Tíminn - 29.03.1963, Side 7

Tíminn - 29.03.1963, Side 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FiamJívæmdastjóri: Tómas A.rnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriðí G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórn.ar Tómas Karlsson Auglýs mgastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur I Eddu- núsinu Afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur | Banka stræti 7 Símar 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523 Af greiðslusími 12323 Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan- lands t lausasölu kr 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — 1/33 hluti Þá er það loks kotníð fram tollskrárfrumvarpið, sem húið er að vera rúm þrjú ár á döfinni og kaupmenn og iðnrekendur hafa haft til athugunar í marga mánuði áður en Alþingi fékk að sjá það. Þá hafa menn loks fengið að sjá tollalækkunina, er svo rækilega hafði verið boðuð og átti að vera einn helzta skrautfjöður stjórnar- flokkanna fyrir kosningarnar. Hún átti að vera sönnun þess, hve vel „viðreisnin" hefði heppnazt! Og hvað er svo það sem menn hafa fengið að sjá? ir í fyrsta lagi það, að tollalækkunin, sem er „gefin Jil baka", nemur raunverulega 42 millj. kr., þegar þess er gætt, að bæjar- og sveitefélögin eru til fram- búðar svipt hluta sínum af innflutningssköttum og verða því að afla sér þeirra tekna á annan hátt. Þetta er ekki stór upphæð, þegar þess er gætt, að álögur ríkisins, sem færðar eru á f járlög, hafi hækk'- að um 1400 millj. kr. síðan stjórnarflokkarnir komu til valda í árslok 1958. Kjósendur fá m. ö. o. til baka 1/33 hiutann og er þó eflir að sjá, hvort svo verður í raun og veru eftir kosningarnar. í framan- greindum 1400 millj. eru ekki með taldir ýmsir Nýir skattar, sem eru utan f járlaga, og ekki heldur hækkun á ýmsum þjónustugjöldum, (pósti, síma o. s. frv.) eða hækkun á iðgjöldum. ÍT,I; : , ir Bráðabirgðasöiuskatturinn, sem var lagður,(á 1960 og síðan hefur hvað eftir annað verið lofað að af- nema, hefur verið innlimaður í hið nýja verðtollskerfi og þannig gerður varanlegur. Seinast fyrir áramót- in seinustu, lýsti Gunnar Thoroddsen þvr' hátíðlega yfir á Alþingþ að þessi skattur yrði felldur niður. Það loforð er ekki hægt að svíkja rækilegar en með því að innlima hann í varanlegan verðtoll. Þetta sýn- ir vel, hve mikið mark er takandi á yfirlýsingum f jármálaráðherrans Enginn rökstuðningur fylgir fromvarpinu fyrir því, að sú 43 millj. kr. tollalækkun. sem virðist felast í því geti reynzt varanleg eftir kosningar. Af hálfu ríkisstjórnarinnar er nú lagt ti! fyrir kosningar að stórhækka ýmis útgjöld. Ekkerr lát er á dýrtíðar- aukningunni, sem vitanlega hefur áhrif til hækkunar á ríkisútgjöldunum. Því er fyrirsjáanlegt, að ríkis- útgjöldin hljóta að stórhækka á næsta ári. Á fjár- lögum þessa árs standa útgjöle og tekjur nokkurn veginn í járnum, því er erfitt að sjá, hvernig fram- kvæma á tollalækkun að óbreyttri stjórnarstefnu, heidur bendir allt til að álögur hljóti að stórhækka eftir kosningarnar. nema horfið verði að annarri og heilbrigðari efnahagsstefnu en þeirri, sem nú er fylgt. Þegar á þetta allt er litið. felst vissulega lítið lof um „viðreisnina" í nýiu tollskránni! Sumt til bóta Því skal ekki neitað, að sumt er til bóta í nýju toll- skránni. Það er t. d. verulegur ávinningur, að loks hefur verið látið undan baráttu Framsóknaimanna og lækkaðir talsvert tollar á landbúnaðarvélum en þeir höfðu verið storhækkaðir í tíð „viðreisnarinnar1 Þá er til bóta að sameina alla aðflui ningstolla í eitt. Það var^'r hins vegar skugga á þetta að seinustu missirin h erið algðii á ýmsir nýir skattar utan fjárlaga. e M’a allt skattakerfið flóknara á nv. Þessa aukaskatta þarí vissulega að fella niður. Crossman fer oftast eigin götur Honum er ætlað að verða vísindamáEaráðherra í stjórn Wilsons Richard H, EITT af fyrstu verkum Harold Wilsons eftir að hann varð for maður Verkamannaflokksins, var að endurskipuleggja vænt anlega ríkisstjórn Verkamanna flokksins, en sá háttur er hafð, ur á í Bretlandi, að formaður stjórnarandstöðunnar skiptir þannig verkum meðal helztu leiðtoga hennar, að þeir sjá um vissa málaflokka í þinginu. — Þetta er talin vísbending um, að þeim séu ætluð tilsvarandi ráðherraembætti, ef stjórnar- skipti verða. Breytingarnar, sem Wilson gerði á „ráðuneyti" Verka- mannaflokksins voru ekki veru- legar frá því, sem verið hafði í tíð Hugh Gaitskells. í „ráðu- neyti“ Gaitskells hafði Wilson sjálfur verið utanríkisráðherra, og vildi Brown, sem verið hafði helzti keppinautur Wilsons við formannskjörið, gjarnan fá það. Wilson fól þag hins vegar Gor- don Walker, sem verið hafði einn helzti stuðningsmaður Browns við formannskjörið og gat Brown því ekki haft mikið á móti honum. Gordon Walker hefur setið lengi á þingi og unn ið sér þar mikið álit. Hann var mikill vinur Gaitskells og vildu margir hægri menn flokksins fá hann sem formann, er Gait- skell féll frá. Gordon Walker vhdi hins wegar ekki verða ,,til þess að ýta Brown til hliðar og man hafi þegar gengið ötull. til verks og virðist falla þetta verkefni vel. Hann hefur m.a. hafið samstarf vig ýmsa unga vísindamenn, er eiga að verða honum til ráðuneytis og leið- beiningar. C. Crossman or og gerði þag reglulega fimm næstu árin. Eigandi blaðsins lét hann þá hætta, m.a. vegna andstöðu hans gegn Gaitskell. Síðan hefur Crossman skrifað að staðaldri greinar í The Guardian. gaf því ekki kost á sér. Ýmsir telja vafasamt, að Wilsón hefði náð kosningu, ef Gordon Walk- er hefði verið aðalkeppinautur hans. Wilson gerði sér líka ljóst, ag hann yrði að sýna hon um fullan sóma, enda sýndi hann það strax með því að gera hann að eftirmanni sínum sem utanríkisráðherraefni. Þetta hefur mælzt vel fyrir og þótt sýna mikil hyggindi hjá Wilson. VIÐ ÞÁ BREYTINGU, sem Wilson gerði á „ráðuneyti" Verkamannaflokksins, upphóf hann^ekki nema einn mann úr vinstra armi flokksins, en hon- um hefur Wilson sjálfur til- heyrt. Þessi maður var Richard Crossman, sem um alllangt skeið hefur verið einn óróasam asti leiðtogi Verkamannaflokks- ins. Hann hefur alltaf staðið langt til vinstri, verið róttækur sósíalisti, en þó jafnan mjög andvígur kommúnistum. Sjald- an hefur hann reynt að mynda um sig einhvern hóp áhang- enda, heldur oftast farig sínar eigin leiðir. Hann var Attlee oft erfiður, en þó enn örðugri Gaitskell. Spurningin er nú sú, hvort Wilson tekst að halda sátt við hann eftir að hann er tekinn við formennskunni, en hingað til hefur verið gott á milli þeirra. Ýmsir telja það merki um klókindi Wilsons, að hann hefur sett Crossman yfir málaflokk, sem ætti ag reynast honum ærið verkefni, en er jafnframt þannig vaxið, að hann snertir lítið stjórnmál. Wilson hefur scm sagt gert Crossman að eins konar vís- indaráðherra flokksins, þ.e. að hann á að fylgjast meg alls konar vísindalegum nýjungum og framförum og rannsóknum á því sviði, m.a. öllu, sem varð- ar geimferðir. Sagt er að Cross CROSSMAN, sem heitir fullu nafni Richard Howard Stafford Crossman, verður 65 ára á þessu ári. Faðir hans var dóm ari og gekk Crossman mennta- veginn og þótti fljótt bera-- á skörpum gáfum hans. Hann stundaði fyrst nám í Winchest- er og síðar í Oxford, þar sem hann var m.a. kosinn í borgar stjórnina fyrir Verkamanna- flokkinn. Að námi loknu gerð- ist hann blaðamaður og starf- aði m.a. við hið þekkta blað vinstri sinnaðra jafnaðar- manna, New Statesman and Nation. Hann dvaldi oft í Þýzka landi á þessum árum og hafði náin kynni af helztu leiðtog- um jafnaðarmanna þar. Stund um hefur því verið haldið fram, að hann hafi ekki séð í fyrstu hvers eðlis nazisminn var og jafnvel haldið því fram, að sitt hvað mætti læra af Hitler. En fleirum en Crossman skjátlað- ist í þessum efnum. Þegar stríð ið hófst, fékk Crossman það verkefni að vera einn þeirra, sem skipulögðu áróðurinn, er beindist að Þjóðverjum, og var ekki sízt fólginn í því að veikja iltrú þeirra til nazista. Þekk- ng hans á þýzkum málefnum kom honum hér að góðu haldi. Crossman þótti leysa þetta verk vel af hendi, en stundum fór hann til vígvallanna og beindi máli sínu beint til þýzku her- mannanna sjálfra. í koiningun- um 1945 var Crossman fram- bjóðandi Verkamannaflokksins og náði kosningu. Hann hefur átt sæti á þingi jafnan síðan. Attlee fannst hann svo ó- stýrilátur, að hann lét hann ekki fá sæti í stjóm sinni. — Crossman sneri sér þá aftur að blaðamennsku og varð m.a. einn af ritstjórúm New States- man til 1955. Þá hóf hann að skrifa greinar í The Dailv Mirr EINS OG ÁÐUR segir hefur Crossman jafnan farið sínar eigin leiðir í stjórnmálum. — Stundum átt marga fylgismenn, en oftar fáa. Hann hefur verið mjög athafnasamur og afskipta samur. Stundum hefur hann staðið fyrir hreinu klofnings- starfi í Verkamannaflokknum, en stundum reynt að koma á sáttum. Það orð hefur því kom izt á, að ekki sé auðvelt að treysta á hann og ekki sé að vita hvar honum skjóti upp næst. Eitt hefur þó aldrei brugð izt, að hann hefur alltaf staðið langt til vinstri í flokknum. Það hefur og jafnan verig við- urkennt, að Crossman væri óragur við að fylgja fram sann- færingu sinni og léti sig einu gilda, þótt hahn stæði einn. Um hann má segja, að þótt hann hafi ekki unnið sér ó- skipta tiltrú, hefur hann alltaf notið virðingar sökum áhuga síns, einlægni og óumdeildra gáfna. Það álit hefur hann unn- ið sér jafnt meðal samherja sem andstæðinga, að vera einn skarpgáfaðasti maður, sem kom komig hefur fram á sviði brezkra stjórnmála seinustu ára tugina. Kunnugir telja, að Cross- man hafi nú loks verig falið verkefni, er hæfi vel gáfum hans og dugnaði. Fyrir Breta er og fátt mikilvægara en að fylgjast vel með á sviði hinna margvíslegu vísindalegu nýj- unga, sem nú er unnið að. Sitthvað bendir til, ag þeir hafi heldur dregizt aftur úr á því sviði seinustu árin. Wilson vill sýna, að flokkur hans sé í þess um efnum sem öðrum flokkur hins nýja tíma með því að gera það að ráðherrastarfi að fylgjast með vísindalegum nýj ungum og framförum. Þ. Þ. T í 31 I N N, föstudagur 29. marz 1963. —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.