Tíminn - 10.04.1963, Page 1

Tíminn - 10.04.1963, Page 1
KORT ÞETTA er af NorSausturlandi, þar sem fárvlSriS hafSi verstu afleiSingarnar. Á því sjást EyjafjörSur, Skjálfandi, AxarfjörSur, Melrakkaslétta og ÞistilfjörSur. Óttast er um tvo Þórshafnarbáta á ÞistilfirSi, sem voru meS tveimur mönnum hvor, og um einn Dalvíkurbát á EyjafirSi meS fimm mönnum um borS. Þrir Dalvíkurbátar eru sokknir meS vissu á EyjafirSi og út af EyjafirSi. Mannbjörg varS á tveimur þeirra, en tveir menn fórust af þelm þriSja. MB-Reykjavík, 9. apríl. FORÁTTUVEÐUR gerði um norðan og vestanvert landið 'fyrri part dagsins í dag og hef- nr þag valdið tjóni og mann- sköðum og er óttast, aS enn séu ekki öll kurl komin til graf ar. Alvarlegast er ástandiið við Eyjafjörð og er vitag um þrjá báta frá Dalvík, sem liafa far- izt. Mannbjörg varð á tvehnur þeirra, en af hinum þriðja fór- ust tveir menn. Vegna beiðni gefur blaSið nöfn þeirra ekkn upp í dag. Þá er óttast um a.; m. k. þrjá báta tli viðbótar. Tveir þeirra eru frá Þórshöfn og einn frá Dalvík. Á þessum bátum eru alls níu menn. Síðastliðna nótt réru þrír þil- farsbátar og 8 trillur frá Dal- vík. Einn þilfarsbátur og 3 stærri trillumar lögðu línu á Grímseyjarsundi austan Gjögra, en smærri trillurnar úti í firði. Klukkan að ganga tíu í morgun byrjaði að hríða, en veðrið versnaði ekki að ráði fyrr en klukkan 11 og þó einkum um og eftir klukkan 12, þá • var komið hvassviðri og dimmt af hríð. Herti veðrig þó enn að mun klukkan tvö. Smærri trillur, sem réru i fjörðinn komu allar að landi um klukkan 12, þar af ein i Hrísey. Ein af stærri trillunum, sem reru út fyrir land, komst heilu og höldnu til hafnar, og y einnig tveir dekkbátar. Tvær fórust á leig inn, en bátnum Ármanni frá Ólafsvík tókst að bjarga áhöfnum þeirra. sem voru tveir menn á hvorri trillu. Trillurnar hétu Helgi og Snæ- björg. Ekki tókst eins vel til með þilfarsbátinn Val. •— Hann fórst einnig og með hon- um tveir menn. Strandferða- skipið Esja fann annan þeirra á reki úti á Eyjafirði, er skipið var á leið til Akureyrar að vestan. Var hann meðvitund arlaus og -sigldi skipið á fullri ferð inn til AkuTeyTar. Kom Esjan þangag um klukkan sjö í kvöld. Læknir fór þegar um borð og úrskurðaði, að maður- * inn væri Igtinn. Þá er einnig óttast um níu tonna bát frá Dalvík, sem var á loðnuveiðum. Til hans heyrðist klukkan tvö í dag, en þá var hann á innleig og kominn vest- ur fyrir svokallaðan Gjögur- hrygg, sem er austan við mynni Eyjafjarðar. Síðan hefur ekkert til bátsins heyrzt, þegar þetta er skrifað, laust fyriT miðnætti. Á Hafþór er fimm manna á- höfn, allt Dalvíkingar. Varð- skip og vélbátarnir Björgúlfur og Snæfell voru þá að leita bátsins. Loks er svo alvarlega óttast um tvær trillur frá Þórshöfn, en tveir menn eru á hvorri þeirra. Trillurnar heita Magni, ÞH 109 og Lómur, ÞH 80. í morgun sást til þeirra frá Læknisstöðum á Langanesi, en í allan dag hefur ekkert til þeirra spurzt og er mjög ótt- ast um þá. í kvöld var tekið að ganga fjörur á Langanesi, en sú leit hafði ekki árangur bor- ið, er síðast fréttist. Þá hefur og verig sambands- laust við bátinn Hring, SI 34, frá því milli klukkan 4 og 5 í dag, en þá hélt báturinn sjó, á Skagagrunni. Telja Siglfirð- ingar þó ekki ástæðu til að ótt- ast um bátinn. Særún frá Siglu firði, var í kvöld komin inn á Eyjafjörð, en treysti sér ekki að taka Siglufjörð vegna veðurs ins. Þá voru menn og orðnir uggandi um þrjá Ólafsfjarðar- báta, en þeir munu nú úr allri hættu. Það voru Stígandi, Guð- björg og þó einkum Anna, sem var með bilaðan dýptarmæli og farin að ísa í mynni Eyjafjarð- ar í kvöld. Um níuleytið í kvöld fann varðskip og Guðbjörg Önnu og héldu bátarnir saman inn, en varðskipið fór að leita Hafþórs, sem fyrr er getið. — Stígandi var þá einnig kominn inn á Eyjafjörð. Einnig var um tíma óttast um Glað frá Árskógsströnd, Auður frá Hrísey og Svan og Orra frá Akureyri, en þeir eru nú allir komnir fram. Glaður til Hríseyjar, Auðunn og Svan- ur liggja á Þistilfirði og Orri á Vopnafirði. Fregnir þessar eru hafðar eftir fréttariturum blaðsins við Eyjafjörð og á Siglufirði. Víðar lentu bátar í hrakningum og fengu áföll og eru hér frásagn- Framhald á 3. síðu. FURÐULEGAR HÓTANIR í SKÝRSLU BANKASTJORNAR SEÐLABANKANS ER VERiD AD BOÐA GENGIS- FALL 0G VAXTAKÆKKUN ? Mikla athygli hefur vakið, að í ársskýrslu Seðlabankans, sem var birt í gær, kemur fram, að bankastjórnin telur, að almenn- ar kauphækkanir hafi verið of miklar hér á síðastliðnu ári, þótt játað sé jafnframt, ag þjóðartekj- urnar hafi aukizt verulega og út- flutningstekjurnar hafi aukizt hvorki meira né minna en um 170% frá fyrra ári. f Iok skýrsl- unnar boðar bankastjórinn, að síð- ar á árinu kunni að verða gripið til aukins aðhalds um útlán og til annarra aðgerða í peningamálum. Virðist þar helzt átt við gengis- fellingu og vaxtahækkun. Þessi ummæli bankastjórnar Seðlabankans vekja enn meiri at- hygli, vegna þess að lögum hans er þannig háttað, að yfirleitt er ekki hægt að líta öðruvísi á banka st.iórnina en sem málpípu iikis- stjórnarinnar Seðlabanki íslands birti í_ gær reikninga sína fyrir árið 1962. Jcfnframt fylgdi skýrsla og athuga semdir bankastjómarinar um af- komu þjóðarbúsins á áðastliðnu ári. í því sambandi flutti formað-1 ur bankastjórnarinar, Jón G. Mar- j asson, ræðu. Um reksrrarafkomu Seðlabank- rns 1962 sagði Jón G. Maríasson m. a.: ,,Rekstursafkoma Seðlabankans 1962 var allmiklu lakari en árið 3 961. Stafaöi það einkum af aukn- um vaxtagreiðslum vegna inn- stæðna inniendra aðila í Seðla- bankanum, en á móti eignaðist bankinn tilrölulega vaxtalágar er- iendar eignir. Tekjuafgangur t reyndist 1,1 millj. kr á árinu. og er þá búið að greiða 5 millj. kr. arð i sérstakan sjóð, en helmingi tekna hans árlega verður varið til Vísindasjóðs. Árig 1961 varð tekju afgangur hins vegar 6,3 millj. kr. — Eigið fé bankans hækkaði á ár- inu 1962 um 2,9 millj. kr. í 236,5 millj. kr., en þá er gengistapsreikn ingur tekinn til eigna, en hann nam 1962 202,5 millj. kr. Sam- kvæmt samkomulagi við ríkissjóð tók bankinn við gengistapsreikn- ingnum árið 1961, og verður hann afskrifaður a næstu árum, eftir því sem taiið ,’erður fært Um þjóðarbúskapinn 1962 sagði bankastjórinn m. a.: „Árið 1962 rcyndist þjóðarbú- skap íslendinga í flestum efnum mjög hagstætt. Samkvæmt bráða- birgðaáætlunum Efnahagsstofnun arinnar er talið, að framleiðslu- aukningin á árinu hafi numið a. m. k. 5% miðað við árið áður, en árið 1961 er talið, ag framleiðslu- aukningin hafi numið 3%. Verð- lag á útflutnmgsafurðum var hag stætt á árinu nema á lýsi, sem lækkaði mjög verulega í verði, Framhald á 15 síðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.