Tíminn - 06.04.1963, Side 8
Friðrik Ólafsson skrifar um skák:
Einvígið um heimsmeistaratitilinn
NÚ ER lokið 6 skákum í ein-
vígi þeirra Botvinniks og Petrosj-
ans og standa leikar nú jafnir, þar
sem Petrosjan gekk með sigur af
hólmi í 5. skákinni. Allar hafa
skákir þessar verið tefldar af mik-
illi hörku og er ljóst, að hvorugur
keppenda hyggst láta sinn hlut,
fyrr en í fulla hnefana. Verður
einvigið vafalaust tvísýnt allt til
loka og má segja, að hin gaman-
sömn ummæli sem núverandi
Sovétmeistari, Korchnoj, lét hafa
eftir sér, hafi við nokkur rök að
styðjast. Hann komst þar svo að
orði um viðureign þessa, að hún
væri líkust því sem „ómótstæðileg
um krafti væri beint að óbifanleg
um hlut“!
En snúum okkur nú að skákun-
um.
2. SKÁKIN.
Hvítt: Botvinnik.
Svart: Petrosjan.
Drottn ingarbragð.
1. d4, d5. 2. c4, dxc4.
(Eitthvert traustasta varnarkerfi,
sem svarti stendur til boða gegn
drottningarbragði).
3. Rf3, Rf6. 4. e3 —
(Hér er einnig oft reynt 4. Da4f
ásamt —, Dxc4 síðar meir, en sú
leið þykir ekki valda svarti mikl-
um erfiðleikum).
4. —, c5.
(Skemmtilegur möguleiki er -hér
4. —, Bg4. 5. Bxc4, e6. 6. Db3, Bxf3
7. gxf3, Rbd7. Hv. getur nú tekið
peðið á b7 með drottningunni, en
svartur fær þá góð færi eftir 8. —,
c5. Petrosjan vill hins vegar ekki
rasa að neinu og velur öruggustu
leiðina).
5. Bxc4, e6. 6. o-o, a6.7 . a4, —
(Venjulegt framhald er hér 7. De2,
b5. 8. Bb3„ Bb7, en Botvinnik vill
koma í veg fyrir, að andstæðingur
hans fái losað um sig á þennan
hátt. Hann hefur líka í huga sér-
staka áætlun, sem gefur a4-leikn-
um sjálfstætt gildi).
7. —, Rc6. 8. De2, cxd4. 9.
Hdl, Be7. 10. exd4, o-o.
(Við skulum nú doka við um
stund og sjá, hvernig málin
standa: Hvíti hefur tekizt að
hindra, að drottningarbiskup svarts
komist út með eðlilegum hætti, en
í staðinn hefur hann orðið að veikja
drottningarvæng sinn og taka á
sig stakt peð á d-línunni. Þessir
veikleikar eru ekki alvarlegs eðl-
is að svo komnu máli, en mundu
vega þungt, ef til endatafls kfemi.
Hvítur verður því að gæta þess
vel, að svartur nái ekki stórfelld-
um uppskiptum, nema það leiði
einnig til röskunar á peðastöðu
,hans. ( Þetta kemur fram, er
svartur neyðist til að drepa með
e-peði sínu á d5). Að hinu leytinu
er það ljóst, að hvítur mundi ekki
taka þessa veikleika á sig af fús-
um vilja, nema eitthvað komi í
staðinn. Hlunnindin eru fólgin í
því, að staða hans er mun rýmri,
athafnafrelsi manna hans meira og
hann á tiltölulega auðvelt með að
fylkja liði sínu til sóknar á kóngs-
vængnum. Eftir gangi skákarinn-
ar að dæma virðast þessi síðast-
nefndu atriði vega meira en veik-
leikarnir og Petrosjan lendir brátt
í krappri vörn, enda þótt staða
hans virðist bæði traust og óá-
rennileg).
11. Bg5, —
(Það er vert að veita því athygli,
að Botvinnik er ekkert að flýta
sér að koma drottningarriddara
sinum í gagnið og leikur honum
svo alls ekki til c3, eins og flestir
mundu gera undir þessum kring-
umstæðum. Tilgarigur hans með
þessu er að halda þriðju reita-
röðinni opinni fyrir drottningar-
hróki sínum, eins og brátt kemur
á daginn).
11. — , Rd5.
(Uppskipti eru svarti í hag sbr.
athugásenid áð framáh).
12. Bxe7, Rcxe7. 13. Re5, —
(Nú er ekkert því td fyrirstöðu
að drottningarhrókurinn geti
rennt sér yfir á kóngsvænginn).
13. — Bd7. 14. Rd2, Bc6. 15.
Re4, Rf4.
(Svartur grípur hvert tækifæri,
sem hann fær til uppskipta).
16. Df3, Bxe4. 17. Dxe4, Rfd5.
18. Ha3, —
(Eftir þennan leik verður Ijóst,
að a4-leikurinn hafði ekki einung-
is þann tilgang að hindra — b7-
b5).
18. —, Hc8. 19. Hh3, Rg6.
(Það er hyggilegt hjá Petrosían
að veikja ekki kóngsstöðu sína
með peðsleikjum (— h6? eða g6?).
20. Bxd5, —
(Botvinnik sér riú, að kóngssókn-
in á erfitt uppdráttar og snýr sér
því að öðrum verkefnum. Hann
grípur tækifærig til að bæta að-
stöðu sína á miðborðinu).
20. —, exd5.
(20. —, Dxd5 virðist liggja beinna
við, en Petrosjan hefur sennilega
ekki gétizt að möguleikanum 21.
Dxd5, exd5. 22. Rd7, ásamt 23.
Rc5).
21. Df5, Dd6. 22. Hb3, —
(Þessi hrókur unir sér vel á
þriðju reitaröðinni og gerir Petro-
sjan lífið brogað).
22. —, Hc7. 23. g3, b6.
(Einfaldara hefði verið 23. —,
Rxe5. 24. Dxe5 (betra en 24. dxe5,
De6), Hd8. 25. a5. Hvítur hefur
þá að sönnu skárri stöðu, en vörn
in er mun auðveldari fyrir svart en
verður í skákinni).
24. Hel, Re7.
(Nú gengur hins vegar ekki 24.
—, Rxe5, þar eð svartur mundi
tapa peði eftir 25. Dxe5).
25. Df4, Hc2. 26. Rd3, Dd8.
(Nú hafa orðið hlutverkaskipti
með aðilum, hvítur leitar upp-
skipta, en svartur forðast þau).
27. Dg5, Rc8.
(Svartur verður nú að ganga inn
á uppskipti, þar eð 27. —, f6
mundi veikja e6-reitinn alvarlega).
28. Dxd8, Hxd8. 29. a5, —
(Botvinnik gerir nú síðustu atlög-
una, en Petrosjan er vel á verði
og tekst ag komast heill úr raun-
inni).
29. —, bxa5. 30. Hb8, Hf8! 31.
Hal, Re7. 32. Hxf8t, Kxf8.
33. Hxa5, Hd2.
(Nú leysist staðan upp í jafntefli).
34. Hxa6, Hxd3. 35. Ha8f, Rc8.
(Hér bauð Botvinnik jafntefli, sem
Petrosjan að sjálfsögðu þáði. Eftir
36. Hxc8f, Ke7 fellur d-peð hvíts
og er þá komið á jafnvægi í stöð-
unni).
í næstu skák fékk Petrosjan
betri stöðu strax upp úr byrjun-
inni og túkst að mynda ýmsar ved-
ur í peðafylkingu andstæðingsins
eftir að drottpingarkaup höfðu átt
sér stað á fremur óheppilegu
augnabliki fyrir Botvinnik. Petro-
V ■■ -
Fyrrverandi helmsmeistari Mikael TAL, útskýrlr þrlðju einvígisskákina fyrir blaðamönnum, (Ljósm.: TASS). I
Heimsmeistarinn BOTVI'NNIK þungt hugsi í 3. skákinni. (Ljósm.: TASS).
sjan tókst að auka yfirburði sína
jafnt og þétt og vann peð rétt áð-
ur en skákin fór í bið. Við athug-
un sína á biðstöðunni fann Bot-!
vinnik hins vegar snjalla leið til
að halda jafnvægi í stöðunni og
enda þótt Petrosjan legði sig all-
an fram tókst honum aldrei að
villa um fyrir andstæðingi sínurn.
3. SKÁKIN.
Hvítt: Petrosjan.
Svart: Botvinnik.
Drottnlngar-indversk vöm.
1. d4, Rf6. 2. Rf3, e6. 3. g3, b6.
(Liðlegasta svarið).
4. Bg2, Bb7. 5. c4, —
(Til að geta svarað 5. —, c5 með
6. d5, exd5. 7. Rh4 o. s. frv.).
5. —, Be7.
(Einnig kom til greina 5. —, Bb4.
6. Bd2, Bxd2f. 7. Dxd2, o-o, o. s.
frv.).
6. o-o, o-o. 7. Rc3, Re4.
(Hvítur hótaði að leika 8. Dc2 og j
taka öll ráð á miðborðinu í sínar !
hendur með 9. e4. Þetta verður
svartur að koma, í veg fyrir með j
öllum tiltækum ráðum og þykir
leikur Botvinniks traustari en 7. !
d5).
8. Rxe4, —
(Öllu venjulegra er 8. Dc2)
8. —, Bxe4. 9. Rel, —
(Með þessum uppskiptum reynir
Petrosjan að færa sér í nyt rýmri
miðborðsstöðu sína).
9. —, Bxg2. 10. Rxg2, d5.
(Hindrar 11. e4).
11. Da4, c5. 12. Be3, Dd7(?).
(Meg þessum leik tekur Botvinn-
ik á sig töluverðar kvaðir, eins og
ljóst verður í framhaldinu. Traust-
ara virðist 12. —, cxd4. 13. Bxd4,
dxc4. 14. Dxc4, Dc8. Svartur ætti
ekki að vera í miklum vandræðum
meg þessa stöðu).
13. Dxd7, Rxd7. 14. cxd5, exd5.
15. Rf4, Rf6. 16. dxc5, bxc5.
(Svartur á nú tvö samstæð peð á
miðborðinu, en þau hljóta fremur
að teljast veikleiki en styrkleiki,
þar eð hvítur á auðvelt með að
sækja að þeim eftir opnum c- og
d-línunum).
17. Hacl, d4.
(Svartur kemst ekki hjá því að
leika þessum leik fyrr eða síðar).
18. Bd2, a5.
(Það er nauðsynle^t fyrir svart
að geta komið þessu peði til a4,
áður en hvítur nær að festa stöð-
una með b2-b3 ásamt Rf4-d3-b2-
a4).
19. Rd3, Rd7. 20. c3, dxc3.
21. Bxe3, —
(Eftirleiðis verður c-peðig svarta
skotmark hvítu mannanna).
21. —, Hfb8.
(Svarta c-peðið er nú óbeint var-
ið).
22. Hfdl, a4. 23. Kg2, h6.
24. Hd2, -
(Valdar b-peðið og hótar að
hremma c-peðið)
24. —, Hb5. 25. Rf4, Rf6.
26. Kf3, Hab8.
Framh á 13 síðu
T-íMIN N , laugardaginn 6. apríl 1963 —j