Tíminn - 22.05.1963, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.05.1963, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 22, maí 1963 113. tbl. 47. árg. tm- *mm Brezkur togari tekinn í landhelgi fyrir austan IH-Seyðisfirði, 21. maí. VarðsklpKS Þór tók brezka togaraim Spurs GY 697 snemma í morgun að ólöglegum velfíum 4,5 mQum innan flskvelðtlögsög unnar út af Stokksnesl, rétt vest an v!S vesturtakmörk undan- þáguhólfs, sem þar er. Skip- stjóri togarans er Þórarinn 01- geirsson, sonur Þórarlns Olgeirs sonar ræðlsmanns. Hann sýndl Framh. á bls. 15. STJÓRNMÁLAFUNDUR | fl 1 Þórarlnn Einar Hjördís Stelngrímur Magnós Krtstján sos Tímaritið SOS íhefur hafið göngu sfna að nýju, eftir noikkurt hlé. Útgefandi er prentsmiðjan ÁSrún, en rit sjóri Jóns St. Lúðvíksson SOS flytur eingöngu sann- ar frásagnir af slysucn og svaðiMöruan, og þess skal geöð, að þegar Sagt er að þetta tímarit birti SANNAR frásagnir, þá er það rétt. Að þeösu sinni fjallar aðal- frásögn rit'sins um það, er skipið „VETRIS“ fórst við Ameríkustrendur í nóvem- ber 1928, en slys þetta var mjög umrætt á sínum tíma, vegna þess að skipið var of- hlaðið,, saimkvæmt (kröfu skipafélagsins, og neyðar- skeyti var sent of seint út. Orsök þessa var sú að mikið framboðið var á sikipstjórn- armönnum, sem lögum sam kvæmt báru ábyrgð á hleðsl unni, en ef þeir ekki tóku þann farm, sem útgerðinni þóknaðist, gátu þeir hirt pokann sinn. Framsóknarfélögin I Reykjavík lialda STJÓRNMÁLAFUND í Framsóknarhúshiu vi® Fríkirkju- veg miðvikudaglnn 22. þessa mán. klukkan 8,30. — Ræðumenn: Þórarinn Þórarinsson, ritstjórl Elnar Ágústsson, sparisj.stjórl Hjördís Elnarsdóttlr, húsfrú Steingrímur Hermannsson, framkv.stjóri. Magnús Bjarnfreð'sson, blaðam. Fundarstjóri verður Kristján Thorlacius. — FRAMSÓKNAR- MENN, fjölmennið á fundinn. Mbl. eykur falsanirnar *'/ >■ / w í tilefni af útúrsnúningum og fölsunum Moi'gunblaðsins í gær á limmælum Vilhjálms Hjálmarsson ar á framboðsfundi í Hornafirði á dögufium, átti Tíminn símtal við Vilhjálm í gær og spurði hann um þetta. Vilhjálmur sagði, að um það þyrfti ekki að deila, hvað hann hefði sagt um þetta, því að það hefði verið í skrifaðri fram- söguræðu, og væri bezt ag bir*a þann orðas(tað í heild, sem Mbl væri að snúa út úr, en hann var á þessa leið: „íslendingum hefur á örfáum áratugum tebizt að þoka mörgu á Ieið og þeir búa sennilega við ein hin beztu Iífskjör almennt, sem Framhald á 15. síðu. VORHATIÐ FRAMSÓKNAR- r I DÆMT I STOD- HESTAMÁLiNU JK-Reykjavík, 21. maí. Hæstiréttur hefur nú kveðið upp dóm í stóðhestamálinu fræga, sem hefur venið mikið hitamál milli Skagfirðinga og Húnvetninga í haust og allan vetur. Staðfesti hæstiréttur að öllu leyti úrskurði sýslumannsins á Sauðárkróki, en hann hafði lýst töku stóðhestanna réttmæta með tilvísun til búfjár- ræktarlaga. í ágúst í fyrrasumar gerðu nokkrir Sauðfcrækingar sér ferðir í afréttarlönd Húnavatnssýslu og handsömuðu nofckra stóðhesta, 9em gengu þar lausir. Þessir hest- ar voru siðan boðnir upp af hrepp stjórum í Skagafirði og seldir, einn var meira að segja tekinn tvisvar og seldur. Húnvetnsku eigendur stóðhesr- anna kærðu þessar aðfarir og komu mál þessi í tvennu lagi fyr:r sýslumann Skagafjarðar. Fyrra málið var um stóðhesta, sem Þor- steinn Sigurðsson £ Enni í Engi- hlíðarhreppi og Haraldur Eyjólfs- sin £ Gautsdal í Bólstaðarhlíðar hreppi áttu. Kr'öfðust bændurnir þess, að stóðhestarnir yrðu teknir aí hreppstjóra Skarðshrepps, sem hafði þá í vörzlu, og þeir afheníii' sér eða hreppstjórum heimahreppa sinna. Sýslumaður synjaði þessa með tilvísun í búfjárræktarlög, og bestarnir voru seldir á uppboði. Bændurnir áfrýjuðu. Seinna málið tafðist nokkuð, enda var þag sótt og varið af meiri hörku. Það var út af hesti, sem Haraldur í Gautsdal átti. Það mál fór á sama veg og hitt og var úr- skurðurinn kveðinn upp í janúar Hæstiréttur staðfesti síðan báða þessa dóma fyrir nokkrum dögum en þá var umdeildi stóðhesturinn löngu aflífaður og étinn. Lltil kennsluflugvél hrapaði tll jarðar i Skerjafirði I gær. Vélln var I flugtakl um klukkan 19.00, þegar mótorlnn stöðvaðist skyndilega. f vél Innl voru Gunnar Guðjónsson, 21 árs gamall flugkennari og nemandi hans Bragl Ingólfsson, 23 ára. Aðspurður kvaðst flugmaðurinn hafa ætlað að lenda á túni, sem er skammt vestur af flugbrautarendan- um, en þá stóð bifreið á veginum, sem er milli brautarinnar og túnsins. Ákvað hann þá að freista að koma vélinni nlður á sjálfa brautina. Kom vélin niður á flugbrautarendann, flaug yflr girðingu og tók aðra með sér og hafnaði svo i skurði. Mennirva sakaði ekki, en vélin Framhald á 15. síðu. T KJOSARSYSLU verður haldin að Hlégarði í Mos- fellssveit, næstkomandi föstudags kvöld kl. 21.00. Ávörp flytja Jón Skaftason, al- þm. og Vialtýr Gúðjónsson, fram- kvæmdastjóri. Flutt verður revían „Á skemmti kraftaskrifStofunni“ og Ómar Ragnarsso.n skennntir. Hljómsveit Árna Norðfjörð leik- ur fyrir dansinum. Aðgöngumiðar verða seldir hjá eftirtöldum aðilum: Kosninigaskrifstofu Framsókn- armanna, Álfhólsveg 4a, Kópa- vogi. Kosningaskrifstofu Framsókn- armanna, Strandgötu 33, Hafnarf. Verzluninni Steinnes, Seltjarniar- nesi, og enn fremur hjá Magnúsi Sæmundssyni, Eyjum, Kjós, Hauki Níelssyni, HelgafeLli, Mosfellssveit og Teiti Guðmundssyni, Móum, Kjia'larnesi. Undirbúningsnefndin. Sandgerðismálið Félagsdómur hefur úrskurðag ólöglegt verkfallið, sem hefur ver ið í nokkra daga á bátum Guð- mundar á Rafnkelsstöðum. Fóru bátarnir, Víðir II., Sigurpáll og Jón Garðar, á veiðar strax í gær- kveldi. ÚrsKurður félagsdóms er kominn vegna kæru, sem LÍÚ höið aði gegn sjomannafélaginu í Sand gerði. Einn dómenda, Ragnar Ólafsson hæstaréttarlögmaður, skilaði sératkvæði, þar sem verk- fallið er talið ólöglegt. FRÉTTAÞJÓNUSTA VARPAR LJÓSIÁ STARFSAÐFERÐIR LOGIÐ OF SNEMMA ED—Akureyri, 21. maí. Stjórnarblöðin leggja mikla áherzlu á það að núa Fram- sóknarmönnum kommúnista- þjónkun um nasir og nota þá ýmsar miður heiðarlegar aðferð ir til að „sanna“ lygi sína. Krata blaðig, sem kom út hér í bæ í dag, birtir svohljóðandi klausu: „Á kjósendafundi Fram sóknar á Melum í Hörgárdal, óskaði einn fundargesta, gildur bóndi í sveitmni, skýlausra svara frambjóðenda um það, hvort Framsókn hyggðist eða hyggðist ekki starfa með komm únistum eftir kosningar. Kvaðst hann ekki munu kjósa flokk- inn, ef slík samvinna væri fyrir- huguð. Bóndinn fékk engin svör hjá frambjóðendum. En einhvers staðar stendur, að ekk ert svar sé líka svar, minnir oss“. En sagði nú ekki kratablaðið satt? Nei, ekki var það nú. Það vill nefnilega svo til, að fundur- inn á Melum í Hörgárdal er ekki fyrr en anað kvöld, mið- vikudagskvöld, og lygin því prentuð of snemma!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.