nú milli 2 óg 4% í Mið-Ame-
ríku, en forsetinn fer þangað
i heimsókn í marzmánuði.
Sérfræðingum um erlenda
aðstoð er ljós hin mikla nauð
syn á að fást við þessi vanda
mál. „Eg verð að vera berorð
ur“, sagði Eugene R. Black,
þegar hann lét af starfi sem
bankastjóri Alþjóðabankans.
„Mannfjölgunin ógnar að
gera að engu allar tilraunir
okkar til þess að bæta lífs-
kjörin i mörgum hinna fá-
tækari landa. Ástandið er að
verða þanriig, að sá maður
telzt bjartsýnn, sem trúir því.
að lífskjörin geti haldizt."
andi mótspyrnu í þinginu.
Kennedy stjórnin heldur
heldur áfram að berjast fyr-
ir áætlun sinni um 5 þús.
milljónirt'doHariy á árj; til að-
stoðar erlendum þjóðum, eins
og þéSsí f járútlát hægðu tii
þess að leysa vandann í fyr-
irsjáanlegri framtíð. Vand-
inn virðist þó verða erfiðari
og óleysanlegri með hverju
árinu, sem líður.
PASSMAN fulltrúadeildar-
þingmaður frá Louisiana —
erkióvinur aðstoðar við er-
lendar þjóðir — er því ekki
einn um aukna gagnrýni á
kröfur stjórnarinnar um fé
til erlendrar aðstoðar. Eins er
því varið með Mike Mans-
field, leiðtoga Demókrata-
meirihlutans, og J. W. Ful-
bright, formann utanríkis-
málanefndarinnar.
Það er auðvitað mjög erf-
itt fyrir Kennedy forseta að
taka upp þá stefnu að veita
þjóðum aðstoð við að draga
úr mannfjölgun, jafnvel þó
að þær biðji um aðstoð
Bandaríkjanna í því efni.
Kirkja hans, kaþólska kirkj-
an, er andstæð flestum að-
ferðum til takmörkunar barn
eigna. Forsetinn hefur viður-
kennt tilveru vandamálsins,
en hann hefur ekki iagt á
nein ráð um aðferðir til að
sigrast á því.
í KOSNINGABARÁTTUNNI
1960 kvaðst Kennedy mundi
ákvarða um opinbera stefnu
gagnvart mannfjölgunar-
vandamálinu í samræmi viö
hagsmuni bandarísku þjóðar
innar. í júlí 1961 sagði hann
samt sem áður: „Þessi hem-
ill á mannfjölgun er persónu
leg ákvörðun og þjóðarleg
ákvörðun, sem þjóðirnar
verða sjálfar að taka . . . “
Og hann hefur haldið fast
við þessa stefnu æ síðan.
Ástandið er því sem hér
segir:
Þegar ríkisstjórn Banda-
ríkjanna ráðstafar fé til að-
stoðar erlendum þjóðum hik-
ar hún ekki við að segja, að
ef ríki það, sem veitir að-
stoð viðtöku, hefur ekki vald
yfir efnahagslífinu eða
breytir ekki stefnu sinni í
skatta- og landeignamálum,
sé ekki sanngjarnt gagnvart
bandarískum skattþegum að
inna af hendi fé, sem ekki
bæti efnahagsástand í því
ríki, sem í hlut á. 1 mjög
mörgum ríkjum er hemill á
fólksfjölgun mun mikilvæg-
ara atriði en vald yfir gjald-
miðlinum. Samt er sjaldan á
þetta atriði litið og þó aö
því sé gaumur gefinn, þá er
það sjaldan nefnt.
1 ÞESSU máli eru senni-
lega mestar vonir við það
tengdar, -að kaþólska kirkjan
sjálf breyti stefnu sinni gagn
vart takmörkun barneigna á
kirkjuþingi því, sem kemur
aftur saman síðar á þessu
ári. Innan kirkjunnar verð-
ur vart nokkurs vilja til
stefnubreytingar. Sumir
stjórnmálaleiðtogar, einkum
Lopez Mateos, forseti Mexíkó
hafa að minnsta kosti í einka
samtölum talað um mögu-
leika á stefnubreytingu.
Hann var þó það hreinskil-
inn að segja, að hann sæi
ekki, hvernig vandinn ætti
að verða viðráðanlegur i fyr
irsjáanlegri framtíð ,ef eng-
in stefnubreyting yrði.
í þinginu í Washington
gætir óvenjumikillar ókyrrð
ar. Farið er fram á að það
samþykki að verja stórum
fjárfúlgum til að ná árangri,
sem það getur ekki séð að
unnt sé að ná, nema þvi að-
eins aö mannfjölftunarvanda
málið sé viðurkennt og tii at-
löngu lagt gegn því Og þvi
lengur, sem bannig er ástatt
því meira vonleysi ríkir í
málinu.
(Þýtt úr The New York Times)
TIMINN, sunnudaginn 10^ rnarz
2