Tíminn - 28.04.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.04.1963, Blaðsíða 3
í SPEGLITÍMANS ÞAÐ hefur verig hljótt um Brigitte Bardot upp á síðkast- ið og eru margir þeirrar skoð- unar, að þessi kventegund sé komin úr tízku, og menn að- hyllist nú sjálfstæðari og eðli- legri stúlkur. En hvag um það, nú er Brigitte að leika í nýrri kvikmynd á Ítalíu, þrátt fyrir margendurteknar yfirlýsingar um það, að nú ætli hún aldrei að leika í kvikmynd framar. — Carlo Ponti, eiginmaður Sophiu Loren, er leikstjóri Brigitte í hinni nýju mynd, er nefnist „The Contempt", og er mynd- in hér að ofan af blaðamanna- SÁ SVIPLEGI atburður gerð ist í Vín um síðustu helgi, að 25 ára gamall verkamaður grófst lifandi þar í kirkjugárði. Maður, sem leið átti um kirkju garðinn á laugardaginn heyrði að stunið var í einni grafhvelf- ingunni, og gat hann með naum indum velt frá hinum þunga steini, og þar fyrir innan sá hann grindhoraða veru með sítt skegg stara á sig. Maðurinn sótti lögregluna og með hjálp hennar var þessi lifandi beina- grind grafin upp, en aumingja maðurinn var svo aðframkom- inn, að hann lézt stuttu síðar á sjúkrahúsi, án þess að geta gefið nokkra skýringu á því, hvað fyrir hefði komið. — Nú hefur komig í Ijós, að þetta var 25 ára gamall verkamaður, að nafni Josef Schleifer, og hafði hans verið saknað í þrett án daga. Síðast sást til hans, er hann keypti þrjár bjórflöskur. Haldið er að hann hafi skriðið niður í grafhvelfinguna til að drekka sinn bjór í friði, en lok grafhvelfingarinnar hafi þokazt aftur og hann hafi elcki getað opnað það innan frá. — Lögreglan fann þrjár bjórflösk ur í graf'hýsinu. fundi, er haldinn var fyrir skömmu í Róm. Annars hefur Brigitte nýlega hlotnazt sá heiður, ag stofnað hefur verið safn um hana í París. Nokkrir fjármálajöfrar standa að fyrir tækinu og er reiknað með hundruðum þúsunda gesta á ári. Til sýnis á safninu verða gömul föt af Brigitte, hárflétt- ur og gervineglur, varalitir og brúðarkjólamir hennar tveir, og einnig verða þama tveir af köttum hennar, uppstoppað- ir. ★ ÞAÐ virðist ekkert lát ætla að verða á þeim ósköpum, sem dynja yfir brezku fyrirsætuna Christine Keeler. Hún Kom öllu Bretlandi á annan endann hér á dögunum, með því að hverfa, þegar hún átti að mæta í réttarhöldum yfir fyrrverandi elskhuga sínum frá Austur-Ind- íum, en hann var dæmdur i sjö ára fangelsi fyrir að hafa morð vopn undir höndum. Og þegar Ohristine var fundin á Spáni og sneri aftur til Englands beið hennar 5.600 krónu sekt fyrir að mæta ekki í réttarhöldunum. Svo skeði það á aðfaranótt síð- asta laugardags, að ráðizt var á Christinu, þar sem hún var á heimleig frá nánum vini sín- um. Aumingja stúlkan var sleg- in niður og traðkað á henni og sparkað í höfuð henni og fætur, og sjálf héldur Christine því fram, að árásarmaðurinn mundi hafa drepið hana, ef fól'k hefði ekki borið þarna að. Þegar Christine var búin að jafna sig gat hún gefið glögga lýsingu á árásarmanninum, og hefur söngvari að nafni Lin- coln Gordon, öðru nafni „Lucky Gordon", verið handtekinn. — Hann er ættaður frá Jamaica, og ætlað er að þetta hafi verið hefnd frá hans hálfu fyrir það, hvernig Christine kom fram gagnvart áðumefndum elsk- huga sínum, sem dæmdur var í sjö ára fangelsi. Myndin hér að neðan er af Lucky-Gordon. GRÆNLANDSFARIÐ S.S. Julius Thomsen var nýlega selt af dansíka rikinu fynir eiina krónu danska. Julius Thomsen var gjörsamlega úr sér gengið eftir margra ára Grænlandssigl ingu, og peningar þeir, er ríkið fékk fyrir skipið, verða auðvit- að færðir samvizkusamlega inn á debetlið ríkisbókhaldsins. — Það reka áreiðanlega einhverjir upp stór augu eftir nokkur ár, þegar þeir rekast á það í skýrsl um, að ríkið hafi selt skip fyrir krónu. Kaupendurnir ætluðu að höggva skipið niður. ★ ALEXANDRA prinsessa fékk snjalla hugmynd í sambandi vig brúðkaup sitt, sem aðrar brúðir vildu kannski taka sér til fyrirmyndar. Vegna þeirra gesta, sem ekki vissu hvað þeir ættu að gefa henni í brúðar- gjöf, gerði hún óskalista, sem hún lét fínustu verzlun Lund- úna, Harrods í té, og þar gátu svo gestirnir lagt inn pening- ana, en Harrods sá um að senda henni umbeðna hluti. Á listan- um var m. a.: vog í baðherberg- ið, grill, sem hægt er að flytja milli herbergja, sígarettubox, brauðristari og „skandinavisk“ glös. ¥ NÝJASTA orðið í alþjóða- ferðamannamáli er „dotel“, ensk stytting á „Do-it-yourself hotel“. Þag var eigandi ■ lítils hótels í Somerset, í Englandi, sem fann það út, að gestirnir vilja oft gjarnan vera alveg út af fyrir sig og búa t. d. sjálfir til matinn. Gestirnir geta keypt allt hráefni í matinn á hótelinu, og hefur eigandinn einkum hjón í huga með mörg börn, en þa\i geta sparað mikið með því að búa til mat'inn sjálf. Gistingin kostar þannig 10 sh. > og 6 d. og er uppvask og annað þess háttar þá innifalið ★ ÞAÐ gengur fjöllunum hærra í Washmgton, ag Dean Rusk verði vikið frá embætti sínu sem utanríkisráðherra á næst- unni. Sá, sem forsetinn vilji ráða í staðinn sé eftirlætisráð- gjafi hans, McGeorge Bundy, eða litli bróðir, Bobby. ★ Leikkonan Anne Bancroft hlaut í ár Oscar-verðlaunin fyr ir leik sinn í hlutverki kennslu konunnar Annie Sullivan, í kvikmynd um ævi Helen Kell- er. Anne hefur verið gefin fyrir ag leika frá barnsaldri, félögum LIKLEGA er ekki talað eins mikið um neitt núna meðal kóngafólksins í Evrópu og brúðkaup Alexöndru prinsessu af Kent og Angus Olgivy lávarð ar, en þau giftu sig hann 24. þessa mánaðar við hátíðlega at- höfn í Westminster Abbey. — Alexandra er systkinabarn við ^lizabethu Englandsdrottningu, og hefur gegnt mörgum opin- berum skyldum fyrir drottning una. Hún er mjög vinsæl í heimalánídi sínu' og má segja, að gifting hennar hafi vakið meiri athygli í London en gift- ing Margrétar prinsessu gerði á sínum tíma. Fólk hópaðist langar leiðir að til að geta séð brúðhjónunum bregða fyrir er þau keyrðu um göturnar, enda ekki svo lítið að sjá, þar sem allar helztu og elztu siðvenjur heldra fólksins í Bretlandi voru þarna í heiðri hafðar. — Fyrir utan ensku konungsfjöl- skylduna voru viðstaddar við brúðkaupið þær drottningarnar Ingiríður í Danmörku, Louise í Svíþjóð og Friedrika í Grlkk landi. Ólafur Noregskónungur var einnig viðstaddur, einnig Anna-Maria og Konstantin, fyr- ir utan aragrúa af prinsessum og prinsum alls staðar að. Sagt er að götur Lundúnaborgar hafi verið alveg auðar meðan á athöfninni stóð, því að hver sem vettlingi gat valdið sat inni og fylgdist með allri dýrðinni í sjónvarpinu. Þegar þessi mynd var tekin voru hjónaeysin á leið í kirkjuna til að „æfa“ brúðkaupið. ¥ ¥ dettur manni ósjálfrátt í hug, þegar maður sér þcssa mynd. Þes'si gamli maður heitir annars Winston Churchill, og hafið er Rivieruströndin. Hann er þama enn einu sinni í sumarleyfi og nýtur náttúrufegurðarinnar og veðurblíðunnar á þessari frægu fönsku baðströnd. Þó að Chur- ohi'll sé nú orðinn háaldraður og saddur lífdaga, breytir hann ekki út af sínum vanalegu lífs- venjum, á Rivieruna fer hann árlega, og það þó að hann hafi lærbeinsbrotnað, þegar hann var þar síðast. Tvennt er það pó við þessa mynd, sem vekur þann grun með manni, að Chur íhill sé eilthvað að förlast, ann ið er það, að hann er ekki með neinn vindil í munninum, og hitt, að hann situr í hjólastól. slnum til mikillar ánægju, en kennurum til óánægju, þegar það kom niður á kennslustund unum. Hún byrjaði snemma að leika í skólaleikritum, og eftir að hafa lokið prófi úr leikskóla, byrjaði hún að koma fram í sjónvarpi. Þá var hún þekkt undir nafninu Anne Marno, en hig eiginlega nafn hennar er Anna Maria Italiano. Heppnin var ekki með henni, fyrr en hún var fengin til að leika á móti ungum leikara, sem verið var að prufumynda. Leikarinn gleymdist nefnilega skjótt, en Anne komst á samnnig. Síðan lék hún fleiri smáhlutverk, þangað til hún sló í gegn, sem kennslukonan, sem bjargaði Helen Keller. J T f~M. I N N, sunnudagur 28. apríl 1963. — a

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.