Tíminn - 10.04.1963, Síða 14

Tíminn - 10.04.1963, Síða 14
 IV. \ \ Siðustu dagar lýðvcldisiius. Nú birtist í öllum gauragang- inum og ringulrei'ðinni, sem ríkti í Þýzkalandi undarleg og reikul vera, sem íramar öl.lum öðrum átti hlutdeild í því að grafa gröf lýðveldisins — maður sá, sem átti eftir að gegna um skamma hríð embætti síðasta kanslara þess og eins kaldhæðnislegt og það nú er, gera örvæntingarfulla tilraun til þess að bjarga því í síðustu kra-mpateygjum starfsferils hans, þegar það var orðið um seinan. ÞeS§i maður var Kurt von Schlei- cher, en nafn hans þýðir á þýzku: „bragðarefur", „laumuseggur'‘ eða „læðupoki. Árið 1931 var hann hátt settur liðsforingi innan þýzka hersins. Hann var fæddur árið, 1882 og gekk í heri-nn átján ára gamall sem undirliðsíoringi í hinni gömlu hersveit Hindenburgs, en þar varð bann náinn vinur sonar mar- skálksins og fors'etans Oscars von Hindenburg. En önnur vináttu- bönd hans áttu eftir að reynast nær því jafn ábatasöm. Það var vinátta Gröner hcrshöfðingja, sem hafði orðið hrifinn af gáfum hans sem námsmanns í hcrskólanum, og hann fór mcð hinn unga liðs- foringja með scr sem aðstoðar- mann sinn, þegar hann tók við störfum Ludendorffs hjá yfirher- stjórninni árið 1918. Þar sem Schleicher hafði aðallega verið „skrifborðsliðsforingi“, hafði hann lítið séð af bardögunum á rúss- nesku vígstöðvunum, og hann dvaldist upp ffá því nálægt valda- ; mönnum hersins og Weimar-lýð- i veldisins, þar sem hinn skarpi i hugur hans, alúðleg framkoma og | stjórnmálaáhugi höfðu góð áhrif |bæði á hershöfðingjana og stjórn- málamennina. Þegar á leið þjón- aði hann enn þýðingarmeira hlut- verki undir stjórn von Seeckt hershöfðingja við að aðstoða við skipulagningu hinna ólöglegu sjálf boðaliðssveita og jafn ólöglegu og leynilegu „Svörtu sveita", og hann (var aðalmaðurinn í leynilegu j samningaviðræðunum við Moskvu, sem leiddu til þess að þýzkir skrið- dreka- og flugliðssveitaliðsforingj- ar voru þjálfaðir með leynd í Rússlandi, og í því að koma upp vopnavei-ksmiðjum þar, sem rekn- ar voru af Þjóðverjum. Schlei- eher fór bezt að vinna með leynd og í myrkri, enda var hann hæfi- leikum búinn samningamaður, og það ver mikil ástríða hjá honum að beita brögðum. Nafn hans var óþek'kt almenningi þar til um og eftir 1920, en um nokkurn tíma áður hafði það farið að vekja stöð- ugt meiri athygli í Bendlcrstrasse, þar sem hermálaráðuneyti var til húsa og í Wilhclmsstrasse, þar sem hin ráðuneytin voru niður- komin. í janúar 1928 hafði hann beitt áhrifum sínum við Hindenburg forseta, en hann bafði orðið mjög náinn vinur hans vegna kunnings- skaparins við Oscar, til þess að fá Gröner hershöfðingja fyrrverandi yfirmann sinn, kosinn varnarmála- ráðherra, fyrsta hermanninn, sem farið hafði með þetta embætti í tíð lýðveldisins. Gröner gerði Schleicher að yfirmanni sínum í ráðuneytinu, skipaði hann m.a. yfirmann nýrrar deildar Minister- amt, þar sem hann fór með öll þau mál, er vörðuðu herinn í sam- bandi við stjórnmál og blöð. Grön- er kallaði aðstoðarmann sinn „Stjórnmálakardínálann sinn“, og fól honum að annast um sam- skipti hersins og annarra ráðu- neyta og svo stjórnmálamannanna. Þessi aðstaða veitti Schleicher ekki einungis vald meðal liðsfor- ingjanna, heldur einnig meðal stjórnmálamannanna. í hernum hafði hann fi-amtíð liðsforingj- anna í hendi sinni og byrjaði brátt að notfæra sér það, með því 1930 að losa sig með kænskubrögðum við von Blomberg hershöfðingja, næstæðsta mann hersins og skipa í hans stað gamlan vin sinn í emb- ættið von Hammerstein hershöfð- ingja. Um vorið, sama ár, gerði hann fyi-stu tilraun i til þess að kjósa kanslarann sjálfur, og með stuðningi hersins taldi hann Hind- enburg á að skipa Heinrich Briining í það embætti. Eftir að Schleicher hafði unnið þennan stjórnmálasigur fram kvæmdi hann það, sem hann áleit vera fyrsta skrefið í slórkostlegri áætlun um að endurbæta lýð veldið, en hugmyndin hafði um tíma verið að taka á sig form í hinum lipra huga hans. Hann sá greinilega — og hverjir gerðu það ekki? — hverjir hinir veiku punktar Weimar-stjórnarinnar voru. Stjórnmálaflokkarnir voru of margir (árið 1930 fengu tíu þeii-ra yfir eina milljón atkvæða hver) og stefnuskrár þeirra voru of ólí'kar, þeir voru of niðursokkn ir í því að gæta þeirra sérstöku efnahags- og félagsmálahagsmuna, sem þeir voru fulltrúar fyrir, til þess að geta bælt niður ágrein- ingsatriðin sín á milli og myndað varanlegan meirihluta í þinginu, sem síðan gæti staðið að öruggri stjórn, sem væri fær um að fást við þau stórvandræði, sem urðu á vogi landsins í byrjun þriðja ára tugs aldarinnar. Þingbundin stjórn var orðin það, sem Þjóð- verjar kölluðu Kuhhandel — stórgripaverzlun — þar -sem flokk arnir verzluðu með sérstaka hags muni þeirra flokkshópa, sem höfðu kosið þá, og þjóðarhags- munirnir voru dæmdir úr leik. Það er ekki að furða, að 28. marz 1928, þegar Brúning tók við kanslaraembættinu var ekki leng- ur hægt að fá meirihluta innan þingsins um nokkra stefnu-vinstri 'Sinna — miðflokkanna eða hægri manna — og til þess eins að geta látið stjórnina þjóna sínu venju- lega hlutverki og til þess að gera eitthvað í sambandi við efnahags- málin varð hann að grípa til 48. greinar stjórnarskrárinnar, sem leyfði honum í neyð að grípa — ef forsetinn samþykkti það — til bráðabirgðalaga. Það var einmitt þannig, sem Schleicher vildi að kanslarinn stjórnaði. Það nvðaði í áttina til öflugrar stjórnar í valdamikilli hcndi forsctans, sem Schleicher sagði vera fulltrúa þjóðarinnar, þegar öllu var á bolninn hvolft, þar eð hann hcfði verið kosinn í almennum kosningúm, og væri studdur af hernum. Ef hið lýð- ræðislega kosna þing gat ekki tryggt örugga stjórn, þá varð hinn lýðræðislega kosni forseti að gera það. Schleicher var þess fullviss, að það, sem meirihluti Þjóðverja óskaði eftir, var stjórn, sem gaeti tekið ákveðna afstöðu og leitt þá út úr vonleysisástandinu. í raun- inni var þetta ekki það, sem meirihluti Þjóðverja óskaði eftir, eins og kom hvað bezt fram í kosn ingunum í september, sem Brun- ing kallaði til. Eða að minnsta kosti vildu þeir ekki láta leiða sig út úr ógöngunum af þeirri tegund stjórnar, sem Schleicher og vinir hans í hernum og í for- setahöllinni höfðu valið. í sannleiká sagt, hafði Schleich- er orðið á tvö alvarleg mistök- Með því að benda á Brúning sem kanslara og hvetja hann til þess að stjórna með bráðabirgðalög- um hafði hann eyðilagt undirstöð una undir valdi hersins meðal þjóðarinnar — þ. e. stöðu hans utan stjórnmála, sem myndi leiða til eyðileggingar hans og Þýzka- lands sjálfs, ef frá henni yrði horfið. Svo og hafði hann einn- ig misreiknað sig, hvað við kom kjósendunum. Þegar sex og hálf' milljón þeirra í staðinn fyrir 810.- 000 tveimur árum áður, kusu Naz- istaflokkinn í september-kosning- unum 1930, gerði stjórnmála-hers- höfðinginn sér ljóst, að hann yrði að að taka nýja stefnu. í -lok árs- ins hafði hann náð sambandi við Röhm, sem var nýlega kominn aftur frá Bolivíu, og við Gregor 25 ins, sem hún hafði íengið fyrr þennan dag, að eitthvað illt væri yfirvofandi, og hún stundi. En amah heyrði ekki til hennar og báturinn var nú kominn fram hjá húsinu og stefndi upp fljótið. Og nú kom það fyrir, sem ekki hafði hent árum saman; að Blanche missti meðvitund og vissi hvorki í þennan heim né annan. Þegar hún rankaði við sér, lá hún ekki lengur undir fataplögg- unum Ilún sat á botni bátsins með dökku kápuna, er Ferskju- blóm hafði látið hana fá á öxlun- um, og fatadruslurnar um ifæt- urna. Það var ekki beinlínis kalt, en loftið var rakt, og þegar hún lyfti höfði til að litast um, skildi hún hvers vegna. Þokan hafði lagzt yfir fljótið, svo að ckki sást til bakkanna. Þokan vafði litla bát- inn inn í feld sinn og amah og gamli maðurinn voru einna líkust vofum. Amah leit á hana. — Líður frúnni betur núna? spurði hún. — Já, miklu betur. En . . . hvað kom fyrir, amah? — Veit ekki, frú. — Hvenær náum við aftur þang að? Við ættum að hraða okkur jafnskjótt og hermennirnir eru farnir . . . til að ganga úr skugga um, að Ferskjubljóm sé heil á| húfi. — Förum ekki aftur, svaraði amah rólega. — En hún sagði að við ættum að koma aftur, þegar hermenn- irnir væru farnir. — Þýðir ekki, frú. Lítið þangað.1 Amah hafði gripið um handlegg Blanche og benti í áttina sem þauj höfðu komið úr. Þokan var þéttari þar, hún var gulleit eins og logi. — En hvað þetta er skrýtið!, hrópaði Blanchc. — Hvers vegna er þokan svona gul? Og sem svar við spurningu hennar létti þokunni andartak, og þá sá hún að guli liturinn kom vegna hroðalegs bruna. Þykkur, svartur tnökkur l.iðaðist upp og eldstungurnar dönsuðu trylltan dans og ncistaflug var yfir fljót- inu á nokkru svæði. Svo dimmdi yfir aftur. — Hvað var - þetta? spurði Blanehe ráðþrota. — Hermennirnir kveiktu í hús- inu, frú, svaraði amah. Eg sá það áður en þokan skall á. Eg sá allt. Þessir djöflar kveiktu í hús- gögnum lafði Fcrskjúblóms og allt er að brenna. — Ó! sagði Blanche og greip andann á lofti. Hún greip um hönd amah og hristi hana. — Og lafði Ferskjublóm? Hvað varð um hana? — Veit ekki, frú. — Já, en það ættuð þcr að gera. Þér hefðuð átt að snúa aftur og ganga úr skugga um það. Hvílíkt hugleysi að flýja bara og skilja Ferskjublóm eina eftir. — Lafði Ferskjublóm segir við mig: — Sue Wong, farðu með frúna og sjáðu tim að ekkert verði að henni. Eg geri eins og lafði mín Ferskjublóm segir mér. Þýðir ekki að snúa aftur. Ekkert hægt að gera. — En . . . þér hefðuð getað bjargað henni, andmælti Blanche. — Gat EKKERT gert, sagði amah einbeitt. Bianche starði á gulleita þok- una og hjartað barðist ótt og títt í brjósi hennar. Hún fann nú reykjarlyktina, og henni fannst hún greina snarkið í eldinum. Hjarta hennar varð þungt sem blý við tilhugsunina um Ferskjublóm. Slíkir ruddar hefðu áreiðanlega „ ■ A H/ ETTUSTUND Mary Richmond ekki sýnt henni neina miskunn. Auðvitað hafði amah á réttu að standa. Það var þýðingarlaust að snúa aftur. En Blanche gat ekki afborið þá hugsun, að það var HÚN^ sem var orsök alls þessa, og að HÚN var úr hættu, meðan eng- inn vissi hver afdrif litlu, kín- versku konunnar höfðu orðið. Og hvað myndi gerast næst? hugsaði hún. Hvert ætlaði amah að fylgja henni? Þegar sólin kæmi upp, myndi þokunni létta, og ef þessir hermannadjöflar væru ein- hvers staðar í nágrenninu, áttu þau sér engrar undankomu auðið- Þeir myndu finna litla bátinn. — Nick, Nick, hvíslaði hún. — Ó, hvers vegna fékk ég ekki að fara með þér? Hvers vegna skild- irðu mig eftir, svo að ég varð að þola þessa raun? Hún faldi andlitið í höndum sér og grét. Amah snart hönd hennar. — Frú fá þetta. Líður þá bet- ur, sagði hún. — Ekkert getur hjálpað mér, ekkert og enginn, sagði Blanche grátandi. En hún lyfti höfði og sá flöskuna, sem amah rétti að henni. — Lafði ^Ferskjublóm gaf frú þetta, sagði hún. Blanche skrúfaði tappann af og fékk sér sopa. Hún hóstaði ákaft og hana sveið í hálsinn, en henni leið þó ekki eins ömurlega á eftir. Ilún fann blóðið renna hraðar um æðar sínar og svimakenndin hvarf alveg. — Frúin drckka meira, sagði amah hvetjandi. — Eg get það víst eins og hvað' annað, sagði Blanchc og lauk því litla, sem eftir var í flöskunni. Vínið hafði sín áhrif. Hún fann hvað augnalokin urðu þung, hún var svo lifandi skelfing þreytt. Amah rétti út magran handlegg sinn og dró Blanche nær sér. Og innan stundar sá hún og heyrði, að Blanche var fallin í væran svefn. Amah starði á fölt andlit stúlk- unar með svipbrigðalausum aug- um. Ef það hefði verið lafði Ferskjublóm, sem hún ' hél.t utan um, hefði allt verið gott. En lafði Ferskjublóm hafði kosið að verða eftir og beðið amah að gæta gests- ins vel- En kannski hafði lafði Ferskjublóm treyst um of á hæfi- leika sinn til flð töfra karlmenn. Og kannski hafði það kostað hana lífið, hugsaði amah. Amah hafði enga von um að húsmóðir hennar væri lengur í lifenda tölu og væri hún það, væri kannski bara betra að hún hefði fengið að deyja. Það var því ekki um annað að gera en hlýða síðustu skipun lafð- innar sihnar og gæta vel að þess- ari ungu stúlku. 16. KAFLI Smám saman fór að birta af degi. Þokan leystist upp og langt að baki logaði enn í rústum húss- ins, en þó ekki eins ofsalega og fyrr um nóttina. Amah grunaði að eldurinn hefði breiðzt út um landareignina. Það var tilgangs- laust, að reyna að bjarga nokkru. Það eina, sem hún gat gert, var að flytja þessa ungu sofandi konu á öruggan stað. Loks vaknaði Blanche. Hún reisti sig upp og strauk úfið hárið frá enninu, ringluð á svip. Svo leit hún í kringum sig og þá mundi hún allt. Húsið, sem hún hafði búið í sá hún ekki lengur, heldur ekki logana. En'henni fannst hún finna reykjarlykt og leit upp á himininn. Sólin var komin hátt á loft og það var hlýtt í veðri. En hvað hún var svöng! Samt sem áður gat hún ekki hugsað sér að láta ofan í sig bita. Hún leit á amah sem sat kyrr eins og mynda- stytta. — Hvar erum við? spuröi hún. — Veit ekki, svaraði amah. — En þér hljótið að . . . hafa einhvern grun? Vitið þér, hvar við erum? spurði Blanche og sneri séryað gamla manninum, sem sat aftast í bátnum og stýrði honum. Hann svaraði ekki, brosti bara tannlausum munni. Hún sá, að það var vonlaust að toga nokkuð upp úr honum. Kannski myndu þau halda áfram að láta berast með straumnum þar til.þau dæju úr sulti og þorsta, T I M I N N, mtjfvikudagurinn 10. apríl 19- 14

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.