Tíminn - 27.04.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.04.1963, Blaðsíða 7
Utgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN ’Framkvœmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson (ábi, Andrés Kristjánsson, Jón Heigason og Indri'ði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrffstofur Bankastræti 7: Af greiðslusími 12323. Auglýsingar, sími 19523. — Aðrar skrif. st.ofur, síirii 18300. — Áskriftargjald kr. 65,00 á mánuði innan lands. í Iausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Á örlagastundu Þrettánda flokksþingi Framsóknarmanna er lokið. Það markaði glöggt viðhorf Framsóknarflokksins til þeirra höfuðmála, sem nú eru efst á baugi Inn á við er stefna flokksins nú sem fyrr að vinna að því eftir öllum fær- um leiðum, að hér skapist þjóðfélag margra efnalegra sjálfstæðra einstaklinga, en ekki þjóðfélag fárra yfir- drottnara og margra undirgefinna, e;ns og í þeim lönd- um, þar sem stól’kapitalisminn eða kommúnisminn ráða ríkjum. Út á við er stefnan nú sem fyrr að standa örugg- an vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og bindast engum þeim skuldbindingum, sem fyrr eða síðar myndu leiða til innlimunar í ríkjasamsteypu, þar sem hagsmunir smá- þjóðarinnar myndu mega sín lítils. Seinustu þrjú árin eða síðan hin svónefnda ,viðreisn“ kom til sögu, hefur verið markvisst unnið að því að endurreisa hið gamla þjóðfélag hinna fáu ríku og mörgu fátæku — hinna fáu voldugu og mörgu undirgefnu. — Það hefur verið reynt að brjóta mður árangurinn af fjörutíu ára starfi Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins, sem hefur beinzt að því að skapa hér þjóðfélag hinna mörgu efnalega sjálfstæðu einstaklinga og hindra þannig óeðlilega auðsöfnun á fárra heridur. Kosningarnar 9. júní 1963 er sú örlagastund, þegar þjóðin segir til um, hvort hún vill aftur hverfa til hins úrelta þjóðfélags — til hinna „góðu gömlu daga“, sem Ólafur Thors þráir svo heitt —:. eða hvort. hún vill aftur taka upp stefnu Framsóknarflokksins og Alþýöu- flokksins frá árunum 1920—’60. um að koma hér uþp þjóðfélagi hinna mörgu éfnálega sjálfstæðu einstaklinga. Ef ekki verður snúið við nú, getur það reynzt of seint að ætla að reyna það síðar. Seinustu þrjú árin hafa yaldhafarnir einnig stefnt markvist að því að innlima ísland með einum eða öðrum hætti í Efnahagsbandalag Evrópu. því að þeir hafa ber- sýnilega misst alla trú á kænu smáríkisins og telja það einu leiðina til bjargar að komast um borð í haf- skip stórríkisins. Þess vegna er t d. framkvæmdaáætl- un þeirra miðuð við miklu minni hagvöxt en í öðr- um hliðstæðum ríkjum. Kosningarnar 9 júní 1963 eru sú örlagastund, þegar þjóðin segir til um, hvort hún vill halda áfram á braut þessarar innlimunarstefnu eða treysta sjálfsforræði sitt i þeirri trú, að sjátfs sé höndin hollust. Óvíst er, hvort þjóðin fær síðar nokkurt val í þessum efnum. Flokksþing Framsóknarflokksins hefur markað skýra afstöðu til þessara höfuðmála. Val kiosenda á hinum ör- lagaríka kosningadegi verður á milli stefnu hans og stefnu stjórnarflokkanna. Það val getur ráðið örlög- um þjóðarinnar um Ianga framtíð Ottinn við iaunþega Um langt skeið hefur það verið hefð, að formaður Alþýðusambands íslands, formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja og félagsmálaráðherra. flyttu ávarp í útvarpið 1. maí. Nú hafa fulltrúar stjórnarflokkanna í útvarpsráði ákveðið að fella þessi ávörp niður Skýringin á þessu ofbeldi er einföld. Þeir vilja ekki hevra fulltrúa launþega lýsa því, hvernig komið er kjörum og vinnutíma laun þega á tímum mesta góðæris, er þjoðin hefur búið við. Þeir telja slíkt óhagstætt stjórnarstefnunni. Launþegar munu svara þessu tiltæki með bví >ð gera dóm sinn enn skýrari 9. júní. Erhard mun hraöa stækkun EBE • - Valdataka hans líkleg til að marka söguleg þáttaskil í Evrópu. I SEINUSTU viku gerðust mikil og örlagarík tíðindi, þegar þingflokkur kristilegra demó- krata ákvað að velja Ludwig Erhard eínahags!málaráðherra til’ að taka við kanslaraemh- ættinu af Konrad Adenauer, en Adenauer hefur lofað flokknum því, að láta af kansl- araembættinu í september eða október í haust. Með þessari ákvörðun þing- flekks kristilegra demokrata er lokið deilu, sem búin er að sta-nda misserum samain um það, hver skuli taka við af Adenauer. Meginhluti flokks- ins hefur jafnan haft, augastað á Erhard, en Adenauer hefur beitt sér gegn honum af öllu rnegni. Adenauer hefur reynzt sigurSæil í þessari viðl'eitni sinni þangað til nú, að hann hefur loks orðið að lúta í lægra haidi. ÝMSAR ástæður valda þvi, að Adenauer hefur beitt sér ei'ns ákveðið gegn Erhard og raun ber vitni um. Persónu- le.ga eru þeir mjög ólíkir og hafa því átt örðugt með að vinna saman. í seinni tíð hefur svo bætzt við mikill málefna- Ilegur ágreiningur. Sá ágrein- ingur hefur ekki sn-úizt neitt um innanlandsmálin, því um þau hafa þeir verið sammála í megindráttum. Ágreiningur- j.nn hefur fyrst og fremst snú- izt um utanríkismálin og þá fyrst og fremst um Efnahags- bandalag Evrópu. Þótt Aden- auer hafi í orði kveðnu lýst sig fylgjardi aðild Breta og fleiri Írikja að EBE, hefur hann í verki stutt de GauLle í þeirri viðleitni að reyna að halda þessum ríkjum utan EBE í lengstu lög. Erhard hefur hins vegar aldrei farið dult með það, að hann væri andvígur de Gaulle í þessum efnum. Hann hefur látið það ótvírætt koma í ljós, að hann væri mót- fallinn nánari samvinnu við Frakka en Breta, heldur bæri g að stefna að því. að þeskar Iþjóðir allar ynnu saman á sama grundvelli. í stað þýzk- franskrar samvinnu, sem hefur verig draumur Adenauers og de Gaulle, hefur hann lagt á- herzlu á víðtæka vestur-evróp- iska samvinnu. Þess vegna reyndi hann allt sem hann gat, til að koma í veg fyrir, að samningar Breta og EBE strönduðu síðastl. vetur, og reis í tilefni af því mikil og alvarleg deila milli hans og Adenauers. í I DÓMUM blaða, sem hafa birzt síðan, að það var endan- lega ákveðið að Erhard tæki við af Adenauer, kemur sú skoðun fram, að valdataka Erhards muni þýði gerbreytta afstöðu Vestur-Þjóðverja til EBE. í stað þess, að Adenauer hefur óbeint stutt de Gaulle, muni Erhard taka upp mark- vissa sókn fyrir því, að Bretar verði aðilar að EBE. Fullvíst er m. a. talið, að Erhard muni gera lítið eða ekkert til að framkvæma þýzk-franska vin- áttusáttmálann, sem þeir de Gaulle og Adenauer undirrit- uðu í vetur, nema Frakkar breyti afstöðu sinni til aðildar E R H A R D ' ' L:.'v4's' ýf''c-'-.;'.'"V4lSpk- Breta að EBE. Einn kunnasti úr sögunni. Með valdatöku Ér- blaðamaður Dana, Niels Nör- hards verður aftur tekið til lund, segir t.d. í Berlingske óspilltra mála um að reyna að Tidende, að tilnefningin á Er sameina Vestur-Evrvópu í eina hard, sem eftirmanni Aden- efnahagslega heild, líkt og var auetrs, hafi mjög styrkt þá trú. upphaflega tilgangurinn með að Bretland og Danmörk verði EBE. Hitt getur tekið lengri aðilar að EBE innan ekki tíma að gera EBE strax að mjög langs tima. Nörlund segir pólitísku ríki. Hins vegar bend- enn fremur. að Erhard og ir margt til, að þess verði ekki Schröder utanríkismálaráðh. langt að bíða, að Vestur-Evi'ópa muni í sameiningu vinna að verði ein efnahagsleg heild, því, að hlé það, ^em orðið hafi þ. e. allar hömlur á vöruflutn- í samningum Breta og EBE. ingum og fjármagnsflutningum verði gert jákvætt, þ.e. að sá verði felldar niður óg atvinnu- tími verði notaður til ýmiss rekslrar- og vinnuréttindi verði konar undirbúnings,'svo að hin- gagnkvæm. Það mup t.d. ekki ar formlegu viðræður, þegar standá á brezkum jafnaðar- þær byrja aftur, geti tekið stutt mönnum að fallast á slíkt, ef an tíma. Jafnframt verði þessi tekið yrði tillit til. samveldis- tími. notaður til þess að gera landa Breta og sérstöðu brezks de Gaulle ljóst, að Vestur- landbúnaðar. Þýzkalandi muni ekki hvika frá þeirri stefnu, að Bretlandi ÞVÍ ER spáð, að valdaferill og Danmörk verði aðilar að Erhards verði ekki mjög lang- EBE. ur, enda er hann farinn að nálg Það hefur komið glöggt í ljós ast. sjötugsaldurinn. Hann muni í Vestur-Þýzkalandi að undan- Þvt aðeins brúa visst bil milli förnu, að þfessi stefna þeirra Adenauers og eftirmanns síns, Erhards og Schröders, nýtur en a þeim tíma, þótt hann ekki aðeins fylgis meirihluta verði ekki iangur, geti gerzt kristilegra demokrata, heldur hinir sögulegustu atburðir er hún eindregið studd af Mjög er líka farið að efast um, frjálsum demokrötum, sem hvort eftimaður Erhards verð- eru annar stjórnarflokkurinn, ur fremur kristilegur demo- og jafnaðarmönnum, sem eru krati eða jafnaðarmaður. Jafn- í stjórnarandstöðu. aðarmenn , eru bersýnilega í mikilli sókn í Vestur-Þýzkai ÞAÐ ER ekki fjarri lagi að . 'andi. Þar blæs nú vinstri vind- segja, að með valdatöku Er- ur etns °S svo víða annars hards verði kaflaskipti í sögu staðar í heiminum. Evrópu eftir sfcríðið Sú við- Ástæðan til þess, að Erhard leitni, sem þeir de Gaulle og hreppir kanslarasætið, þrátt Adenauer hafa beitt sér fyrir fyrir afstöðu Adenauers. ligg- að mynda eins konar „litla ur fyrst og fremst í persónu- Evrópu“, sem byggðist fyrst og legum vinsældum hans Þær fremst á þýzk-franskri sam- rekja svo aftur rætur til efna- vinnu. verður þá raunverulega Framhalri ? 13 oðu T í M I N N, laugardagurinn 27. anríl 1963. — X

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.