Alþýðublaðið - 03.08.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.08.1940, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1940. Byggingaleyfi á nýhýlalöndum riklssjóðs Að gefnu tilefni skal vakin athygli leigutaka x Digraneslandi, Kópavogslandi og sunnanverðum Fossvogi, á því, að bannað er að byggja hús eða skúra á löndum þessum, nema fengizt hafi leyfi Skipulagsnefndar, sem hefir eftirlit með staðsetn- ingu bygginganna. Viðtalstími vegna hyggingaleyfa er á skrif- stofu nefndarinnar í Arnarhvoli, þriðjudaga og föstudaga kl. 11—12, en ekki á öðrum tímum. í umhoði Skipulagsnefndar. Horðnr B|amasoii. verður lokuð Mánii- dag 5. p. m. Ættn að snða sér til Hitlers og biðja bann nm mat. Amerísk blðð um matvæla- skortinn í Evrópu. BLAÐINU „NEW YORK SUN“ er slíýrt frá því, að amerískir sérfræðingar hafi kynnt pér hiorfumar í himwn ýmsu lönid- um Evrópu að pví er matvæla- birgðir snertir, einkanlejga í lönd- lum peim, sem Þjóðverjar hafa lagt undir sig. Blaðið segir, með skírskotun til ummæla hinna sérfróðu manna, að hungur vofi ekki aðeins yfir milljónum manna í Evrópulönd- um, pegar vetrar, ; heldur eigi milljónir manna nú pegar við hungur að búa, og er gizkað á, Bð í héruðunum kringum Varsjá jeigi 6—7 milljónir mawna við «ii.kinn matarskort að búa. En petta er aðeins upphaf peirrar neyðar, sem koma mun, eftir öllum líkum að dæma. — Blaðið „Washington Post“ skýrir frá jivi, að franska stjórnin í Vichy áfionni að leita fyrir sér vestra um stórlán til eldsneytis- og matarkaupa, og verði lánið tekið til langs tíma. Blaðið bend- ir á, að matvæli heyri undir pann iflokk afurða, sem teljist til styrj- aldarparfia, og pegar farið sé fram á, að Bandarikin leggi til knatvæli, sé í xauninni farið fram á, að rofið sé hafnbann Breta, sem raunverulega séu að berjast fyrir Bandaríkin eins og fyrir sig sjálfa.'Þjóðirnar í peim lönd- Um, segir blaðið, sem búa við matarskort eða sjá fram á hann, ættu að snúa sér til Hitlers og biðja hann um mat. KAUPI GULL og silfur hæsta verði. Sigurþór, Hafnar- stræti 4. Lord Beaverbrook fær sæti i stríðs- stjðrn Churcbills. SAMKVÆMT tilkynningu, sem birt var í London í gærkveldi, hefir Winston Churchill, forsætisráðherra, boð ið Lord Beaverbrook sæti í sjálfri stríðsstjórninni, en í henni hafa hingað til átt sæti aðeins fimm ráðherrar, Chur- chill, Lord Halifax, Chamber- lain, Attlee og Greenwood. Þegar ráðuneyti Churchills var myndað, var stofnað nýtt ráðu- neyti, flugvélaframleiðsluráðu- neyti, og var Lord Beaverbrook falin forstaða pess. Hafði hann fiarizt fyrir pví lengi í blöiðum sínUm, að flugvélaframleiðslan væri aukin sem mest og flugber landsins efldur og Ioftvarnir. Hefir Beaverbrook pegar orðið mikið ágengt í starfi sínu. Brezk blöð láta í ljós mikla ánægju yfir pví, að Beaverbrook lávarður hefir fengið sæti í stjríðs stjórninni. Þau eru á einu máli um pað, áð pótt Beaverbrook faki sæti í henni, verði að sjá um, að flugvélaframleiðslumálun- Um verði sinnt af sama kappi og að undanförnu. Beaverbrook gegnir áfram fyrst um sinin for- stöðu flugvélaframileiðsturáðu- neytisins, en vafasamt er, að hann geti gegnt pví til lengdar jjafnhliða störfunum í stríðsstjórn- inni. Lof tárásir Breta gera Hikiin nsla á Þfzka landi. Frásögn amerísks frétíaritara RÉTTARITARI frá Asso- ciated Press, sem ferðazt hefir um Þýzkaland, liefir skrif- að grein um ferðalag sitt, og kemur þar ýmislegt fram, sem sýnír, hversu mikið tjón hefir orðið af loftárásum Breta. T. d. getur hann þess, að í Bielefeld, sem er í útjaðri iðn- aðarsvæðisins í Ruhr, hafí verið ALÞÝÐUBLAÐIÐ gerð loftárás á hverri einustu nóttu í 2—3 vikur, og varð fólk- ið að hafast við í loftvarna- byrgjum fram undir kl. 3 á hverjum morgni. í einni borg var honum sagt, að 17 menn hefðu beðið bana í loftárás, og væri það meira en í mörgum borgum öðrum. Loft- varnastjóri Þýzkalands, von Schröder, hefir látið birta við- tal við sig í „Deútsche Allge- meine Zeitung“ fyrir nokkru, og fer hann ekki dult með, hvaða spjöllum brezku sprengi- kúlurnar geta valdið. Hann við- urkennir og, að loftárásirnar fari illa með taugar manna, og sé farið að bera mikið á því í Þýzkalandi. Bretar fá nn bæði flnpéter 01 flag- nenB frá Amerikn. AÐ er talið, að sprengju- ■"^ flugvélar þær, sem Bretar eru nú að fá frá Bandaríkja- mönnum, verði að nokkru leyti mannaðar ameríkskum flug- mönnum, en fjölda margir flug- menn frá Bandaríkjunum hafa að undanförnu gengið í hrezka flugherinn. Bretar gera mesta hveiti iaohaap 1 Kaaada, sem dæmi ern til. AÐ var tilkynnt í London í gær, að matvælaráðuneyti Bretlands hefði samið um kaup á 100 milljónum skeppa af hveiti í Kanada og á afhendmgu að vera lokið í júnímánuði næsta ár. Áður hafði ráðuneytið samið um kaup á 50 miiljónum skeppa af kanadisku hveiti. Eru petta mestu hveitikaup, sem gerð hafa verið. 1 i I ! BaHnað að haida af- mæii flákonar kon- nigs hátíðlegt í loregi. HÁKON VII. NOREGSKON- UNGUR, sem dvalizt hefir i Bretlandi síðan hann varð að flýja land, er 68 ária í dag. Stjórnarnefindin í Oslo hefir bannað, að afmælið verði haldið hátíðlegt í Noregi á nokkum hátt. Mönnum er jafnvel bannað að draga fána • á stöng í tilefmi af afmælinu! Tveir Japaiir teknir fastir í London. firimaðir um njósnir. ÞAÐ var tilkynnt í Loodon í gær, að tvéir Japanir hefðu verið settir í gæzluvarðhald par vegna gruns mn njósnastarfsemi. Það var tilkynnt, að petta stæði ekki á nókkurn hátt í sam- bandi við handtökur brez'kra manna í Japan. Skvodlbrottf intHlignr í ólks úr bæi m „ef óvæntir atburðir gerasr ------»----- í tilefni af umræðum þeim, sem hafa orðið um síðasta plagg loftvarna- nefndar, hefir fram- kvæmdastj. hennar, Lúð- víg Guðmundsson, beðið Alþýðublaðið um rúm fyr- ir eftirfarandi grein: AÐ er engum láandi, þótt hann hugsi með nokkrum kvíða til framtíðarinnar, ef til þess þyrfti að koma, að fram-,. kvæmdar yrðu ýmsar þær ráð- stafanir, sem ráðgerðar hafa verið í öryggis skyni, ef til hernaðarátaka kæmi hér í bæn- um eða næsta nágrenni hans. Er það hvorttveggja, að við íslendingar höfum fram til hinna síðustu tíma lifað hér í trúnni á fullkomið öryggi gegn ógnum styrjalda og mannvíga, og höfum enn ekki sætt okkur við þá hugsun, að þurfa, þeirra hluta vegna, að breyta frá fyrri venjum. Og svo er hitt, að langt er nú liðið á sumar, nóttin leng- ist og veður kólnar, og áður en langt um líður má eiga allra veðra von, svo að ekki er væn legt að þurfa ef til vill að neyð- ast til þess að yfirgefa heimili sitt og bæ og leggja leið sína með léttan mal, eða engan, út í auðnir, hraun og heiðar, og eiga þar engan vísan samastað, ekk- ert skjól að flýja í. Það er því að vonum, að frá- sögn og leiðbeiningar um leiðir út úr bænum, „ef óvæntir at- burðir gerast“, sem loftvarna- nefnd birti í samráði við ríkis- stjórnina, hafi valdið nokkrum ugg hjá mörgum. Og vonlegt er, að spurt sé hvernig megi koma slíkum brottflutningi svo fyrir, að ör- yggi borgaranna sé að nokkru bætt. Og eðlilegt er einnig, að innt sé eftir því, hvaða ráðstafanir hafi nú þegar verið gerðar, eða áformaðar séu, vegna skýlis fyr- ir brottflytjendur, eða vegna matar handa þeim, þegar þrot- inn er sá litli skammtur, sem þeir hafa náð að taka með sér. —o— Enda þótt nokkuð hafi borið á ábyrgðarleysi í tali manna hér undanfarið um áform þessi, og jafnvel hafi verið hent hnútum og beizkyrðum að loftvarna- nefnd, vegna afskipta hennar af málinú, mun ég engu svara þessu. Nefndinni sjálfri, eða einhverjum nefndarmanna, stendur það nær en mér. En þar eð mér eru ýms atriði þessa máls kunn, mun ég nú skýra málið nokkuð, ef verða mætti til þess, að umræður manna um þetta viðkvæma vandamál verði hóflegri eftir en áður. Mér er fullkunnugt um það, að Joftvarnanefndin hefir þegar frá byrjun skoðað sig sem ráð- gefandi aðila einungis, og hefir hún í engu atriði, svo ég viti, stigið út fyrir þau mörk. Ákvarðanir um „leiðir, sem kunna að verða tepptar fyrir al- menning um stundarsakir vegna herflutninga“, hafa því vissulega engar verið teknar af nefndinni, — enda hefir hún enga herflutninga með höndum og mun engin áform hafa um að taka þá upp! En vegna ákvarðana, sem yf- irstjórn brezka setuliðsins hafði tekið, varðandi herflutninga,. „ef óvæntir atburðir gerast“, vegna bendingar frá sama aðila,, um nauðsyn þess, að almenn- ingur yrði búinn undir það, að „óvæntir atburðir“ kynnu að gerast, og að hugsað væri þá fyrir tilhögun á skyndibrottför- einhvers hluta, eða alls þorra,. íbúa Rvíkur og Hafnarfjarðar,, fekk nefndin eigi skorast und- an því hlutverki, að birta al- menningi nauðsynlegustu leið- sögn um þessi efni, ef verða mætti, að það gæti komið í veg, fyrir óþarfa árekstra, slys eða manntjón. En áður voru leið- beiningar þessar ræddar lið fyr~ ir lið á sameiginlegum fundíí. ríkisstjórnarinnar og loftvarna- nefndar, og voru þæx síðan —• eins og áður segir — birtar í samráði við ríkísstjórnina. Mér er fullkunnugt um, aö nefndinni eru ljósir hinir miklu annmarkar og hættur, sem því fylgja, að taka upp hundruð, þúsundir eða jáfnvel tugi þús- unda og flytja þá, eða hvetja þá til að flytja á burt úr bænum, nú þegar haust og hret fara £ hönd. En af fyrrnefndum ástæðum fekk nefndin heldur eigi skor- ast undan þeim vanda, að hugsa fyrir bráðabirgðaskýlum og matarbirgðum handa brottflytj- endum. Varð það því að ráði,, að stjórn Rauða kross íslands athugaði möguleika á þessu, og er þeirri athugun lokið fyrir nokkru og liggur álit hennar og tillögur í málinu fyrir ríkis- stjórninni. Aðrar leiðir og úr- ræði en þar eru tilgreind. eru. einnig í athugun. Fyrsta þætti þessa máls er nú. langt komið. Varað hefir verið við hættum, sem yfir kunna að vofa. Bent hefir verið á ótrygga vegi og leiðsögn gefin um ör- uggari leiðir, nauðsynlegasta útbúnað brottflytjenda o. s. frv. Gerðar hafa verið ráðstafanir til, að sú leið, sem öruggust megi teljast, þ. e. Vatnsveitu vegurinn gamli, verði lagfærð- ur, og er von um, að endurbót- um á honum verði lokið á næstu dögum. Loks er verið að undir- búa merkingu leiða, Nánari tillögur um tilhögun brottflutnings — ef nokkru; sinni þyrfti að grípa til slíks ó- yndisúrræðis — eru einnig í undirbúningi og fjalla þær um aðvaranir til almennings um hættu, löggæzlu á vegum, flutn- inga m§ð bifreiðum o. fl. —o— Annar þáttur þessa máls, þ.. e: framkvæmd brottflutnings,, hefst væntanlega aldrei. Lúðvíg Guðmundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.