Tíminn - 21.04.1963, Qupperneq 6

Tíminn - 21.04.1963, Qupperneq 6
Ekkert fengizt við aðalvandann Nokkrum dögum áður en það þing kom saman, er lauk störfum i gær, birti Alþýðu- blaðið grein eftir aðalritstjóra sinn, Benedikt Gröndal, þar sem hann ræddi um væntan- leg aðalmál þingsins. Meðal annars komst Benedikt svo að orði: „Verðbólgan hlýtur að verða aðalmál þess þings, sem hefst í steinhúsinu við Austurvöll eftir 10 daga. Landsfólkið hefur miklar áhyggjur af verðbólgunni og mun fyrst og fremst bíða eftir að heyra, hvað ríkis- stjórnin gerir á þessu þingi. Að vísu er hækkun verðlags og kaupgjalds enn ekki eins hröð og flest árin milli 1950 —59, en hættan er engu að síður geigvænleg". Rétt eftir að þing kom sam- an, flutti Bjarni Benediktsson ráðherra ræðu í Varðarfélag- inu í Reykjavik. Hann sagði þar, að „aðalvandinn nú sem fyrr væri að reyna að stöðva verðbólguna". í ræðu þeirri, sem Ólafur Thors flutti á gamlárskvöld, játaði hann, að ríkisstjórninni hefði ekki tekizt að stöðva verðbólguna og stafaði af þvi hin mesta hætta. Samkvæmt öllu þessu er það ljóst, að aðalmálið, sem rikisstjórnin hefði átt að beita sér fyrir á nýloknu þingi, var stöðvun verðbólg- unnar. Niðurstaðan varð hins veg- ar sú, að rlkisstjórnin hreyfði málinu alls ekki, enda þótt dýrtíðin hafi aldrei vaxið hraðar en seinustu mánuð- ina, eins og sést á framfærslu- vísitölunni. Ekkert sýnir betur, að núv. ríkisstjórn hefur alveg gefizt upp við það að fást við dýr- tíðina. Hún játar í verki, að hún getur þar ekkert og ræð- ur ekki við neitt. Það ástand, sem nú ríkir i þessum efnum, myndi haldast áfram, ef núv. ríkisstjórn tækist að hanga áfram við völd eftir kosning- ar. Hún gæti að visu lækkað gengið og hækkað vextina, en það myndi aðeins gera illt verra. Raunhæft gæti rikis- stjórn ekki gert neitt, þvi að til þess skorti bæði vilja og getu. Fyrir þvl er nú fjögurra ára reynsla. Einhliða vörn Seinustu vikur þingsins hrúgaði rikisstjórnin mörgum frumvörpum inn í þingið. Ýmis þeirra fjölluðu um gagn leg efni. Með þessu hugðist stjórnin sanna, að hún væri störhuga og athafnasöm. Stjórnin taldi sig vera að hefja hér sókn, sem haldið skyldi látlaust áfram fram að kosningum. Svo fór, að mörg þessara mála döguðu uppi. Þegar kom að hinum venju- legu eldhúsdagsumræðum, sást lika fljótt, að allur móð- ur var runninn af stjórninni. Hún lenti strax í vörn og var það allan tlmann. T. d. eyddi Ólafur Thors nær allri ræðu sinni til að reyna að réttlæta gengisfellingarnar. Bjarni Benediktsson varði hins veg- ar öllum ræðutima sínum til að ræða um mál, sem hann hafði talið dautt, þ. e. Efna- hagsbandalagsmálið! Að öðr- um málum vék Bjarni helzt ekki. Þetta er ein óvenjuleg- asta varnarræða, sem hefur verið flutt á Alþingi. Ef „viðreisnin" hefði heppn azt, myndi ríkisstjórnin ekki hafa lent í slikri varnarstöðu. Það mun einsdæmi í lok kjör tímabils, að. ríkisstjórn hafi lent í jafn einhliða vörn. Skrautblómin fölnuðu í eldhúsdagsumræðunum reyndu stjórnarflokkarnir helzt að hampa þremur skrautblómum, sem nota átti því til sönnunar, að „viðreisn in“ hefði heppnazt. Þessi skrautblóm voru alveg fölnuð, þegar umræðunum lauk. Eitt blómið var það, að hér væri nú næg atvinna. Sýnt var óumdeilanlega fram á, að þetta væri að þakka óvenju- lega hagstæðu árferði og út- færslu fiskveiðilandhelginnar 1958. Hér væri þvi næg at- vinna, þrátt fyrir „viðreisn- ina“, en ekki vegna hennar. Þessu gátu stjómarliðar ekki mótmælt. Þannig fölnaði fyrsta skrautblómið. Annað blómið var það, að gjaldeyrisstaða bankanna væri hagstæð. Bent var á, að rikisstjórnin sleppir að telja á móti skuldaaukningu, sem hefði orðið hjá öðrum aðilum, þ. á m. ríkinu. Þegar það væri gert, kæmi í ljós, að heildar- staða þjóðarinnar út á við hefði ekkert batnað síðan í árslok 1958, þrátt fyrir stór- auknar útflutningstekjur tveggja undanfarinna ára. Þetta viðurkenndu stjórnar- sinnar með þögninni. Þar með missti þetta skrautblóm ljóma sinn. Þriðja skrautblómið var það, áð sparifjárinnstæður hefðu aukizt, þegar talið væri í hinum verðlitlu „viðreisnar- krónum“. Bent var á, að spari fjáraukningin væri hins veg- ar sama og engin, þegar mið- að væri við raunverulegt verð gildi. Þessu gátu stjórnarlið- ar ekki mótmælt. Þar með fölnaði þetta skrautblómið. Og þá var ekkert eftir, sem stjórnarliðið gat stært sig af. Ómótmælanlegt í eldhúsumræðunum lét ríkisstjórnin ómótmælt mörg- um helztu ádeiluatriðum stjórnarandstæðinga. Hún FRÁ ALÞINGI. treystist ekki til að mótmæla þeim og kaus þvi þögnina. Þessi atriði voru m. a.: Að ísland hefði á síðastl. fjórum árum átt algert -Evr- ópumet í aukinni dýrtíð, gengisfellingum og vaxta- okri og aldrei hafi dýrtíð hér- lendis aukizt jafn mikið á fjögurra ára tímabili áður. Að þrátt fyrir stórauknar þjóðartekjur, sem stöfuðu af óvenjulegu góðæri og út- færslu fiskveiðilandhelginnar 1958, hefðu kjör manna sizt batnað, heldur yrðu lang- flestir að vinna miklu lengri vinnutima en áður, ef þeir ættu að hafa rétt til hnífs og skeiðar. Að stórlega hefði dregið úr uppbyggingu atvinnuveganna árin 1961 og 1962, miðað við árið 1958. íbúðabyggin^ar hefðu einnig minnkað stór- lega. Hin auknu höft stjórn- arinnar, þ. e. lánsfjár- og vaxtahöftin, hefðu ásamt dýr tíðaraukningunni lagt dauða hönd á framtak manna og framkvæmdir. Að stórfelld röskun hefði orðið á skiptingu þjóðareigna og þjóðartekna. Þeir, sem mest hefðu skuldað, hefðu verið gerðir stóreignamenn á sama tíma og sparifjáreigend ur hefðu raunverulega verið rændir hundruðum milljóna króna með gengisfellingum. Einstakir milliliðir og stórat- vinnurekendur hefðu grætt stærri upphæðir en nokkru sinni fyrr, en möguleikar alls fjöldans til efnalegs sjálf- stæðis og sjálfbjargar hefðu verið stórskertir. Hér mætti því með réttu segja, að ríkis- stjórninni hefði tekizt að láta rætast óskir forsætisráðherr- ans um endurreist þjóðfélag „hinna góðu, gömlu daga“, er fáir voru ríkir, en fjöldinn fá- tækur. Kosningaplaggið Framkvæmdaáætlunin, sem átti að verða allra mesta skrautfjöður ríkisstjórnarinn- ar í kosningunum, h'x«ur reynzt algerlega misheppnað kosningaplagg. Þar er í fyrsta lagi hampað loforðum um vissar framkvæmdir á þessu ári og er bersýnilega ætlunin að nota það til framgangs stjórnarflokkunum í kosning unum. Hér er hins vegar á ferðum svo augljóst kosninga :skrum, að slikt mun engan blekkja. í öðru lagi fjallar áætlunin svo um uppbyggingu atvinnuveganna í framtíð- inni, ’en þar er markið sett af svo mikilli íhaldssemi, að væri þeirri áætlun fylgt, myndi sá munur haldast eða jafnvel aukast, sem nú er á lífskjörum okkar og nágranna þjóðanna. Við þurfum hins vegar að stefna að því að minnka þennan mun og kom ast jafnfætis þessum þjóðum. En slíkt er ekki hægt að óbreyttri stjórnarstefnu eða a. m. k. komst höfundur fram kvæmdaáætlunar stjórnarinn ar að þeirri niðurstöðu. Fram kvæmdaáætlunin er þarinig UM MENN OG MÁ ótvíræð sönnun þess, að breyta þarf um stjórnar- stefnu, ef við eigum að ná því marki að búa við svipuö lífskjör og nágrannaþjóðir okkar. Endalok Þjóðvarnar Loks hefur Sósíalistaflokkn um tekizt að ganga frá fram- boðum sínum, seinustum allra flokka, Mikil sundrung hefur ríkt í flokknum undanfarið, því að hver hefur kennt öör- um um fylgishrun flokksins. Því þótti ekki nóg að fela flokkinn undir óbreyttri gæru Alþýðubandalagsins, heldur var leitað eftir samstarfi við Þjóðvarnarflokkinn eða þær leifar, sem voru eftir af hon- um. Eins og kunnugt er, klofn aði Þjóðvarnarflokkurinn nokkru eftir seinustu þing- kosningar og gengu margir þróttmestu mennirnir úr hon- um, eins og Þórhallur Vil- mundarson, Valdimar Jó- hannsson og Bárður Daníels- son. Bæjarstjórnarkosning- arnar í fyrra leiddu í ljós, að [flokkurinn hafði glatað um helmingi fylgis síns, miðað við þingkosningarnar 1959. Við þetta flokksbrot hefði kommúnistum ekki dottið í hug að semja, ef þeir hefðu ekki talið sig stadda á algeru flæðiskeri. Eftir nokkurt þóf, tókst þeim að ná nokkrum mönnum úr Þjóðvarnarflokkn um til liös við sig, en jafnvíst er, að meginþorri Þjóðvarnar- manna mun. ekki láta leiða sig eins og sláturfé yfir í her- búðir kommúnista. Hins veg- ar er ljóst, að meö þessum nýja bræðingi er Þjóðvarnar- flokkurinn endanlega undir lok liðinn. Aukið vald Einars Svo mjög reyna kommún- istar nú að vera í felum, að þeir reyna að breiða það út, að Einar Olgeirsson sé orðinn valdalaus i flokki sínum. Með þessu gera þeir sér frekar von um, að hægt sé að fá fleiri en kommúnista til að kjósa Al- þýðubandalagið. Sannleikur- inn er hins vegar sá, aö vald Einars mun aukast mikið við það, að Finnbogi Rútur fer úr þingflokki Alþýðubandalags- ins, því að helzt hefur hann hamlað þar gegn Einari. Ein- ar og Lúðvík Jósefsson verða hér eftir einráðir í Alþýðu- bandalaginu. Það mun hins vegar engu breyta um fylgi Alþýðubanda lagsins, þótt það hafi fengið nokkra Þj óðvarnarmenn til liðs við sig. Úlfshár kommún- ismans er jafn augljóst eftir sem áður. Það er jafnglöggt og áður, að hér er um grímu- klæddan kommúnistaflokk að ræða. Fleiri og fleiri gera sér ljóst, að kommúntstaflokkur hefur hér engu hlutverki að gegna fremur en annars s^að ar á Norðurlöndum. Og ekki mun sú óeining, er nú ríkir meðal kommúnista siálfra, draga úr þessari héiibrigöu þróun.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.