Tíminn - 22.05.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.05.1963, Blaðsíða 14
 WILLIAM L. SHIRER grannar Þýzkalands, sér í lagi Frakkland og Pólland, voru fjand- samleg og full grunsemda, og þeg- ar í marz 1933 eftir mótmæla- göngu pólskra hermanna í Danzig, ræddi Pilsudski marskálkur . við Frakka um nauðsyn sameiginlegs varnarstríðs gegn Þjóðverjum. Jafnvel Mussolini hafði í rauninni ekki verið neitt hrifinn af valda- töku Hitlers, þrátt' fyrir það að á yfirborðinu byði hann velkomið annað fasistavel'di. Foringi lands, sem var svo miklu sterkara en ítalía gæti á skömmum tíma varp- að skugga á hann sjálfan. Of- stækisfullt sam-þýzkt ríki myndi hafa einhverjar áætlanir á prjón- unum í sambandi við Austurríki og Balkanlöndin, en þar hafði ítalski einræðisherrann þegar lagt drög að landakröfum sínum Fjandskapur Sovétríkjanna í garð Nazista-Þýzkalands var auðsær, en Sovétríkin höfðu verið eini vinur þýzka lýðveldisins all't frá árinu 1921. Þriðja ríkið var sannarlega vinalaust í óvinveittri veröld. Það hafði verið afvopnað, eða svo að segja í samanburði við hina vel- vopnuðu nábúa þess. Herkæniska o-g baráttuaðferðir Hitlers í utanríkismálum, stjórn- uðust því algerlega af þeim harða raunveruleika, að aðstaða Þýzka- lands var mjög veik og landið einangrað. En kaldhæðnislegt eins og það var, fól þessi aðstaða í sér tvö markmið, sem voru einmitt í samræmi við hans eigin dýpstu þrá, og sömul'eiðis þrá mikils meiri hluta þýzku þjóðarinnar: að losna úr hlekkjum Versalasáttmál ans, án þess að egna um leið til refsiaðgerða og hætta á styrjöid. Fyrst þegar honum hefði tekizt að ná þessu tvíþætta takmarki, hefði hann frjálsræði og hernaðarlegan styrk til þess að byrja á þeirri stefnu, sem hann hafði skýrt svo hreinskilnislega og nákvæmlega frá í Mein, Kampf. Það fyrsta, sem gera þurfti, var auðsjáanlega að rugl'a andstæð- inga Þýzkalands i Evrópu með því að prédika afvopnun og frið og hafa vakandi auga með veikleik- um þeim, sem kynnu að koma í ljós í sameiginlegum herbúnaði þeirra. Hinn 17. maí 1933, flutti Hitler þinginu „Friðarræðu“ sína, einhverja beztu ræðu, sem hann flutti alla isína tíð, meistaraverk villandi áróðurs, sem snart þýzku þjóðina djúpt og sameinaði hana að baki hams og hafði einnig mikil og hagstæð áhrif úti í heimi. Daginn áður hafði Roosevelt for- seti sent gjallandi boðskap til æðstu manna fjörutíu og fjögurra þjóða, þar sem gerð var grein fyrir áætl'unum og vonum Bandaríkj- anna varðandi afvopnun og frið og hvatt var til eyðingar allra áráSarvopna — sprengjufiugvéla, skriðdreka og þungra stórskotaliðs vopna. Hitler var fljótur að not- færa sér orð f'orsetans og það út í æsar. — Tillögum Roosevelts forseta, sem ég fyrst heyrði um í gær- kvöldi, hefur þýzka stjórnin tekið með miklum þökkum. Hún er reiðubúin að samþykkja þessar að- ferðir tii þess að sigrast á vanda- málunum á sviði alþjóðamála. . . . Uppástungur forsetans eru hug- hreystingargeisl'i til allra þeirra, isem óska eftir samvinnu til við- halds friðinum. . . . Þýzkaland er fúst að hafna öllum árásarvopn- um, ef hinar vopnuðu þjóðir sömu- leiðis eyðileggja öll sín árásar- vopn. . . . Þýzkaland mundi einnig vera fúst til þess að leysa upp gervallan sinn her og eyðileggja þær litlu birgðir af vopnum, sem enn eru til' í landinu, geri ná- grannaríkin hið sama. . . . Þýzka- land er reiðubúið að samþykkja hvern þann samnjng, sem gerður er í alvöru til þess að fyrirbyggja árásir, þar eð landið hefur ekki í hyggju að gera árásir, heldur að- eins tryggja öryggi sit't. Margt annað kom fram í þessari ræðu, en hógværð hennar og frið- arást kom heiminum þægilega á évart og gerði menn rólega. Þýzkaland óskaði ekki eftir Styrj- öld. Styrjöld var „algert brjálæði". Hún myndi „orsaka hrun þess fé- lagslega og stjórnmálalega skipu- lags, sem nú ríkti.“ Nazista-Þýzka- land hafði enga löngun til þess að „germanísera“ aðrar þjóðir. „Hugs unarhátturinn, sem ríkti á síðustu old og le.'ddi til þess, að fó.k hél't sig geía gert ÞjáJverja úr Póivs.j- um og Frökkum, er okkur ekki að skapi . . . Frakkar, Póiverjar og aðrir eru nágrannar okkar, og við vitum, að enginn sá hlutur er sögulega hugsanlegur, sem breytt getur þessari staðreynd“. Aðeins eitt benti til og varaði við því, sem koma skyldi. Þýzka- land krafðist jafnréttis við aðrar þjóðir, sérstaklega á sviði her- væðingar. Næði þetta ekki fram að ganga, myndu Þjóðverjar velja þann kostinn að draga sig út úr Afvopnunarráðstefnunni og Þjóða bandalaginu. Viðvörunin gleymdist í hinum almenna fögnuði um allan hinn vestræna heim yfir þessari óvenju- legu sanngirni Hitlers. Blaðið Times í London viðurkenndi, að krafa Hitlers um jafnrétti væri „óbrekjandi". Daily Herald í Lsaáon, opinbert málgagn Verka- mannaflokksins, heimtaði, að Hitl- er yrði tekinn á orðinu. Specta- tor í London, komst að þeirri niðurstöðu, að Hitler hefði tekið í hönd Roosevelts og þetta gæfi hinum pínda heimi nýja von. Hin opinbera þýzka fréttastofa hafði þau ummæli eftir einkaritara for- setans í Washington, að „forset- inn væri fullur áhuga yfir þeim viðtökum, sem uppástungur hans höfðu fengið hjá Hitler". Frá nazista-eldibrandinum og ein ræðisherranum höfðu ekki komið ruddalegar hótanir, eins og svo mar-gir höfðu búizt við, heldur þvert á móti eintóm blíða og ljós. Heimurinn var gagntekinn, og í þinginu greiddu sósíalistafulltrú- arnir, sem ekki voru í fangelsi eða útiegð, atkvæði án nokkurra mótmæla, þannig að samkundan samþykkti einróma stefnuyfirlýs- ingu Hitlers í utanríkismálum. En viðvörun Hitlers hafði ekki 96 verið orðin tóm, og þegar ljóst varð í október, ' að Bar.damenn ætluðu sér að h.alda fast við átta l ára frestinn til þess að koma her- væðingu þeirra n ður á það stig, sem nú var hjá Þjóðverjum, til- , kynnti hann skyndilega 14. októ- | ber, að yrði Þjóðverjum neitað i um jafnrétti við aðrar þjóðir á ráöstefnunni í Genf, myndu þeir þegar hætta þátttöku í afvopn- unarráðstefnunni og um leið ' ganga úr Þjóðabandalaginu. Sam- tímis gerði hann þrjár aðrar ráð- •stafanir: Hann leysti upp þingið og tilkynnti að fara myndi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um ákvörð- un hans að hætta viðræðunum í Genf og skipaði varnarmálaráð- I herranum von Blomberg hershöfð- | ingja, að gefa liernum leynilegar fyrirskipanir um að veita viðnám \ vopnaðri árás, ef Þjóðabandalagið ákvæði að beita refsiaðgerðum. Þessar hvatvíslegu aðgerðir Hitlers sýndu ljóslega, hversU innantóm sáttarræða hans hafði verið um vorið. Þetta var í fyrsta sinn, sem Hitler lagði opinber- lega á hættuna í utanríkismálum. Það .þýddi, að héðan í frá hafði Nazista-Þýzkaland í hyggju að enduhervæðast í trássi við alla af- vopnunarsáttmála og Versalasátt'- málann. Þetta var nokkur áhætta — og sömuleiðis sú fyrsta af mörg- um, sem Hitler tók — og leyni- fyrirskipanir von Blombergs til landhers og sjóhers, sem fram kofma við Nurnbergréttarhöldin, sýna ekki aðeins, að Hitler hætti á að refsiaðgerðum yrði beit't, heldur einnig, að aðstaða Þýzka- l'ands hefði verið vonlaus, ef þeim. hefði verið beitt. Fyrirskipanirn- ar ákváðu vissar varnarlínur að vestan móti Frakklandi og að aust- an á móti Póllandi og Tékkósló- vakíu, og þessum varnariínum var þýzka hernum skipað „að halda í fcvö ár. Nú eru þau liðin og ég fer heim og fæ mér vinnu. Ég hefði get'að valið úr góðum tilboð- um, þegar ég lauk við skólann. Það eru alls staðar not fyrir verk, fræðinga. Þeir buðu okkur hús, ferðakostnað og góð eftirlaun. Það munaði minnstu, að það fylgdi ung brúður með í kaupinu.“ „Af hverju slóstu þessu frá þér?“ „Ég var ekki búinn að hiaupa af mér hornin. Satt að segja finnst mér ekkert til um önnur lönd. Ég vil lifa og starfa í Banda- ríkjunum. En tveimur árum ákvað ég að eyða til að sjá mig um. Og mér finnst ég hafa grætt á því. „Hann þagnaði til að horfa á Nel- son, sem var í áköfurn samræðum við barþjóninn. „Eins er það með Nelson. Hér fær hann útrás. Hann fer aftur heim eftir nokkra mánuði. Hann ætlar að snúa sér að kennslu og ég þori að leggja hausinn að veði fyrir því, að hann vérður helmingi betri kennari, en ef hann hefði alltaf hangið á sömu hundaþúfunni þarna heima.“ „Ef til vill“„ sagði Beecher og gaf þjóninum merki um að færa sér í glasið. Þeir voru svo fjandi ungir, hugs- aði Beecher. Hann fann til sjálfs- vorkunnsemi gagnvart hinuim, Nelson, Trumbull og tugum ann- arra slíkra galgopa, sem hann hafði hitt og kynnzt á Spáni. Þeir voru gersamlega ábyrgðarlausir og höfð'u engar áhyggjur. Þeur. mátti líka standa á sama. Þeim var það bara hollt. Á meðan þeir voru ungir, gátu þeir gefið dauð- ann og djöfulinn í allt. Lífið beið þeirra, og á meðan gátu þeir sóað tíma og peningum eins og þeir væru milljónerar. „Hefurðu hugsað þér að búa hér alla þína l'ífstíð?" spurði Trum bull hann. „Það hugsa ég ekki“, svaraði Beecher. Hann hafði líka tímann fyrir sér hugsaði hann bitur. Tíma til að sóa til einskis. Hann var þrjátíu og átta ára, og það voru engir, sem slógust um að fá hann í vinnu eða reyndu að lokka hann með húsi, og eftirlaunum. Hann hafði ekkert að gera og átti engan að. Engan nema Bunny, sem enn leit upp til hans sem stóra bróður. Einu sinni var stúlka, sem hét Alison. Hún hafði beðið eftir Beecher þegar hann kom heim úr sinu fyrsta stríði. Kannske ekki einmitt honum — heldur aðeins einhverjum, hertum úr eldinum, sem stóð báðum fótum á jörðu og hafði nógu breitt bak fyrir reikn- inga frá tannlæknum, kvöldnám- skeiðum og slysatryggingum. Hún virtist skynsöm og róleg stúlka, með 'Stór og skær augu og fallega vaxin. Fjölskylda hans og Alisons hafði báðum líkað ráðahagurinn vel. Hann hafði spilað golf og tennis við hana og eytt tveimur viðburðasnauðum árurn til að kynnast starfiriu á miðlaraskrif- stofu. Þá var alltaf talað um Mike- og-Alison í sömu andránni. Mike- og-Ali'Sön fengu sér einn á barn-| um. Mike og Alison sáu fótbolta- og íþróttaleiki. Mike-og-Alison' fengu sér einn á barnum. Mike-og-! Alison fóru í heimboð og urðu svolítið kennd og kysstust og I föðmuðust fyrir framan heimili: Alisons. Það þurfti hvorki meira, né minna en Kóreu til þess að stía I þeim í sundur. Og þegar hann' sagði henni að hann hefði verið kallaður í flugherinn á ný, hafði hún litið á hann með ljóma í aug-' um og sagt: að hún bæri virðingu' fyrir honum og hraustum her- mönnum, sem af frábærri fórnar- • • FORUN AUTAR OTTANS W. P Mc Givern lund berðust fyrir háleitum hug- sjónum. Þessar skoðanir hafði hún frá föður sínum, sem virtist ekki renna minnsta grun í, hví- líkt helvíti styrjaldir eru. „Ég mun bíða þín, ástin mín“, sagði hún „því máttu treysta." Hún var gift, þegar Beecher sneri heim þremur árum síðar. Hún hafði boðið honum til hádeg- isverðar og hafði snúizt eins og skopparakringla í kringum mjó- sleginn, brosandi eiginmanninn. Eftir að Kóreustríðinu lauk, virt ist tíminn fljúga fram hjá hon- um. Gamlir skólabræður hans voru farnir að grána á hár og nöldruðu yfir of háum sköttum og sívaxandi verðbólgu. Foreldrar Beechers dóu og erfðaféð nægði til að kosta Bunny í skóla, án þess að hann þyrfti að skerða eigið sparifé. Hann ræddi við vini sína um atvinnuhorfur. Þeir gáfu hon- um ýmis góð ráð, en sögðu hon- um jafnframt að fortíð hans gæti orðið honum hættuleg, er út í viðskiptalífið kæmi. Það færi venjtlegast illa fyrir þeim, er van ir væru að tefla á tvær hættur og láta allt reka á reiðanum, eins og þeir hylltust til í flughernum. Og eftirspurn eftir fífldjörfum flughetjum var lítil í viðskipta- lífinu. Beecher hafði fengizt við auglýsingateiknun fyrir íþróftarit, unnið kauplaust á skipulagsskrif- stofu og tapað fimm þúsund doll- urum á spákaupmennsku í kaup- höllinni. Þessir ósigrar skutu honum skelk í bringu. Hvernig í dauðanum átti hann að geta ráð- lagt öðrum heilt? Og nú flaug tíminn bókstaflega áfram. Hann átti fáa kunningja, sem hann þó hafði aðeins lausleg kynni af — sama var að segja um kvenfólkið, og vinnan var leiðin- leg og átti ekki við hann. En hvað var það þá, sem átti við hann? Að lokum tók hann ákvörðun. Það gerðist í dumbungsveðri í miðri New Yorkborg, þar sem hann beið eftir strætisvagni. Seinna fannst honum strætisvagn- inn hafa átt sinn þátt í þessari ákvörðun hans. Vagninn fór ekki til neinna staða, er honum fannst eftirsóknarverðir. Og sama var raunar að segja um alla aðra strætisvagna í þessari borg. Hann ákvað að ferðast til Spánar. Hann þurfti að gefa sér tíma til að hugsa — reyna að komast að raun um, hver hann í rauninni var og hvað hann ætlaði sér. Og Spánn hlaut að vera það land, sem gæti hjélpað honum. Beecher hafði tekið út spari- skildingana, næstum tíu þúsund dollara og fest kaup á farseðli til Madrid. Og nú var orðið lítið eftir af fénu. Og hið eina, sem hann hafði hlotið í staðinn var leti, ábyrgð- arleysi og ódýrt brennivín. Og tíminn flaug jafnhratt og áður í New York. Beecher var hættur að reyna að bera í bætifláka fyrir hegðun sína gagnvart sjálfum sér. ,Hann var landeyða og annað og meira var hann ekki. En auraleysið var ekki það versta sem hrjáði hann. Hann hafði engin framtíðaráform. Hann gæti svo sem farið heim og fengið sér eitthvað að gera.En á einhvern furðulegan og óskiljanlegan hátt hafði hann rnisst sitt eigið föður- land. Það fannst honum sárast. Ameríka var honum á vissan hátt framandi, og honum stóð beygur af henni. — Honum fannst hann vera settur hjá. Eins og hann ætti ekki lengur hlutdeild í eigin landi og eigin þjóð. Það virtist sem Trumbull skynj að áhyggjur hans, því að hann lagði þungan hramminn á öxl Beechers og sagði: „Drekktu með mér eina kveðjuskál." Þeir lyftu glösunum og skál- uðu. „Manstu þegar ég lenti í slags- málunum við sænska risann?“ Trumbull horfði á hann og lét höndina hvíl'a þungt á öxl hans. „Þú bjargaðir mér út úr þeirri klípu. Þú gazt komið mér út, áður en hann gerði út af við mig.“ Beecher yppti öxlum og brosti. „0, jæja, ætli það hafi verið svo hættulegt. Ég vona samt að þú lendir ekki í öðru eins í West- port.“ „Ég á eftir að þakka þér betur fyrir þann greiðann“, sagði Trum- bull. „Og þess vegna ætla ég að leyfa mér að gefa þér gott ráð.“ Beecher lyfti glasinu „Og hvað er það?“ „Komdu þér hið fyrsta frá Spáni, Mike.“ 14 T f M I N N, miðvikudagurinn 22. maí 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.