Tíminn - 25.04.1963, Blaðsíða 9
Srmirm, fólkið lét eins og það
ætti í okkur hvert bein.
— Og aðrar utanfarir kórs-
lns?
— Ef ég á að telja þær utan
ferðir, sem ég tók þátt í, verð
ég að skjóta hér inn í einni,
sem var ekki farin af karlakór
KFUM, þótt margir úr honum
væru þátttakendur. Árið 1929
var haldið norrænt söngmót í
Kaupmannahöfn og íslandi boð-
in þátttaka. Þá tók Sigfús tón-
skáld Einarsson sig tU, að til-
mælum ríkisstjórnarinnar, setti
saman og æfði fimmtíu manna
blandaðan kór. Karjaraddirnar
voru flestar úr karlakór KFUM.
Við hjónin vorum bæði með,
og var konan mín ein af ein-
söngvurunum. Við sungum í
Forum í Kaupmannahöfn. Þar
var flutt býsna mikil kantata,
sem danska tónskáldið Carl
Nielsen setti saman þannig, að
hann fékk kafla, sem frum-
samdir voru í hinum löndunum
og felldi þá inn í verkið, samdi
sjálfur danska kaflann og for-
spil og eftirspil. íslenzki kafl-
inn var eftir Sigfús Einarsson.
Þetta var mjög eftirminnileg
för. En önnur utanför karla-
kórs KFUM var farin 1931, og
það var boðsferð í tilefni merk-
isafmælis, sem Bel Canto, helzti
öndvegiskarlakór Danmerkur
átti. Þeir buðu þrjátíu karla-
kórsfélögum frá fslandi. Kór-
arnir, sem komu frá hinum lönd
unum voru Muntra Musikanter
frá Finnlandi; Orfei Drengar
frá Svfþjóð og Guldbergs Aka-
demiske Kor frá Noregi. Sam-
söngvarnir fóru fram í Odd-
fellowhöllinni í Kaupmanna-
höfn. Fyrst söng hver kór þrjú
lög, en síðan sungu allir kór-
arnir saman, og það var sam-
tals 150 manna kór. Þetta var
skemmtUeg ferð einkum að því
leyti, að við kynntumst svo
mðrgum söngfélögum frá hin-
mn löndunum. Einu sinni fór-
um við allir afmælisgestir í
boði á ferjum frá Kaupmanna-
höfn tfl Helsingborg. Við möt-'
uðumst á ferjunnl á leið yfir
sundið og tók hver kór lagið.
Og það verð ég að segja, að
tenórarnir okkar stóðu sig lang
bezrt. — Næst fóru Fóstbræður
í söngfor um Norðurlöndin öll
árið 1946. En síðasta utanferð-
in, sem ég fór með þeim, var
farln 1954 um Þýzkaland, Hol-
land, Belgíu, Frakkland, Eng-
land og Skotland. Víðast sung-
um við þá f útvarp í flestum
þessara landa, og í London
sungum við inn á grammófón-
plötur. Síðan hafa Fóstbræður
farið tvær frægar ferðir til út-
landa. til Noregs og Danmerk-
ur 1960 og til Finnlands og
Rússlands árið eftir. Ég treysti
mér ekki vegna anna til að vera
með í þeim ferðum.
— En þér hafið komið við
í fleiri kórum?
— ja, og áður en karlakór
KFUM tók til starfa, gekk ég
í karlakórinn „17. júní“, sem
Sigfús Einarsson stjórnaði.
Þetta var 1914, og Sigfús, sem
þá var organisti í Dómkirkj-
unni, bauð mér um haustið að
syngja í kirkjukórnum um jól-
in. Mér þótti mikill heiður að
þessu og tók vitaskuld boðinu.
Og það vildi svo til, að á að-
fangadagskvöld söng7 þarna í
kirkjunni í fyrsta sinn ung
stúlka, Guðrún Ágústsdóttir,
hún var þá nemandí í kvenna-
skólanum, þar sem Sigfús Ein-
arsson kenndi söng þá. Nú það
er ekki að orðlengja það, að
söngur þessarar ungu stúlku
vakti strax athygli mína og því
er heldur ekki að neita, að ég
fékk svo mikinn áhuga á stúlk-
unni, að ég hætti ekki fyrr en
hún varð konan mín, auk þess
sem við sungum saman í Dóm-
kiikjukómum upp frá því. Kon
an mín er raunar fyrir nokkru
hætt að syngja þama, en ég hef
ekki getað neitað mér um að
vera með þar fram að þessu.
Kristinn sonur okkar kom líka
fyrst fram opinberlega í Dóm-
kirkjukóraum 17 ára, og söng
þar einsöng á páskum. Og þeg
ar óperan Rigoletto var færð
upp í Þjóðleikhúsinu, söng ég
þar og synir mínir tveir, Krist-
inn og Ásgeir. Ekki má ég
gleyma því, að við hjónin sung
um með í fyrstu óratoríum hér
í bæ og mörgum síðan, og söng
þá konan mín einsöng. Fyrst
var flutt sköpunin eftir Haydn,
og þá var ekki til hljómleika-
hús hér nógu stórt. Því var
tekið það ráð að leigja bíla-
skála Steindórs vestast í vest-
urbænum. Verkið var flutt að-
eins' einu sinni, og em það ör-
ugglega fjölsóttustu tónleikar,
sem hér hafa farið fram. Þar
vom saman komin á þriðja
þúsund manns, og komust að
færri en vildu. Söngur og músik
hljómuðu út í hvert horn þama
í skálanum. En margur vökn-
aði þama inni. Þegar allur
mannfjöldinn var saman kom-
inn inni og hitinn steig upp af
fólkinu, fóra rörin í loftinu að
hitna og dropar mynduðust og
duttu eins og regn ofan á fólk
ið. En það er enginn verri þótt
hann vökni, og öllum urðu þetta
eftirminnilegir tónleikar.
— En svo stofnuðuð þér sjálf
ur karlakór?
— Já, ekki er því að neita.
Það var 1933, að við stofnuðum
Káta félaga, sem starfaði til
1944. Til þessa kórs var stofnað
með það fyrir augum að ná í
krafta til að láta ganga til Fóst-
bræðra og yngja hann upp. Og
þegar hann hætti störfum, áttu
állir að ganga í Fóstbræður, og
urðu tólf til þess að gera það,
hafa síðan verið þar meðal
beztu krafta. Þá nefni ég það,
að við tókum okkur saman og
stofnuðum tvöfaldan kvartett,
sem nefndist Áttmenningamir,
það var fyrst 1924, við sem byrj
uðum, voram Jón heitinn Guð-
mundsson verzlunarstjóri hjá
Zimsen; Gísli Sigurðsson rakari,
Sigurður Waage i Sanitas; —
Helgi Sigurðsson; Guðmundur
Sæmundsson, klæðskeri; Sigurð
ur Sigurðsson, kaupm. og við
Hafliði Helgason prentsmiðju-
stjóri í bassanum. Semna urðu
mannaskipti og þessi sönghóp-
ur starfaði til skamms tíma. Við
sungum oft í útvarp og inn á
plötur og oft á samkomum, smá
um og stóram. Ég man eftir
einni veglegri í Valhöll á Þing-
völlum, þar sem Samband ísl.
samvinnufélaga hélt mikinn
mannfagnað og hafði marga út
lenda gesti. Og á 90 ára afmæli
Sigfúsar tónskálds Einarssonar,
sungum við lög hans inn á
plötur. Að ógleymdum öllum út
föranum, sem við höfum sung-
ið við.
— Hvað hefur skemmtileg-
ast skeð í sönglífi yðar?
— Ég man ekki í svipinn
neitt umfram annað. Allt hefur
verið hvað öðru skemmtilegra.
Söngstarf mitt hefur verig ein
óslitin skemmtiganga.
GUNNAR BERGMANN
T I M I N N, fdmmtudagurinn 25. apríl 1963.
SKÓLI FYRIR
BLIND BÖRN
f Bandarfkjunum er bama-
skóli, jem er að því leyti frá-
bragðinn öðram bamaskólum,
að225 af 700 nemendum skólans
era ýmist blindir eða heyrnr-
lausir, sjóndaprir eða heymar
daufir. Þetta er Alexander
Graham Bellskólinn í Chicago.
Stjórnendur skólans eru þeirrar
skoðunar, að blindum og heyrn
arlausum börnum sé betur borg
ið innan um heilbrigð böm, og
það er hlutverk skólans að
sanna þetta skoðanakerfi. Öll
börn skólans hafa sama náms-
efni að glíma við og vinna að
því sameiginlega, og öll leika
þau sér saman í frístundunum.
Hin fötluðu börn fá inngöngu
í skólann þriggja ára að aldri.
Skólinn hefur sérstaka áætlun
fyrir fötluð börn eingöngu, og
er hún býsna margbrotin, þar
eð henni er að meira eða minna
leyti háttað eins og við á við
hvert einstakt barn.
Af hinum fötluðu nemendum
skólans eru blindu börnin í
miklum meirihluta. Það liggur
því f augum uppi, að skólinn
þarf á vmsum sérútbúnaði að
halda fyrir blindu börnin, ef
þau eiga að fylgjast með al-
mennri kennslu skólans. Nám
þeirra fer að miklu leyti fram
með aðstoð gxammófóns eða seg
ulbands. Þau læra lestur og
skrift með blindraletri og hafa
til þess sérstakan griffil og
spjald, sem þau geta borið á
sér endranær til hægðarauka.
Landafræði læra þau af upp-
hleyptu hnattlíkani, og reikn-
ing af sérstökum kubbum með
upphleyptu letri. Vélritun læra
blindu DÖrnin fyrst á sérstaka
ritvél með blindraletri og síð-
ar á venjulega ritvél og era
flest þemra jafnvíg á báðar, er
þau útskrifast. Tungumála-
kennsla blindu barnanna fer að
sjálfsögðu öll fram á blindra-
letri og er spænska aðaltungu-
mál skólans auk móðurmálsins.
Allar orðabækur eru skrifaðar
með blindraletri og má geta
þess, að „World Book“ alfræði-
orðabókin, sem er í tólf bindum,
skrifuð á venjulegu letri, fyllir
145 bindi og stóran bókaskáp á
blindraletri!
Nám neyrnarlausu barnanna
þarfnast minni sérútbúnaðs, þar
eð þau þurfa ekki á sérstöku
letri að halda, en auk venju-
legra bóka, fer kennsla þeirra
mikið fram af kvikmyndum.
Stjórnendur skólans telja það
fremur varasamt að skipa blind
um börnum niður í sérstakan
flokk, eins og víða vill verða.
Blind börn eru ákaflega mis-
jöfn eins og gerist og gengur
um börn yfirleitt, og gengur
þar af lerðandi misjafnlega vel
að læra. Munurinn er sá einn,
að blind börn verða að nota
aðrar aðíerðir við námið. Og
þótt undarlegt megi virðast geta
blindu börnin oft lesið og reikn
að jafn fljótt og óhikað og
heilbrigð börn, þrátt fyrir hin
ar hægfara aðferðir, sem þau
verða að styðjast við.
Allt Kennaralið skólans hef-
ur sérþekkingu í blindra-
kennslu auk venjulegrar
kennslu, þar eð sömu kennar-
Grein þýdd úr Today’s Health
arnir kenna öllum nemendum
skólans. Öðru hverju er for-
eldrum barnanna boðið að vera
viðstödd kennslustundir, til
þess að fylgjast með því, sem
fram fer í skólanum.
Það er meginregla Alexand-
er Graham Bellskólans, að all-
ir nemendur skólans samein-
ist, hvort heldur er í kennslu-
stundum eða við leiki í frístund
unum. Ertt 'af aðalviðfangsefn-
um skólans er að kenna hinum
blindu og heyrnarlausu börn-
um sjálfsöryggi. Áherzla er á
það lögð, að kenna þessum
börnum að stóla ekki um of á
aukið dekur vegna aðstöðu sinn
ar, og iæra þau þegar í upp-
hafi að vinna úr eigin vanda-
málum.
Auk bóknámsins era öll böm
skólans hvött til að taka þátt
í alls konar íþróttum, sem skól-
inn hefur upp á að bjóða, en
þátttaka í íþróttum þykir ein-
mitt stuðla mjög að auknu
sjálfsöryggi hinna blindu barna.
Þá taka nemendurnir þátt f
ýmsum öðram áhugamálum, þar
á meðal útgáfu skólablaðsins,
sem eldn nemendurnir sjá um,
en blindu stúlkurnar annast vél-
ritun á blaðinu.
Alexander Graham Bellskól-
inn var stofnaður árið 1918 og
var vígður af vísindamanninum
fræga, sem fann upp talsím-
ann og skírður í höfuðið á hon
um. Hann var einn hinna fyrstu
skóla í Bandaríkjunum, sem
stofnaður var sérstaklega fyrir
fötluð börn.
Það er mikilvægt skilyrði í
nútíma þjóðfélagi, að blindum
börnum sé séð fyrir viðeigandi
kennslu og undirbúningi und-
ir lífið, þar eð þau þurfa öðr-
um börnum fremur á haldgóðri
kunnáttu að halda. Það er hlut-
verk A.exander Graham Bell-
skólans í Chicago að fullnægja
þessum skilyrðum og gefa
blindum bömum þau tækifæri
í Hfinu, sem þau eiga heimt-
ingu á.
Börnln aðstoða hvert annað án
tillits til hvort þau eru blind
eða sjáandi.
Börnin er aðstoðuð á matmálstimum af kennurum.
9