Tíminn - 29.03.1963, Page 15

Tíminn - 29.03.1963, Page 15
Að Jökulsá á Brú Framhald af 16. síðu. bátinn, þar eS hann hélt aff eitt- 'hYa’ff'hefði komið í skrúfuna. PJ-DALVÍK. — Fyrsti kippurinn héma var harður og stóð í um tuttugu sekúndur. Hann var ekki eins snarpur og mikli jarðskjálft- inn 1934, en hins vegar voru öld- umar gildari. Lausir munir rótuð- ust til og féllu úr hillum. Hér fund ust fjórir kippir fyrir miðnætti og sá fimmti rétt eftir miðnættið. — Kippir fundust fram eftir nóttu. BS-ÓLAFSFIUÐI. — Hér var fyrsti kippurinn mjög harður og stóð í 12—20 sekúndur en var þó ekki líkt iþví eins siæmur og þeir verstu 1934. Ljós slokknuðu og fólk þusti út á göturnar og varð mikil ring- ulreið. Ekki er mér kunnugt um nein slys á fólki, en margir urðu hræddir, einkum konur, sem voru einar heima með börn og hefur læknis verið vitjað fyrir sumar þeirra í dag. VS-BLÖNDUÓSI. — Hér fundust snarpir kippir og urðu nokkrar skemmdir i nágrenninum, t.d. sprungu veggir í húsum í Langa- dal og fjósveggur hrundi á Þverá í Laxárdal. í Hvammi í Vatnsdal og víðar urðu kýr í fjósi yfir sig hræddar og slitu si glausar á bás um og hestar fældust sums stað- ar. — Fólk varð viða skelkað og hélt að hús cnyndu hrynja. í búð um hér á Blönduósi fór allt úr skorðum og var t.d. ekki unnt að opna útibú kaupfélagsins hér fyrr en klufckan 11 í morgun og þar höfðu- orðið talsverðar skemmdir á munum, sem lágu brotnir út um allt gólf GPV- BÆ, TRÉKYLLISVÍK. — Fyrsti jarðskjáilftakippurinn, og sá harðasti kom til kl. 23,20. Lék þá allt á reiðiskjálfi. Á eftir þess- um fyrsta komp svo þrír til fjórir kippir, en vægari, og vart varð við jarðhræringar hér klukkan 6 og klukkan 8 í morgun. Hálfgerður uggur var í fólki, og mun lítið hafa verið sofið um nóttina, enda fylgdi jarðhræring- unum mikill gnýr. í fyrsta kippn- um hrukku til ýmsir munir og bækur runnu fram úr hillum. Á bænum Norðurfirði komu sprung ur í steinsteypt íbúðarhús. GS-ÍSAFIRÐI. — Hér varð vart að minnsta kosti þriggja snarpra kippa. Komu sprungur í múr'húð- un innanhúss, hurðir opnuðust og limburhús róluðu til. í einu húsi stóð fullur þvottabali fyrir kipp- inn, en að honum loknum var kom ið 8 tommu borð á hann. Glös skullu saman og bækur duttu úr hillum. Fólk varð að vonum bylt við, enda eru jarðskjálftakippir hér mjög sjaldgæfir, hafa ekki fund- ist síðan 1934 og þá miklu væg- ari en nú KRJÚL-BOLUN G AVÍK. — Hér varð vart snarpra jarðskjálfta- kippa og var sá fyrsti mestur sem annars staðar, en einnig kom tals vert snarpur kippur tuttugu mín útur yfir miðnætti. Allmikill hristingur varð, og ljósakrónur titruðu og hlutir duttu út úr skáp um. SJ-PATREKSFIRÐI. - Hér fanrist jarðskjálftinn greinilega, en það er mjög sjaldgæft, menn hér muna varla til þess að hafa fundið jarð hræringar fyrr. Hákon hrepp- stjóri í Haga sagði mér að húsið þar hefði allt skolfið og bollar og glös færzt til. Ólafur Sveins- son á Kambavatni á Rauðasandi vaknaði við jarðskjálftann og þar skulfu myndir á veggjum og smá hlutir færðust úr stað Á Hval- látum varð enginn jarðskjálftans var, en hér á Patreksfirði urðu menn hans varir, sömuleiðis í Tálknafirði. MÁ-TWtLiíANESI. — Töluverð- ir jarðskjálftakippir fundust hér um slóðir í gærkvöldi, eða nánar til tekið um kl. 23.20. Jarðhrær- ingarnar stóðu eiginlega yfir í tíu mínútur samfleytt. Virtist sem um tíða smákippi væri að ræða Engar skemmdir urðu á bygg ingum, enda var ekki um skarpa kippi að ræða. Hér muna menn ekfci eftir að hafa fundið jarðskjálfta síðan árið 1901. KBG STYKKISHÓLMI. — Hér um slóðir varð víða vart við jarð skjálftann og einnig mikinn hvin er kom rétt á undan honum. Stóri kippurinn hér varaði um hálfa mínútu og ein rúða sprakk hér í glugga. Klukkur stönzuðu á bæj- um í sveitinni í kring og eins hér í Hólminum. De Gaulle neitar rpjv •< ■i,CJ íall. Tæknistarfsmenn frönsku fréttastofunnar AFP hófu síðan sólarhringsverkfall kl. 3 í dag eft- ir íslenzkum tíma. Franskir blaða menn fara íram á 20% kauphækk- . iin, fimm daga vinnuviku og einni viku lengra sumarleyfi, en ekkert hefur gengið saman með þeim og I blaðaútgefendum. Háhýsabúar — Frnmhald af 16 síðu óandi. Einn gesturinn var að fara niður með lyftunni þeg- ar fyrsti kippurinn kom og varð ekki um sel, þegar lyft- an fór ailt í einu að hlaupa nið ur, hann hélt hún hefði bilað og var stórfeginn. þegar hún stanzaði á réttum stað og hann komst út. Birgir, sonur húsvarðarins í Austurbrún 2, sagði: — Það komu margir niður af efri hæðunum og lyftan alltaf í gangi. Sumir biðu lengi hérna niðri og einhverjir fóru burt úr húsinu. Þú ættir að fara upp á elleftu hæð og tala við hana Valgerði. Svo hringdi hann í Valgerði og hún sagði að ég mætti koma upp. Valgerður var með gesci í kaffi og tveggja ára kútur hljóp um gólfið. Eg spurði, hvort mikið hefði geng- ið á. Valgerður sagðist hafa I skroppið í næsta hús og tólf ára bróðir hennar hefði verið I að gæta Hjartar litla sonar hpnnpr. °r +'’<',rrrrio | ára. Bróðir hennar varð ofsa ! hræddur þegar fyrsti kippur- j inn kom og rauk fram á gang. j Þegar Hiörtur litli sá æðið á i frænda sínum, fór hann að gráta og þeir lögðu af stað nið- ur með iyftunni. — Það var I hringt i mig, sagði Valgerður, — og ég kom strax. Það var uppi fótur og fit á mörgum hæð j um. allir vildu komast niður, með lvfrunni Eg sá mér ekki annað fairt en að fara með drengina ' næsta hús og var þar i nótt Bróðir minn varð svo hræddur, að hann er ekki búinn að ná sér enn. i M@$ti jiaröskjálftinn — Framhald at i siðu orðig í miðstöðvarkatlinum og hlióp niður kjallara. Jarðskjálft- inn var ekk: afstaðinn, þegar Þor- steinn kom upp aftur. Kippirnir héldu svo áfram með 10—15—20 mín. millibili alla nóttina, og síð- ast hafði orðiff vart hræringar kl. 3,30 í dag, þegar blaðiff talaði við Þorstein. Sprungur mynduðust í j veggjum og miðstöðvarleiðslur j slitnuðu í húsgrunnum í þorpinu, j smáhlutir brotnuðu. Margir voru á i ferli útivið í nótt, og allir á fótum I til klukkan að ganga 6 um morgun inn. GÓ-SAUÐÁRKRÓKI. — Fyrsti kippurinn hér varð mjög harður og honum fylgdi geysilegur hávaði. Hús nötruðu og munir duttu um koll. Skemmdir urðu talsverðar á nýja sjúkrahúsinu hér, þar j sprungu milliveggir úr holsteini og plötur duttu úr lofli Ekki er unnt aff segja fyrir um þai£ hversu j miklar skemmdirnar eru í pen- 1 ingum mælt, en viðgerð mun taka talsve-t langan tíma. Fólki varð eðlilega bilf við og vildi forða sér út úr húsum og slösuðust tvær konur við það. Fullorðin kona hæl- brotnaði, er hún flýtti sér niður stiga og unglingsstúlka tognaði illa. Gamalt fólk varð margt all- skelkað og mun læknir hafa þurft að róa það eitthvað. Úti á Skaga urðu víða talsverðar skemmdir, enda gekk þar hvað mest á. Á Sævarlandi í Laxárdal hrundu tvær torfhlöður og steyptur hlöðuveggur sprakk. Göm ul fjárhús, sem voru áföst við hlöð una bókstaflega færðust úr stað og er nú tveggja til þriggja tommu þil á milli þeirra og hlöðunnar, — einnig skekktust þau talsvert. Bóndinn á Fossi skarst talsvert illa á hendi, er hann forðaði sér út um glugga á húsi sínu, er lék á reiðiskjálfi. Varð hann að leita læknis. Búsmali mun einnig víða hafa ókyrrzt, hestar fældust og kýr urðu hræddar í fjósi. Rögnvaldur Steinsson, bóndi á Hrauni á Skaga, sagði að heimil- isklukkan hefði stöðvast við fynsta jarðskjálftakippinn k.l 23,15. Sá kippur stóff yór rúmlega hálfa mínútu og var langharðastur fyrst og síðast. Kl. 11,55 kom annar langur kippur, en hinir voru flest ir stuttir og snarpir. — Bækur hrundu úr hillum og glermunir brotnuðu; engar skemmdir urjðu á byggingum á Hrauni. Heimilisfólk ið flutti sig úr íbúðarhúsinu, sem er tvílyft steinhús, yfir í gamalt timburhús. Rögnvaldur kvaðst hafa sofnað kl. 3, og hafði þá orð- ið var við fimm kippi. Kýr voru leystar út á nokkrum bæjum. — Sums staðar var fé rekið úr hús- um. í Víkum á Ska.ga og á Hafra- gili hrundi úr veggjum og sprung ur komu í múrhúðun. Blaðið talaði við símstöðlna á Skagaströnd og viff Pál Jónsson skólastjóra þar. Stöðvarmaðurinn taldi 12 kippi frá kl. 23,16 til 24. Sá fyrsti var mjög langur og harð ur fyrst og síðast. í fullar 20 sek. skalf allt og nötraði. Símstöðvar- húsið er sprungið á fjórum stöð- um upp við þakið. Steinsteypt stigahandrið er sprungið inni í húsinu og burðarveggur gegn- sprunginn. Páll sagði, að kippirnir á Skagaströnd múndu hafa verið miklu harðari ‘en á Blönduósi. Á m. k. 3—4 hús hafa orðið fyrir skemmdum, m. a. hrundi ofan af reykháf á einu húsi og í tveim hús um hafa vatnsleiðslur slitnað. — Skagstrendingar höfðust mest við í bílum og á götunni í nótt. Páll kvaðst hafa heyrt, að fjárhúsin í Víkum á Skaga hefðu verið að því kornin að hrynja, en það eru reka viðarbyggingar. Húsin standa þó uppi. Kennsla í barnaskólanum á Skagaströnd var felld niður í dag. Smákippir mældust i morgun og í dag hér í Reykjavík og fund- ust sumir þeirra Norðanlands. Síð asti kippurinn, sem vart varð við fyrir klukkan hálf níu í kvöld í Reykjavík, mældist klukkan 15,08 og við hann varð vart Norðan- lands, m. a. á ólafsfirði. á MSA ir.ni, og hafi bandarískir flugu- verk hafi verði unnið á flugvél- menn að öllum líkindum unnið það í þeim tilgangi að myrða kú- banska diplómata og komasf yfir skjöl þeirra. Sýndi þetta samvizku leýsi og glæpsamlegt hugarfar Bandaríkjar.na, segir í tilkynningu Castros. StóSust Framhalcl al 1 síðu fyrir hrun hans. Fyrsti jarð- skjálftakippurinn var mjög snarpur á Vatnsnesi. Mið'stöðv- arpípur slógust saman, og sprungur mynduðust í veggi á Ósum og fleiri bæjum. íjjróttir Framhald af 5. síðu gengu vitrari menn á milli og vildu stöðva bardagann — eitt- hvað gekk það þó erfiðlega og endaði ekki fyrr en formaður Handknattleiksdeildar Vals, sem kominn var á vettvang, fékk slæmt högg á nefið. Rann þá móðurinn af mönnum og cldurinu slokknaði. — En Valsmenn kærðu þetta atliæfi FH-ingsins, sem þeir sögðu ekki samræmast anda íþróttanna, og liggur sú kæra sem sé fyrir HKRR um þessar mundir og má búast við dómi fljótlega. Segið svo að handknattleiks- menn okkar hafi ekkert skap. — alf. Rússneskur jeppi með húsi óskast Verð og ástand sendist Tímanum merkt ,Rússneskur jeppi“ EINANGRUN Ódýr og mjög góð einangrun. Vönduð framleiðsla. J. Þorláksson & Norðmann h.f. Skúlagötu 30 - Bankastræti 11 TRLILOFU.NAR HRINGIR kAMTMANNSSTIG 2 HALLÖÖR KRISTINSSON gullsmiður Simi 16979 Auglýsið í íímanum SKIPAÚTG6RB RIKISINS Ms. Esja ! fer héðan laugardaginn fyrir | páska kl. 21,00 tl Vestmnnaeyja á veguoi Kvennakórs Slysa- varnafélags Reykjavíkur og j Kalakórs Keflavíkur, en laus j farrúm, ca. 40, verða seld öðr- 1 um, og ganga þeir fyrir, sem \ kaupa far báðar leiðir ásamt fæði. i Áætlaður komutími til Ve. kl. 06,00 á páskadag, en þá e.t.v. siglt kringum eyjarnar, ef veð- ur reynist hagstætt og áður nefnd félög óska. Frá Ve. kl. 24,00 og til Reykjavíkur kl. 09,00 2. páskadag. Ms. Hekla fer vestur um land til Akureyr- ar 3/4. Vörumóttaka í dag og árdegis a morgun til Patreks- fjarðar, Sveinseyrar, Bildudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suður- eyrar, ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar. — Farseðlar seld ir á þriðjudag. Heróubrefö fer vestur um land í hringferð 4/4. Vörumóttaka á mánudag til Kópaskers, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Borgarfjarðar, Mjóafjarðar, Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvíkur, Djúpavogs og Hornafjarðar. — Farseðlar seldir á Miðvikudag. Ms. Skjaldbpeif fer vestur um land til Akureyr- ar 1/4. Vörumóttaka í dag og árdegis a morgun til Húnaflóa- og Skagafjarðarhafna og Ólafs- fjarðar. — Farseðlar seldir á mánudag. ílres mlli Eg þakka innilega allar gjafir skeyti og heillaóskir á áttræðisafmæli minu 24. marz. Einmg þakka ég af heil- um hug alla vinsemd og hlýju í minr. garð fyrr og síðar. GuSrún Guðbrandsdótt'r frá Sunnuhlíð Kornsá. Higinmaður minn, ( Eiríkur Jónsson Vorsabte, Skeiðum, andaðist að heimili dóttur slnnar, Barmahlið 51, aðfaranótt 28. þ.i Krlstrún Þorstelnsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Valtýs Stefánssonar ritstjóra. Helga Valtýsdóttir, Hulda Valtýsdóttir, Björn Thors, Gunnar Hansson, Hulda Á. Stefánsdóttlr. Hjartanlega þökkum við öllum þeim nær og fjær fyrlr auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannslns mlns og bróður okkar, Snorra Þórarinssonar Guð blessi ykkur öll. Helga Friðriksdótfir og systkini hins látna. T f M I N N, föstudagur 29. marz 1963. — 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.