Tíminn - 27.04.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.04.1963, Blaðsíða 8
STJORNMALAALYKTUN i. Þrettánda flokksþing Pramsóknarmanna vill með tilliti til dagskrármálefna á líðandi stund taka fram og leggja áherzlu á, að stefna flokksins er og hefur ætíð verið: Að vernda sjálfstæði landsins og afsala í engu réttindum þess. Að efla menntun, visindi og tæknikunnáttu. Að vinna að jafnvægi í byggð landsins og sífelldu landnámi. Að styðja þegna þjóðfélagsins jöfnum höndum til ein- staklingsframtaks og frjálsra félagslegra samtaka. Að útvega fjármagn eftir því sem unnt er og skynsam- legt þykir til uppbyggingar atvinnulífsins við sjó og í sveit og dreifa því til atvinnugreina og landshluta með þeim kjörum, sem viðráðanleg eru. Að vinna að því að sætta fjármagn og vinnuafl og tryggja svo sem hægt er, að hver og einn beri sem réttastan hlut frá borði af þjóðartekjunum. Að stuðla að aukinni framleiðslu og framleiðni. Að vinna móti verðbólgu og jafnvægisleysi í fjármálum þjóðarinnar. F' _ ii. Árið 1959 stofnuðu núverandi stjórnarflokkar — með stuðningi Alþýðubandalagsins — til kjördæmabyltingar í þeim tilgangi að reyna að tryggja aðstöðu sína til frambúð- ar og skerða Framsóknarflokkinn, ef unnt væri. í tvennum alþingiskosningum það ár lofuðu Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn, svo sterklega sem þeir áttu orð til, að þeir skyldu stöðva dýrtíð og kveða niður verðbólgu, ef þeir héldu völdum — og gera þetta án þess að þyngja álögur. Leiðin til bættra lífskjara er að kjósa okkur, sögðu þeir. Ennfremur lýstu þeir yíir .þvíf að. þeh. eetluðu engu að kvika frá 12 mílna landhelgínn.b'^é^^^þas^rstjóiJ^iA.hafði knúið fram. Út á þessi loforð fengu flokkarnir meirihluta á Alþingl, samanlagt, þótt naumur væri. III. Núverandi ríkisstjórn var mynduð síðla árs 1959. Hún skírði sjálfa sig Viðreisnarstjórn, en tók upp starfsemi og stefnu, sem braut algerlega í bág við kosningaloforð flokka hennar. Hún setti með atbeina þingflokka sinna efnahags- löggjöf í febrúar 1960, sem fól í sér kollsteypu frá kosninga- loforðunum. í árslok 1960 gaf forsætisráðherrann út þann gleðilega boðskap, að ef óviðráðanleg óhöpp steðjuðu ekki að, væri framundan tími „stöðugs verðlags og batnandi efnahags“. Sá boðskapur var út í hött og hlaut að reynast blekking, eins og í pottinn var búið. Síðan hafa verið metár aflábragða. En þrátt fyrir það neyddist sami ráðherra um s. 1. áramót til að játa, að alger- lega hefði mistekizt að stöðva verðbólguna, sem hafði þó verið höfuðverkefni rikisstjórnarinnar. Þannig fórst fyrir að bæta lífskjörin. í landhelgismálinu gerðu stjórnarflokkarnir undanslátt- arsamninga við Breta, minnkuðu landhelgina um þriggja ára skeið, og í framhaldi af því má búast við, að þá skorti festu til að synja um framlengingu þeirra samninga. Enn- fremur afsöluðu þeir um alla framtið af hálfu íslands einhliða rétti á útfærslu íslenzkrar landhelgi. Þannig lit- ilsvirtu þeir kosningaloforð sín í þvl máli elnnig. IV. Framsóknarflokkurinn er andvígur stefnu núverandi rík- lsstjórnar. Hann varaði við því að torvelda almennar fram- kvæmdir með lánsfjársamdrættl, styttingu lánstima, fryst- ingu sparifjár og vaxtaokri. Einnig varaði •hann m. a. við hlnni hóflausu hækkun söluskatta, endurteknum gengis- fellingum, tillitsleysi við félagssamtök almennings, svo og frumbýlinga á öllum sviðum þjóðfélagsins. Stefna ríkisstjórnarlnnar miðar að því að breyta efnahagskerfi þjóðarinnar á þá leið að auka — en ekki minnka — misskiptingu þjóðarteknanna, koma á þjóð- félagsháttum í stíl stórkapitalisma. Efla fjármagns- vald á fárra höndum og ætla því valdi að sjá fyrir nauðþurftarverkefnum handa efnalega ósjálfstæðum al- menningi. Þessi stefna er afturganga liðins tíma á íslandi og dregur mátt úr heilbrigðu athafnalífi, eins og þegar hefur í ljós komið hérlendis á þessu stjórnartímabili, þó miklu meira hefði orðið í venjulegu árferði. Sérstakt góðæri hefur af náttúrunnar hendi verið á íslandi við sjávarsíðuna á tímabili núverandi ríkisstjórn- ar. Hins vegar hafa, vegna rangrar stjórnarstefnu, metár í aflabrögðum ekki dugað til að þjóðin hafi getað haldið í horfinu með eðlilega og nauðsynlega framþróun efnahags- mála sinna í heild og þó enn síður að því er jöfnuð kjara snertir. Erlendar skuldir umfram innstæður erlendis hafa hækkað síðan í árslok 1958, þó að ekki hafi verið ráðist í neinar gjaldeyrisfrekar stórframkvæmdir á þessu tímabill. Sparifé landsmanna í bönkum og sparisjóðum hefur ekki vaxið teljandi meira að krónutölu en nemur verðfalli gjald- miðilsins. Fjárfestingarframkvæmdir hafa dregizt saman í ýmsum þýðingarmestu greinum og færzt á færri hendur en áður. Dýrtíðin liggur eins og mara á almenníngi og gleypir arð vinnu hans. Menn lengja vinnutíma sinn. Til þess gefast tækifæri meðan metafli helzt. En lenging vinnu- tímans hrekkur þó alls ekki til sæmilegrar lífsafkomu hjá mörgum, enda ekki öllum tiltækt eða fært að leggja á sig aukið erfiði. V v. Dýrtíð sú og verðbólga, sem þjóðin býr við, og hið skað- lega efnahagskerfi ríkisstjórnarinnar, gengur nærri efna- hag almennings og torveldar fólki að koma fyrir sig fótum til heimilisstofnunar og sjálfstæðs atvinnureksturs. Hús- næðisekla færist í aukana, af því svo dýrt er orðið að koma upp húsnæði, ekki hægt að fá nægileg lán til þess né að standa straum af lánsfénu með þeim háu vöxtum, sem á það eru lagðir. Þeir, sem standa á gömlum merg og búa við kjör eldri stofnlána, þola ástandið að sjálfsögðu skár. Gagnvart íbúum sveitanna er tillitsleysi stjórnarstefn- unnar afar harkalegt. Launa- og kaupgjaldskerfið er i upplausn, og vinnu- friður hangir á bláþræði. Menn þreifa á því daglega í viðskiptum sínum að dýr- tíðarvöxtur og verðbólga þróast örar en þekkzt hefur áður. Afleiðingar þess sem ríkisstjórnin er búin að aðhafast eru þó ekki'nándar nærri að öllu komnar fram í verðlag- inu enn þá. r VI. Flokksþingið harmar að þau miklu tækifæri, sem góð- ærin hafa veitt þjóðinni til hagsbóta og framfara á starfs- tíma núverandi ríkisstjórnar, hafa að miklu leyti farið 1 súginn, sökum rangrar stjórnarstefnu. Hinu ber þó að fagna, að fyrri ára uppbygging, landhelgisútfærslan og gjafir góðæranna hafa dregið úr þeim ófarnaði, sem af stefnunni hefði leitt ella, og orðið hefði afdrifaríkur í meðalárferði, hvað þá ef harðæri hefði að steðjað. En hvorki getur íslenzka þjóðin sætt sig við að sóa fram- faratækifærum sínum né treyst á stöðugt góðæri til þess að bjarga frá óáran af völdum sjálfskaparvíta 1 stjórnarfari. Stjórnarstefnunni verður að breyta. VII. Tryggja verður varanlegan vöxt þjóðarframleiðslunnar, efla iðnað til vinnslu á afurðum lands og sjávar, auka vél- væðingu, framleiðni og fjölbreytnl framleiðslunnar og gera hana þar með árvissari. Hér á landi fjölgar fólkinu örar ep víðast hvar annars staðar. Eftir fjóra áratugi má gera ráð fyrir að íbúar lands- ins verði fjögur hundruð þúsund. Þessi fjölgun ásamt sí- vaxandi kröfum nútímafólks til aukinnar neyzlu og bættrar þjónustu á æ flelri sviðum, gerir þá nauðsyn óumfiýjan- lega, að sífellt sé haldið áfram atvinnuuppbyggingu 1 land- inp til að tryggja varanlegan vöxt þjóðarframleiðslunnar, sem verður að vera mun örari en meðal þeirra þjóða sem fjölgar hægar og lengra eru komnar á sviði iðnaðar og vélvæðingar. Af hinni öru fólksfjölgun leíðir einnig, að yngri kynslóð- irnar eru tiltöfeilega fjölmennastar, en það er einmitt unga ■MMMMWMHHMAðB T f M I N N, laugardagurlnn 27. apr5 1963. — 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.