Tíminn - 18.05.1963, Blaðsíða 16
MTOI'
t
Laugardagur 18. maí 1963
110. tbl.
47. árg.
6,9 millj. kr. tap
á innanlandsflugi
UNGA FÓLKIÐ DANSAR Á SKEMMTUN FUF
f SKÝRSLU Flugfélags fslands
um starfsemi þess árið 1962 kem-
ur fram sú staðreynd, að halli
hefur orðið á rekstri félagsins,
sem nemur 2,7 milljónum kr., en
þá höfðu eignir þess verið af-
skrifaðar um 14,9 milljónir kr.
Taprekstur á innanlandsflugi nam
6,9 milij. kr. Félagið hefur nú
endurnýjun innanlandsflotans í
athugun.
Aðalfundur Flugfélags íslands
var haldinn í fundarsal Hótel Sögu
‘ dag. Áður en gengið var til dag-
skrár minntistörn Ó. Johnson hins
hörmulega slyss, er millilandaflug-
vélin Hrímfaxi fórst xið Oslo á
páskadag og með henni sjö far-
þegar og fimm manna áhöfn. —
Vottuðu fundarmenn hinum látnu
virðingu sina og aðstandendum
þeirra samúð, með því að rísa úr
sætum.
Forstjóri félagsins, Öm Ó. John
son, flutti síðan skýrslu um starf-
semi félagsins á liðnu ári.
Flutningar með flugvélum fé-
iagsins höfðu aukist mikið á ár-
inu 1962 miðað við árið 1961. —
Alls voru fluttir 104.043 farþegar
t.en 77.894 árið 1961). Vöruflutn-
mgar námu 1396 lestum (1123) og
póstur 199 lestum (164). Milli ís-
lands og útl. voru fluttir 22.184
íarþegar, milli erlendra borga
HKL A
DÖNSKU
Tímanum hefur borizt rit
gerðjasafn það á dönsku, sem
Gyldendal hefur gefið út
eftir Halldór Laxness. Safn-
ið kom út í gær, föstudag.
Þetta er myndarlega útgefin
bók, tvö hundruð blaðsíður
að stærð, en í henni eru
birtar nítján ritgerðir og
greinar eftir nóbelsskáldið.
Greinar þessar hefur HKL
ýmist skrifað á dönsku,
ensku eða íslenzku, og þær
eru frá ýmsum tímum. Hann
hefur sjálfur þýtt greinarn-
ar á ensku og íslenzku yfir
á dönsku. Ritgerðasafnið
aefnist á dönsku „De is-
landske sagaer og andre
essays“
Þéttsetlð var við öll borð á skemmtun F.U.F. á 'Hótel Sögu s.l. fimmtudags-
kvöld. Ræðu Elnars Ágústssonar var mjögi vel teklð, skemmtiatriðin vöktu
fögnuð, og að lokum var stigiiín dunandi dans. — (Ljósm.: TÍMINN,—GE)
HAFNIR
Kjósendafundurinn í Höfnum hefst
kl. 16.00 á morgun, sunnudaglnn
19. maí. Frummælendur: Jón
Skaftason, alþm. og Valtýr Guðjóns
son, framkvæmdastjórl.
Framlagsskyld
ræktun hefur
dregizt saman
5.76Ö og í leiguferðum milli landa
og innanlands í Grænlandi 8000
farþegar. Á flugleiðum innanlands
voru fluttir 68.091 farþegar og
er það 40,7% aukning frá órinu
áður. Fjölfarnasta flugleiðin inn-
anlands var leiðin milli Reykja-
víkur og Akureyrar með 22.854
farþega. Vöruflutningar innan-
lands námu 1.110 lestum og póst-
flutningar 127 lestum.
Heildartekjur af millilandaflugi
árið 1962 námu 114,2 millj. kr.
en af innanlandsflugi 31,5 millj.
eða alls 145.7 millj. kr. Heildar-
rekstrarkostnaður nam 148,4 millj
Framhald á 15. sfðu.
HEFUR
JÁ TAÐ
IGÞ-Reykjavík, 17. maí.
Lögreglan hefur haft upp á
manninum, sem aðstandendur
tveggja níu ára telpna kærðu fyr-
ir ósæmilegt athæfi að morgni 7.
maí siðastliðinn, er hann bauð
þeim upp í híl og ók með þær upp
að Árbæ, þar sem hann lét þær
fækka fötum og hneppti sjálfur
frá sér, án þess að aðhafast meira.
Maðurinn hefur nú viðurkennt
athæfi sitt. Hann er tuttugu og
sjö ára að aldri og ók í bíl frá
bílaleigu. Sakborningur segir, að
þegar telpurnar hafi farið að
gráta, hafi sér fallið allur ketill
í eld. Maður þessi er búsettur hér
í Reykjavík. Framburður hans og
telpnanna er samhljóða í öllum
aðalatriðum.
Þá gerðist það síðastliðið sunnu
dagskvöld, að maður beitti átta
ára telpu ósæmilegu athæfi á sal-
erni í kjallara í húsi einu í austur
bænum. Mun hann hafa skaddað
telpuna lítillega. Þrjátíu og þriggja
ára maður er grunaður um þetta
athæfi. Hann hefur ekki játað og
situr nú í gæzluvarðhaldi. Báðir
þessir menn eru ókvæntir.
MB-Reykjavík, 17. maí.
Það kemur fram í ræðu, sem
Pálmi Einarsson landnámsstjóri
flutti á fundi ráðunauta í Reykja-
vík, þann 11. marz s. 1. og birt er
í Frey, 9. tbl., að framlagsskyld
ræktun hérlendis hefur dregizt
mikið saman árin 1961 og 1962 og
að ræktunin næstu ár þyrfti að
vera a. m. k. helmingi meiri en
framlagsiskyld ræktun þessi tvö ár,
ef halda á í horfinu.
Frá árinu 1957 hefur framlags-
skyld ræktun, samkvæmt ákvæð-
um landámslaga, fram til ársloka
1961, numið 7043,85 hekturum og,
skipzt þannig á einstök ár:
1957 1330.67 ha
1958 1540.59 —
1959 1695.61 —
1960 1363.75 —
1961 1113.23 —
Landnámsstjórinn telur, að enda
þótt 'öll kurl séu ekki komin til
grafar hvað árið 1962 áhrærir, þá
sé sennilegt, að ræktunin það ár
verði álíka og árið 1961. .
Þá vikur landnámsstjóri nokk-
uð að ásetningi og fóðurþörf og
Framh. á bls. 15.
Aukinn útflutn-
ingúr freðfisks
Freðfiskútflutnimgur Sjávaraf-
urðardeildar S.Í.S. var 830 tonn-
um meiri fyrstu fjóra mánuði
þessa árs heldur en á sama tíma-
bili árið 1962. Langmest aukning
varð á útflutnjngi til Bandaríkj-
anna, eða rúmlega 1200 tonn.
Mikil á'herzla var lögð á að
senda freðfisk út til Bandaríkj-
anna á bezta sölutímanum, sem
er fyrstu mánuðir ársins. Annars
varð útflutningur þessa fyrstu
fjóra mánuði ársins sem hér seg-
ir:
1963 1962
Jan.-Apr. Jan.-Apr
LÖND: Tonn Tonn
Bandaríkin 3.557 2.346
Rússland 790 789
Framhald á 15. sföu.
Stjórnin svar-
ar sjálfri sér
Mbl. segir: Gylfi segir:
Það er fátt, sem „viðreisnar“
stjórnln er sjálfu sér samkvæm
í, og hefur það hvergi komið
betur í ljós en í Efnahagsbanda
Iagsmálinu. Þar segir stjómin
og málgögn hennar eitt í dag
og annað á morgun. Gott dæmi
um þetta er telknimynd í Morg-
unblaðinu, sem segir:
Eysteinn krefst fullrar aðild-
ar að EBE.
Eysteinn krefst aukaaðildar
að EBE.
Eysteinn krefst tollasamnings.
Á sama túna og Morgunblað-
ið ber þetta á borð fyrir Ies-
endur sína, liggja fyrir orð eins
ráðherrans í „vlðreisnar“-stjórn
Inni um sannleiksást Mhl. í
þessu máli.
Orðrétt tekið úr ræðu ráð-
herrans frá 2. apríl s.l.:
„Það er alveg rétt, sem hátt
virtur formaður Framsóknar-
flokksins heldur fram hér og
skal ég me® ánægju staðfesta
það, að hann hefar frá upphafi
talið að tolla- og viðskiptasamn
ingsleiðin værl eina leiðin, sem
hentaði íslendingum í þessu
máll. Það kom fram í fyrsta
samtalinu, sem við áttum um
málið. Á þv> hefur aldrei verið
nokkur vafi í mínum huga, að
háttv. fyrsti þingmaður Aust-
firðlnga, Eysteinn Jónsson, hef-
ur haft þessa skoðun, þó að
ég hafi hins vegar talið á sín-
um tíma, að í upphafi hafi hún
ekki verið nægilega vel rök-
studd, en það er annað mál“.
I