Tíminn - 25.04.1963, Blaðsíða 8
HALLUR ÞORLEIFSSON
upphafi verið meðlimur elzta
karlakórs laMdsins, í Dómkirkju
kórnum í hálfa öld, í flestum
óratóríum, er hér hafa ^erið
fluttar og fyrstu ópertrnni, sem
hér var sett á svið. Hve mörg-
um ætli hann hafi sungig með,
þeim sem enn eru á lífi, fyrir
utan þá, sem gengnir eru? En
það var fyrst og fremst erindi
mitt á fund Halls á dögunum
að spyrja hann undan og ofan
af, ekki af brauðstriti hans hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur,
sem hann hefur þó rækt af
sömu skyldurækninni og allt
annað, heldur söngnum, sem
hefur verið hans líf og yndi, og
raunar fjölskyldunnar allrar.
Því að kona hans er Guðrún
Ágústsdóttir, sem lengi var ein
af kunnustu sópransöngkonum
landsins, synirnir Kristinn
óperusöngvari og Ásgeir, hafa
í mörg ár verið bassar í Fóst-
bræðrum, ásamt föður sínum,
og um skeið hafa víst hin börn-
in og öll fjölskyldan verið virk
í sönglífi Reykjavíkur.
Þessl mynd af Fóstbræðrum var tekln á söngmóti islenzkra karlakóra 1950. I bassanum voru þeir feðgarnir þrlr og standa yzt til hægri,
fremstur Hallur, þá Krtstinn og Ásgeir aftast. í annarri röð yzt til vinstri er sá sem næstiengst starfaði í Fóstbræðrum, Sæmundur Þórð-
arson, sem enn syngur með Halli i Dómkirkjukórnum.
EG FEKK STRAX AHUGA A
RODDINNI 0G STULKUNNI
Hallur Þorleifsson áfti
sjötugsafmaeli á annan í
páskum, en var ekki heima
Hl að taka á móti gestum.
Þar hefði annars verið
margt um manninn. En
hinir ótal mörgu félagar
hans, vinir og kunningjar
urðu að láta sér nægja að
óska honum til lukku eftir
dúk og disk og þakka hon-
um fyrir samveruna og
sönginn.
Þetta skilst máske betur meg
því að segja þeim sem ekki vita
á því skil, að Hallur hefur frá
— Ég þykist vtta, að þér
hafið sungið frá blautu bams-
beini, en hvenær byrjuðuð þér
í samsöng eða að starfa í söng-
félögum?
— Við byrjuðum fjórir saman
í KFIJM, sungum saman í kvart
ett árin 1908—10. Með mér
voru Sigurbjöm Þorkelsson
(í Visi), Loftur Guðmundsson
ljósmyndari og Stefán Ólafsson
pípulagningameistari. Árið 1911
stækkaði kvartettinn upp í kór
og um leið stofnaði séra Friðrik
knattspyrnufélagið Val. Kóm-
um var ætlað að vera stoð og
stytta unglingadeildarinnar á
vetrum, en sumarstarfið átti að
vera í höndum knattspymu-
deildarinnar. Ég var með í báð
um deildunum og var starfandi
í Val fram til 1922 eða 1923,
en samt tel ég mig Valsmann
enn í dag.
En hinn raunverulegi karlabór
KFUM, sem seinna hlaut nafn-
ið Fóstbræður, telst formlega
stofnaður 1916, og fyrsti opin-
beri samsöngur okkar var hald-
inn 25. marz 1917, og síðan sam
söngur á hverju ári. Söngstjóri
frá byriun og fram til 1950 var
Jón Halldórsson. Fyrsti formað
ur kórsins var Vigfús Guð-
brandsson klæðskeri.
— Hveriir urðu langlífastir
í Fóstbræðrum?
— Ég hef víst haldið lengst
út, frá byrjun og til skamms
tfma. Sá annar af stofnendum,
sem hætti fyrir ekki löngu, er
Sæmundur Runólfsson, við vinn
um báðir hjá Rafveitunni, og
enn syngjum við saman í Dóm-
kirkjukórnum. Sá þriðji, sem
söng nálega eins lengi f Fóst-
bræðrum, var Helgi Sigurðsson
húsgagnasmiður. En af stofn-
endum, sem enn eru á lífi, eru
aðrir, Vigfús Guðbrandsson,
Ólafur Gíslason stórkaupmaðm;
Sigurbjörn Þorkelsson o.fl.
— Varð ekki ykkar kór fyrst-
ur til að fara í söngför tU út-
landa?
Þelta er blandaði kórinn, sem Sigfús Einarsson tónskáid setti saman og stjórnaði á norræna söngmót-
inu i Kaupmannahöfn 1929. Hjónin Hallur Þorleifsson og Guðrún Ágústsdóttir voru bæði með. Guðrún,
sem var einsöngvari, sést hér á myndinni Sigfúsi söngstjóra á hægri hönd í næstfremstu röð. Hallur
er sjöundl maður frá hægrl í kariaröðinni.
Rætt við Hal! Þorleifsson
um sönglíf í hálfa öld
— Nei, það gerðist löngu
fyrr, árið 1906, sem söngfélagið
Hekla undir söngstjórn Magnús
ar Einarssonar organista á
Akureyri fór fyrstu utanförina,
til Noregs. Næstur varð svo okk
ar kór tuttugu árum síðar, einn
ig til Noregs og tókum Færeyj-
ar í leiðinni. Það var hvort
tveggja mjög erfið og ánægju-
leg ferð. Við fórum með Lyru
til Bergen, og héldum þar
fyrsta konsertinn. Síðan var
haldið norður eftir landinu og
þá aftur suður á bóginn til Osló.
Ekki var aldeitis verið að hangsa
á leiðinni, á þrettán dögum héld
um við tólf konserta um endi-
langt landið. Það er strangasta
söngferðalag, sem ég hef farið.
Alltaf að loknum söng biðu okk
ar heimboð og veizluborð, og
stóð það oft lengi nætur. Stund
um gafst tæpast tími til að
skipta um föt, og vig vorum
mikig til svefnlausir fyrstu næt
umar. Ég held ég hafi aldrel
orðig eins þreyttur og eftir
fyrstu fimm dagana, hélt þá,
að röddin væri alveg að bda.
En svo fengum við góða svefn-
nótt, og þá nági ég mér alveg,
og áfram var haldig af fullum
krafti. Þetta var strangerfið-
asta og jafnframt einhver
skemmtilegasta ferð, sem ég
hef farið, hvar sem við komum
var eins og að koma heim, okk
ur var alls staðar tekið opnum
T f M I N N, fimmtudagurhm 25. apríl 1963^