Tíminn - 18.05.1963, Side 1

Tíminn - 18.05.1963, Side 1
! FYRIR UPPÞVOTT, NYLON OG ULL 110. tbl. — Laugardagur 18. maí 1963 — 47. árg. VORUR BRAGÐAST BEZT BLEKKINGAR í TRYGGINGAMÁLUM Ellílaun hækkuðu um 10 þús. en daggjaldið um 20 þúsund Eitt hið helzta, sem stjórnarflokkarnir hæla sér nú af, er hækkun bóta úr kerfi almannatrygginganna. Alþýðuflokkurinn eignar sér þetta sérstaklega, eða aukningu trygginganna, eins og hann kallar það, og segist hann eiga allan heiður af því í stjórnarsamvinnunni. Hins vegar eru blöð Sjálfstæðisflokksins líka óspör að hæla sér af þessu, og eru ekki nema tveir dagar síðan Vísir birti heila forsíðu um þetta ásamt mynd af gömlum hjónum, sem hafa öll yngst upp (á myndinni að sjá) við þessar stórmannlegu ellitryggingar. Eins og kunnugt er áttu auknar tryggingabætur að vaga upp á mót kjaraskerðingu dýrtíðar og giengisifellmgar, sem voru og eru enn meginstoð ir „viðrcisnarinnar". En þó að nefndar séu háar tölur í aukn- ingu trygginga, kemur í ljós, að þær vega hvergi nærri á móti þeim reginbyrðum, sem „viðreisnin“ hefur lagt á fólk ið á móti. Þetta er hverjum manni í landinu ljóst, þrátt fyr- ir skrum stjórnablaðanna. Af því að stjórnarblöðin hafa tekið gömul hjón sem dæmi, er rétt að halda því og reikna það áfram, enda eru þar fyrir hendi skýrar tölur og þær eru þessa. Stjórnarblöðin segja, „að elli og örorkulífeyrir hjóna hafi í árslok 1959 verið kr. 15.927,00 á ári en í febrúarlok 1963 kr. 25.920,00. Einstaklingslífeyrir var kr 9.955,00 en er nú kr. 18.230,00 eða 83% hækkun”. Þessa tölur er ekki ástæða til að rengja, og víst er hækkunin töluverð' í krónutölu, en þá vantar hækkanir „viðreisnar- innar“ á móti. Einfaldast er að iita á gjaldskrá Elli- og hjúkrunarhemiilisins Grundar, því að áreiðanlega hefur sú • stofnun ekki hækkað gjöld sín meira en nauðsyn var af völd- um „viðreisnarinnar". Þær töl- ur eru þessar: Dvalargjald á Grund á ári 1958: Á sjúkradeild kr. 25,550,00. Á „almennri deild“ kr. 21.900,00. Dvalargjald einstaklings á Grund á ári 1963: Á sjúkradeld kr. 47.450,00. Á „almennri deild“ kr. 41.975,00. Hækkun er því kr. 21.900.00 á sjúkradeild Grundar og kr. 20.075.00 á almennri deild. Hækkun ellilífeyris trygging anna á einstakling varð hins vegar aðeins eins og áður seg- ir: kr. 9.955.00 Framhald á 13. sfðu. 1200 MANNS A FUNDUM IGÞ-Reykjavík, 17. maí. FORMAÐUR Framsóknar- flokksins, Eysteinn Jónsson, ásr'.mt frambjóðendum við- komandi kjördæma, hefur undanfarið haldið fundi víðs- vegar um landið. Fundir þess- ír hafa alls orðið sjö og hefur fundarsókn verið sérstakleg* góð, enda hafa alls um tólf hundruð manns sótt þá. Fundirnir voru haldnir á Sauðárkróki,Akureyri, Borgar nesi, Stykkishólmi Vest mannaeyjum, Selfossi og Grindavík Báru þeir með sér að stjórnmálaáhugi er óvenju /rvikill og áhuginn fyrir efl- ingu Framsóknarfíokksins meiri en nokkru sinni fyrr. Sums staðar var fullt út úr dyrum og kom fólkið langar leiðir að til að sitja fundina þrátt fyrir ótíð, óvenjulega vonda vegi og erfiðar aðstæð- ur að öðru leyti. Hver stal kosninga- bombunni? MB—IGÞ-Reykjavík, 17 maí. Maður að' nafnl Ásgeir Magnús son, hefur kært tll Sakadómara embættisins í Reykjavík yftr þjófnaði á skjölum úr íbúð slnni og segtr þessi skjöl hafa birzt undanfarið í dagblaðinu „Þjóð- viljanum“, sem njósnaskýrslur. tll bandaríska sendtráðsins hér. Stendur rannsókn í þessu máli nú yflr hjá rannsóknarlögregl- unnl, og vlrðíst einsætt að Ás- geir hafi ritað skýrslur þær um elnkahagi manna, sem Þjóðvilj- Inn hefur undanfarið blrt mynd ir af. Þjóðviljinn hefur undanfarið gert mikið veður út af þvi, sem hann hefur kallað „njósnir bandaríska sendiráðsins um ís- lendinga“. Hefur ekki staðið á svörum hjá Morguhblaðinu og Vísi, og hafa þau eftir fremsta megni reynt að draga úr því, sem þau töldu sýnilega vont at- hæfi sendiráðsins, með ýmsum fúkyrðum í garð kommúnista og Þjóðviljans. Hér hefur því verið um mikið kosningamál að ræða hjá þessum aðilum og talið mjög þýðingarmikið. Nú er hins vegar komið á daginn, að einn af kynlegri kvist um bæjarins hefur verið að föndra við það árum saman, að gera skýrslur um menn, og að það eru þessar skýrslur, sem kosningaslagurinn stendur um hjá Þjóðviljanum, Morgumblað- inu og Vísi. Segir Visir frá því í dag, að þessi maður hafi kært stuld á „gögnum“ sínum til rannsóknarlögreglunnar. Gögn þessi eins og þau hafa birzt í Þjóðviljanum, hafa verið all einkennileg, eins og von er til. Hins vegar hefur Þjóðviljinn gripið gögn þessa kynlega kvists fegins hendi og birt þau með Framhald á 15. sISu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.