Tíminn - 25.04.1963, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framikvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi .ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-
húsinu, símar 18300—18305, Skrifstofur Bankastræti 7: Af-
greiðslusími 12323 Auglýsingar, simi 19523. — Aðrar skrif-
stofur, sími 18300. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f —
Eins staís munur
GÖmul gamansaga er til af því, að maður nokkur sagði
um tengdason sinn, að það væri aðeins eins stafs munur
á honum og guði. Biblían segði, að guð hefði gert allt af
engu, en tengdasonurinn gerði allt að engu. Þessi líking
á nákvæmlega við um ríkisstiórn þá, sem nú situr, og
hefur farið dyggilega með hlutverk tengdasonarins. Dæm-
in um þetta ráðslag blasa hvarvetna við.
Stjórnarár þessarar ríkisstjórnar liafa verið þau afla-
sælustu og uppgripamestu, einkum tvö hin síðustu, sem
þjóðin hefur nokkru sinni lifað. Gjaldeyristekjur uxu um
fullan þriðjung af þessum sökum miðað við næstu ár
á undan. Með svipaðri ráðdeild og höfð var um með-
ferð gjaldeyris árin áður, hefði verið unnt að byggja
stórvirkjun eða stórverksmiðjur eins og Áburðarverk-
smiðjuna eða Sementsverksmiðjuna eða vinna stórvirki í
hafnargerðum og skipakaupum, landræktun eða sam-
göngubótum, eða þá að greiða niður erlend framkvæmda-
Ján, svo að eitthvað sé nefnt. En hverjar eru staðreynd-
irnar?
Engin stórframkvæmd á borð við Sogsvirkjun, Áburð-
arverksmiðju eða Sementsverksmiðju, sem þjóðin reisti
árin áður þrátt fyrir miklu naumari gjalÖeyrisráð hefur
verið unnin á þessu kjörtímabili. Nú, jæja, innstæðan
er þá líklega snotur erlendis, hugsa menn. Stjórnin lætur
drjúglega af því. En hængur er á. Erlendu skuldirnar
hafa því miður hækkað meira en nemur þeirri gjaldeyris-
aukningu, sem safnazt hefur og sú skuldasöfnun erlendis
hefur öll, bókstaflega öll, fariS í súginn en ekkert til
nýtilegra sfórframkvæmda.
Hver er skýringin? Einfaldlega sú, að þjóðin á nú í
ráðherrastólum sams konar tengdasvni og maðurinn.
Þann auð, sem gjöful forsjón færði þjóðinni, hafa þeir
gert að engu. En nú líður að kosningum, og þá vilja
tengdasynir sýna af sér nokkra manndáð. Þótt auraráðin
séu smá, kunna þeir ráð: Við tökum lán — stórlán —
240 milljónir og gerum alla skapaða hluti — rafvæðum
landið, byggjum fjölda hafna, kaupum skip og reisum
verksmiðjur. Hugsið ykkur allar þessar stórframkvæmd-
ir — 240 miiljónir, það má margt gera fyrir slíka fúlgu.
En anzi var krónan orðin lítil í lóí'a tengdasona. Hún
hafði líka lotið lögmálinu um eins stafs muninn — því
meira sem aflaðist, þvi meira minnkaði hún, og var að
verða að engu. Fyrir stórlánið er ekki ei'nu sinni hægt
að byggja eina verksmiðiu eins og Áburðarverksmiðjuna
eða Sementsverksmiðjuna eða reisa eina stórvirkjun,
hvað þá að gera alla þá hluti, sem stórhuga tengdasynir
setja á blað.
,,Raunhæf kjarabót“
En þó að ríkisstjórnin hafi þannig gert ílest að engu,
þykist hún alltaf vera að gera allt of engu, enda hefur
hún blátt áfram sagt, að góðærið sé sér að þakka. Eitt
stórbrotnasta dæmið um þetta er •ollskráin nýja, sem
einn tengdasonanna i ráðherrastólunuirí hefur sett. Hann
hefur tilkynnt að hún hafi í för með sér stórkostlegar
ra.unhæfar kjarabætur“, þó að toilar lækki ekkert á
nauðsynjum almennings. Hér var ekk: eins stafs munur,
hér var allt gert af engu. Vísitölumennirnir urðu glaðir
og fóru að rei'kna. Nú skyldi vísitalar' læklta. En hvernig
?em þeir reiknuðu. kom engin lækki n fram. Eri það er
mðvitað bara enn ein sönnunin um bað, hve snilldarlega
ir að verki verið að allt er gert af engu. Og Mbl og
•áðherrann hrópa- Svona eru einmit' .raunhæfar kjara-
iætur“ og svona eiga þær að vera.
N M I N N, fimmtudagurinn 25. april 1963,
z