Alþýðublaðið - 02.08.1940, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 02.08.1940, Qupperneq 4
Kaupið bókina Hver var að hlæja? ©g brosið meðt ALÞYÐDBLAÐIÐ Hver var að hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. FOSTUDAGUR. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Tataralög. 20.30 íþróttaþáttur (Pétur Sig- urðsson). 20,50 Hljómplötur: a) Sónata eftir Beethoven (C-dúr, Op. 2, nr. 3). b) Frægir söngvarar. c) 21,25 Harmonikulög. Kátir gestgjafar heitir ameríksk gamanmynd, sem Gamla Bíó sýnir um þessar mund- ir. Aðalhlutverkin leika: Alice Brady, Tom Brown og Charles Winninger. Meistaramót ÍSÍ í fimmtarþraut, 10 km. kapp- göngu, 4X100 m. og 1000 m. boð- hlaupum verður um helgina. Hafa fjórar sveitir tilkynnt þátttöku í hvort hlaupanna, fjórir menn í gönguna og fimm í fimmtarþraut. Gangan og boðhlaupin eiga að fara fram á laugardag kl. 6, en fimmt- arþrautin á sunnudag kl. 2. Knattspyrna. Keppt var í öðrum flokki í gær- kveldi. K. R. vann Val með 2 gegn 1 og Víkingur Fram með 2 gegn 0. Dilkakpt Nautakjöt af ungu. Kálfakjöt. Lax. Grænmti, lækkað verð. Jón MaHalesen. Sími 9101 og 9102. Salttjit Verzlunln Kjöt & Fiskur Símar 3828 og 4764. Þrjár fjrrsto bækur Mennmsarsjóðs oo Þjóðvioafél. koraa At f uæstu viku. RJÁR af þeim bókum, sem Menningarsjóður og ÞjóS- vinafélagið hafa ákveðið að gefa út á þessu ári, eru nú að koma út, og verður byrjað að afgreiða þær til áskrifenda hér í bænum um miðja næstu viku, en alls verða bækurnar sjö, sem þessi fyrirtæki gefa út á árinu. Hinar bækurnar koma væntanlega út í haust. Áskrifendur eru alls á þrett- ánda þúsund víðs vegar um land, og er upplagið miðað við það. Bækurnar, sem koma út næstu daga, etu: Sultur eftir Knut Ham- sun, bókin, sem gerði höfundinn frægan, og/ hefir Jón Sigurðsson, skrifstofustjóri - alþingis, sem þýddi „Pan“ og „Victoríu", ís- lenzkað hana, Viktoría drottning eftir Lytton Strachey, þýdd af Kristjáni Albertssyni, og Mark- mið og leiðir eftir Aldous Hux- ley, einhvern frægasta rithöfund, sem nú er uppi í heiminum. Hefir Guðmundur Finnbogason íslenzkaði hana. Eftir eiga þá að koma út í haust þessar bækur: Mannslíkam- inn og störf bams eftir Jóhann Sæmundsson lækini, Uppreisnin í Eyðimörkinni eftir T. E. La,w- repce, Almanak Þjöðv'inafélags- ins 1941 og Andvari 1940. Áskripendur hér í bíænum verða að sækja bækumar, og verður byrjað að afgreiða þær um miðja næstu viku. Út um land verða bækurnar sendar umboðsmönn- Um, en þeir em rúmlega 150 í öllum hyggðarlögurn landsins. Er þetta langstærsta bókaupp- lag, sem gefið er út hér á landi. Útbreiðið Alþýðublaðið. BÆJARSTJÖRNARFUNDURINN Frh. af 1. síðu. mörkun dansleikja og lokun kaffihúsa. Nú virðist allt vera á huldu um þetta. Meirihluti bæj- arstjórnar virðist vera mjög á annarri skoðun en lögreglu- stjóri, og víst er, að almenning- ur í bænum er algerlega and- vígur myrkvun, nema augljóst sé, að hennar sé þörf, hvað sem sagt er um takmörkun dans- leikja og lokun kaffihúsa fyrr á kvöldin en verið hefir, enda telja flestir að myrkvun myndi jafnvel, eins og nú er ástatt í bænum með allar sundurgröfnu göturnar, valda meiri slysum en ein loftárás, þó að hún kæmi að óvörum. * i Hins vegar er allur almenn- ingur sammála um það, að fyrsta varúðarráðstöfunin hér eigi að vera lokun áfengisverzl- unar ríkisins, en um það mál þegja flestir og virðist helzt að á þessari nauðsynlegu og sjálf- sögðu ráðstöfun sé mest tregða. Samtal viö lögregiu- stjóra. — ( Alþýðubiaðið sneri sér til lög- reglustjóra í morgun og spurði hann hvað hann vildi segja út af umræðunum á bæjarstjórn- arfundi. „Ég hefi fátt um þær að segja,“ sagði lögreglustjóri. „Ég hefi skrifað bæjarráði um málið og vænti svars þess. — Mér var alltaf Ijóst að lögreglan hafði ekki vald til að fyrirskipa þetta. Undanfarið hefir verið ráðist á lögregluna fyrir aðgerðaleysi. Þess vegna er mér yfirleitt kær- komið að almenningur fái að vita um það, hve þröngt vald- svið lögreglunnar er. Um myrkvunina er það að segja, að tilmæli hafa komið frá brezku hernaðaryfirvöldunum um myrkvun borgarinnar. PAH9LA BSOV Kátir gestijafar (GOODBYE BROADWAY.) Skemmtileg og fyndin am- erísk gamanmynd frá UNI VERSAL félaginu. Aðal- hlutverkin leika: Alice Brady, Tom Brown, Charles Winninger. Aukamynd: LÍF EÐA DAUÐI. Iirikalegustu atburðir, sem kvikmyndaðir hafa verið. BSS NYJA BHO M Æflntýri á ökuf ör (Fifty Roads to Town.) Amerísk skemtimynd frá FOX iðandi af fjöri og fyndni og spennandi við- burðum. — Aðalhlutverkið leikur kvennagullið DON AMECHE, ásamt hinni fögru ANN SOTHERN og skopleikaranum fræga SLIM SUMMERVILLE. RÆÐA MOLOTOVS Frh. af 1. síðu. hefði áhuga fyrir bættri sambúð. Um sambúðina við Bandaríkin sagði Molotov, að þau hefðu ekki komið fram af fullum skilningi í garð Rússa, 'því aö -’vrssar á- kvarðanir Bandaríkjastjóm'ar gagnvart Rússlandi bæm ekki vitni um velvild. Kennir nokkurs kulda í Rússlandi -í garð Banda- ríkjanna úm þessar mundir, m. a. vegna þess, að gull þ.að, sem Eistland, Lettland og Lithauen áttu í Bandaríkjunum, hefir verið kyrrsett i bönkum þar eða „fryst“. Sakar Finna enn mn and úð gegn Rássnm. Ennfremur ræd-di hann við- horfið til Norðurlanda, viðskipta- samninga, sem yfir standa við Svía, og þeim samningum bæri að hraða, en um Finnia sagði hann, að það væri mest un-dir þei-m sjálfum komið, hvemig sambúðin yrði við Rússa. Það væri skref í rétta átt, að þeir hefðu fallizt á kröfur Rússa varðandi afvopnuin , Álandseyja, en andúðina gegn Rússlandi yrði að uppræía. FLU GMIÐ AÁRÁS. Frh. af 1. síðu. þýzkar flugvélar flugu inn yfir Bretland síðastliðna nótt og vörpuðu í stað sprengikúlna niður áróðursmiðum, sem síð- asta ræða Hitlers var prentuð á undir fyrirsögninni „Seinasta skírskotun til heilbrigðrar sky» semi.“ Brezka útvarpið segir, að það hafi verið óþarfi að varpa niður ræðunni, því að mörg brezk blöð hafi getið hennar mjög ít- arlega. Vðrn móttaka í næstu strandferð vestur um land er til hádegis á morguM- og næstkomandi þriðjudag. Auglýsið í Alþýðublaðinu. Hínn Sakamálasana eltir Seamark ósigrandi — Þér áttuð von á mér, einmitt það, sagði hann. — Þér stundið símahleranir, býst ég við. — Já, sv-o mætti ef til vill kalla það. Það var skemmtilegt samtal, sem þér áttuð við herra Tansy frá Notting Hill. Ég hefi verið að leita yðar lengi, herra greifi. Þér földúð yður vei. En ég fann yður samt að lokum. Þér getið ekki falið _yður fyrir mér. En rnætti ég spyrja yður, til hvers þér hafið komið hingað. Þér getið ekkert mein gert mér, það er á- reiðanlegt. Lyall framdi sjálfsmorð um leið og hann reyndi að ráða mig af dögum. — Þér emð ekki huglaus maður, herra Dain. En nú verðið þér þó að játa, að þér fáið ekki rönd við reist. Augu Dains leiftruðu. — Álítið þér það í raun og veru? Rödd Dains var helköld. — Hvers vegna hafið þér þá leyft mér að komast hingað inn? spurði Lazard. — Kæri greifi, sagði Dain. — Það er vegna þes:, að það er auðveldara að komast inn í þetta herbergi en út úr því aftur — þ. e. a. s. lifandi. — Ög hvað eigið þér við með því? — Ég skal nefna eitt dæmi. Villard Lyall hugsaði eins og þér hugsið. En hann mat mig ekki rétt. Auð- æíi mín og fraegð eru ekki byggð á blekkingum. Og ég er ekki heldur að blekkja yður núna, það megið þér vera sannfærður um. Þér kunnið ekkert með þær vélar að fara, sem hér eru. Og þessar vélar -geta meðal annars hljóðritað hvert orð, sem hér er sagt. — En gerum nú ráð fyrir, að eitthvað kæmi fyrir þessar vélar yðar. Gerum ráð fyrir, að ég hreyfði vísifingurinn ofurlítið og skyti vélarnar 1 rúst. Lazard greifi var að reyna að komast eftir því, hvað hann mætti bjóða sér. Og hann vildi unifr-am allt fá að vita, hvo.rt n-okkur annar en Dain hefði hugmynd um það, að hann, Lazar-d greifi, hafði ætlað sér að heimsækja Dain, hugvitsmann í Denbigh H-ouse, þetta kvöld. — Lazard greifi, sagði D-ain rólega. — Þaö eru margar ástæður til þess, að þér snertið ekki hár á höfði mínu. í kvöld eða n-okkru sinni. Ég skal segja yður eina ástæðuna strax. 1 kvöld lét ég bréf í póst til sjálfs mín. I þessu bréfi er nákvæmlega skýrt frá því, sem við hefir borið síðustu sex mánuðina. Þar er , ennfremur getið um yður og heimsókn yðar hingað í kvö-dl. Ég skýrði frá því, að ef lík mitt findist, þá værúð þér morðinginn. Þar var enn fremur nákvæm lýsing á einkalifi yðar. Vinur minn einn mun hirða bréfið og -opna það, ef ég kem ékki fram1 í dagsljósið. Bréfið kemur ekki fram fyrr en eftir tvo daga. En á þeim tíma mun Sootland Yard hafa uppgötvað morðið, því að ég sendi vini mínúm símskeyti, sem hann átti að sýna Sootland Y-ard, ef ég kæmi ekki á sjónar- sviðið fyrir miðnætti í nótt. Lögreglan verður þvl komin á vettvang, þegar bréfið kemur fram. Greifinn borfði á Dain og ofurlitlum óttasvip brá fyrir í augum hans. Hin kuldaleg-a ró og sjálfsöryggi Val-mon Dains hafði verkað á hann. Þessi uppfinninga- maður átti meira undir sér en hann hafði álitið. Gáf- ut hans og hugvit voru töluvert yfir meðallagið. Lazard hampaði byssunni og sagði: — Þér virðist gleyma því, að ég held ennþá á þess- ari í hendinmi. Og svo lengi, sem ég held á henni,. mun ég e ga síðasta orðið. •— Satt er það. Þér hafið byssuna ennþá í fórum yðar. En hún er yður ekki mikils virði, eins og nú er ástatt. Yður væri bezt að fá mér hana í hendur og spara yðu,r ómak síðar meir. Lazard greifi horfði á Dain stundarkom og gat ekki áttað sig á því, hversu mikil alvara fælist á bak við þessi orð. — Sitjið hreyfingarlaus, hreytti hann út úr sér að lokum. Þér eigið að svara örfáum spurningum, sem ég legg fyrir yður. — En ef ég neita að svara, hvað skeður þá? — Þá sendi ég nálarnar beint í höfuðið á yður. — Og hvað skeður svo? — Ég nota símann, og eftir hálftíma verður k-ominn hingað hópur félaga min-na. Líki yðar verður komið fyrir á góðum stað. Við rannsökum herbergið og eyðileggjum myndimar. Við mölbrjótúm allarvélarnar, sem þér hafið sett hér upp. Og ég skal útvega mér

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.