Tíminn - 20.03.1963, Qupperneq 8
HERRANÓTT MENNTASKÓLANS:
KAPPAR OC VOPN
eftir Bernard Shaw
Nýir Opel-bílar
HERRANÓTT er ekki lengur
aðalviðburffur leikhúslífs í Reykja
vík, svo sem hún áður var, en
flestir, sem til þekkja, mundu
sakna þess, ef svo liði þorri og
góa, að ekki hillti undir Herranótt.
Um þessar mundir stendur hún
yfir nokkur kvöld í Iðnó, full af
fjöri og ærslum eins og vera ber.
Að þessu sinni eru það Kappar
og vopn, eftir Bernhard Shaw,
sem Heranótt býður upp á undir
stjórn Helga Skúlasonar, en þýð-
andinn, Lárus Sigurbjörnsson,
stjórnaði sýningum Herranætur á
þessu sama leikriti fyrir einum
16 árum, og það er tilvalið verk-
efni handa ungu fól'ki til að
spreyta sig á. Það ætti að vera
öðrum, sem skammt eru komnir
í leiklistinni, til fyrirmyndar, að
færast ekki stærra í fang en við-
ráðanlegt má teljast. Gamanleik-
ir þurfa ekki ætíð að vera ómerki
legir og oft og tíðum alveg eins
merkilegir og dramatísk verk. —
Kappar og vopn er nærri 70 ára
gamalt leikrit, eitt hinna fyrstu,
er Shaw samdi og ætlaði undir
niðri gamninu að draga hermenn
sundur og saman í háði, skafa af
þeim hernaðarglansinn, en gaman
leiksins ræður fyrst og fremst
ríkjum. Verkið liggur svo vel við
að semja um það söngleik, að Oscar
Strauss stóðst ekki mátið og
byggði á því verk sitt Súkkulaði-
prinsinn, nefnt eftir einni aðal-
persónunni, Bluntschli, hinum
svissneska herforingja í serb-
neska hernum, sem nestaði sig
með súkkulaði í stað byssukúlna.
Það er vissulega dregið dár af
rómantík stríðsins og einnig ást-
arinnar, og leikritið morar og
sindrar af fyndnum orðræðum.
Nokkrir leikenda eru svo „sviðs
vanir“, að þeir hafa hvorki meira
né minna en einu sinni áður leik-
ið opinberlega á Herranótt. Allir
þeir, sem sáu Eranus Montanus í
fyrra, hljóta að muna eftir hinni
fyrirferðarmiklu maddömu Ás-
dísi Skúladóttur. Hér kemur hún
fram á ný afbragðsroskin og ráð-
sett, skýr og skemmtileg, eins og
hún hafi verið á leiksviði frá
blautu barnsbeini. Ef hún leggur
ekki fyrir sig leiklist, þá má þó
vera tilhlökkunarefni, að fá að sjá
hana enn einu sinni á sviðinu í
Iðnó, þvi Ásdís á enn eftir einn
vetur til stúdentsprófs, og það
verður tæplega hægt án hennar
að vera á næstu Herranótt.
Ásdís leikur hér höfuðsmanns-
frúna, en bónda hennar, Pál Pet-
koff höfuðsmann, leikur Már Magn
ússon, sem er hinn spaugilegasti
’ brandaraeldhnöttur frá hvirfli til
ilja. Frá í fyrra þekkjum við hér
Andrés Indriðason og Friðrik
Sóphusson, Andrés er sem fyrr
ísmeyginn og eðlilegur Friðiik tals
verður „karakter“. Kristín Waage,
Þórunn Klemensdóttir og Kjartan
Thors standa sig rétt dável, eru
raunar stundum komin á fremsta
hlunn með að skella upp úr, en
það er allt svo ósköp fyrirgefan-
legt, því að enginn í salnum get-
ur heldur varizt brosi. Til þess er
leikurinn gerður, að allir
skemmti sér á Herranótt.
Gunnar Bergmann.
Spánarkynning
á Hótel Sögu
Næstkomandi fimmtudags-
kvöld efnir Ferðaskrifstofan
Sunna til Spánarkynningar í
hinum nýju salarkynnum að
Hótel Sögu. Verða þar sýndar
litkvikmyndir og litskuggamynd
ir frá páskaferðum SUNNU til
Kanarieyja og Mallorka, auk
þess sem samkomugestir geta
stigið dans og þegið veitingar
í Súlnasalnum. — Til þessa
skemmtikvölds SUNNU, eru
sérstaklega boðnir allir þeir,
sem tekið hafa þátt í ferðum
skrifstofunnar og væntanlegir
þátttakendur í Páskaferð
SUNNU nú til Kanarieyja og
Mallorka. Þar að auki er að-
gangur öllum öðrum frjáls. —
Aðgan.gur er ókeypis.
OPEL-verksmiSiurnar í Bochum tilkynntu í dag útkomu nýrrar blfreiðar, Opel Kadett Stjtion. — Bifreið þessl
sem væntanlega kemur á markaðinn hér í maí, er með 4 cylindra, 46 hestafla. Lengdin er 3,92 m. breidd 1,48
m., þyngd 720 kg. hjólbarðar 600x12. Hámarkshraði er 120 km. Brennsla áætluð 7—8 lítrar á 100 km. — Opel
Caravan bifreiðin sem hér hefur verið á markaðnum undanfarin ár hefur notið mikilla vinsælda og má bú-
ast við mikllli eftirspurn eftir þessum „litla bróður" hans. Verðið hefur ekki borizt tii umboðsins enn sem
komið er.
nmnn
Þorrablót
í Finnlandi
Laugardaginn 23. febrúar, hélt
Félag íslenzkra stúdenta í Hels-
ingfors þorrablót. Var það haldið
í skíðaskála Teknologföreningen
í nágrenni Helsingfors. Þátttak-
endur voru tíu talsins, þ.á.m.
tveir íslenzkir nemendur á lýð-
háskólum hér.
Þorramaturinn kom alla leið
frá Reykjavík. Hafði Þorbjöm
eigandi kjötbúðarinnar Borg gef-
ið matinn af rausnarskap miklum,
en Loftleiðir fluttu án endur-
gjalds. Fór blótið hið bezta fram
í hvívetna, og kann Félags ísl.
stúdenta í Helsingfors báðum
þessum aðilum beztu þakkir fyr-
ir rausnarsemina.
NÝLEGA kom á markaðinn frá Opel-verksmiðjunum í Rússelsheim ný gerð af Opel Rekord 2ja dyra fólks-
bifreiðinn). Bíll þess^ sem hefur notið geysimikilla vinsælda ndanfarin ár, er töluvert mikið breyttur
í útllti. Hann er jafnlangur og áður eða 4,51 m. en 6,4 cm. breiðari eða 1,70, þyngd er um 965 kg. — Vélln
hefur og stækkað úr 62 hestöflum í 67 hö. Hjóibarðar eru áfram 590x13. — Hámarkshraði er 138 km. og á-
ætluð benzfnnotkun 9—10 lítrar á 100 km. — Fyrstu bílarnir af þessari gerð eru væntanleglr til landsins í
apríl og eru þegar seldir.
Friðrik Ólafsson skrifar um skák:
EINVIGIÐ INGI - FRIÐRIK
3. SKAKIN.
Hvítt: Friðrik. Svart: Ingi.
Spánski leikurinn.
1. e4, e5. 2. Rf3, Rc6. 3. Bb5, a6.
4. Ba4, Rf6. 5. o—o, Be7. 6. d4.
(Þessu afbrigði er sjaldan beitt,
en hefur það til síns ágætis að
KAPPAR OG VOPN: Sergíus höfuðsmaður (Kjartan Thors) og Lúka þjónustustúlka (Þórunn Klemensdóttir)
8
I vera lítt kannað). 6. — exd4.
(Bezta svarið). 7. Hel. (Hér er
hins vegar öllu algengara áfram-
1 haldið 7. e5, Re4. 8. Hel, Rc5. 9.
Bxc6, dxc6. 10. Rxd4, o-o. 11. Rc3,
o s. frv. 7. Hel er leikig hér til
að flækja stöðuna enn meira). 7.
— o-o. (í sjálfu sér ágætur leikur,
en skarpara er 7. — b5 með áfram-
haldinu 8. e5, Rxe5. 9. Hxe5, d6.
Ilvítur á þá kost á að fá tvo menn
fyrir hrók, en vafasamt er, að
hann græði mikið á því: 10. Hxe7t
Dxe7. 11. Bb3, c5. 12. c4. Staða
þessi býr yfir margs konar mögu-
leikum, en ekki virðist ástæða fyr-
ir svart að vera uggandi um sinn
hag). 8. e5, Re8. (8. — Rd5 virð-
ist einnjg fullboðlegur möguleiki
hér). 9. Bf4. (Lítið er græðandi á
9 Rxd4, Rxd4. 10. Dxd4, d5 og
hvíti biskupinn á a4 er í hættu
vegna möguleikans 11. — C5, á-
samt 12. — b5 og 13. — c4). 9. —
b5. (9. — d5 mundi gefa hvíti
nökkuð frjálsar hendur vegna veik
leikans sem myndast á c5: 9. —
C.5. 10. Bxc6, bxc6. 11. Rxd4, Bd7.
12. Rb3 og nú stefnir hvítur drottn
| ingarriddara sinum til c5 eftir
hinni venjulegu boðleið bl-c3-a4-
c5. Hins vegar er 9. — f6 mögu-
leiki, sem verður er rannsóknar).
10. Bb3, d5. 11. c3! (Eftir 11.
Rxd4, Rxd4. 12. Dxd4, Be6 stæði
svartur vel). 11. — Bf5. (Eftir 11,
— dxc3. 12. Rxc3, d4. 13. Rd5,
vinnur hvítur peðig fljótlega aft-
ur og stendur þá vel. Hins vegar
kom hér til greina að leika 11. —
Ra5. 12. cxd4, Rxb3 o. s. frv.).
12. cxd4, Ra5. 13. Bc2, Dd7. 14.
Rc3, c6. 15. Re2. (Riddarinn gerir
meira sagn á kón"?vængnum). 15.
— Rc7. 1S. Rg3, Bg6, 17. b3.
(Svarti riddarinn skal ekki til c4).
17. — Rb7. (Hér var skárra að
leika 17. — Re6 til að koma í veg
fyrir eftirfarandi uppskipti). 18.
Bg5, c5. (Svartur verður fyrr eða
síðar að leika þessum leik til að
losa um sig). 19. Bxe7, Dxe7. 20.
dxc5, Rxc5. 21. Hacl, Hfd8(?).
(Eftir þennan leik tekur hvítur öll
völd á borðinu í sínar hendur.
Bezt var 21. — R5e6). 22. Rd4.
(Hótar 23. Rc6). 22. — Df8. 23.
f4, Bxc2. 24. IIxc2. 24. Hxc2, R7e6.
25. Rxe6. (í sjálfu sér er ekkert
út á þennan leik að setja, en 25.
f5 hefði veitt svarti erfiðari vanda-
mál að glíma við). 25. — fxe6.
26. Dd4, Re4. (Svartur ákveður að
Framhald á 13. síðu.
T í M IN N: miðvikudaginn 20 marv 1963