Tíminn - 10.03.1963, Page 9

Tíminn - 10.03.1963, Page 9
SPIGSPORAD A MARKADI Ekki get ég að því gert, aö mér þykir ætíð vænna um flestar bæk- ur, þegar þær eru komnar til ára, það er sérstakt andrúmsloft, sem mynáast kringum bækur, þegar þær eru búnar að standa í bók- hl'öðum nokkur ár. >ó er ekki því að neita, að sumar tapa gildi .sinu með aldrinum, þær sem eru dæg- urflugur, og þó megna þær oft að færa mann með sér á þann vettvang, sem þeim var ætlaður. En þær verða .oft broslegar í aug- um seinni tíma manna, þær sem var aðeins tjal.dað til einnar næt- ur. Bókamarkaðir ættu að verða að hefð hér meðal okkar bókaorm- anna, sem við í'slendingar teljum okkur vera. Það segir sig sjálft, að af öllum fans bóka, sem hér koma út, hátt á þriðja hundrað á ári hverju, er erfiðleikum bund- ið að hafa- þær á glámbekk í bóka- búðum eftir nokkur ár, og þá er nauðsynlegt að efna til markaðs annað veifið til að lofa fólkinu að sjá, hvtað sé fáanlegt af bók- um. Nú hefur undanfarið staðið yfir Bókamarkaður Bóksalafélags- ins í Listamannaskálanum undir stjórn Lárusar Blöndals og Jónas- ar Eggertssonar, átti að ljúka í gær, en svo gífurleg hefur að- sóknin verið, að hann verður fram lengdur um einn eða tvo daga. Markaðir setja al-lt-af svip á bæj- arlífið. Margir hafa komið í skál- ann þessa daga af því að þeim líður eitthvað betur í nánd við bækurnar, máske sömu mennirnir, sem eiga mikið af þessu, sem þarna er á boðstólum, þeir hafa bara einfaldlega svo mikla ánægju af að vera að snudda kringum bækurnar, renna til þeirra auga og'- máske þukla dálítið á þeim. En hinir eru fleiri, sem koma út úr Skálanum ánægðir með sig, sveiflandi bók, sem þeir þykjast heppnir að hafa náð í rétt áður en hún hvarf alveg af markaði; aðrir rogast út með fangið fullt, fengið heilan vetrarforða fyrir litinn pening. Ég fór inn í Skálann fyrir helg- ina, spurði þá markaðshaldara, hvað væri helzt í frásögur fær- andi undir lokin. Þeir sögðu, að 40 bækur a. m.k. hefðu alveg selzt upp þessa daga, raunar verið nokkur eintök eftir af sumum, en fjölmargar væru á þrotum. Þarna gerðust þau tíðindi; að slatti af Þjóðsögum Einars Óls. Sveinsson- ar í fyrstu útgáfu barst utan af landi og voru seltar á markaðinn, nokkrum árum eftir að 2. útgáfa var einnig uppseld. Þessi eintök runnu auðvitað út samdægurs. Af íslenzkum bókum hefur annars selzt mesta af smásagnaúrvali því, sem Menningarsjóður gaf út eftir Halldór Kiljan Laxness í tilefni að hann fékk Nóbelsverðlaunin. Aðrar bækur eftir íslenzka hof- unda, sem mikið hafa selzt, eru sagnasöfn Þóris Bergssonar (Sög- urnar hans fyrstu kosta 36 krónur í skinnbandi), kvæðabókin Svart- ar morgunfrúr eftir Karl ísfeld (á 25 krónur í alskinni), Vísur Þuru í Garði, Lifað og leikið eftir Euf- emíu Wage og Úr fórum Jóns Árnasonar (tvö bindi á 82 krón- ur), en af þýddum bókum: ísland við aldahvörf, Yfir hájökul Græn- lands, Til Heklu (eftir Engström), og ævisögurnar Pétur mikli, Byr- on lávarður, Leonardo da Vinci og Rembrandt. Þá er að nefna Blaðamannabók ina og leikrit Shakespear í þýð- ingu Helga Hálfdánarsonar. Að fengnum þessum upplýsing um fer ég að spígspora um Skál- ann, skoða bækurnar í krók og kring, fletta þeim og tek nokkr- ar glefsur úr þeim, reyni að velja í flýti þar sem feitt er í stykkinu og kippa má að skaðlausu úr sam hsngi. P'yrst verCur fyrir mér bókin Menn og listir eftir indriða Einarsson. Hún kom út fyrir fá- um árum, en er safn gamalla rit- gerða um kunna íslendinga af ýmsum stéttum, bókmenntir og listir, og er þar margar perlur að finna, gullvægar mannlýsing- ar og fleira. T.d. er þar þessi grein um Ásgeir Blöndal lækni: Það vildi óg mætti dissekera þig Ásgeir Blöndal var meðalmaður á vöxt og samsvaraði sér óvenju- vel. Hann var kvikur á fæti og hafði aldrei tíma til að ganga hægí. Hann var víst ætlaður til læknis frá upphafi vega sinna. Hann var gamansamur og skemmt inn og töfraði þá, sem kynntust honum, með framkomu sinni, með an hann hafði æskuna fyrir sér. í mislingunum, sem gengu í Reykjavík 1882 lágu víst 1800— 2000 mannis í einu. Tómas Hall- grímsson var eini læknirinn í bæn- um (Jónassen var þá erlendis) og fólk ætlaði alveg að ganga fram af honum. Ásgeir lá í mislingum þá, hann var nýorðinn kandidat. Hann gaf sér fjóra sólarhringa til þess að liggja, og var síðan á flugi og ferð allan daginn. og vak- inn 35 sinnum á sömu nóttu, um mánaðartíma. En þó hann væri oft örþreyttur, og hver maður sæi það á honum, þá hélt hann upp- teknum hætti, þangað til veikin var rénuð. Hann mældi allt á veg lækntefræðinnar og varð lika góð- ur læknir. Um líkskurð var frem- ur lítið í þá daga, og Ásgeir hafði sinn, sem honum þótti sæmilega oft á orði, ef hann sá kunningja vaxinn: „Það vildi ég, að ég mætti „dissekera" þig, bannsettur." Allir þekkja Þúsund og eina nótt, hér fæst síðasta bindið af þremur, á sjötta hundrað blað- síður myndskreytt og kostar svo lítið, að ég man ekki þá óveru. Hér er líka annað rit með líku nafni: „1001 nótt Reykjavíkur“ eftir Gunnar M. Magnúss, girni- leg bók til fróðleiks. Þar er ýtar- lega sagt frá Mormónum og Ei- ríki á Brúnum, sem reynzt hefur Halldóri Kiljan efniviður í skáld- söguna Paradísarheiimt. Eg tek hér upp það, sem segir frá 84. nótt Reykjavíkur. Ég fer ekki að trúa á hann Adam, vesalinginn þann Eiríki þótti kenningin um fjöl- kvænið heldur ótrúleg, þegar hann hafði kvnnzt háttum Mormóna að ráði, og um sambýlið á fjöl- sums staðar, þegar yngri konan kvænisheimilum segir hann, að það stranglega Mormónum, og hann sjálfur tók sér milli 10 og 20 konur.“ En það, sem reið bagga- muninn hja Eiríki að hverfa frá Mormónatrú, var fyrirskipunin um að trúa á Adam. Sú fyrirskipun kom frá „æðsta háráði“ Mormóna árið 1888. Eiríkur fór þá á fund eins af háprestunum, er Magnús hét Bjarnason, ættaður úr Austur- Landeyjum. Þegar Magnús hafði lesið fyrir hann úr Brigham Young um hina þrjá guði, er hefðu skapað jörðina, hinn ekta Elóhim, annan Jehóva og hinn þriðja Mikael, að öðru nafni Adám, fór eftirfarandi samtal fram milli þeirra. Eiríkur spyr: — Trúir þú þessu öllu, Magnús? Hann svarar nokkuð alvarlegur: — Því ætli maður trúi ekki nýjum opinberunum, eftir spámanninum Brigham Young? Eiríkur: — Ekki get ég fengið af mér að fara að trúa á hann Adam, vesalinginn þann. Magnús segir: — Því kallar þú hann vesaling? Eiríkur: — Þegar hann faldi sig millum trjánna í aldingarðinum Eden, þá var hann hræddur og vesæll, þegar að guð var að kalla til hans, eftir að hann braut, eða át af forboðna trénu. Kristur leið á krossinum fyrir Adam, eins og fyrir mig og þig. Magnús svarar: — Það skal ég aldrei samsinna, að Kristur hafi liðið fyrir föður sinn. Eiríkur segir: — Má ég spurja þig að nokkrum spursmálum, Magnús? — Já. * —Hver var það, sem fékk Móse boðorðstöflurnar á Sínaífjalli? | Magnús svarar: — Adam. — Þegar Kristur var skírður í , ánni Jórdan, kom rödd frá himni, sem sagði: — Þetta er sonur minn elskulegur að hverjum mér vel- þóknast. Hvers rödd var það? — Adams. — Þegar Kristur dó á krössin- um, sagði hann: — Faðir, í þínar hendur fel ég minn anda; hvers hendur voru það? — Adams. Eiríkur segir: — Það stendur hjá Mattheusi í 1. kapítula og Lúkasi 1. kapítula, að Gabríel eng- ill var sendur frá himni og boða Maríu Jesú getnað, og það sem af henni fæddist skyldi kallast sonur guðs, var það Adam, sem sendi hann? Magnús syarar: — Já, og út- skýrir þetta nánar þannig, að Adam hafi komið ofan af himni og ! getið Krist holdlega með Maríu mey. Þegar hér var komið, fannst Ei- ríki nóg að gert „og þótti vera orðið vont á passanum hjá þeim j | síðustu daga heilögu". Tók hann að fækka kirkjugöngum, enda kom nú enn fleira til, sem gekk! fram af honum í nýjustu kenn- ingum Mormóna, m.a. það, að 1 Kristur hafi „átt tvær konur, Mörtu og Maríu, systur Lazarusar, er hann vakti upp frá dauðum, og að hann hafi gift sig þeim í brúð- kaupinu í Kana I Galileu“. Eirík- ur kvaðst hafa spurt, hvort Krist- ur hefði átt börn með þeim. Þeir svöruðu, að það hefði „sjálfsagt verið“, en það hefði „orðið í und- andrætti að skrifa það, eins og margt annað fleira." Allt þetta kallaði Eiríkur síðan „svívirðing eyðileggingarinnar" — lét síðan strika nafn sitt út úr bókum þeirra, það gerðu einnig synir hans tveir og dóttir. Alls munu um 30 íslendingar hafa sagt ■si'g úr Mormónasöfnuðinum sök- um Adams-dýrkunarinnar. Hélt Eiríkur síðan alfarinn frá Morm- ónaríkinu og kom heim til íslands. Hafði hann þá lokið miklum ferða lögum um heiminn. Var hann fyrst á ísafirði hjá Skúla syni sín- um, en fluttist síðan til Reykja- víkur og kom enn við sögu. Vakti hann t.d. athygli, er hann fram- kvæmdi sjálfur hjónavígslu sína, er hann 72 ára að aldri gekk að eiga 25 ára gamla stúlku. Þessu lýsir hann í ritlingi, er hann nefndi: „Ný giptingaraðferð og hjónavígsla“, og segir frá því í næsta kafla bókarinnar, 85. nótt Reykjavíkur. Ofanskráð er einn kaflinn í rit- inu: „1001 nótt Reykjavíkur* eftir Gunnar M. Magnús, sem komin Framhald á 15. siðu. Friðrik Ólafsson skrifar um EINVIGIÐ INGI - FRIÐRIK KEPPENDUR JAFNIR EFTIR ÞRJAR SKAKIR FYRSTA skákin var tefld föstu- daginn 2. marz og stýrði Friðrik þá hvitu mönnunum. Fer skákin hér á eftir ásamt nokkrum skýr- ingum. 1. SKÁKIN: Hvítt: Friðrlk. Svart: Ingi. Spánski leikurinn. kom, sfukku þær eldri 1 burtu, eða j x ^ e5. 2 Rf3j Rc6> 3> Bb5) a6> þá í annað hús, því þær gátu ekki j 4 Ba4, Rf6. 5. 0-0, Be7. 6. Hel, d6. verið saman fyrir vonzku og hatri,, (gitf elzta og traustasta afbrigði og sögðu sumar, að þær gætu ekki horft á, þegar maðurinn sinn færi niður undir hjá liinni konunni. En hjá stöku mönnum fór það þó all- vel og friðsamlega, þó að þeir ætti 2 og 3 konur . . . Það var og því nær almenn trú hjá þeim, að þeir, sem ættu flestar konur, fengi mesta upphefð í guðsríki, og byggja sitt fleirkvæni á Salómon. Davíð, Abraham og Jakob. Og Þórði Diðrikssyni tókst að láta mig trúa því um tíma, og það er það eina, er ég tók feil á í bók minni, útgefinni 1882, og ég sé eftir, að ég hélt með því í bók- inni.“ Foringjar Mormóna höfðu ekki eina og sömu skoðun á fjölkvæn- inu. Jósep Smith „forbannaði það Spánska leiksins). 7. Bxc6f (Venjulegast er hér framhaldið 7 c3, 0-0. 8. d4, Bd7. í seinni tíð hefur einnig verið leikið 7. — Bg4 með það fyrir augum að ná sókn á kóngsarminum). 7. — bxc6. 8 d4, Rd7. (Þessari aðferð beitti Tchi- gorin fyrstur manna til að missa ekki fótfestu á e5-reitnum). 9. dxe5. (Nákvæmast). 9. — Rxe5. (Þessi leikur leiðir til drottningar- kaupa, sem eru hvíti vafalaust nokkug í vil. Varlegra hefði ver- ið 9. — dxe5). 10. Rxe5, dxe5. 11. DxDt, BxD. (Höfuðveikleiki svörtu stöðunnar ér hin sundr- aða peðafylking á drottningar- vængnum, en styrkleikinn er fólg- inn í biskupaparinu. Það er því mjög mikilvægt fyrir svart, að í sinni trúarbók“, en „eftirmaður hvítur nái ekki biskupakaupum. hans, Brigham Young, skipaðinema hann (svartur) nái að lag- færa peðastöðu sína um leið). 12. b3, 0-0. 13. Ba3, He8. 14. Rc3, Bg5. 15. Hadl, Be6. 16. Ra4, Had8. 17. Bb4. (Hindrar 17. — Bd2 og hótar jafnframt 18. Ba5). 17. — Ilxdl. 18. Hxdl, f5. (Sókn er bezta vörnin. Með þessum leik reynir svartur að auka áhrifavald biskupa sinna). 19. Rc5, Bc8. 20. Hcl. (Hvítur má ekki missa fót- festuna á e4. Svartur hótaði nefni lega 20. — Be7, ásamt 21. -r fxe4) 20. — Be7. 21. Rd3, fxe4. 22 Hxe4, Bd6. (Sbr. athugasemd við 11. leik svarts). 23. Bxd6. (Þennan biskup verður hvítur að drepa, vilji hann komast eitthvað áleið- is). 23. — cxd6. 24. Hb4. (Þessi staða er greinilega hvíti í hag, en svartur á þó enn nokkrar örv- ar í mæli sínum). 24. — c5. (Svart ur stóð hér á krossgötum. Hann gat valið á milli þessa leiks og 24. —■ e4. Hvor þessara leikja er betri en örðugt að segja um). 25. IIb6, Hd8. 26. Rb2. (Ónákvæmur leikur. Betra var 26. f3, ásamt 27. Rf2 og 28. c4. Hvítur stendur þá mun betur og ættu vinningshorf- ur hans að vera mjög vænlegar). 26. — Bf5. (Svartur er fljótur að finna veika punktinn í tafl- mennsku hvíts). 27. c4. (27. Rc4 væri hæpið vegna — d5). 27. — d5. (Eftir að svarti hefur á þenn an hátt tekizt ag losa um stöðu sína, eru vinningslíkur hvíts orðn ar mjög rýrar. Við það bætist, að keppendur voru báðir komnir í tímahrak hér). 28. cxd5, Hxd5. 29. hS. (Þessi leikur er nauðsynlegur og það gerir gæfumuninn). 29. — Hd2. 30. Ra4, Hxa2. 31. Rxc5, a5. 32. g4, Bc2. 33. Hb7, h5. (Þrátt fyrir mikið tímahrak leikur Ingi hér langbezta leiknum). 34. gxh5. (Hvíti gazt ekki vel að því að hieypa svarta peðinu til h4, þar eð kóngur hans gæti auðveldlega ratað í mátnet. (34. — h4. 35. — Be4. 36. — Half) 34. — Kh7. 35 Re6, Half. 36. Kh2, Kh6. (Hér lék hvítur í biðleik sínum) 37. Rc5, en bauð síðan jafntefli, þar eð hanng at enga vinningsleið fundið. Svartur tók boðinu. Verði fjórða skákin í einvíginu jafntefli verður einvígið væntan- lega framlengt um tvær skákir. — Fáist þá heldur ekki úrslit virðist ekki annar möguleiki fyrir hendi en láta hlutkesti ráða því, hvor Reykjavíkurmeistaratitihnn hlýt- ur Hinar skákirnar í einvíginu verða birtar síðar í þessum þátt- um. í MIN N, siumudaeinn 10. marz 1963 ■— 9 ! 1 I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.