Tíminn - 10.04.1963, Síða 3
DIEFENBA KER TAPAR
John Diefenbaker, forsætis-
ráðherra Kainada og foringi
íhaldsmanna, sem bi'ðu mikinn
ósigur í kosningunum í gær,
mun aS öllum líkindum biðjast
lausnar innan tveggja vikna, o,g
ríkisstjóm frjálslyndia flokks-
ins taka við.
Samkvæmt bráðabirgðaat-
kvæðatölum fékk íhaldsflokkur
inn undir forystu Dicfenbakers
aðeins 96 þingsæti af 265, en
frjálslyndir undir forystu Pear
sons fyrrum utanríkisráðherrá
fengu 126 þings'æti og 42%
allra greiddra atkvæða.
‘ Diefenbaker gaf að vísu í
skyn í kvöld, að hann hygðist
reyma að sitja áfram með minni
hlutastjórn, en fréttamenn í
Ottawa telja ólíklegt að honum
muni takast það, þar eð flokk
hans skortir a. m. k. 37 þing-
sæti til að hafa meirihluta á
þingi. Fræðilega séð er hugsan
legt að D'iefenbaker geti setið
áfram, ef 'hann fær stuðning
minni flokkanna á þingi, en þá
verða jafnólíkir flokkar og
þjóðlánaflokkurinn lengst til
hægri og hinn vinstri sinnaði
Nýdemokratiski flokkur að
taka 'höndum saman til stuðn-
ings honum, og til þess eru
litlar líkur.
Að öllum líkindum verður
Lester Pearson næsti forsætis-
ráðherra landsins. Hann gaf út
yfirlýsingu í kvöld og tók þar
fram, að kosningaúrslitin lægju
enn ekki fyrir, þar eð eftir
væri að telja atkvæði- her-
manna, en hann kvaðst vona,
að þau gæfu'frjálslyndum enn
fleiri þingsæti en þegar væru
fengin. Diefenbaker benti í
yfirlýsingu sinni á þetta sama,
og gerir sér sömu vonir fyrir
hönd flokks síns. En þessi
ótöldu atkvæði geta naumast
breytt miklu um þingmanna-
fjöldann, þótt þau hims vegar
geti haft einhver áhrif og hafi
haft haft það við fyrri kosning-
ar.
SLYS VEGNA VATNS-
ROKS AF RAUD AVATNI
GB-Reykjavík, 9. apríl
Bílslys varð í kvöld er tvær
bifreiðir rákust á hjá Rauðavatni,
var ekill annarrar bifreiðarinnar
fluttur meðvitundarlaus í slysa-
varðstofu og þaðan á Landakots-
spítala, og var ekki enn kominn
til meðvitundar, er blaðið átti sfð-
ast tal við sjúkrahúsið í kvöld.
Slysið varð með þeim^hætti, að
aætlunarbifrcið kom austan frá
Selfossi með 17 farþega og þegar
kom á beygjuna suðvestan við
RUSSAR KOMA ENN
MED HÓTANIR
NTB-Moskva, 9. aprfl
Sovétríkin sendu í dag
orðsendingu til ríkisstjórna
Bandaríkjanna, Bretlands og
Vestur-Þýzkalands og er þar
farið hörðum orðum um ráð-
gerðan kjarnorkuvígbúnað
Atlantshafsbandaíagsins. Öðr-
um aðildarríkjum Atlantshafs
bandalagsins hefur verið send
afrit af orðsendingunni.
Segir Sovétstjórnin m. a. í plagg
inu, sem er 3 þúsund orð á lengd,
að tilgangurinn með stofnun kjarn
orkuhers bandalagsins sé sá, að
veita her Vestur-Þjóðverja kjarn-
orkuknúin eldfláugavopn og þann
veg efla undirbúning þeirra undir
kjarnorkustríð, en það muni þýða
aukið vígbúnaðarkapphlaup, sem
muni ekki takmarkast við nein
landamæri. Segir í orðsendingunni
að Sovétstjörnin vilji vara Vestur
veldin við stefnu, sem veiti flciri
þjóðum kjarnorkuvopn, og lclur
sig þurfa að gera viðeigandi ráð-
stafanir, ef ekki verði af hcnni
látið.
Þá segir í orðsendingunni, að
hafnir kafbáta og annarra skipa
útbúnum með eldflaugum, yrðu
afmáðar á fyrstu mínútum nýrrar
slyrjaldar. Einnig segir þar, að
Atlantshafsbandalagið hafi í
hyggju að dulbúa herskip sín sem
kaupskip, en ef það kæmi fyrir
að slík skip sigldu um heimshöf-
in, jafngilti það styrjaldarástandi,
þótt engu stríði hefði verið lýst
yiir.
Mannskaðaveður
Framhald at 1. síðu.
ir hlutaðeigandi fréttaritara af
þeim atburðum:
HS og JJ-Hólmavík, 9. apríl.
Hér skall á norðan hvassviðrl
og snjókoma klukkan 10,45 og
var komin blindhríð eftir skamma
stund, skyggni vart yfir 50 metra
upp úr hádeginu. Héðan voru
tveir bátar á sjó, Bergvík, sem er
5 smálesta trilla og Hilmir, ST 1,
sem er 29 smálesta bátur og voru
þeir 3—4 tima siglingu frá landi,
þegar veðrið skall á.
Bergvík náði landi á Eyjum,
við norðanverðan Bjarnarfjörð en
Hilmir komst upp >að svokölluð-
Bjarnarfjarðarrifi, sem er grynn-
ingar, er loka fyrir grunnleiðina
hér inn á Steingrímsfjörð. Þar
varð hann að snúa við, enda kom-
in stórhríð, svo að ekki sá út úr
augum. Hefur hgnn haldið sjó síð-
an. (Fréttin send klukkan 18,00).
Um svipað leyti var vélbáturinn
Pólstjarnan frá Drangsnesi, sem
. er 12 smálestir, stödd utan við
Bjarnarfjarðarrif, og var þar með
þilaða vél og viðtæki, en gat kall-
að út og beðið um aðstoð, ef unnt
væri. Þá var klukkan 12,35. Heyrð
ist síðan ekki meir frá Pólstjörn-
unni. Hilmir, sem heyrði kallið,
reyndi að svipast um eftir Pól-
stjörnunni, en það bar ekki árang
ur, enda skyggni sama og ekkert.
Var þá haft samband við Slysa-
varnafélag fslands og jafnframt
smalað saman mönnum og tveir
bílar fengnir í leiðangur með
tæki slysavarnardeildarinnar hér
og skyldi haldið á svokallaða Nes-
strönd eða Bjarnarneshöfða, ef
bátinn ræki að landi. En um það
leyti kom frétt um að báturinn
væri kominn að landi á Kaldrana
nesi heilu og höldnu.
Vélbáturinn Smári frá Drangs-
nesi var einnig á sjó, langt úti á
flóa. Smári er 8 lesta bátur og
hafði ekkert til hans heyrzt til
klukkan 3, en þá kallaði hann og
sagðist halda, að hann væri ein-
hvers staðar á Bjarharfirði en
væri með bilaðan dýptarmæli og
andæfði við bauju. Nú um sex-
leytið í kvöld komu svo fréttir um
það hingað til Hólmavíkur, að
Smári hefði náð landi í Kaldrana-
nesi. Hilmir, Smári og vólbátur-
inn Guðmundur frá Bæ, sem er
héðan frá Hólmavik, 37 lestir að
stærð, höfðu samband sín á milli
um talstöðvar með nok'kru milli-
bili, en Guðmundur var á leið inn
með Skaga og ætlaði að ná Skaga-
strönd, en hefur ekki cnn náð
landi og andæfir.
JJ-Skagaströnd, 9. apríl.
Bátarnir frá Hólmavík og
Drangsnesi eru komnir í var hér
undan Skaganum. Hilmir var kom
inn á 60 faðma dýpi í landvar,
sennilega út af Kálfshamarsvíkur
vita klukkan rúmlega átta og lagst
ur við bauju og andæfði. Guð-
mundur frá Bæ var mjög skammt
undan landi hér og var ætlunin
að reyna að leiðbeina honum til
lands með ljósum, þegar dimmdi.
Annars er hér í kvöld svarta hríð.
Ég er búinn að eiga hér hcima
í 16 ár og minnist vart, að hafa
séð hér svo svarta hríð.
TF-Flateyri, 9. apríl.
VÉLBÁTURINN Einar Þveræ-
ingur, sem er 64 lesta bátur héðan
frá Flateyri ,sendi út neyðarkall
klukkan hálf tvö í dag og tilkynnti
að líkur væru til þess að báturinn
væri að sökkva ijm fjórar sjómílur
NV af Barða. Voru þegar gerðar
ráðstafanir til bjargar bátnum, en
betur fór en á horfðist, því hann
komst af eigin rammleik inn á '
fjörðinn'.
Báturinn fékk á sig mikinn sjó
á bakborðshornið að aftan og fyllt-
ist báturinn alveg að aftan og ótt-
uðust skipverjar, að hann næði
sér ekki upp aftur. Engin slys urðu
á mönnum, en styttur og skjól-
borð'eru brotin bakborðsmegin.
Annar bátur héðan, Mummi, var
cinnig á sjó, en hann mun hafa
verið veslar og komizt inn á Suð-
urfirðina.
AS-Ólafsvík, 9. apríl.
VEÐRIÐ skall hér á upp úr há-
deginu. Smærri bátarnir héðan
náðu allir landi fljótlega, utan
einn, Kristleifur, sem er 3—4
tonna trilla. Var farið að óttast um
bátinn og leitað til Slysavarnafé-
lagsins og Landhelgisgæzlunnar og
leit hafin úr lofti. En um hálf sex
leytið í kvöld komst báturinn inn
af eigin rammleik, en þá var hér
komið foráttubrim. Var þá aðeins
einn bátur úti, Steinunn, sem er
72 lcsta bátur og fór að svipast
um eftir Kristleifi.
GÓ-Sauðárkróki, 9. apríl.
VEÐRIÐ skall snöggt hér á, sem
annars staðar, en bátarnir voru
allir skammt undan, enda fiskur-
| inn hér inni á firði. Komust þeir
j allir að landi heilu og höldnu.
Afli hefur verði hér tregur hjá
netabátum, en sæmilegur hjá
línu- og handfærabátum.
Húsavík, 9. apríl.
Húsavíkurbátar náðu allir heilu
og höldnu heim, en tvær trillur
þar sukku í kvöld, önnur í höfn-'
inni, en hina rak til hafs og talið
víst, að hún hafi sokkið.
Sandi, 9. apríl.
Þá var og óttazt um tíma um
bátinn Klukkutind frá Sandi, en
á honum var aðeins einn maður
o-g var hann á leið inn, er veðrið
I skall á Vélbáturinn Sæborg fór
| að Ieita Klukkutinds og fann hann
iOg ligg.ia bátarnir nú í vari inni
I á feeruvík. i
Það var sameiginle.gt með frá-
sögnum allra frétlaritara blaðsins
á Norðurlandi, að þar var iðulaus
'Stórhríð í dag. Veður var einnig
mjög slæmt á Vestfjörðum og
varð veðurhæð á þessu svæði upp
í tíu vindstig og írost einnig mik-
ið, 10—11 stig mest. Snjókoma
var um allt norðanvert landið og
á fjöllum sunnan lands.
Þessu slæma veðri hafði ekki
verið spáð fyrr en seinnipartinn
i dag, en það brast á á tíunda tím
anurn í morgun á Vestfjörðum.
Orsökin var lægð, er var milli Vest
fjarða og Grænlands, en hún fór
miklu hraðar yfir en búizt hafði
verið við. Þess má geta til marks
um, hve snögg veðrabrigðin voru,
að í veðurskeytum frá Hornbjargs^
vita klukkan 9 í morgun var sagt, j
að þar væri norðan gola og bczta
veður, en fyrir klukkan tíu var
sent þaðan aukaskeyti, þar sem
sagt var, að komin væru sex vind
stig, snjókom'a og frost.
Ekki var í kvöld talin ástæða
til að óttast um báta frá Reykja-
vík, en þó voru þeir ekki allir
komnir að landi um tíuleytið. Bát
ar, er fengu síld við Vestmanna-
eyjar í nótt og morgun, lágu í vari i
sunnan undir Reykjanesi í kvöld
og munu verða þar í nótt. Vél eins
Sandgerðisbátsins, Munins, bilaði
er báturinn var út af Eldey í dag,
en varðskip kom til aðstoðar og
var með bátinn i togi.
Um miðnættið í nótt var Lóðs-
inn í Vestmannaeyjum á leið inn
með tvo báta, er hann fór út til
aðstoðar Voru það ísleifur II og
Fróði ÁR Var þá ekki talin
ástæða til að óttast um báta í
grennd við Eyjar.
Ekki er blaðinu kunnugt um
slysfarir á landi, vegna veðursins.
Vitað er um hjón frá Siglufirði,
er tepptust uppi í Siglufjarðar-
Rauðavatn mætti hún bíl, sem var
á leið austur. Skipti það engum
togum, að bílarnir runnu og skullu
saman. Fór áætlunarbíllinn út í
vegarbrúnina, en hinn bíllinn valt
út af veginum í vatnið. í honum
var maður við stýrið og stúlka í
sæti hjá honum. Voru þau bæði
flutt í slysavarðstofuna. Var gert
að meiðslum stúlkunnar, sem ekki
voru alvarleg, en bílstjórinn var,
sem fyrr segir, fluttur áfram á
spítala, og ekki enn útséð um,
hve alvarlega hann var slasaður.
Fólkið í áætlunarbílnum sakaði
ckki svo teljandi væri. Orsök á-
rekstursins er sú, að í rokinu í
dag, sem stóð af vatninu, skvett-
ist stöðugt upp á veginn og fraus
jafnharðan, þegar leið á kvöldið.
Munu bílstjórarnir ckki hafa var-
að sig. á þessu fyrr en út á svellið
var komið. Það skal tekið fram,
að varað var við hálkunni á þess-
um stað í kvöld.
í kvöld slitnaði i'afstrengur hjá
Hlégarði í Mosfellssveit og kvikn-
aði í staurnum við straumrofið.
Fóru viðgerðarmenn strax á stað-
inn.
Mikið bar á því, að uppsláttur
kringum nýbyggingar fyki út í veð-
ur og vind, en engin slys hlutust
af svo vitað væi'i í kvöld.
ARABARIKIN
SAMEINAST
NTB-Kairó, 9. april
Samkomulag hcfur nú náðst um
það í Kaíró, að Arabíska sam-
bandslýðveldið, Sýrland og frak
myndi með scr ríkjasamband með
sameiginlegri stjórn og sameigin-
lcgum her.
í samkomulaginu er gert ráð fyr
ir að hvcrt ríki hafi eftir sem áð-
ur cigin ríkisstjórn og eigið' þing.
Utanríkisstefna landanna verður
hins vegar sameiginleg og utanrík-
isþjónusta þeirra sameinuð. Þá
reun hinn sameiginlegi’lier fá leyfi
til afskipta i hverju landanna sem
er, ef hætta er á að á það verði
ráðizt eða byltingarhætla er inn-
an lands, og forseti verður skip-
aður sameiginlegur fyrir öll rík-
in. Honum til aðstoðar verður sér
stakt forsetaráð, sem fer með
stjórn sambandsins ásamt forseta
og sambandsstjórn. Gert er ráð fyr
ir að i sambandsráði hafi Egypta-
land_ fjögtir atkvæði, on Sýrland
og írak þrjú hvert, og ráði ein-
faldur meirihluti samþykktum ráðs
i.ns. Kairó a að verða höfuðborg
sambandsins. \
Efnahagur landanna þriggja verð
ur ekki sameinaður, en hins veg
ar er ráðgert að koma á fót áætl-
urarráði allra landanna og verða
ákvarðanir þess bindandi.
skarði í jeppabiíreið í dag með 2
eða 3 ungbörn í bílnum. — Menn
frá Siglufirði, er voru á ferð uppi
í skarðinu í dag sáu bílinn fastan
við svokallaðan Skarðshól, sem er
Skagafjarðarmegin í Skarðinu. —
Náðist í síma í Brúnastaði og það
an náðist í bíl frá Vegagerðinni,
er var á leig inn Skagafjörð. —
Sneri hann vð og hélt til aðstoðar
og frá Siglufirði fór einnig hjálp-
arleiðangur af stað. Var ekki tal-
in ástæða til að óttast um fólkið,
þótt veður væri vont.
Ekki var unnt að keppa á skíða-
landsmótinu á Siglufirði í dag
vegna veðurs, eins og áætlað hafði
verið.
T I M I N N, miðvikudagurinn 10. apifl 1963