Alþýðublaðið - 28.01.1941, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 28.01.1941, Qupperneq 4
MUBJUDAG 28. JAN. 1941 Bókin er ■Hl mm mm mma awanm mp n BóEdn er ÞÝDDAR SÖGUR l I ff Tt TFH YY1]11 f JlSITlIk ÞÝ'DDAB SÖGUB eftir 11 heimsfræga höfunda. JUiPz L UJILAlllil eftir 11 heimsfræga höfunda. ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er í nótt Jónas Kristjánsson, Grettisgötu 81, sími 5204. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,25 Hljómplötur: I<ög úr óper- ettum og tónfilmum. 19,35 Erindi: Þegar lopinn kemur (frú Anna Ásmundsdóttir). 20,00 Fréttir. 20,30 Viðskiptamálin 1940 (Ey- steinn Jónsson viðskipta- málaráðherra). 21,15 Tónleikar Tónlistarskólans: a) La folia, eftir Corelli (fiðla: Björn Ólafsson). b) Tríó í G-dúr, eftir Mozart. 21,50 Fréttir. Náttúrisfræðifélagið hefir samkomu í kvöld kl. &Vz í Austurbæjarskólanum (gengið inn frá Vitastíg). Verkakvennafélagið Framsókn heldur fund kl. 8,30 í Iðnó. Þar verður m. a. rætt um kaupgjalds- málin. Skrifsiofa Mæðrastyrksnefndar er í Þingholtsstræti 18. Opin alla virka daga kl. 4—6. Lög- fræðilegar leiðbeiningar veittar hvern mánudag og fimmtudag á sama tíma. Tveir dagar eftir. Kosningin í Dagsbrúri hefst í dag kl. 5 og stendur til kl. 10. Á morgun, síðasta daginn, verður kosið frá kl. 5 til kl. 11. Dags- brúnarmenn, fjölmenniö á kjör- staðinn og kjósið B-listann. Fermmgarbörn séra Árna Sigurðssinar eru beðin að koma til viðtals í frí- kirkjúna á fimmtudaginn kemur kl. 5 síðdegis. Forðum í Flosaporti hefir verið sýnd 45 sinnum, allt- af við húsfylli og vaxandi vin- sældir. Ke 'tátur „29“ heiiir amerísk kvikmynd frá Co- lumbiafilm um kafbátahernað og njósnastarfsemi, sem Nýja Bíó sýn- ir núna. Aðallilutverkin leika Con- rad Veidt og Valerie Hobson. Murionette-leikfélagið sýndi „Faust“ í fyrrakvöld í Varðarhúsinu fyrir troðfullu húsi. Var gerður hinn mestl rómur að. Kl. 2.30 í gær var hann sýndur fyrir börn, en ofurlítið breyttur. Aðalfandur Kvennadeildar Slysavarnafélags fsland, í Hafnarfirði, var haldinn þar s.l. þriðjudag. Hefir félags- konum fjölgað all-verulega á árinu og einkum seinnipart ársins og nú eftir áramótin. í stjórn voru kosn- ar: Frú Rannveig Vigfúsdóttir form., frú Marta Eiríksdóttir rit- ari, frú Kristensa Kristófersdóttir gjaldkeri; voru þær allar endur- kosnar. Varastjórn: Frú Sólveig Eyjólfsdóttir varaform., frú Guð- rún Eiríksdóttir vararitari, Am- dís Kjartansdóttir varagjaldkeri. Endurskoðendur voru kosnar: Jó- hanna Jónsdóttir og Jenny Guð- mundsdóttir. Gjafir til væntanlegs húsmæðraskóla í Reykjavík: Hr. lyfsaíi Þorsteinn Scheving Thorsteinsson kr. 1000, Hr. Sigfús Bjarnason, c/o fieildv. Hekla kr. 50, Óli V. Jóhannesson kr. 10, Hr. lyfsali Mogensen kr. 100, Heildverzlunin Edda kr. 500. Kærar þakkir. Vigdís Steingríms- dóttir. Skíðaferð í Jósepsdal. S.l. laugardagskvTd fóru Ár- menningar í skála sinn í Jósepsdal og dvöldu þar 62 manns yfir nótt- ina. Skíðafæri er hið bezta og næg- ur snjór í Bláfjöllum, en lítill á láglendi. Þó er hægt dð þræða snjóftannir frá bílunum og upp eftir. Vinstúlkan hans pabba heitir amerísk gamanmynd, frá Radio Pictures, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika: Ginger Rogers, Walter Conmolly, Verree Teasdale o. fl. Æfintýri H. G. Andersen: Svinahirðirinn 60 Hans klaufi. Bókav. isafoidarprentsmíðjn DAGSBRÚNARKOSNINGIN Frh. af 1. síðu. Dassbrðn verðnr ekki .ðhrifa- og valdalans*, ef Haraldnr verðnr kosinn! Þá hekiur Mgbl- því fram, að þrátt fyrir skattinn, myndi Dags- brún verða „með öllu áhrifa- og valdalaus í Alþýðusambandinu“. Það er broslegt að bjóða Dags- brúnanmönnum upp á slíka blekk- ingu. Þeir vita það, að Daigsbmn gengur vitanleiga ekíki í Alþýðu- sambandið, nema þvi að eins að listi Alþýðufloikksverkamanna, B- listínn, verði kosinn. En hvaða verkamanni heldur Mgbl- að það geti talið trú um það, að nokkr- usn ráðum verði ráðið i Aiþýðu- sambandinu, eftíir að eins istórt og þýðingarmikið fé- <'ag o^g Dagsbrún væri aftur foomfið í það, án þess að ráðgast við forystumenn þess? Það er að vísu xétt, að Dagsbrún getur ekki formlega fongið mann i stjóm Alþýðusambandsins fyrr en á næsta Alþýðusambandsþingi. En hvaða Dagsbrúnairmaðuír mun láta segja sér annan eins þvætt- ing og þann, að Dagsbrún yrði „áhrifa- og valdalauis í Alþýðu- sambandinu" fyrir það, eftir að hún hefði kosið Hárald Guð- mundsson fyrir formann simn. Dagsbrúnarmenn þurfa engan kvíðboga að bera fyrir því, að hagsmuna þeirra, réttar og álits verði ekki að fullu gætt i Al- þýðusaimbandinu, eins og annars staðar, eftir að Haraldur Guð- mundsson væri orðinn formaður félagsins. Það vita þeir líka — og þess vegna kjósa þeir í kvöid og annað kvöid B-listann. Fermingarbörn gjöri svo vel að koma til viðtals í Dómkirkjunni í þessari viku sem hér segir: Til séra Friðriks Hall- grímssonar á fimmtudaginn, til séra Bjarna Jónssonar á föstudag- inn, báða dagana kl. 5 síðdegis. ■ NYJA BfO Kafbátur 29. Mikilfengleg og spennandi ameríksk kvikmynd um kafbátahernað og njósna- starfsemi. Aðalhlutverkin leika: Comad Veidt og Valerie Hobson. |j Sýnd klukkan 5, 7 og 9. IQAMLA BÍC Fifth avenue g»rl. Amerísk gamanmynd frá RKO Radio Pictures. Aðalhlutverkin leika: Ginger Rogers. Walter Connolly. Verree Teasdale o. fl. Aukamynd: Umsátrið nra Varsjá. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (Lækkað verð kl. 5). Litli sonur okkar og bróðir Daníel Jón Steindórsson, sem andaðist* 20. þ. m., verður jarðsunginn frá heimili okkar, Teig á Seltjarnarnesi, miðvikudaginn 29. þ. m. kl. 1. Oddný Hjartardóttir. Steindór Ingimundarso og börn. Re/yan 1M0. Fofðfln í Flosapsrti ÁSTANDS-ÚT! JÁF A verður leikið í Iðnó annað kvöld kl. 8%. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. — Sími 3191. ALLT AF SKEÐUR EITTHVAÐ. Daasbrúnarienn! Kjósið K-listani. 84. THEODORE DREISER: JE ÍNIE GERHARDT í nýrri litaverksmiðju í Chicago, sem virtist ætla að verða stórt og voldugt fyrirtæki. Lester, sem þekkti eigendur gömlu verksmiðjunnar í New York og vissi, að þeir voru traustir og áreiðanlegir viðskiptamenn, og vissi, að þeir höfðu árum saman verið miklir vinir föður hans, mótmælti þessari ráðstöfun ein- dregið. Og í fyrstu leit svo út, sem gamli maður- inn væri á sama máli og Lester. En Robert hélt fast á sínu máli á sinn rökvísa hátt, horfði sínum köldu, hyggnu augum beint í augu bróður síns og sagði: — Við getum ekki haldið áfram að skipta við gamla viðskiptavini aðeins vegna þess, að faðir okkai' hefir yerið vinur þeirra og skipt við þá, eða vegnf þess, að þér þykir vænt um þá. Við verðum að breyta til. Við verðum að auka verzlunina. Keppi- nautar okkar eru stöðugt að verða skæðari og skæð- ari. — Það er allt undir því komið, hvaða álit faðir okkar hefir á málinu, sagði Lester að lokum. •»— Tilfinningar mínar skipta engu máli hér. Það móðg- ar mig ekki á neinn hátt. Þú heldur, að fyrirtækið græði á því að breyta um, en ég hefi lagt fram rök fyrir því gagnstæða. — Mér finnst Robert hafa rétt fyrir sér, sagði Archibald Kane rólega. — Flest sem hann hefir stungið upp á hefir reynzt happadrjúgt. Lester roðnaði. — Þá tölum við ekki meira um það, sagði hann. Svo stóð hann á fætur og gekk út úr skrifstofunni. Þessi ósigur, sem hann beið rétt um það leyti, sem hann hafði ætlað sér að fara að vinna af áhuga að verzlunarmálunum, gerði hann mjög niðurbeygð- an, enda þótt hann hefði ekki ástæðu til að taka sér þetta mjög nærri. En Kann hafði samt beðið ósigur og athugasemd föður hans um kauþsýslumannshæfi- leika Roberts særði hégómagirnd hans mjög. Hann fór nú að hugsa um, hvort faðir sinn myndi ekki hafa sig útundan, þegar hann skipti arfinum. Skyldi hann hafa heyrt nokkuð um samband hans og Jennie? Skyldi hann vera óánægður yfir því, að Lester væri svo oft og lengi fjarverandi? Lester fannst ekki með réttu vera hægt að segja, að hann væri duglaus verzlunarmaður eða væri áhugalaus um starf sitt. Hann hafði unnið starf sitt vel og trú- lega. Það var hann, sem rannsakaði allar nýjar uppástungur, sem félaginu bárust, samdi alla samn- inga og var ráðgjafi föður síns í öllum vandamál- um. En hann var ofurliði borinn af bróður sínum. Hvar skyldi þetta enda? Hann hugsaði þetta mál lengi, en komst ekki að neinni niðurstöðu. Seinna þetta sama ár lagði Robert fram áætlun um endurskipulagningu söludeildar fyrirtækisins. Hann stakk upp á því, að byggt yrði geysistórt vöru- sýnirigahús, sem jafnframt væri vörugeymsluhús, við Michigan Avenue í Chicago og flytja þangað beztu vagnana. Chicago lá nær hringiðu lífsins en Cincinnati. Það var auðveldara að ná í efnaða við- skiptamenn á þeim slóðum. Auk þess vairi þetta ágætis auglýsing fyrir fyrirtældð. Kano amli og Lester féllust strax á uppástunguna. Þeir áu báðir þegar í stað, að af þessu hlaut að verða tórgróði. Róbert stakk upp á því, að Lester stjórnaði fyrir- komulagi þessara nýju bygginga. Það jrði heppi- legast, að hann dveldi í Chicago, meðan húsin væru byggð. Lester varð hrifinn af þessari uppástungu, enda þótt hann yrði að fara burtu frá Ciricinnati að minnsta kosti um tíma, ef ekki að fullu og öllu. Honum þótti þetta ekki svo lítill virðingarauki og bar það vott um, að hann væri fyrirtækinu ómiss- andi starfsmaður. Hann gat búið í Chicago og haft Jennie hjá sér þar. Ráðagerð sú, sem hann ’ fði verið að yfirvega, aö stofna heimili, gat nú kori ið til framkvæmda, án nokkurra erfiðleika. Þess vegna samþykkti hann strax þessa uppástungu. ivóbert brosti og sagði: — Ég held, að við munum alli • hafa hag af þessu. Vegna þess, 'að bygging húsanna bar bráðan að, ákvað Lester að flytja strax til Chicago Hann ser di Jennie skeyti og bað hana að hitta s .g og þau völdu íbúðina í félagi. Það var mjö? þægileg bú 5 í hliðar- götu nálægt sjónum. Hann áleit, ao í Chicago gæti hann þótzt vera piparsvebm. Hanr. þyrfti aldrei að bjóða kunningjum sínum til sín. Þeir gátu hitt hann á skrifstofunni í klúbfcnum og á gistihisunum. Sám- kvæmt skoðun hans var þetta fyrirkomulag mjög hagkvæmt. Auðvitað hlaut brottför Jennie frá Cleveland að

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.