Tíminn - 28.04.1963, Blaðsíða 8
HEFUR SMÍDAÐ 100 BRYR
«
Ein þeirra bóka, sem ég
las meS hvað mestri á-
fergju í bernsku, var Grá-
skinna þeirra Nordals og
Þórbergs. Og það, sem mér
er einna minnisstæðast af
þeim blöðum, er frásögnin
um skiptapann á Hjalla-
sandi vestra. f þeirri örlaga
rtmmu urðu margir ungir
og vaskir menn að lúta í
lægra haldi fyrir hamför-
um Ægis. Meðal þeirra,
sem sjó sóttu frá Hjalla-
sandi þennan mannskaða-
dag, var Snæbjörn Kristj-
ánsson í Hergilsey. Hann
komst einn af sinna báts-
bræðra, við illan leik þó.
Seinna las ég svo sjálfs-
ævisögu þessa breiðfirzka
sævíkings, mér til óbland-
innar ánægju.
Víða liggja vegamót. Ekki
kom mér það í hug þá, að ég
ætti eftir að kynnast syni þess
manns, er brimskaflarnir fyrir
Hjallasandi skoluðu á land 7.
apríl 1876. Svo fór það nú samt.
Jónas Snæbjörnsson frá Hergils
ey hefur dvalið hér í Skagafirði
með brúargerðarflokk sinn und
anfarin sumur og hresst upp á
samgöngumálin í sýslunni. En
Jónas hefur víðar komið við
sögu en í Skagafirði á liðnum
áratugum, því hann er búinn
að smíða hundrað brýr. Og það
er m.a. í tilefni af þessum merki
lega og sérstæða áfanga, sem
ég lagði leið mína á fund Jónas
ar og mæltist til iþess, að hann
segði mér eitthvað úr sinni lífs-
historíu.
Jónas sat frammi i Mið-Grund
við reikningsuppgjör þegar ég
hitti hann að enduðum ævintýr-
um sumarsins, síðkvöld eitt á
næstliðnu hausti og var tregur
til að leysa frá skjóðunni, —
„því það er ekki frá neinu að
segja, góðurinn minn“, — og
vildi bara fá frið til að sinna
áfram sínu reikningshaldi. Svo
fóru samt leikar, að Jónas bauð
mér út í sinn einka-sumarbú-
stað, þar sem við settumst sinn
hvorum megin við borð og byrj
uðum samtalið á því að fá okk-
ur í nefið.
— Þú ert náttúrlega borinn
og barnfæddur í Hergilsey,
Jónas?
— Ónei, ekki er það nú. Ég
er reyndar fæddur í Svefneyj-
um, á vorjafndægrum, eða 21.
marz 1890. Foreldrar mínir
voru Snæbjörn Kristjánsson,
sem lengi bjó í Hergilsey og
Guðrún Hafliðadóttir, Eyjólfs-
sonar í Svefneyjum. En mér
finnst þú annars ætla að byrja
tímanlega. Þú ætlast þó ekki til,
að ég fari að rekja alla.mína
ævisögu? Ég er hræddur um að
við værum farnir að geispa
áður en þeim lestri væri lokið
... Jæja, til Hergilseyjar flutt
ist ég 5 ára gamall og átti þar
heima til fermingaraldurs. Þá
fluttist ég til meginlandsins, að
Hundraðasta brúin — Hofsárbrú i Vesturdal í smíðum. Jónas Snæbjörnsson fremst á myndinni.
Stað á Reykjanesi, til Ólínu syst
ur minnar og sr. Jóns Þorvalds
sonar. Ég var snemma hneigð-
ur fyrir að klambra og það varð
úr að ég fór til Reykjavíkur
1908 og réðist til trésmíðanáms
hjá Hirti Hjartarsyni, trésmíða-
meistara. Að námi loknu sigldi
óg til Kaupmannahafnar og var
þar við teikninám í 1 ár. En
áður en ég fór af landi brott
ákvað ég að gifta mig og gerð-
ist það 13. sept. 1913, en eans
og þú veizt er kona mín Herdís
Símonardóttir frá Brjánslæk,
systir sr. Bjarna, sem þar var
lengi prestur.
— Þú hefur ekki verið smeyk
ur við óhappatöluna?
— O-nei, og hún hefur líka
reynzt mér sannkölluð happa-
tala.
— Og svo hefurðu snúið þér
að smíðunum þegar þú komsl
heim?
— Já, til að byrja með. Smíð
aði fyrst hús á Brjánslæk. En
svo flutti ég til Akureyrar
haustið 1914. Ástæðan til þeirr
ar ráðabreytni var sú, að þá var
laust teikni- og smíðakennara-
starf við skólann. Árni Þorvalds
son, bróðir sr. Jóns á Stað, var
kennari við skólann og hvatti
mig til að sækja um starfið.
Ég fékk það og kenndi við skól
ann til 1960, — en þá varð ég
sjötugur, — eða samfleytt í 46
ár. Smíðar og teikning voru þá
skyldunámsgreinar en nú er
það breytt.
— 46 ár. Já, heldurðu að það
sé ekki lengri tími en nokkur
annar hefur kennt við skólann?
— Jú, ég býst við því, sam-
fleytt a.m.k. Nemendurnir eru
líka orðnir nokkuð margir,
skipta þúsundum. Þegar ég
hætti að kenna flutti ég til
Reykjavíkur og hef átt þar
heima síðan.
— En ekki hefur þú ein-
göngu helgað þig kennslunni,
Jónas? Hér um slóðir hef ég
a.m.k. oftar heyrt þig titlaðan
brúasmið en kennara.
— Já, eitthvað varð maður
nú að hafa fyrir stafni þann
tíma, sem kennsla stóð ekki
yfir. Og það atvikaðist nú svo,
að ég hef einkum lagt fyrir
mig brúasmíði. Upphafið að því
var eiginlega það, að 1923 voru
byggðar þrjár brýr á Eyjafjarð
ará. Þar var Sigurður Björns-
son yfirsmiður. Við Sigurður
vorum á líku reki og góðkunn-
ingjar frá námsárunum í
Reykjavík. Sigurður var hinn
mesti öðlingsmaður. Eg sótti
um vinnu hjá honum og var
hún auðfengin. Frá honum fór
ég svo útlærður brúasmiður og
hef stundað þær smíðar flest
sumur síðan. En þetta hefur
oftast verið sbuttur tíma úr
árinu, aðeins unginn úr sumr-
inu, skólinn stóð svo lengi. En
brýr mun ég hafa smíðað, fleiri
eða færri, i öllum sýslum frá
Borgarfirði syðra og austur i
Múlasýslur, að ísafjarðarsýslum
þó undanskildum, og hafa þær
ýmist verið í byggð eða óbyggð.
Magnús Gíslason á
— Er það satt, sem mér hef-
ur verið ságt, að þú sért búinn
að smíða yfir hundrað brýr?
— Yfir hundrað skulum við
nú ekki hafa það, en Hofsbrúin
í Vesturdal, sem ég smíðaði í
sumar, mun hafa verið sú
hundnaðasta.
— f hvaða héraði hefur þú
smíðað flestar brýr?
— Ég treysti mér nú ekki til
að svara því með öruggri vissu
án þess að athuga það nánar,
en líklegt þykir mér, að flestar
mínar brýr séu í Skagafirði,
þar munu þær nálgast 20, en
einnig margar í Þingeyjarsýslu.
— Við hvaða brú hefur þér
þótt erfíðast að eiga?
— Þama komst þú með
spurningu, sem ég veit ekki
nema kunni að vera erfiðari úr-
lausnar en nokkur brúarsmíði,
sem ég hef fengizt við. Erfið-
leikamir geta nefnilega verið
margvíslegir og oft illt að skera
úr um hver mestur er og tor-
leystastur. En í svipinn mundi
ég nefna brúna á austari
Jökulsá í Skagafirði. Þar var
aðstaðan ákaflega erfið. Laxár-
brúin hjá Laxamýri var einnig
erfið viðfangs. Áin er bæði
straumþung og djúp og erfitt
að koma þar fyrir undirstöðum.
Hengibrýr hef ég nokkrar
byggt, þar á meðal brúna á
Skjálfandafljót hjá Stóru-Völl
um í Bárðardal. Hún er 112 m.
löng og lengsta hengibrú á land
inu. Brúin á Jökulsá í Axar-
firði er blönduð, ef svo mætti
að orði komast. Hengibrúin er
71 m. en svo eru landbrýr að
auki og alls er platan 140 m.
löng.
— Þú manst lfklega tvenna
tímana hvað snertir tækni við
brúagerðir?
— Já, mikil ósköp, aðstaðan
er orðin öll önnur en áður var
og tæfcnin hefur gjörbreytt öll-
um vinnubrögðum ekki síður á
þessu sviði en öðrum. Áður var
t.d. öll steypa handhrærð. Við
höfðum þá venjulega tvö bretti
ef mikil steypa var framundan.
Var þurrhrært á öðru meðan
blauthrært var á hinu. Erfitt?
Já, að vísu, en svo getur nú
verið með flest verk. Mestu
máli skiptir hvernig að er unn-
ið. Nú eru vélarnar teknar við
að hræra. Annað. sem horfir
til mikils hægðarauka er það,
að nú er oft hægt að byggja
brýrnar á þurru. Með jarðýtum
eru þá árnar leiddar í nýjan far
veg meðan á brúargerðinni
stendur. Við þetta vinnst m. a.
það tvennt. að verkið vinnst
betur og fliótar. Árnar eru oft
erfiðar viðskiptis þegar þær
fara í foráttu og þarf engin stór
fljót til.
— Hvað telur þú vandasam-
asta verkið við brúarsmíði?
Jónas rær fram í gráðið.
strýkur hnjákollana, fær sér því
næst korn úr dósunum og segir
siðsn með talsverðri áherzlu:
— Vandasamasta verkið tel
ég vera það, að steypa í djúpu
vatni.
— O.g hvernig farið þið að
því?
— Ja, ég veit nú bara ekki
ræðir
T I M I N N, sunnudagur 28. aprfl 1963. —
8